Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 47 haldið af stað aftur, áfram norður. Hann er fremur þungbúinn í norðrinu og þyngist heldur eftir því sem á daginn líður. Við ökum um Tómasarhagann, sem áður var nefndur. Þarna sameinast Gæsa- vatnaleið og Sprengisandsleið, en Gæsavatnaleið opnaði Guðmund- ur Jónasson ásamt Bjarna Túliní- us 1951. Vegurinn versnar smám saman, því hér hefur hann ekki verið hefl- aður. Sums staðar er hann alveg grafinn í sundur, vegna vatnsaga sennilega. Hvergi er það þó mjög alvarlegt, en ferðin sækist tölu- vert seinna vegna þess og Guð- mundi verður tíðrætt um að nauð- synlegt sé að hefla þessa vegi og einnig helst að bera ofan í þá, því þgir séu harðir og eggjagrjótið standi víða upp úr þeim. Hér verða einnig snjóskaflar á vegi okkar, en svo var raunar víð- ar. Hjá flestum þeirra sneiðum við, en við öslum í gegnum einn þeirra. Það gengur eins og í sögu, enda farartækið ekki af verri end- anum, þegar slíkar þrautir eru annars vegar. Ekið er framhjá Fjórðungs- vatni, þar sem veðurathugunar- stöðin Sandbúðir stóð áður fyrr, sem nú er búið að leggja niður, framhjá slóðinni, sem liggur ofan í Eyjafjörðinn, og skömmu síðar slóðinni ofan í Skagafjörðinn. Þá er maður kominn í Kiðagilsdrögin. Hér eftir falla öll vötn í norður, því að hér eru vatnaskil. Ökum meðfram Kiðagilinu og þar nokk- uð neðarlega sjáum við fyrstu kindurnar, frá því við lögðum upp að sunnanverðu. Þetta er ær með tvö lömb, og heldur er farið að grænka, þó skelfing virðist það veigalítið, enn sem komið er. Þeg- ar hér er komið sögu gengur á með skúrum, og hér er vegurinn verst- ur það sem af er, sums staðar al- veg horfinn. 4.20: Fossgilsmosar. Þar er orðið nokkuð gróið og þar mætum við þrem bílum frá Guðmundi Jónas- syni, með 60 manna hóp Félags austfirskra kvenna, sem búinn er að vera á ferðalagi um Norður- og Austurland, en er nú á leið suður yfir. Hér höfum við lagt að baki 45 kílómetra frá Nýjadal, það er hætt að rigna og við stoppum stutta stund, réttum úr fótunum og spjöllum við Austfirðingana. Ekki er það nú nema 10 mínútna stopp sem um er að ræða, því þá er lagt aftur af stað og haldið sem leið liggur niður að Mýri, en áður en þangað er komið leggjum við lykkju á leið okkar, því Guðmund- ur ákveður að sýna okkur Aldeyj- arfoss í Skjálfandafljóti, þótt það sé og verði ekki á ferðaáætluninni í framtíðinni. Aldeyjarfoss Það er ekki að orðlengja það að þetta er hinn fallegasti foss og vel þess virði að sjá hann. Einkenni- legar stuðlabergsmyndanir gera það að verkum að sumir telja þetta fegursta foss á íslandi að því er okkur var tjáð. Að króknum teknum, er haldið sem leið liggur yfir Mjóadalsána hjá Mýri, sem er efsti bær í Bárð- ardal. Þar verður fyrir okkur, þótt ótrúlegt sé, fyrsta og eina hliðið sem varð á leið okkar allan tím- ann. Frá Mýri er ekið niður Bárð- ardalinn, með Skjálfandafljótið á hægri hönd, gegnum Halldórs- staðaskóg og framhjá Lundar- brekku, þar sem Gnúpa-Bárður bjó, yfir brúna hjá Sandvík og niður dalinn að austanverðu. Bárðardalurinn er falleg sveit, víða kjarri vaxin, með aflíðandi brekkum og hálsum að austan- verðu, en heldur hærri að vestan- verðu. Segir nú fátt af ferðum okkar, þar til við komum til Mývatns nema að við stoppum stutta stund á Goðafossi, áður en lagt er í síð- asta áfangann, en fossinn er ekki skoðaður, þar sem til þess gefst ekki tími. í Mývatnssveit Við komum í Reykjahlíð um níuleytið um kvöldið, sem er um tveim tímum síðar en áætlað var. Ástæðurnar fyrir þvi voru meðal annars þær, að þetta var fyrsta ferðin af þessu tagi, farin til að vígja þessa nýju áætlunarleið og því var stöðvað víðar, en gert verð- ur þegar um venjulega áætlun verður að ræða. Þegar til Reykjahliðar kom, kom í ljós að hreppsnefndin í Skútustaðahreppi, því að hrepps- nefnd er þar þrátt fyrir að þarna hafi skapast 550 manna byggðar- kjarni, hafði ákveðið að halda móttöku fyrir Guðmund Jónasson, í tilefni af fyrstu áætlunarferðinni milli Mývatnssveitar og Reykja- víkur. Fyrst var þó haldið til verð- andi gististaðar, svo að menn gætu lagað sig til eftir ferðina. Þegar það var gert, var undirrit- uðum boðið i kynningarferð um þorpið. Af þeirri ferð mátti ráða, að Reykjahlíð er þorp í vexti. Nýbúið er að reisa mikil íþróttamann- virki, bæði íþróttavöll og sund- laug, eins og mönnum er að líkind- um í fersku minni, því að sund- laugin var vígð nú í vor. Jafnframt sundlauginni var byggð bún- ingsklefaaðstaða, sem einnig á að nýtast í íþróttahúsi sem fyrirhug- að er að reisa í nágrenni sundlaug- arinnar. Þá er á næstunni fyrir- hugað að hefjast handa um bygg- ingu barnaskóla fyrir fjóra yngstu bekkina, en eins og ástandið er nú, þurfa börnin að sækja skóla út fyrir bæinn. Allt eru þetta dýrar framkvæmdir og taka sinn tíma, fyrir ekki stærri byggð en þetta. Þá mátti sjá nýreist hús, fyrir ýmsa þá þjónustu sem hreppurinn þarf að leysa af hendi. Þar eru slysavarnarfélagið og björgunar- sveitin til húsa, ásamt slökkvilið- inu. Þar eru einnig áhaldahús hreppsins og síðast en ekki síst, skrifstofur hans. Reykjahlíð fór ekki að byggjast upp, fyrr en eftir 1967, þegar rekstur Kísiliðjunnar fór í gang og svo áframhaldandi með byggingu Kröfluvirkjunar. Þá er ferðaþjón- usta vaxandi atvinnugrein á staðnum, enda Mývatnssveitin rómuð fyrir nátúrufegurð. Þjón- usta við ferðamenn hefur líka orð- ið fjölbreyttari með árunum. Að lokinni skoðunarferðinni um plássið, var haldið á Hótel Reyni- hlíð, þar sem móttakan skyldi vera, í nýreistri viðbyggingu, sem inniheldur bæði sal og viðbót við herbergi hótelsins, en þessi við- bygging gefur möguleika á að haldnar séu ráðstefnur á hótelinu, svo aðeins eitt sé nefnt, sem af þessari viðbyggingu leiðir. Arnaldur Bjarnason, sveitar- stjóri Skútustaðahrepps, hélt smá tölu og vakti athygli á, að þetta væri sennilega fyrsta áætlunar- ferðin milli Mývatns og Reykja- víkur. Hann sagðist þekkja Guð- mund Jónasson frá fornu fari að góðu einu, og sagðist hlakka til þessara samskipta við hann í framtíðinni. Guðmundur Jónasson tók til máls og þakkaði góð orð í sinn garð. Hann sagðist lengi hafa haft ferðir af þessu tagi í huga, en ým- islegt hefði valdið því, að af þeim hefði ekki orðið fyrr en nú. Segjum við svo þessa sögu ekki lengri, en undirritaður þakkar Guðmundi Jónassyni skemmtilega ferð og Reykhlíðingum gestrisni og hlýlegar móttökur. H.J. BUCHTAL t600 1610 Eigum nú fyrirliggj- andi flestar gerðir af hinum viöurkenndu v-þýzku vegg- og gólfflísum, fyrsta flokks vara á viðráð- anlegu verði. • Ath. að Buchtal- flísarnar eru bædi frostheldar og eld- fastar. , i , i' jí (■ ,y /s ( / . 1100 9010 9020 1400 2120 9130 PORTO-Antik No 947 Abrasion gfoup iV 9066 Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar, allt niður í 20% útborgun og eftirstöövar til allt aö sex mánaða. A»U að inngangurer frá Sólvallagötu Opið mánud.—fimmtud. 9—18 föstudaga 8—19 iTli byggingavobUri VíaíJ Hringbraut 120, sími 28430 Komdu í IKEA eldhúsdeildina. Þar sýnum við þér nokkur dæmi um hvernig þitt eldhús gæti litið út. IIKEA eldhúsdeildinni fullvissar þú þig um að góðar og glæsilega hannaðar eldhúsinnréttingar kosta ekki lengur stórfé! HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.