Morgunblaðið - 04.09.1982, Side 9

Morgunblaðið - 04.09.1982, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 Umsjénarmaður Gísli Jónsson ;____________162. þáttur Nú skal taka fyrir mikið vandamál sem ég hef verið beðinn að leysa. Það get ég þó ekki, aðeins reynt að nálgast hugsanlega lausn með einstak- lega góðri hjálp og ýtarlegum upplýsingum frá Orðabók Há- skólans. Orðið, sem vandanum veld- ur, er transeiði, svo aðeins ein mynd þess sé hér í upphafi skráð. Vandinn er margþætt- ur, því að stundum er höfð myndin ranseiði. Auk þess eru báðar þessar orðmyndir ýmist skrifaðar með einföldu, eins og hér hefur verið gert, eða tvö- földu (transeyði/ranseyði). Vakna nú margar spurn- ingar. 1) Á að skrifa þessar orðmyndir með i eða y, og hver er þá uppruninn? 2) Hvað um t eða ekki t í upphafinu? 3) Er s-ið eignarfallsending, eða er seinni hluti orðsins -seiði (seyði)? Áður en reynt verður að leggja drög að svörum, er þó rétt að athuga hvað transeiði er. Byrjum á Blöndalsorðabók. Þar eru þessar orðmyndir prentaðar með einföldu. Ekki greiðist flækjan við það, að þar er einnig greint frá að til hafi verið endingarlausar gerðir (transeið/ranseið). Samkvæmt Blöndal er transeiði í fyrsta lagi sauðskepna með langan trant, þar sem kjálkar eru mislangir; í öðru lagi ónytj- ungur eða liðleskja. Hyggjum þá að dæmum úr seðlasafni Orðabókar Háskól- ans: 1) Úr Heimsljósi eftir Halldór Laxness: „Að morgni gekk hann fyrir ritstjórann, lágan mann með laglega ístru, transeyði, svart hafurskegg og dýrsaugu undir lonníettun- um.“ 2) Úr bók Rósbergs G. Snæ- dals Skáldió frá Elívogum: „Sum lömbin voru með ran- seyði, þannig að neðri skoltur var miklu syttri en sá efri, eða öfugt." Hundingjar. Þeir eru svá við menn sem ólmir hundar." Oft hef ég hugsað um það, hvernig hinir munnlausu fara að því að drekka úr pípu, en merkilegastir eru þó líklega þeir sem hafa svo stóra neðri vör, að hún er þeim ýmist sól- hlíf eða regnhlíf eftir veðri. 3) Frá Bjarna Halldórssyni á Akureyri: „Ef lömb fæddust vansköpuð, t.d. að kjálkabeinið var lengra en nefbeinið og munnurinn varð því skakkur, var þetta kallað ranseyði eða ranseyð." 4) Frá Árna Óla Reykjavík: „Ranseiði kallaðist, ef snoppan gekk fram yfir kjálkana, en transeiði ef kjálkar náðu lengra fram en snoppa. Þetta var vansköpun og lýti, og þær kindur voru ekki settar á.“ 5) Frá Jóhanni Sveinssyni frá Flögu: „Þá er það transeyði og ranseyði. Það hefir fyrir löngu einhvern veginn komist inn í mig, að transeyði merki „overbid", en ranseyði „und- erbid". Þannig nota ég orðin." 6) Frá Sverri Páli Erlends- syni (vini mínum) eftir ömmu hans skagfirskri: „Transeyði sagt um fólk og kindur sem höfðu lengri neðri skolt en efri.“ 7) Frá Jónasi Rafnar lækni á Akureyri: „Ég heyrði alltaf þann mismun gerðan á þeim orðum, að transeyði ætti við efra skolt, en ranseyði við þann neðra.“ 8) Frá dr. Halldóri Pálssyni eftir föður hans Páli á Guð- laugsstöðum: „transeyði á kind, þar sem neðri skoltur er lengri." 9) Frá Sigurjóni Valdi- marssyni Leifshúsum Sval- barðsströnd: „Transeyði er það kallað, er efri skoltur (kindar) er lengri en sá neðri, en ran- seyði, ef neðri skoltur er lengri." Áf þessari upptalningu ætti að vera ljóst, hvað transeiði getur verið, þó að mönnum beri ekki saman um merking- armun orðmyndanna tran- seið/ranseiði eftir skoltum. Þar sem þetta virðist lang- algengast um sauðfé, hefur mönnum dottið í hug sú skýr- ing að orðið sé annars vegar samstofna trana/trantur og hins vegar sauður, og ætti þá að skrifa orðið með tvöföldu. En hér er að öðru að gæta. í orðabók sr. Björns Hall- dórssonar í Sauðlauksdal (1724—1794) segir stafrétt: „Transeyði so kalla menn syli þad sem rekur í fiórur lángt syvalt og miótt med lángri triónu. hvorki kann eg ad seigja þad sie lánga nylega kominn ur hrogni og ei heldur man eg nomen specificum þessarar clupæe." Freistandi þykir mér að gera ráð fyrir að hér sé frum- merking orðsins, og þar því fremur að í sömu orðabók kemur fyrir trönu-síli. Væri þá síðari hlutinn skyldur orðum eins og síli, silungur og seiði fremur en sími, seil og sin. Samkvæmt þessu ætti þá lík- ingin af þessu sjórekna síli að hafa leitt til nafngiftarinnar á sauðskepnum með þesslega trjónu, svo og mönnum með sams konar líkamslýti. Er þá vafalaust rithátturinn með einföldu i, sem undantekn- ingarlaust er í 1. hljóðskipta- röð. Rithátt orðabókar sr. Björns er að þessu leyti ekkert að marka. Eftir er eigi að síður að skýra muninn tran/ran, en annarsvegar hlýtur þetta að vera af sömu rót og trana/- trantur, hins vegar af sömu rót og rani. Þessi orð hafa mjög svipaða eða sömu merkingu, þótt um tvær rætur sé að ræða. Til þess að létta mönnum þetta lesmál er hér að lokum transeiðiskafla tilvitnun í Fornaldarsögur Norðurlanda, en þar segir frá ýmsum sem voru „undarlega stórskornir". „Vör hans hin efri var alnar löng frá nefi, því var hann kallaðr Ingjaldr trana." Þegar út í þessa sálma er komið, er best að halda áfram frásögnum fornra bóka af þeim mönnum sem voru skrýtilega skapaðir. Svo segir í Heimslýsingu: „Á Svíþjóð inni miklu eru Albani. Þeir eru hvítir sem snjór, bæði á hárslit ok á hör- und, þegar er þeir eru alnir. Þeir hafa augu gul í höfði ok sjá betr um nætr en um daga ... Sumir hafa vörrina neðri svá mikla, at þeir kasta henni aftr yfir höfuð sér við sólu ok skúr, meðan þeir sofa. Sumir eru munnvana ok drekka úr pípu. Sumir eru tungulausir ok merkja allt bendingum ... Er sú þjóð, er Hornfinnar heita. Þeim er horn niðrbjúgt í enni, ok eru mannætur. Þar eru menn þeir enn, er haka er gró- in við bringu niðr. Þat heita Sýna fallhlífarstökk í DAG mun Flugbjörgunar- sveitin, ef veður leyfir, sýna fallhlífarstökk og er áætlað að stökkva yfir Laugardalnum. Sýningin hefst klukkan 15. Sýning þessi er í tilefni fjár- söfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem nú stendur yfir, til styrktar björgunar- sveitum landsins. Áður hafa SVFÍ og Land- helgisgæzlan sýnt björgun á Tjörninni í Reykjavík og í gær sigu félagar úr Hjálparsveit skáta niður Útvegsbankahús- ið. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF Húsnæði óskast Höfum veriö beönir aö útvega íbúöarhúsnæöi til leigu á Reykjavíkursvæöinu, helst einbýli eöa raöhús, fyrir einn af viöskiptavinum okkar, sér hæö eöa blokkar- íbúö kemur líka til greina. Leigutími 2—4 ár. Fyrir- framgreiösla ef óskaö er eöa öruggar mánaöar- greiöslur. Uppl. í síma 29555 og 29558. Eignanaust Skipholti 5. Þorvaldur Lúðviksson hrl., Sími 29555 og 29558. 9 28611 Opið 2—4 Barnafataverslun í fullum rekstri á góöum staö í Reykjavík. Klapparás Einbýlishús á tveimur hæöum um 300 fm. Tvöfaldur bílskúr. Húsiö er tilbúið undir tréverk. Getur verið tvær íbúöir. Teikn- ingar á skrifstofunni. Fífuhvammsvegur Einbýlishús, hæö og ris. Geta verið tvær íbúöir. Falleg, rækt- uö lóö. Bílskúrsréttur. Garðavegur Hf. Járnvariö timburhús, jaröhæö, hæö og ris. Mikiö endurnýjaö. Ákv. sala. Grettisgata Járnvariö timburhús, kjallari, hæö og ris. Bílskúrsréttur. Eignarlóð. Skipti möguleg á minni eign. Ásbúð Garðabæ Einbýlishús, timburhús á bygg- ingarstigi. Tvöfaldur bílskúr. Uppl. á skrifstofunni. Lóð með sökklum í Kóp. undir einbýlishús. Teikningar á skrifstofunni. Blöndubakki 3ja herb. íbúö ásamt 10 fm herb. og snyrtingu i kjallara. Ákv. sala. Laus 1. nóv. Verð 950 þús. Kleppsvegur 3ja herb. 75 fm íbúö á 1. hæö í blokk. Suöursvalir. Vesturgata 4ra herb. íbúð á 2. hæö í stein- húsi. Svalir. Ákv. sala. Hús og Eignir, Bankastræti 6 Lúðvík Gizurarson hrl., kvöldsími 17677. EIGNASALAIXi REYKJAVIK Ingólfsstræti 8 Opiö kl. 1—3 í VESTURBORGINNI 2ja herb. snotur íbúö á 1 hæO í stein- húsi. íbúðin er ákv. i sölu og er til ath. nú þegar. Verð 550—600 þús. V/FURUGRUND 3ja herb. mjög góö ibúö á 1. hæö í fjölbylish Stórar svalir. Mjög góö sam- eign. Laus e. skl. Verð um 950 þús. MEIST AR A VELLIR Vorum aö fá í sölu 5 herb. ibúð á 3. hæö í fjölbylish v. Meistaravelli íbúöin skiptist i eldhús m. borðkrók, og innaf þvi þvottaherb. og búr. Rúmg. saml stof- ur, 3 svefnherb. og baö á sér gangi. (búöin sem er ákv. i sölu er öll i mjög góðu ástandi. S. svalir, sér hiti, bil- skúrsréttur. Laus e. skl. V/ HRAUNBÆ 5 herb. mjög góö íbúö á 1. hæö í fjölbýl- ish. 4 svefnherb. m.m. Rúmg. svalir. góö sameign. Mögul. á hagst. skíptingu á útb. HLÍÐAR — SÉRHÆÐ M/ BÍLSKÚR 5 herb. ibúö á 1. hæö á góöum staö í Hliöahverti. íbúöin skiptist i saml. stof- ur, 3 svefnherb . rúmg. eldhús og baö- herb. íbúóin er öll i mjög góöu ástandi. Nýl. tvöf. verksm. gler, ný teppi, sé inng., sér hiti. Suöur svalir Bilskur fylg- ir. EIGNASALAIM REYKJAVIK Ingólfsstræti 8 Sími 19540 og 19191 Magnús Einarsson, Eggert Elíasson AliGLÝSÍNGASlMINN ER: 22480 ^vO) HÚSEIGNIN Opiö í dag frá kl. 10 Verðmetum eignir samdægurs Blómvallargata Mjög skemmtlleg íbúð á Blómvallargötu á 4. hæö rúmlega 60 fm. Herb. stofa, stórt eldhús, allt nýtt á baöi, nýtt tvöfalt gler. Verö 700 þús. Holtsgata Vesturbær — 4ra herb. 4ra—5 herb. góö 116 fm á 4. hæö viö Holsgötu. Mjög gott útsýni. 3 svefnherb. samliggjandl, stofur, steinhús. Verð 1,1 millj. Hlíðar sérhæó — 5 herb. Vönduö 130 fm sérhæö með sér inngangi. 3 svefnherb., 2 stórar stofur, suöursvalir, stór garöur. Uppl. á skrifstofunni. Vesturberg — 4ra herb. Skemmtileg 115 fm 4ra—5 herb. íbúð á 2. hæö. 3 svefnherb. Verö 1.100—1.150 þús. Barmahlíð — 4ra herb. 2ja—3ja herb. 90 fm íbúö í kjallara. Sér inng. Verö 900 þús. Hraunbær — 4ra herb. 110 fm ibúö á 4. hæð. Mjög vandaðar innréttingar. 3 svefnherb., stofa meö suöursvölum, þvottaherb. innaf eldhúsi. Verö 1.100 þús. Dúfnahólar 5 herb. Stór vönduö 5 herb. íbúö á 1. hæð. 4 svefnherb., stórar stofur, bílskúr, þvottaherb. Verð 1.350—1.400 þús. í miðborginni stór hæö íbúöarhúsnæöi/ atvinnuhúsnæði Stór hæö meö vandaöri 4ra herb. íbúö til sölu auk þess er á hæöinni 40 fm húsnæöi sem nota má undir rekstur. Möguleikar að stækka húsnæöiö í 6 herb. íbúö, allar lagnir endurnýjaóar, lyfta upp í svefnherb. Skipti á minni íbúð koma til greina. Raöhús Mosfellssveit Húsiö er 2 hæöir og kjallari. Til sölu eru efri hæðirnar samtals 195 fm meö innb. bílskúr, tvennum stórum svölum, ræktuöum garöi. Mjög gott útsýni. Forkaupsréttur á 4ra herb. íbúð í kjallara. Verö 1.400 þús. Vesturberg — 2ja herb. 60 fm 2ja herb. góö íbúö. Verö 660—680 þús. Jörö í Ölfusi Rúmlega 60 ha. jörö með laxveiöiréttindum. Á jöröinni er stórt einbýlishús og hlaöa. Verö 2—2,5 millj. * HUSEIGNIN -o Skólavörðustíg 18,2. hæð — Sími 28511 Pétur Gunnlaugsson, lögfræöingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.