Morgunblaðið - 04.09.1982, Page 16

Morgunblaðið - 04.09.1982, Page 16
16 MORGJJNBJkAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 Áfram hjakkað í sama farinu — eftir Friðrik Sophusson, vara- formann Sjálfstœð- isflokksins í ótta sínum við kjós- endur hefur forysta Al- þýöubandalagsins kokgleypt öll slagorðin um „samningana í gildi“. Þeir hafa án sam- ráðs við samtök laun- þega, en með fulltingi leikbrúða sinna í forystusveit verka- lýðshreyfingarinnar, enn á ný skert launa- kjör með lögum. Þessi stefnubreyting boðar væntanlega nýja siði og varla verður í framtíð- inni gripið til verkfalla og útflutningsbanns, þegar „jafna þarf búsifj- um á alla landsmenn“. Aðalatriði nýsettra bráðabirgðalaga eru þrjú. I fyrsta lagi verðbótaskerðing launa 1. des. nk. Áætlað er, að sú skerðing verði a.m.k. 7,5% og kemur hún til við- bótar þeirri 2,9% skerðingu, sem samið var um í síðustu kjara- samningum og þeirri skerðingu, sem sífellt á sér stað vegna ákvæða svokallaðra Ólafslaga. Beinar lögboðnar verðbótaskerð- ingar ríkisstjórnarinnar á tveim- ur árum nema því u.þ.b. 15% og á sama tíma hafa laun verið skert ámóta mikið vegna samninga og ákvæða Ólafslaga frá því að þau voru sett. Launaskerðingar ríkis- stjórnarinnar eru langtum meiri en nokkur önnur stjórn hefur staðið fyrir. Lögboðnar launa- skerðingar á fjögurra ára valda- tíma Alþýðubandalagsins eru meiri en 40%. Geri aðrir betur. í öðru lagi er með bráðabirgða- lögunum efnt til nýrrar skatt- heimtu. Þannig hafa skattaálögur aukizt um talsvert á annan millj- arð króna á verðlagi þessa árs á fjögurra ára valdatíma Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks. í þriðja lagi er gengi krónunnar fellt um 13%. Þetta þýðir að sölu- gengi Bandaríkjadals hefur hækk- að um 85% á síðustu 10 mánuðum eða úr 7,73 kr. 20. október 1981 í 14,33 kr. 23. ágúst sl. Og áfram verður gengið látið síga með at- beina ríkisstjórnar. Gengisfelling- in er að sjálfsögðu ekki ákveðin með lögunum heldur fjalla þau um ráðstöfun „gengishagnaðar" af birgðum. Bráðabirgðalögunum fylgir óskalisti ríkisstjórnarinnar sem er að langmestu leyti samansafn útþynntra stefnuyfirlýsinga, sem annaðhvort hafa birzt áður í svip- uðu formi frá ríkisstjórninni eða eru settar á blað til að friðþægja einstaka stuðningsaðila ríkis- stjórnarinnar. Einna sérkenni- legast er loforð ríkisstjórnarinnar um að lengja orlof launþega, en hingað til hafa þau mál verið samningsatriði vinnuveitenda og launþega. Er það nýtt fyrirbæri í íslenzkum stjórnmálum að leysa efnahagsvandann með því að lengja orlof launþega. Forsendur aðgerðanna Forsendur efnahagsráðstafana segir ríkisstjórnin, að séu spár Þjóðhagsstofnunar um 5—6% samdrátt þjóðartekna, vegna sölutregðu á útfluttum afurðum viðskiptahalla og vaxandi verð- bólgu. Ekki má gera lítið úr því, þegar þjóðartekjur dragast saman eins og skynsamlegri fiskverndar- stefnu Matthíasar Bjarnasonar, gáfu ekkert í aðra hönd. Uppsker- unni var sóað í pólitíska fyrirgreiðslufjárfestingu, eyðslu- útgjöld ríkisins og verðbólguna. Skilningsleysi ríkisstjórnarinn- ar á nauðsynlegum rekstrarskil- yrðum atvinnustarfseminnar, skemmdarverk Alþýðubandalags- ins á sviði orkufreks iðnaðar, sí- fellt hækkandi skattar og erlend eyðslulán grófu undan heilbrigðri efnahags- og atvinnustarfsemi og leiddu til upplausnar og öryggis- leysis í atvinnumálum. í stað þess að nýta mesta góðæri í íslandssögunni til að fá fyrir- stöðu og styrkja verðjöfnunarsjóði var öllu eytt jafnóðum. I marga mánuði var gengi íslensku krón- unnar rangt skráð og þannig stuðlað að gífurlegum viðskipta- halla. Meira að segja var gortað af góðri stöðu ríkissjóðs, en miklar innflutningstekjur ríkissjóðs voru augljósasta sjúkdómseinkennið í raun. Ríkisstjórnin ein ber ábyrgð á þeirri gjaldeyrisútsölu, sem átt hefur sér stað allt þetta ár og eina skýringin virðist vera græðgi rík- issjóðs í auknar tekjur af inn- flutningi. Hver er árangurinn? Árangurinn af bráðabirgða- ráðstöfununum er heldur rýr. Að áliti Þjóðhagsstofnunar mun verð- bólgan á þessu ári verða 60%, og heldur áfram í því fari á næsta ári. Ríkisstjórnin hælir sér af þessum árangri og telur hann það góðan, að engin ástæða sé til ann- ars en að stjórnin sitji sem fastast út kjörtímabilið. Þegar árangur ríkisstjórnarinn- ar er mældur má gera það með ýmsum hætti. Varla verður maður sakaður um ósanngirni, þegar ár- angurinn er settur undir það mæliker, sem stjórnin sjálf útbjó í Arangur efnahagsaðgerðanna Þjóðhagsstofnun spáir, að eftir efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar verði: — Verðbólgan 60% frá upphafi til loka þessa árs. — Verðbólgan að meðaltali 50% hærri í ár en í fyrra. — Verðbólgan u.þ.b. 60% á næsta ári. — Kaupmáttur kauptaxta að meðaltali 6% minni á næsta ári en í ár. — Viðskiptahallinn 6% á næsta ári. og gert er ráð fyrir á þessu ári. En þessar forsendur bráðabirgða- ráðstafana ber samt að skoða í ljósi þess, að síðustu tvö ár, þ.e. 1980 og 1981, voru metár hvað snertir verðmæti sjávarvöru- framleiðslu. Þótt nú slái í baksegl- in, er samt sem áður gert ráð fyrir að álíka mikið aflaverðmæti fáist úr sjó og fékkst 1979 eða 1980 eins og sést á meðfylgjandi töflu. Ríkisstjórnin kærir sig hins vegar ekki um að nefna það í for- sendunum, að kaupmáttur launa hefur ekki aukizt í samræmi við verðmætaaukningu aflans. Ár- angrinum var nefnilega eytt, m.a. í offjárfestingu í fiskiskipum, sem þar af leiðandi hefur verið beint frá þorskveiðum að óarðbærari veiðum. Hver nýr togari hefur rýrt aflamöguleika hinna, sem fyrir voru, og stóraukið kostnað- inn við sóknina. Góðærin í sjávarútvegi, sem stöfuðu af út- færslu landhelginnar í 200 mílur Lögboðnar verðbótaskerðingar á fjögurra ára valdatíma Alþýðu- bandalagsins: 1. desember 1978 ..................................... 8,10% 1. júní 1979 ......................................... 3,16% 1. september 1979 .................................... 4,40% 1. desember 1979 ..................................... 2,65% 1. mars 1980 ......................................... 2,46% 1 júní 1980 .......................................... 1*53% 1. september 1980 .................................... 1,55% 1. desember 1980 ..................................... 1,34% 1. mars 1981 ......................................... 8^37% 1. mars 1982 ......................................... 2,20% 1. júní 1982 ......................................... 0,54% 1. september 1982 .................................... 4,29% 1. desember 1982 (áætl.) ............................. 7,50% Samanlagt prósentustig ........................48,19 Hinn 1. desember 1978 var skerðingin réttlætt með félagsmáia- pökkum. 7% af skerðingunni 1. mars 1981 var ákveðin með bráða- birgðalögum í nafni „sléttra skipta". í upptalningunni er 2,90%-verðbótaskerðingin í bráðabirgðalögunum síðustu, en hún var umsamin hjá ASI. 7,50%-skerðingin 1. des. 1982 er vegna nýsettra bráðabirgðalaga. Man einhver eftir slagorðunum: „Samningana í gildi" og „Kjós- um gegn kaupránsflokkunum"? upphafi ferils síns. I febrúar 1980 sagði stjórnin í sáttmála sínum að verðbólgan yrði innan við 10% á þessu ári. Þetta var ekki kosn- ingaloforð heldur markmið sett af yfirlögðu ráði eftir kosningar, þegar stjórnin hafði kynnt sér stöðu mála gaumgæfilega. I forsendum núgildandi fjárlaga gerði stjórnin þær breytingar á verðbólgumarkmiðum sínum, að í stað 10% á þessu ári yrði hún 25—27%. Mánuði eftir samþykkt fjárlaga, þegar stjórnin sam- þykkti að hækka niðurgreiðslur en fresta nauðsynlegum aðgerðum fram yfir sveitarstjórnarkosn- ingar og kjarasamninga við ASI, var enn sett nýtt verðbólgu- markmið. Og nú átti verðbólgan að verða 35% á þessu ári og hrað- inn að vera 30% í lok ársins. Ráðherrarnir kepptust við að gefa yfirlýsingar um að þessu mark- miði yrði náð með efnahagsað- gerðum á síðari hluta ársins. Síð- an voru málin söltuð í sjö mánuði, þótt viðskiptahallinn blasti þá þegar við vegna rangrar geng- isskráningar og útgerðin væri rek- in með bullandi tapi. Nú liggja spár fyrir um áhrif bráðabirgða- aðgerðanna: Verðbólgan heldur áfram að vera 60% og útgerðin er áfram rekin með gífurlegum halla, þrátt fyrir 16% hækkun fiskverðs. Árangurinn er enginn. Hjakkað er í sama farinu. Þegar Seðlabankinn lagði til, að gengið yrði fellt um 13%, var ein af forsendunum fyrir þeirri lækk- un að vextir af óverðtryggðum skuldbindingum yrðu hækkaðir um 6%. Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið sér saman um vaxta- hækkun. Geri hún það, má búast við, að gengisfellingin nái ekki titlætluðum tilgangi. Þegar öllu er á botninn hvolft er árangurinn af öllu bröltinu ekki annar en sá að kaupmáttur kaup- taxta lækkar um 6% á næsta ári — enda var það kannski aðaltil- gangur bráðabirgðalaganna, þótt annað sé látið í veðri vaka. V erðbótaskerðingin var ákveðin í janúar Ástæða er til að nefna tvö at- riði, sem formaður Alþýðubanda- lagsins hefur klifað á í tilraunum sínum til að klóra yfir það, að að- gerðirnar hafa um langt skeið ver- ið óumflýjanlegar, en væru ekki til komnar vegna snöggra breytinga á svokölluðum ytri skilyrðum eins og haldið hefur veirð fram. Al- þýðubandalagið lætur í það skína, að verðbótaskerðingin hafi ein- göngu verið ákveðin vegna nýrra upplýsinga um versnandi stöðu þjóðarbúsins. Sannleikurinn er samt sá, að með því verðbólgu- markmiði, sem Alþýðubandalagið skrifaði undir í janúar sl. í svo- kallaðri efnahagsskýrslu, lá það fyrir, að verðbætur yrðu skertar um 8—10% á síðari hluta þessa árs. Þetta kom rækilega fram í umræðum þá og látið ómótmælt af höfundum hinna „sléttu skipta". Þá hefur Alþýðubandalagið gripið til þess ráðs að kenna háum vöxtum í Bandaríkjunum um það, hve greiðslubyrði erlendra lána er mikil. Staðreyndin er auðvitað sú, að háir vextir í Bandaríkjunum hafa leitt til sterkrar stöðu dollar- ans og það er einmitt hin sterka staða hans, sem hefur verið okkur búhnykkur utanríkisverzluninni og lagað viðskiptakjörin á síðustu árum. Sterk staða dollarans hefur Isafold: Gefur út þriðju útgáfu þýsk-íslenskrar orðabókar Ferðir fyrir eldri borgaranæ Berja- og réttarferðir um Borgarfjörð og Snæfellsnes ísafoldarprentsmiðja hefur sent frá sér þriðju útgáfu þýsk-íslenskrar orðabókar eftir dr. Jón Ofeigsson, en bókin hefur verið ófáanleg um alllangan tíma. Þessi útgáfa er óbreytt frá annarri útgáfu, offset- prentuð. Bókin er í stóru og vönduðu broti, innbundin, eins og aðrar orðabækur ísafoldar, samtals um 770 blaðsíður að stærð. Formáli að bókinni er bæði á íslensku og þýsku, sá sami og fylgdi 1. útgáfu, eftir Jón Ófeigsson, en einnig ritar Ingvar G. Brynjólfs- son formála að 2. útgáfu, en hann annaðist útgáfuna. Ferðamálasamtök Vesturlands hafa, i samvinnu við BSÍ, ákveðið að bjóða eldra fólki upp á tvær 5 daga ferðir um Vesturland nú i haust. Fyrri ferðin er nefnd berjaferð um Snæfellsnes og verður lagt af stað frá BSÍ miðvikudaginn 8. september næstkomandi kl. 9.00. Seinni ferðin er kölluð réttarferð um Borgarfjörð og Snæfellsnes og verður lagt af stað i hana frá BSÍ þriðjudaginn 14. sept- ember næstkomandi. Miðaverði verður mjög i hóf stillt i báðar ferð- irnar. Miðar eru seldir á skrifstofu BSÍ, Umferðarmiðstöðinni (simi 22300) og þar fást einnig allar nánari upp- lýsingar. (Úr rrétutilkjnningu)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.