Morgunblaðið - 04.09.1982, Side 2

Morgunblaðið - 04.09.1982, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 Mikið um fisk- sölur erlendis — sjálfsbjargarviðleitni vegna núver- andi aðstæðna, segir Kristján Ragnarsson MIKIÐ er nú um aö íslenzk fiskiskip selji afla sinn erlendis og i ágúst á þessu ári hafa rúmlega helmingi fleiri skip selt afla í Bretlandi og Þýzkalandi en í sama mánuði í fyrra. í ágúst á þessu ári seldu alls 27 skip afla sinn þar, alls 2.344 lestir, en á sama tima i fyrra aðeins 13 skip með samtals 1.391 lesL l»ess ber þó að geta að í fyrra var nokkuð um sölur í Færeyjum, en þær eru ekki skráðar hjá LÍÚ. Síðan á firamtudag og þar til i gær höfðu 12 skip selt afla sinn í Bretlandi og Þýzkalandi og mikið er um sölubókanir á næstu dögum samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Lands- sambandi íslenzkra útvegsmanna. Að sögn Kristjáns Ragnarsson- ar, formanns LÍÚ, er skýringin á auknum ferskfisksölum erlendis aðallega sú, að markaðsverð í Bretlandi hefur verið mun hærra nú seinnipart sumars en undan- farin ár og því hagkvæmni þess að selja aflann erlendis meiri en áður og er búizt við því að svo verði áfram. Vegna þess hve fiskverðið er miklu hærra erlendis en hér heima, reyna menn að bjarga sér þegar illa stendur á eins og nú með því að selja erlendis og fá þá einnig olíu á 40% lægra verði en hér heima. Þá sagði Kristján að hluti skýringarinnar á þessu væri sá, að fiskvinnslustöðvar í Vest- mannaeyjum hefðu verið lokaðar í um það bil mánuð vegna sumar- leyfa. Því neyddust útgerðaraðilar til að bjarga sér með því að sigla með aflann og eins væri það á þeim stöðum, sem of mikill afli bærist á land, því oft gengi seint og erfiðlega að fá greitt fyrir afla hér heima. Það væri þvi sjálfs- bjargarviðleitni á erfiðum tímum eins og nú að sigla með aflann. Á fimmtudaginn seldu þrjú skip afla í Bretlandi. Suðurey VE seldi 61,5 lestir í Hull. Heildarverð var 978.600 krónur og meðalverð 15,91. Brimnes EA seldi einnig í Hull, 65 lestir. Heildarverð var 1.179.700 krónur, meðalverð 18,16. Þá seldi Albert Ólafsson 34,2 lestir í Grimsby. Heildarverð var 596.200 krónur, meðalverð 17,43. Á föstu- dag seldi Sjávarborg 72,6 lestir í Hull. Heildarverð var 1.139.500 krónur og meðalverð 15,69. Á mánudaginn seldi Jóhann Gíslason ÁR 68,2 lestir, mest ufsa í Cuxhaven. Heildarverð var 652.800 krónur og meðalverð 9,57. Á þriðjudag seldi Breki VE 227,4 lestir, mest karfa og ufsa í Cux- haven. Heildarverð var 1.871.700 krónur og meðalverð 8,23. Þá seldi Sunnuborg GK 139 lestir, þar af 43 lestir af ufsa í Grimsby. Heildar- verð var 2.047.500 krónur og með- alverð 14,73. Loks seldi Álsey VE 69,2 lestir, mest ýsu, í Hull á þriðjudag. Heildarverð var 943.900 krónur og meðalverð 13,65. Á miðvikudag seldi Bergur VE 64,9 lestir í Hull. Heildarverð var 803.600 krónur og meðalverð 12,39. ísleifur VE seldi einnig á miðviku- dag, 90,4 lestir í Grimsby. Heild- arverð var 1.302.700 krónur, með- alverð 14,42. í gær seldi svo Bjarnarey VE 87,7 lestir í Hull. Heildarverð var 1.182.500 krónur og meðalverð 13,48. Gullberg VE seldi í Grimsby í gær samtals 79,2 lestir. Heildar- verð var 1.158.400 krónur og með- alverð 14,62. Bæ Höfðaströnd: Hákarl með ógotinn kálf kom í silunganet B*“, HöfdmMtrönd 3. Heptember. í INNHLUTA Skagafjarðar er heyskap að mestu lokið með góðum árangri en í úthéraði er þetta mjög misjafnt, yfirleitt minni hey og all- víða nokkuð úti. Arfl var þar mikill í túnum og kal nokkurt, bæði gamalt og nýtt. Sumarið má þó teljast all- gott, að minnsta kosti í framhéraði. Berjaspretta er góð og kartöflu- uppskera mjög sæmileg. Það vakti óhug hjá gömlu fólki að allir sumarfuglar voru farnir fyrir miðjan ágúst enda haustar nú snemma og snjór er niður að bæj- um. Frost hafa þó ekki skemmt mikið ennþá og á mörgum stöðum hugsa menn til einhvers seinni sláttar, sérstaklega þar sem borið var á eftir fyrri slátt. Það þóttu óvanaleg tiðindi að að minnsta kosti fjögurra metra langur hákarl kom í silunganet og náðist. Var hann með aðeins ógot- inn kálf í sér. Sjálfur hafði hann vafið netinu utan um sig og drep- izt. Elztu menn muna ekki eftir að slíkt hafi komið fyrir áður. Fiskafli á Skagafirði er mjög tregur en verður þó vart. Togarar eru á skrapveiðum og hafa aflað vel, en afraksturinn er vægast sagt slæmur. í uppbyggingu eru í Skagafirði á þremur stöðum dval- arheimili fyrir aldraða, á Sauð- árkróki er byggt lang stærst enda mikil þörf þar sem á annað hundr- að manns eru á biðlista og sjúkra- húsið á Sauðárkróki alltaf yfir- fullt. Heilsufar er þó talið sæmi- legt og aldur gamals fólks fer hækkandi, líklegast vegna góðrar læknisþjónustu. Björn Skólarnir að hefja vetrarstarfið Nú eru skólar að hefja vetrarstarfið og að venju mikil ös í bóka- og ritfangaverzlunum. Þessi mynd var tekin í Pennanum við Hallarmúla síðdegis í gær. Verzlunin er 50 ára um þessar mundir og af því tilefni veitir hún skólafólki 10% afslátt af ýmsum skólavörum. Furðulegt að sjávarútvegs- ráðherra skyldi gleyma málefnum útgerðarinnar — segir Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins „ÉG vil nú segja það fyrst, að það er mjög alvarlegt mál ef til þess kemur að sjósókn stöðvist og það verður að vona hið lengsta að svo verði ekki. En hitt er annað, að sé miðað við yfirlýsingar sjávarútvegsráðherra allar götur siðan í sumar um tap- rekstur útgerðarinnar og þörf á sér- stökum stuðningsaðgerðum, sem hann lofaði henni til handa, þá kem- ur ályktun trúnaðarmannaráðs LÍÚ um stöðvun skipastólsins ekki á óvart,“ sagði Kjartan Jóhannsson, alþingismaður, er hann var inntur álits á stöðunni í sjávarútveginum. „í ljósi margs konar yfirlýsinga og loforða sjávarútvegsráðherra á undanförnum mánuðum er hins vegar furðulegt, að hann skyldi gleyma málefnum útgerðarinnar þegar bráðabirgðaráðstafanir rík- isstjórnarinnar voru ákveðnar. Ef marka má gögn frá ríkisstjórninni og opinberum stofnunum er mikið tap á útgerðinni. Það er athyglis- vert að sú tala, sem er nefnd um tap, samsvarar nokkurn veginn þeirri afkomurýrnun sjómanna og útgerðar, sem rekja má til inn- flutnings ríkisstjórnarinnar á fiskiskipum. Það óheillaspor ríkis- stjórnarinnar, að leyfa innflutn- ing á fiskiskipum að nýju eftir að ég hafði stöðvað hann í tíð minni sem sjávarútvegsráðherra, ætlar að reynast hörmulega dýrkeypt. Sá reikningur fyrir óstjórn í þess- um málaflokki og fleirum og ofveiði, sem ríkisstjórnin sendi þjóðinni nýverið með bráðabirgða- lögum, virðist ekki vera fullbúinn enn samkvæmt þessu. Alþýðuflokkurinn varaði við því í nýlegri flokksstjórnarsamþykkt, að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar myndu ekki leysa efnahagsvand- ann og benti á að atvinnulíf og atvinnuöryggi stæði höllum fæti. Nýjustu atburðir sýna að þetta var sízt ofmælt," sagði Kjartan ennfremur. Húsnæðismálastofnim ríkisins: Hætta á að sjóðirn- ir geti ekki staðið við lánveitingar Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins: Mótmælir harðlega kaupráns- lögum ríkisstjórnarinnar Á FUNDI framkvæmdastjórnar Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokks- ins þ. 1. sept. 1982 var samþykkt samhljóða eftirfarandi ályktun: Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins mótmælir harðlega þeim kaupránslögum, sem ríkis- stjórnin hefur sett. Verkalýðs- ráð lýsir furðu sinni á þeirri lít- ilsvirðingu, sem verkalýðshreyf- ingunni og verkafólki í landinu er sýnd með ógildingu á nýgerð- um hógværum kjarasamningum og svikum varðandi samráð um málefni launþega. Verðalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins vekur athygli á því að ekkert lát virðist vera á kaup- ráni stjórnvalda. Þessi lagasetn- ing er aðeins nýjasta útgáfa ráðherraaðgerða sem skert hafa laun verkafólks um 40% frá 1. desember 1978. Á sama tíma hafa stjórnvöld hækkað skatta, beina og óbeina, sem nemur 20 þúsund krónum á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu eða sem svarar 3ja mánaða launum verkafólks. Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins krefst þess að Alþingi verði kallað saman nú þegar og á það látið reyna hvort nýsett bráðabirgöalög hljóti staotest- ingu. — segir Olafur Jónsson „ÞAÐ ER EKKI hægt að segja að úr hafi ræst enn þá. Við vonum að það gerist á haustmánuðum, en fyrir því höfum við enga vissu, en lífeyris- sjóðir hafa jafnan keypt lítið af skuldabréfum yfir sumarmánuð- ina,“ sagði Olafur Jónsson, formað- ur stjórnar Húsnæðismálastofnunar ríkisins í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður hvort fjárhags- vandi stofnunarinnar hefði minnk- að. „Lífeyrissjóðirnir keyptu óvenju lítið í ágústmánuði, þeir keyptu skuldabréf fyrir aðeins 8,6 millj- ónir af báðum byggingarsjóðum Húsnæðismálastjórnar, — Bygg- ingarsjóði verkamanna og Bygg- ingarsjóði ríkisins. Það er veru- lega minna en í fyrra, og minna en áætlað var að þeir keyptu á þessu ári, en búist var við að lífeyris- sjóðirnir keyptu skuldabréf fyrir um 13,6 milljónir í ágústmánuði," sagði Ólafur. „Því er hætta á að sjóðirnir geti ekki staðið við lánveitingar á síð- ustu mánuðum þessa árs. Hús- næðismálastjórn hefur gert stjórnvöldum grein fyrir þessum vanda og segja má að hann sé þar í athugun, en úrræði hafa ekki birst enn þá. Sjórnvöld hafa fullan skilning á því að hér er um veru- legan vanda að ræða og á honum verður tekið. Að vísu hefur lítilsh- áttar úrlausn fengist með bráðab- irgðalögunum og má áætla að Byggingarsjóður ríkisins fái þar nokkrar tekjur á þessu ári, en það leysir ekki þennan vanda,“ sagði Ólafur Jónsson. Tveir slös- uðust TVEIR menn slösuðust nokkuð er vélhjól, sem þeir voru á lenti framan á sendiferðabifreið í Stórholti seinnipart gærdagsins. Slysið varð með þeim hætti að fullorðinn maður með 12 ára dreng aftan á hjólinu ók vestur Stórholt. Sendiferðabíl, sem ekið var austur Stórholt, var sveigt í veg fyrir þá. Skullu vélhjólsmenn því framan á bifreiðina og slösuð- ust nokkuð, en eru ekki taldir í lífshættu. ökumaður bifhjólsins var með hjálm en ekki drengurinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.