Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SíJPTEMBPRlðS? 13 Grunlaust fólk fengið til þess aö smygla hassi Upp komst um smygl á 729 grömmum af hassi frá Spáni. Fíkniefnin fundust í farangri fólks, Keflavíkurflugvelli. i Ijós kom, aö fólkiö haföi tekiö aö sér, aö koma tösku til landsins og haföi ekki hugmynd um raunverulegt innihald hennar. Þá er þess skemmst aö minnast aö nýlega voru tveir menn teknir meö stuttu millibili á Kefla- víkurflugvelli meö rúmlega 200 grömm af hassi hvor. Sex kílóum af hassi smyglað með Smyrli Hitt er svo, aö minna kemst upp um smygl á fíkniefnum meö skip- um. Friöjón Guðröðarson, sýslu- maöur A-Skaftfellinga, lét þau um- mæli falla á síöastliönu ári, aö fíkniefnum væri smyglaö til lands- ins í ríkum mæli meö Smyrli. Fyrir nokkrum árum komst upp um smygl á 6 kg af hassi í bíl sem Smyrill flutti til landsins. Hassiö var faliö í bita bifreiöarinnar og þurfti aö logsjóöa bitann til þess aö ná hassinu út. í samtali viö Mbl. skýrir rúmlega tvítugur maöur frá því, aö hann hafi smyglaö hassi til landsins þeg- ar hann var á flutningaskipum. Hann telur víst, aö meginhluti fíkni- efna, sem inn í landiö er smyglaö, komi meö skipum. Gísli Björnsson, fulltrúi í fíkniefnalögreglunni, telur aö talsvert magn komi meö skip- um. „Varöandi smygl á fíkniefnum hef ég tilheigingu til þess aö byggja á málum sem hafa veriö upplýst eftir á. Sannleikurinn er sá, aö megniö kemur meö farþegum í flugvélum og einnig eitthvaö meö pósti. í til þess aö gera fáum mál- um, sem hafa veriö upplýst, hefur smygl veriö rakiö til sjómanna á flutningaskipum," sagöi Kristinn Ólafsson, tollgæslustjóri, í samtali viö Mbl. „Það er erfitt aö finna áfengi í skipum — hvaö þá lítinn varning eins og fíkniefni. En viö erum aö þjálfa hunda til þess aö fara um borö og reynum aö hafa auga meö smygli á fíkniefnum," sagöi Krist- inn Óiafsson. „Þeirra atvinna er að Ijúga, svíkja og stela“ Hverjar sem aðkomuleiöir eru, þá er Ijóst aö fíkniefni streyma á markað hérlendis og viröist sem vandamáliö sé aö taka á sig nýja mynd. „Þeirra atvinna er aö Ijúga, svíkja og stela,“ segir einn viömæl- andi Mbl. um hina nýju stétt vika- pilta sem selja hass og sterkari efni. Haröur kjarni afbrotamanna hefur myndast. Skartgripa- þjófnaöir hafa mjög veriö í sviös- Ijósinu. Tekist hefur aö upplýsa þjófnaöinn í Gulli & Silfri. Þjófurinn og vitorösmenn hans eru allir tengdir fíkniefnum. Ýmsir reyndir lögreglumenn telja, aö afbrot hafi verið aö taka á sig nýja mynd aö undanförnu. Fagmannlegar hafi verið staöiö aö verki. Sú skoöun hefur veriö látin f Ijósi, aö þessir menn hafi numiö sína „iön“ erlend- is. Hvaö sem því líöur, þá er Ijóst aö þróun hér á landi fylgir þróun- inni á Norðurlöndum. Sterkari og um leið hættulegri efni en hass fylgja í kjölfariö. H.Halls. Á morgun: ÖRLAGASAGA ÍSLENSKS FÍKNIEFNA- NEYTANDA Egilsstaöir: Stofnun og þróun smáfyrirtækja Kgilsstööum, 1. september. í MÁLI Halldórs Árnasonar iðn- ráðgjafa á aðalfundi Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi kom fram, að iðnaðarráðuneytið undirbýr nú með fjárhagslegum til- styrk frá Byggðasjóði, Iðnrekstrar- sjóði og Iðnþróunarsjóði sérstaka aðstoð við þá einstaklinga og/eða fyrirtæki sem vilja stofna og þróa smáfyrirtæki. Aðstoðin er fólgin í því að boðið verður upp á þátttöku í verkefni sem tekur eitt ár. Einkum verður leitast við að aðstoða þátttakend- ur við að athuga og gera sér grein fyrir hagrænum og tæknilegum forsendum viðkomandi fyrirtækis. Gert er ráð fyrir fjórum vinnu- fundum á árinu og verður sá fyrsti á Hallormsstað 19,—21. nóvember næstkomandi. Milli vinnufunda er ætlast til að þátttakendur sinni ákveðnum verkefnum undir stjórn leiðbeinenda. Verkefni þetta verður unnið í samvinnu við sænsk/norska ráðgjafarfyrirtækið INDEVO. — Ólafur Kafbáturinn í Háskólabíói Kvikmyndin Kafbáturinn (Das Boot) er byggð á metsölubók eftir Gúnther Buckheim. Myndin hefst haustið 1941 í La Rochelle í Frakklandi, einni helstu kafbáta- stöð Þjóðverja í síðari heimsstyrj- öldinni, en í þeirri styrjöld tefldu Þjóðverjar fram um 40.000 mönnum á kafbátum sínum en að- eins 10.000 áttu afturkvæmt. Þeir, sem leggja leið sína í Háskólabíó til þess að sjá þessa mynd, slást í för með 43ja manna áhöfn á U-96. Skipstjórinn, sem er hertur í margri raun, er elstur um borð, 30 ára gamall. Kafbát, þessum er ætlað að ráðast á skipalestir bandamanna. Hann lendir í ýms- um erfiðleikum, en stendur þá af sér og heldur til hafnar en stríðið er þar líka ... Leikstjóri er Wolfgang Peter- sen. Myndin er sýnd í Dolby- Stereo. Hún er framleidd 1981. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Viö tökum þátt 1 Heimilssýningunni í Laugardal í samhandi við sýninguna bjóðum við sérstakt fjölskylduverð um helgar. Gómsætir réttir í hádeginu og á kvöldin. Þríréttuð máltíð í hádeeinu á kr. 110. og á kvöldin kr.130, Hlaðið borð af Ijúffengum kökum í kaffitímanum. Skálafell opið öll kvöld. Lítið inn á heimleiðinni. NCplast þakrennur norsk gæóavara NC plast-þakrennur eru skynsöm fjárfesting ^ÖGLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIROI - SÍMI 53333 NC plast-þakrennur eru sérhannaðar fyrir breytilegt veðuríar og standa því auðveldlega aí sér harða íslenska vetur. Sérlega létt og einföld uppsetning gerir þér kleift að ganga írd rennunum sjdlfur dn mikillar fyrirhaínar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.