Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 57 Svona getum við ekki VIÐ Á förnum vegi fórum út á völl um daginn með kylfurnar og boltann og hugð- umst nema þá ljúfu list að leika golf. En það fór ekki sem á horfðist því að við náð- um ekki þeim árangri að geta hitt boltann. Það er önnur saga með hann Ragnar Olafsson, hann virðist ekki eiga í miklum erfiðleikum með að hitta boitann. Við hyggjumst því á næstunni æfa betur svo að við verðum einhvern tímann fær um að keppa. Hjá Stellu spákonu Þeir eru margir sem hafa einhverntímann farið til spákonu. A.m.k. prófað það svona einu sinni. Það sem að fólki finnst um þessa iðju er mjög mismunandi. Numir verða hissa yfir anda- gift spákonunnar. aðrir verða reiðir og trúa ekki orði. Við á förnum vegi vorum a.m.k. forvitin um hvernig þessir hlutir ganga fyrir sig. Við lögðum því leið okkar til einnar í austurbænum. Stella nefnir konan sig sem við bönkuðum upp á hjá. Hún tók þeirri málaleitan greiðlega að segja okkur allt af létta um sína spádómsgáfu og viðhorf sín í garð þessara mála. Við byrjuðum á að spyrja Stellu hve langt sé síðan hún fór að spá fyrir almenningi? „Það eru 2'k ár síðan. Reyndar hef ég verið að spá í bolla og spil síðan ég var unglingur fyrir vini og kunningja, það þótti allt koma fram sem að ég spáði, því var ég hvött af- skaplega mikið til að fara að spá fyrir al- menningi. Ég hef ekkert lagt fyrir mig að spá í lófa því það er 5 ára nám erlendis." Hverskonar fólk sækir einkum til þín? „Það er allrahandanna fólk, allt frá ungl- ingum og til gamalmenna. Flest af því fólki sem að kemur til mín er kvenkyns en það slæðast alltaf einhverjir karlmenn með. Reyndar má segja að þeir karlmenn sem að koma séu í flestum tilfellum mjög sjálfstæð- ir persónuleikar, þetta eru menn sem að þekkja sjálfa sig vel og eru öruggir með sig.“ Ert þú skyggn? „Já, það er ég, það kemur mér afskaplega fátt á óvart. Ég er berdreymin og get til dæmis alltaf sagt fyrir um þau slys sem koma til með að henda í fjölskyldunni. Einn- ig kemur fyrir að ég sé fyrir stærri slys einkum á sjó. En ég á erfitt með að segja fyrir um stöðu ríkismála, ég fylgist ekki nógu vel með á þeim vígstöðvum." Heldur þú að þú getir ekki breytt fram- vindu lífs fólks, með því sem að þú spáir því? „Nei, það held ég ekki. Margir gleyma því strax sem að ég segi en það rifjast svo upp um leið og viðkomandi atburður gerist. Það fólk sem að ég spái fyrir forðast ég að vita nokkurn skapaðan hlut um. Ég spyr ekki að nafni og forðast að ræða persónuleg málefni fólks fyrr en að ég fer að spá. Annars eru Islendingar mjög örlagatrúar, það er senni- lega runnið frá gömlum rótum. Annars eru tímarnir að breytast, menningin er orðin svo fjölbreytt og margt sem dreifir hugum fólks.“ Spáirðu fyrir um slæma hluti? „Það er misjafnt eftir persónum, ég sé yf- irleitt á fólki hvort það þolir að heyra slæm tíðindi.” Finnst þér þú ekkert vera að storka örlög- unum með því að vera að spá fram í tímann? „Það finnst mér ekki, því skyldi ég ekki nota þá náðargáfu sem að guð gaf mér, ég efast um að mér hefði verið fengin þessi gáfa í hendur ef að æðri máttarvöld ætluðust ekki til að ég notaði hana. Annars er þetta þreytandi til lengdar, ég spái fyrir mjög mismunandi mörgum á dag, stundum 3—5 en á milli tek ég mér alltaf langar pásur til að byggja mig upp andlega." Að lokum spáði Stella fyrir framtíð okkar, en því miður höfum við ekki pláss til að birta spána. En okkar á milli sagt var þetta alls ekki svo slæm spá. Boðið í Trilluna Trillan heitir veitingastaður, sem opnaði fyrir nokkru að Ármúla 34 í Reykjavík. Þessi mvnd var tekin að loknum leik Víkings og KR í 1. deild á dögunum. Veitingamaður- inn Þórir Gunnarsson bauð Víkingsliðinu í mat eftir leikinn og gerðu piltarnir krásunum góð skil. Þórir veitingamaður er fyrir miðju en í stýrishúsinu má sjá formann Víkings, Svein G. Jónsson, og er ekki annað að sjá en hann hafi góða stjórn á hlutunum. Trillan er innréttuð i sjómannastíl og er opin daglega kl. 11—23.30. Veitingastaðurinn hefur sérhæft sig í hamborgurum og „fish and chips“. Staöurinn tekur 52 gesti og er þjónusta á borðin. Innréttingar hannaði Vifill Magnússon en Jón Þórisson stjórnaði uppsetningu. „Má segja að ég eigi mig ekki sjálfa í dag“ „ÉG KEM daglega í Vesturbæjarlaugina til að synda 200 metrana. Þetta er holl og góð hreyfing og heldur mér gangandi bæði andlega og likamlega,“ sagði Margrét Gunnlaugsdóttir. Reyndar hef ég alltaf iðkað sund af og til alla mína ævi. En aldrei eins stíft og undanfarin ár, því að svo heppilega vildi til að vinnustaðurinn sem ég vinn á sem ritari flutti í Vesturbæinn. Annars hitt- irðu hálf illa á mig núna því ég er í lánssundbol og með lánssundhettu. Má kannski segja að ég eigi mig ekki sjálfa í dag. Margrét Gunnlaugsdóttir Þegar ég tala við barn er ég eins og það Þeir scm sækja sundlaug Vesturbæjar kannast ábyggilega við Sigurð Svan Sveinsson. Siggi, eins og flestir kalla hann, flutti hingað til lands fyrir 15 árum. Hann hafði komið hingað til lands nokkrum sinnum sem ferðamaður. Þá fannst honum að hann hefði aldrei séð nokkurt land sem hefði jafn hreint loft og hreint vatn. Siggi er fæddur og uppalinn í Suður-íran. Hann fór til mennta í Háskólann í Glasgow og lagði þar stund á verkfræði. Eftir það fór hann að vinna við olíuhreinsunarstöö í Persíu. Er hann kom hingað til lands hóf hann nám við HÍ og nam þar í byrjun íslensku fyrir erlenda stúdenta. Að því námi loknu hóf hann nám í stærðfræði en hætti við hana, vegna þess að bækurnar voru á sænsku og norsku og þau mál skildi hann illa. Þess í stað hóf hann nám í frönsku og sænsku og lauk prófi í þeim greinum og að endingu fór hann í ensku og lauk prófi í henni. Námið og dvölina hérna heima fjármagnaði hann með þeirri vinnu sem hann vann sem verka maður á sumrin. Siggi kveðst hafa verið svo lengi í Háskólanum vegna þess að meðan hann var þar vissi hann að honum yrði ekki vísað úr landi, en eftir 10 ára dvöl hér var hann orðinn islenskur ríkisborgari. Siggi bjó lengi vel á Nýja-Garði og þegar hann var að því spurður hvort honum hefði ekki þótt hann utangátta vegna þess hve full- orðinn hann var orðinn, kvað hann aldur ekki skipta sig neinu máli. Þegar hann tal- aði við börn væri hann eins og barnið, þegar hann talaði við fullorðið fólk væri hann eins og það, þegar hann talaði við gamalt fólk væri hann eins og gamall maður. Siggi er ekkert að yfirgefa ísland, hérna ætlar hann að dvelja alla sína ævi, veðrið finnst honum ekkert til trafala, þó hann sé alinn upp við mikið hlýrra veður. Kulda sé ekki fyrir að fara hjá fólki eins og honum sem vinnur inni á veturna, hins vegar segist hann hafa samúð með verkamönnum sem vinna úti í vondum veðrum, hinum þurfi ekkert að vorkenna. Að endingu segir Siggi: „Aldrei mun ég yfirgefa þetta land.“ Sigurður Svanur Sveinsson fyrir framan sundlaug Vesturbæjar. 1 ág Má. mrn ■ ■ □ 11 IKII1 $ fHIK»Il iU ib-yj 1 íJB InaJPKwKKKi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.