Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 18
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 CRASS er eín þeirra hljómsveita, sem mikið hefur borið á undanfar- ið, sér í lagi í Englandi og þá á meðal stjórn- leysingja (anarkista). Hljómsveitin hefur al- gera sérstöðu á meðal pönkara í Englandi. Ekki aðeins vegna frumlegs tónlistarflutn- ings heldur og fyrir þá sök, að meðlimirnir eru þenkjandi fólk, en ekki ótíndur skúrkalýður úr „slömmínu". Þótt hér sé um tónlistarmenn, sem hafa stjórnleysi að leiðarljósi, að ræöa, eru þeír ekki að sækjast eftir þeirri mynd stjórn- leysis, sem flestir litlu „anarkistanna" þykjast talsmenn fyrir án þess aö hafa hugmynd um inntak orðsins. í þeirra augum á stjórnleysi ekkert skylt viö einhverjar fjölda- hreyfingar eöa baráttu- hópa fyrir slíkum mál- stað. Þaö snýst heldur ekki um aö eyðileggja þetta eöa hitt, heldur einvöröungu þaö aö varpa af sér því stjórn- unaroki, sem þjóðfélagiö leggur á heröar hvers og eins. Menn geta ekki stutt „anarkisma“. Ann- aö hvort eru menn „an- arkistar'' í eöli sínu og af heilum hug eöa ekki. Það er ekkert sem heitir millivegur í augum þeirra Crass-ara. Þrátt fyrir miklar vin- sældir innan ákveöins hóps byggist fylgi hljómsveitarinnar þó ekki upp á auglýsinga- herferöum eöa ööru því- umlíku, heldur fyrst og fremst á afspurn. Hljómsveitin leikur sjald- an opinberlega og þá helst án þess aö auglýsa tónleika sina. Hún gefur ekki aðeins út plötur með fylgiblöðum uppfull- um af textum og lesefni heldur einnig bæklinga og tímarit. Þá sækist hún heldur ekki eftir því aö leika á þekktum stöö- um, bæði til þess aö eignast nýja áheyrendur svo og til þess aö forö- ast hatursmenn sína, en þeir eru fjölmennir. En hvers vegna öll þessi launung? Erfitt hefur reynst að fá viötöl viö hljómsveit- ina þar sem eitthvaö er haft eftir meölimum hennar. Stafar þaö fyrst og fremst af því aö þeir eru orönir þreyttir á ensku popppressunni og Crass á fullu á tónleikum, sem eru ekki ýkja algengir. Sitthvað og svolítið um hljómsveit að nafni CRASS telja sig hafa veriö mis- skilda og hafða að fíflum á síöum poppblaðanna (ekki þeir fyrstu sem halda þessu fram, inn- skot — SSv.). Leggur hljómsveitin því mest upp úr því aö blaða- menn, sem áhuga hafa á aö fræðast eitthvaö um hljómsveitina viöi aö sér efni um hana og skrifi síöan greinar, án beinna tilvitnana, sem byggöar eru á viötölum viö meö- limina og öðrum upplýs- ingum. Hljómsveitin Crass hefur aðsetur í gömlum, en vel við höldnum sveitabæ í Essex. Þar er jafnframt miöstöö aö- gerða þeirra. Þar eru blöðin skrifuð, textar og lög samin. Crass þver- tekur fyrir aö meölimirnir lifi saman í einhvers kon- ar „kommúnu", heldur sé aöeins um samyrkju- búskap aö ræöa. Flest boröa þau aðeins grænmeti og lifa fá- brotnu lífi, án þess þó aö vera skeytingarlaus gagnvart umhverfi sínu. Hljómsveitin er skipuö sjö manns; Penny Rimb- aud, trommur, Steve Ignorant, söngur, Eve Libertine, söngur, Phil Free, gítar, Pete Wright, bassi, N.A. Palmer, gítar, og Joy de Vivre, söngur. Það er Rimbaud, sem er talsmaöur hljómsveitar- innar og forsprakki hennar Hann stofnaöi Crass fyrir 5 árum meö Steve Ignorant. Söngur þess síöarnefnda er einmitt eitt helsta einkenni Crass. Ef undan er skil- inn stuttur tími þar sem hljómsveitin var í tengsl- um viö Small Wonder Records og Rough Trade, hefur hún séö um alla sína útgáfu sjálf, án allra tengiliöa, fram- kvæmdastjóra og alls þess mannafla, sem venjulegar hljómsveitir hafa aö baki sér. Crass leggur mikið upp úr því að ná sem mestum og bestum tengslum við aðdáendur stna, jafnvel þótt sumum finnist erfitt aö trúa því á sama tíma og hljóm- sveitin vill helst vera sem mest út af fyrir sig. Bæklingar þeirra og ókeypis dreifibréf, sam- hliða þéttskrifuöum textablööum meö plöt- unum, bera því best vitni. Pétur ekki aldeilis að hætta! „Það er ekki alveg rétt að Start sé hætt,“ sagöi Pétur W. Kristjánsson, „búinn að vera í þessum bransa í 17 ár“, er hann kom að máli við umsjónarmann Járnsíöunn- ar. „Þaö er hins vegar um þaö að ræöa, aö þeir Eiríkur Hauksson og Kristján Edel- stein hafa hætt. Hljómsveitin hefur hins vegar ekki lagt upp laupana, en viö erum aö hugsa ráö okkar þessa dag- ana og velta möguleikunum fyrir okkur,“ sagöi Pétur og vildi endilega taka þaö fram, aö hann væri ekkert á leiöinni aö hætta. Hann vildi ekki nefna nein nöfn, sem hugsanlega gætu tengst hljómsveitinni, en tók undir þau orö, sem áöur höföu birst hér á síðunni, aö líkast til myndi Nikulás hætta. Eftir standa þá þeir þrír, Pétur, Davíö Karlsson og Jón Ólafs- son. maHmo í rokkheimi þar sem hlutur kvenna fer sífellt vaxandi, rétt eins og annars staöar í þjóðlífinu, hafa systur aö nafni Ann og Nancy Wilson einhverra hluta vegna oröið útundan i hinni kappsfullu umræöu um stúlkur rokksins. Þar hafa píurnar í Go Go’s, Joan Jett og þær systur í Cheet- ah vakið óskipta athygli, en sviösljósiö hefur ekki lent á Heart nema aö litlu leyti. Þær systur, Ann og Nancy Wilson, hafa verið á fullri ferö í rokkinu í fjölda ára — systurnar láta ekki að sér hæða hlutum strax meö fyrstu plötu okkar, Dreamboat Annie. Hún seldist í 5 milljónum eintaka og viö getum ekki hugsað okkur neitt verra en aö veröa einhvers konar „risahljómsveit”. Þær syst- ur bæta því ennfremur viö aö þær haldi af staö í tónleika- feröalag eftir hverja plötu, sem þær gefa út. „Okkur finnst ofsalega gaman aö leika á tónleikum og feröast. Feröalögin eru þægileg tilbreyt- ing frá stúdíóvinnunni og stór- borgarlífinu.” Billy Joel vígalegur á myndinni. Hann er á leið með nýja plötu. Bitastæðar breiðskífur á markað á næstunni Systurnar í Heart, Nancy (til vinstri) og Ann Wilson. og hafa nýverið sent frá sér sína sjöundu breiðskífu, Private Aud- ition. Margir kannast e.t.v. viö þær systur og sveit þeirra er minnst er á lagið „Barracuda”, sem átti miklum vinsældum aö fagna fyrir einum 7 árum. Hins vegar hafa plötur þeirra hin síöari ár fengiö misjafna dóma. „Þó viö krúnurökum okkur ekki og göng- um um í bleikum fötum meö stálkeöjur þýöir þaö ekki aö viö séum ekki aö reyna aö skapa eitthvað nýtt á plötum okkar,“ sögöu systurnar í blaöaviötali ný- veriö. „Viö erum ekki aö reyna að nærast á þeirri frægö, sem viö Nú styttist óðum í að plötuver- tíðin komist á fullan skrið, enda nálgast jólin með svipuðum hraða og birtan hleypur brott. Við greindum frá því á Járnsíðunni fyrr í vikunni að væntanleg væri ný plata Egó fyrir jólin og nýverið höfum við haft fregnir af fleiri bita- stæðum skífum. Billy Joel sendir nú frá sér sína fyrstu plötu frá því Glass Houses kom út. Ber nýja platan nafniö Nyl- on Curtains og er mikiö með hana látiö. Joel hefur um langt árabil ver- iö söluhæsti erlendi listamaöurinn hér á landi og svo mun og vera í fleiri löndum. Santana er á leið með nýja plötu, sem ber nafnið Shango. A þessari plötu er sama liösskipan sveitar kappans firnafljóta og var á síðustu plötu hans, Zebop. Sú fékk mis- jafna dóma, en þaö má vafalítiö segja um Santana eins og Zappa og fleiri góöa menn að alltaf leynist einhvers staöar eitthvaö jákvætt hjá þeim. Survivor er bandarísk rokksveit, sem gert hefur þaö gott með laginu Eye of the Tiger. Situr það reyndar í efsta sæti bandaríska vinsælda- listans þessa dagana. Þetta er önn- ur plata Survivor, sú fyrsta kom út í fyrra og haföi aö geyma ágætis lög. Tónlist Survivor er dæmigert Bandaríkjarokk, en sveitin hefur þaö umfram margar aörar á svip- aðri línu, aö Jim nokkur Peterik er innanborðs. Sá er sérstaklega lipur lagasmiöur og á m.a. hlut í bestu lögunum á nýútkominnl plötu .38 Special. Go Go’s er ennfremur á leið meö sína aöra breiðskífu. Sú hin fyrsta fékk stormandi móttökur eins og flestum er e.t.v. enn í fersku minni. Hefur þessi nýja plata fengiö grænt Ijós hjá gagnrýnendum vestra, en þaö þarf þó ekki að segja alla sög- una. Þýska hljómsveitin Spliff hefur vakiö veröskuldaöa athygli. Lengi vel starfaði hún sem undirleikssveit meö Ninu Hagen, en stendur nú á eigin fótum. Margir kannast e.t.v. viö lagiö Drowning in Berlin meö þessari sveit. Nýja platan ber nafniö 85555.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.