Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982
51
Grái fiðringurinn gerir vart við sig hjá Benjamín. María Ellingsen og Bene- Andrea Oddsteínsdóttir í hlutverki eiginkonu Benjamíns.
dikt Árnason i einni senunni.
Loa snýr sér að pönkliferni eftir að
faðir hennar deyr. María Ellingsen í
hlutverki sínu.
Framferði dótturinnar Eddu í skóla-
leikritinu kemur sem reiðarslag yfir
foreldrana. Margrét Gunnlaugsdótt-
ir i hlutverki sínu.
Valgarður Guðjónsson i hlutverki unga verkfraeðingsins og Benedikt Árna- Sirrý Geirs í hlutverki eiginkonu besta vinar Benjamíns.
son í hlutverki Benjamíns Eiríkssonar.
hvað aðrir hugsa eða segja. Það er
mikill kostur við einn mann.“
Margrét Gunnlaugsdóttir leikur
dóttur Benjamíns, Eddu. Hrafn sá
hana leika í skólaleikriti í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
og það varð til þess að hann bauð
henni hlutverkið: „Þetta var leik-
rit sem Andrés Sigurvinsson setti
upp og er fyrirmyndin að leikrit-
inu sem Edda leikur í í myndinni
þegar hún „sjokkerar" foreldra
sína. Mér fannst Margrét sýna þá
eiginleika sem þurfti í hlutverk
Eddu
María Ellingsen leikur Lóu, dótt-
ur besta vinar og starfsfélaga
Benjamíns: „Henni kynntist ég
þannig," segir Hrafn, „að hún
ásamt nokkrum skólasystrum sín-
um í Breiðholtsskóla höfðu valið
sér sem ritgerðarefni íslenskan
listamann, — og þær skrifuðu rit-
gerð sem ég hafði mjög gaman af.
Eg átti nokkra fundi með þeim út
af þessu og María sagði mér þá, að
hún hefði fengist við að skrifa
leikrit og leikstýrt svolítið hjá
skátunum. í framhaldi af þessu
sýndi ég henni stutta kvikmynd
sem ég hafði gert, „Lilju", og mér
fannst hún sýna óvenju næman
skilning á því sem ég var að gera.
Ég færði það síðan í tal við Bene-
dikt, að ef til vill kæmi hún til
greina í hlutverk Lóu og eftir að
hafa prófað hana sannfærðumst
við um, að hún réði við þetta hlut-
verk. Hún var í það góðu andlegu
formi, að hún gat tekið þetta að
sér.“
Sirrý Geirs leikur móður Lóu og
eiginkonu vinarins, Sigurðar.
Sirrý er ekki með öllu óvön
kvikmyndaleik, því eftir að hún
varð í öðru sæti í Miss Internat-
ional á Langasandi árið 1960, lék
hún í mörg ár í kvikmyndum í
Bandaríkjunum. Um samstarf
þeirra Hrafns segir hún í nýlegu
viðtali í tískublaðinu Líf: „Það var
fyrir rúmu ári að Hrafn hafði
samband við mig, en þá var ég
nýbúin að ljúka BA-ritgerðinni
minni við enskudeildina í Háskól-
anum. Ég hafði séð kvikmyndir
hans og það sem hann hafði unnið
fyrir sjónvarp og fannst gott. Ég
sló því ekki hendinni á móti þeirri
tilbreytingu, sem svona vinna býð-
ur upp á, eftir að hafa setið yfir
ritgerðinni. — Þau hlutverk, sem
ég fékk hér áður fyrr, voru full-
mótuð þegar kvikmyndataka
hófst. Hrafn vinnur öðruvísi.
Hann fylgir ekkert endilega hand-
ritinu, heldur leyfir hann leikur-
um að móta þær persónur sem
þeir leika að ákveðnu marki. Þetta
finnst mér miklu skemmtilegra en
jafnframt erfiðari vinnubrögð."
Og seinna í viðtalinu segir Sirrý:
„Það er þessi skemmtilega tvö-
feldni, sem mér finnst ég finna hjá
Hrafni. Hann kafar djúpt í til-
finningar fólks. Við þurfum að
staldra við um stund til að skilja
hvað hann er að fara. Svo finnum
við hjá honum gagnrýni, sem við
finnum í öllum góðum listaverk-
um.“
Andrea Oddsteinsdóttir leikur
Önnu konu Benjamíns. í viðtali í
Lesbók Morgunblaðsins segir hún
m.a. um hlutverk sitt: „Á milli eig-
inmannsins og eiginkonunnar,
sem ég leik, er algjört sambands-
leysi. Það virðist ekkert eftir,
þrátt fyrir margra ára hjónaband
og tvö uppkomin börn. Þessi kona
er heimavinnandi, í öruggu um-
hverfi og býr við mikil þægindi.
En hún lifir í tómi. Hún gerir
samt tilraun til að ná sambandi
við fólkið sitt, en eins og eitt atrið-
ið undirstrikar sérstaklega, er
sambandið á milli þessara fjöl-
skyldumeðlima í molum."
Um bert fólk
og kynlíf
Myndbirtingar af ákveðnum at-
riðum úr myndinni í ýmsum blöð-
um og tímaritum að undanförnu
hafa ranglega komið því inn hjá
fólki að mikið sé um bert fólk og
kynlíf í myndinni. Maður hefur
jafnvel heyrt fólk segja um leið og
það veltir sér upp úr þessum
ljósmyndum: „Já, þarna er Hrafni
rétt lýst, — alltaf samur við sig,
hann gat auðvitað ekki stillt sig
um að vera með eitthvað svona í
myndinni." Sannleikurinn er hins
vegar sá, að þessi atriði eru hvorki
þungamiðja myndarinnar, né
veigamikil þegar á heildina er lit-
ið. Það er allt annað sem situr eft-
ir í huganum þegar upp er staðið.
En hvað segir Hrafn sjálfur við
þessu:
„Þetta er bara partur af lífinu.
Ef þú ert að fjalla um líf nútíma-
manns hlýtur ást og kynlíf að
koma þar eitthvað við sögu. Þessi
þáttur er þó síst stærri í myndinni
en í sjálfum raunveruleikanum.
Þetta er alveg það sama og með
bíla. Þú getur ekki gert mynd af
nútímanum án þess að bílar sjáist
í henni.
Út frá listrænu sjónarmiði er ég
hins vegar einna ánægðastur með
ástarsenuna af öllum atriðum í
myndinni. Það er svo erfitt að
fjalla um þessa hluti án þess að
það verði klúrt eða misheppnað og
jafnvel vandræðalegt svo að fólki
beinlínis líður illa að horfa á það.
Það er líka erfitt að gera svona
hluti, þar sem hugsanir annars að-
ilans verða að raunveruleika. En
ég er tiltölulega ánægður með
hvernig til tókst og það fór mikill
tími í þetta. Þessi sena tekur þrjár
mínútur í myndinni, en það tók
fjóra daga að taka hana upp.“
Aö stíga nýtt skref
I upphafi þessarar greinar eru
því gerðir skórnir að myndin sýni
miklar framfarir í íslenskri
kvikmyndagerð. Á það ekki síst
við um hljóðsetningu og mynda-
töku. Um hið síðarnefnda nægir
að benda á upphafsatriði myndar-
innar, þar sem maður fær á til-
finninguna að Benjamín sé að
drepast úr hjartaslagi: „Þú átt að
fá það á tilfinninguna," segir
Hrafn þegar þetta atriði er borið
undir hann, og um framfarirnar
segir hann: „Það væri eitthvað
skrýtið, ef manni færi ekki fram. í
þessari mynd reyni ég að stíga
nýtt skref fram á við. I hljóðsetn-
ingunni reyndi ég að stíga skref og
í myndatökunni einnig.
Með hljóðinu reyni ég að magna
upp og undirstrika þann hávaða-
heim, sem við búum við. Til dæmis
pikkið í ritvél frúarinnar verður
ærandi hávaði og jafnvel hjart-
sláttur og andardráttur Benja-
míns yfirgnæfir stundum, þótt allt
annað sé á fullu í kringum hann.
Þú tekur líka eftir því, að mikið af
samtölunum fer fram á milli her-
bergja og jafnvel hæða. Er þetta
ekki einmitt partur af okkar lífi,
— að vera að kalla í hvert annað á
milli herbergja? Ég nota alla
þessa hávaðafaktora og reyni að
láta þá koma fram eins og Benja-
mín heyrir þá. Ég hef aldrei reynt
þetta áður og eins er með margt í
myndatökunni. Til dæmis þegar
Benjamín er að trimma og himinn
og jörð renna saman fyrir honum
þegar hann dettur. Ég lét mynda-
tökumanninn fara í trimmgalla og
hlaupa með vélina, með 9 mm
linsu sem sér eins og auga. Þarna
er myndavélin látin elta hvert
smáatriði.
Ég vissi ekki hvort þetta væri
hægt, að klippa þessi atriði sam-
an, en ég vildi samt reyna. Maður
er að reyna að komast út úr þessu
formi, sem maður lærði í skólan-
um. Þetta er einhvers konar þörf
fyrir að skapa sér sérstakan stíl
og reyna eitthvað nýtt. Ég var
ekki klár á að þessi hugmynd
myndi nokkru sinni ganga upp og
svona nokkuð getur maður ekki
leyft sér, ef maður vinnur fyrir
aðra, t.d. við stofnun eins og sjón-
varp.“
I tónlistinni kennir margra
grasa, — pönk, hugljúfar melódíur
og jafnvel jassaður þjóðsöngurinn.
Var þetta fyrirfram ákveðið eða
þróaðist þetta samhliða mynd-
inni?
„Ég var búinn aö ákveða að hafa
þetta svona og ég er nokkuð
ánægður með hvernig tónlistin
kemur út. En það tók óskaplega
langan tíma að taka upp tónlistina
og hljóðsetja hana. Það fór eigin-
lega mesti tíminn í það. Magnús
Eiríksson þurfti t.d. að breyta
„Draumaprinsinum" sjö sinnum,
áður en við vorum ánægðir. En
það er þetta sem gerir Magnús að
listamanni í mínum augum. Hann
beygir sig undir andrúmsloft
myndarinnar, en er ekki á ein-
hverju „prívatflippi" sem tón-
skáld. Þetta er spurning um
þroska, að skilja að aílir hlutir eru
í samhengi hver við annan.“
Deilur og
listaverk
Áður en „Okkar á milli" var
frumsýnd var hún farin að valda
deilum. Má þar nefna þegar Hrafn
fékk Geysi til að gjósa og olli það
miklu uppnámi í menntamála-
ráðuneytinu og hjá Geysisnefnd.
Haft var eftir Birgi Thorlacius,
ráðuneytisstjóra, að þetta uppá-
tæki ætti eftir að valda heims-
hneyksli. Hrafn svaraði og taldi
að stjórnvöld ættu að vera ánægð
með þetta myndarlega gos og í
viðtaii í Morgunblaðinu sagði
hann m.a.: „Ég tel það þjóðþrifa-
mál að það tókst að kvikmynda
eitt mesta gos, sem komið hefur í
Geysi á síðari árum. Þetta fram-
tak á vonandi eftir að vekja bæði
aðdáun og athygli víða, þegar fólk
fær að sjá gosið í kvikmyndinni."
Þá hefur borist út, að til athug-
unar hafi verið í menntamála- og
forsætisráðuneytinu að setja lög-
bann á myndina og hljómplötuna
vegna slæmrar meðferðar á þjóð-
söngnum í jassaðri útsetningu
Guðmundar Ingólfssonar. Sjálf-
sagt hafa allir aðilar eitthvað til
síns máls, en einhvern veginn
finnst manni það skjóta skökku
við, að ráðamenn í stjórnarráði ís-
lands skuli hafa gefið sér tíma til
að velta svona hlutum fyrir sér á
sama tíma og allt er að fara til
andskotans í efnahagsmálunum.
Þetta minnir óneitanlega svolítið
á söguna af Neró keisara sem lék á
hljóðfæri á meðan Róm brann, —
en það er önnur saga.
Þessi nýja mynd Hrafns Gunn-
laugssonar á sjálfsagt eftir að
vekja enn frekari deilur og vísast
að sitt sýnist hverjum. En er það
ekki einmitt einkenni á sönnu
listaverki?
— Sv.G.