Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982
61
MOQJL
dúnúlpurnar
komnar aftur
kr. 1.890.
Hollofil
unglingaúlpur.
Svipaö sniö og Millet. Stæröir
5—16. Verö 740—782 kr.
m^unuF
Þessa Ijósmynd tók Helgi Bjarnason, blaðamaður Morgunblaðsins, er hann var á ferð um Nuðureyri fyrr í sumar. Til
hægri á myndinni er útibú kaupfélags ísfirðinga á Suðureyri, en til vinstri er Verslunin Suðurver.
Vonandi skreppur Finnbogi yfir heið-
ina næst er hann skrifar um Suðureyri
en lætur sér ekki nægja eitt símtal eða kíkja í Moggann
Súgfirðingur skrifar:
„Finnbogi Hermannsson skrifar
grein í Dagblaðið og Vísi 10. ágúst
og býsnast mjög yfir skrifum
Morgunblaðsins um þorpið Suður-
eyri. Ekki hef ég lesið öllu ómerki-
legri grein og er hún svo illa unnin
Þ»essir hringdu . . .
Hver á mann-
virkin á Straum-
nesfjalli?
Sigurjón Hjaltason hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— Ég var að koma úr ferð af
Hornströndum og gekk m.a. á
Straumnesfjall. Þar sá ég þessar
miklu stríðsminjar frá bandaríska
hernum og heldur var þarna öm-
urlegt um að litast, draslið allt í
kringum „þorpið" og í björgunum.
Og nú langar mig til að spyrja:
Hver á þessi mannvirki? Af
hverju er ekki gengið betur frá
þeim? Er þetta ekki friðaður stað-
ur? Hvers vegna lætur Náttúru-
verndarráð ekki til sín taka í
þessu máli?
Hefur Mikla-
holtspresta-
kall verið
lagt niður?
M.B.Þ. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
— Mig langaði til að forvitnast
um það hjá biskupsembættinu,
hvort Miklaholtsprestakall hefur
verið lagt niður. Áður heyrðu
Kolbeinsstaðahreppur, Eyja-
hreppur og Miklaholtshreppur un-
dir Miklaholtsprestakall, en nú er
alltaf talað um Söðulholtspresta-
kall. Þetta finnst okkur gömlum
Snæfellingum einkennilegt, enda
þótt prestssetrið standi í Söðuls-
holti.
að manni ofbýður. Hann gapir
mjög yfir því að Moggamenn
skyldu koma vestur og athuga
málin. Það er von hann gapi því
hann hefur ekki nennt yfir
Botnsheiði, hálftíma akstur, því
annars vissi hann það, að auglýs-
ingar um hús til sölu hanga ekki
uppi í glugga kaupfélagsins heldur
í glugga verslunarinnar Suður-
vers, sem er hinum megin götunn-
ar. Hann margþvælir um Mogg-
amenn og kaupfélagsgluggann á
Suðureyri, en samt er hann með
mynd af glugganum og veit ekki
hvaða húsi glugginn tilheyrir.
Hann hlýtur að hafa tekið mynd-
ina uppúr Mogganum.
Til marks um þekkingarskort
hans á því sem hann skrifar um
má nefna að Kaupfélag Súgfirð-
inga er ekki til, heldur útibú Kaup-
félags ísfirðinga á Suðureyri. Hann
er að tala um eignarhluta Kaupfé-
lags Súgfirðinga í Fiskiðjunni
Freyju, Sambandsins. Það eru ís-
firðingar sem eiga þann hlut, því
ætti hann að gera sér grein fyrir.
Til að kóróna allt saman, þá var til
skamms tíma kaupfélagsstjórinn
á Isafirði stjórnarformaður Fisk-
iðjunnar Freyju á Súgandafirði.
Þessi Finnbogi Hermannsson,
sem vill gera lítið úr þeim vanda
sem ríkjandi er hér í byggðarlag-
inu, veit ekkert hvað hann er að
skrifa um. Ástandið hér er miklu
verra, fólk fer héðan unnvörpum
og það sárasta er að þetta fólk fer
nauðugt vegna atvinnuástandsins,
gott fólk á besta aldri.
Mogginn hefur örugglega ekki
hálfnotað sér þær heimildir sem
hann aflaði sér, hér eru miklu
fleiri hús til sölu, og það er enginn
gamanleikur. Það skiptir engu
máli hvað báturinn er stór sem
fólkið selur, hvort hann er 200 eða
400 tonn, það þarf að vera aðstaða
til að reka hann. Það er hægt að
útiloka menn með ýmsum aðferð-
um. Það er ekkert grín að skilja
eftir húsin sín og jafnvel húsgögn
og flytjast í einhverjar kompur
hér og þar um landið. Því ættu
svona menn eins og Finnbogi Her-
mannsson að gera sér grein fyrir,
en ekki að vera að velta sér uppúr
þeim vanda sem hann ber ekkert
skynbragð á.
Eftir að Moggamenn komu vest-
ur gaus þetta uppá yfirborðið, en
fljótlega komst ró á og meira jafn-
vægi en lengi hafði verið. Má
þakka það æsingalausum skrifum
og viðtölum við fólk sem var í
ólgusjó þessa ástands. En nú æsist
leikurinn aftur og er margt sem
gæti komið fram í dagsljósið ef
áfram er haldið, því get ég lofað.
Vonandi skreppur Finnbogi yfir
heiðina næst þegar hann skrifar
um Suðureyri, en lætur sér ekki
nægja að hringja eitt símtal eða
kíkja í Moggann og hirða uppúr
honum það sem honum líst á.“
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Konur í íran hylja andlit sín með blæjum.
Þetta er erlend setningargerð.
Rétt væri: Konur í íran hylja andlitið með blæju. (Nema
hver kona hafi fleiri en eitt andlit.)
SIG6A V/öGA £ AiLVt&AU
ALLTAF A ÞRIDJUDÖGUM
LANDSMOTIÐ
í GOLFI
HEIL UMFERÐ
í 1. DEILDINNI
í KNATTSPYRNU
MATS WILANDER
— HINN NÝI
BJÖRN BORG
Itarlegar og spennandi íþróttafréttir