Morgunblaðið - 04.09.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 04.09.1982, Síða 18
18 MORGlJfciBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SIGURÐ SVERRISSON Straumur fólks í veósetningastofurnar hefur aukizt stórlega i undanfornum vikum. Minnkandi olíuauður orsök efnahagskreppu í Mexíkó TRÍJ MKXÍKANA i eigin efnahagi hefur beóiö alvarlegan hnekki nú allra síðustu vikurnar. A aðeins nokkrum minuðum hefur istandið breyst úr blómlegri tíð i mestu efna- hagskreppu í manna minnum þar í landi. Fjöldi manns er enn felmtri sleginn yfir því sem gerst hefur og hefur enn ekki ittað sig i istandinu og enn síður hvers vegna þessi gíf- urlega breyting hefur orðið. Fólk er ennfremur reitt yfir skertum lífs- kjörum eftir að hafa vanist betri tíð undanfarin fimm ir. Til þess að auka enn á óvissuna hefur svo virst á undanförnum vikum, sem forseti landsins, Jose Lopez Portillo, sem nú er að renna forsetaskeið sitt á enda, og stjórn hans standi gersamlega ráðþrota gagnvart ástandinu. Hinn nýi for- seti landsins, sem tekur við völd- um þann 1. desember, verður sam- kvæmt hefð að halda sig utan við umræður. „Við erum komin að tímamótum í sögu landsins," hefur háttsettur stjórnmálamaður í landinu sagt. Samdrátturinn í efnahagslífi landsins hefur haft áhrif á stjórn- málin og rekja má tvær síðustu breytingarnar á embættismanna- kerfinu beint til aukins álags vegna efnahagsástandsins. Það hagkerfi, sem verið hefur ríkjandi undanfarin ár, er nú í rústum og trú fólks á stjórnmálamönnum landsins hefur minnkað verulega. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og sterkar sögusagnir þess efnis að óróleikinn í landi fari vaxandi og fólk kaupi dollara fyrir allt sitt lausafé, ber ótrúlega lítið á ólgu í þjóðfélaginu. Stuðningsmenn stjórnarinnar ráða enn ríkjum í flestum stærstu verkalýðsfélögun- um og samtökum bænda. Milli- stéttarfólkið hefur almennt engan sérstakan pólitískan farveg og á því ekki annarra kosta völ en að treysta á úrbætur stjórnvalda. Til þessa hefur athyglin einkum beinst að mikilli rýrnun pesosins svo og ört minnkandi gjaldeyris- sjóðum landsins. Ríkisstjórn landsins tókst fyrir skömmu að tryggja sér fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna og annarra helstu lánardrottna sinna og róaði það taugar þeirra áhyggjufyllstu. Erlend bankakeðja lagði fram 300 milljónir dala sem fyrirfram- greiðslu á olíu og Bandaríkjamenn á sama hátt milljarð dala. Mikiu munaði um framlag Bandaríkja- manna, en sú upphæð er einungis dropi í hafið. Erlendar skuldir ríkisins nema 81 milljarði dala. Vegna framlags Bandaríkja- manna eykst olíuútflutningur Mexíkómanna þangað um 60.000 tunnur á dag á síðasta ársfjórð- ungi þessa árs og um 380.000 tunn- ur á dag fyrstu 9 mánuði næsta árs. Ljóst er þó, að Mexíkanar geta ekki lifaö af oliuframleiðslunni einni. Hafist hefur verið handa um undirbúning eins milljarðs dala láns til Mexíkana, sem ætlun- in er að þeir noti til kaupa á bandarískum landbúnaðarafurð- um. Frá því láni verður ekki geng- ið fyrr en í næsta mánuði. Þá mun stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í október greiða atkvæði um hvort veita eigi Mexíkönum lán, sem tal- ið er að sé a.m.k. fjórir milljarðar dala. Til þess að tryggja sér þá Núverandi forseti Mexíkó, tv., Jose Lopez Portillo og hinn nýi sem tekur við í desember, Miguel de la Madrid Hurtado. lánveitingu verða stjórnvöld að samþykkja gífurlegan niðurskurð á öllum ríkisumsvifum og grípa til frekari aðhaldsaðgerða. Fjárhagsaðstoð þessi hefur ekki verið litin jafn hýru auga af öllum. Verkalýðsleiðtogar bera sig illa undan komandi aðhaldsaðgerðum og segja þær munu ganga af fá- tæklingunum dauðum. Verka- mannaflokkur Mexíkó málaði á veggi í höfuðborginni slagorð þar sem aðstoð Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins var fordæmd og sögð mundu aðeins senda efnahag landsins endanlega í gröfina. Mexíkóstjórn sendi út neyðar- kall fyrir þremur vikum þegar Ijóst var að tekjur af olíunni, sem er orsök uppgangs og nú falls fjár- hags landsins, hrykkju ekki fyrir greiðslum af erlendum lánum. í ræðu, sem Portillo flutti á mið- vikudag, tilkynnti hann, að ákveð- ið hefði verið að þjóðnýta alla inn- lenda banka í landinu og ennfrem- ur að gjaldeyriseftirlit yrði stór- lega hert. Hvort þær ráðstafanir nægja til að rétta efnahag lands- ins við verður tíminn að skera úr um.MargirMexíkanar.jafnt stuðn- ingsmenn sem andstæðingar stjórnarinnar, eru þeirrar skoðun- ar að hættuástand sé framundan. Líta þeir á ástandið sem tákn um misheppnaða efnahagsstefnu stjórnvalda og getuleysi stjórn- málamanna landsins í tilraunum sinum til að aðlagast örum breyt- ingum á síðasta áratug. Hafa þeir haldið því fram, að eigi fyrri stöð- ugleiki að nást aftur verði að hreinsa til í embættismannakerf- inu og styrkja fjárhag ríkisins verulega. Verkefni hins nýja forseta, Miguel de la Madrid Hurtado, er ekki lítið. Hann tekur við sam- andregnum ríkisrekstri, versnandi hag verslunar í landinu og auknu atvinnuleysi. Hann fær ennfremur það verkefni að styrkja trú al- mennings á stjórnmálamönnum landsins á ný og byggja upp efna- hagsstefnu, sem ekki leiðir þjóð- ina í viðlíka ógöngur og nú. Ástandið má fyrst og fremst rekja til oliuauðsins. Þegar hann kom til sögunnar hættu Mexíkanar að leggja áherslu á aðrar útflutnings- afurðir og það kemur þeim illilega í koll nú. Ástandið er nú víða bágbornara í landinu en það hefur verið um langt skeið. Fátæk alþýðan fer þó allra verst út úr þeirri kreppu, sem nú ríkir. Biðraðirnar við veð- setningastofurnar lengjast með degi hverjum og fólk leggur þar inn alla mögulega hluti; útvörp, sjónvörp, skartgripi, potta og pönnur, og fær fjármuni í staðinn. I mörgum tilvikum er þetta fólk aldrei fært um að leysa þá út aft- ur. Skiptir þá engu þótt um sé að ræða hluti til daglegs brúks. Eig- endur veðsetningastofanna telja þó, að um 90% þeirra muna, sem veðsettir eru, séu ieystir út síðar. Ein þeirra kvenna sem orðið hefur að leita á náðir veðsetn- ingastofunnar í peningaleysinu, er Marina Garcia. Hún skilur ekki hvað er að gerast, en hún veit að hún verður að láta enda ná saman hjá sér, hvernig svo sem hún fer að því. Hún segist hafa orðið að fara fjórum sinnum það sem af er árinu með hluta eigna sinna. Eig- inmaður hennar lamaðist í vinnu- slysi fyrir nokkrum árum og upp frá því hafa þau varla gert betur en að brauðfæða sig. Gengi mexíkanska pesoans var stöðugt framan af árinu og ekki er lengra síðan en 5. ágúst að 49 pes- os voru í einum dal. Gengið var þá fellt hrikalega og nú eru meira en 100 pesos í einum dal. Eigendur veðsetningastofanna segjast ekki hafa áreiðanlegar töl- ur, en fullyrða að umferðin hjá þeim hafi aukist mjög á síðustu vikum. “Fyrstu viðbrögð fólksins er að halda dauðahaldi í eigur sín- ar. Þegar ljóst er að því tekst ekki að skera útgjöld heimilisins nægi- lega niður til þess að mæta krepp- unni kemur það hingað með eigur sínar og veðsetur." Er gert ráð fyrir að alls munu 30 milljónir Bandarikjadala fara í umferð á þennan hátt á þessu ári. (Heimildir: New York Times, Newsweek og AP.) Breiðholtsútibú Landsbankans var opnað í gærdag í Mjóddinni: Starfsfólk sérþjálf- að til ráðgjafarstarf- seminnar, sem er nýjung í starfsemi bankans LANDSBANKI ÍSLANDS opnaði nýtt útibú í Breiðholti í gærdag, en það er til húsa í nýju glæsilegu húsnæði við Alfabakka 10 í Mjóddinni. Jónas H. Haralz, bankastjóri, sagði m.a. í ávarpi, sem hann flutti, þegar gestum var boðið að heimsækja hið nýja útibú í fyrradag, að með tilkomu þessa útibús og hins nýja útibús bankans við Miklubraut, en það var opnað fyrr á þessu ári, væri hafinn nýr þáttur í starfsemi bankans. Starfsfólk hefur verið sérstaklega þjálfað til að sinna hlutverki ráðgjafans fyrir viðskiptavini Landsbankans. „Starfsfólk okkar mun leið- beina viðskiptamönnum í sam- bandi við innláns- og útláns- viðskipti, skattamál og fjár- hagsáætlanir svo eitthvað sé nefnt. Við höfum síðan í hyggju, að taka þessa þjónustu upp í öðrum afgreiðslustöðum bank- ans,“ sagði Jónas H. Haralz ennfremur. í máli Jónasar H. Haralz kom ennfremur fram, að sparifé og eigið fé bankans er að raunvirði um þriðjungi minna en það var fyrir tíu árum og sagði hann bráðnauðsynlegt, að snúa þeirri óheillaþróun við, en reyndar væri þetta vandamál, sem allar bankastofnanir ættu við að etja. Hið nýja húsnæði Landsbank- ans er á tveimur hæðum, auk kjallara og rishæðar. Á fyrstu hæð hússins er bankasalur Breiðholtsútibúsins. þar hafa starfsmenn Flugleiða einnig af- greiðslu, sem tengist bankaaf- greiðslunni, farþegar geta sam- tímis greitt farseðil og ferða- gjaldeyri. I kjallara eru öryggisgeymsl- ur alls um 200 fermetrar að gólffleti. í einni þeirra eru geymsluhólf fyrir viðskipta- menn útibúsins. Á efri hæð hússins er matsal- ur starfsfólks. Þar verða einnig til húsa þrjár deildir úr aðal- bankanum, skipulag, hagræðing og rafreiknideild, og í tengslum við þær tvær kennslustofur, þar sem öllu starfsfólki Landsbank- ans mun gefast kostur á þátt- töku í námskeiðum til starfs- menntunar. Þess má geta, að rúmgóð bíla- stæði eru vestan og norðan við húsið. Aðkoma að þessum bíla- stæðum er frá Álfabakka og Reykjanesbraut. Austur- og suðurhlið hússins liggja að fyrirhuguðu torgi og göngu- svæðum hins nýja miðbæjar, „Mjóddinni". Útibú og afgreiðslustaðir Landsbankans eru nú 8 í Reykjavík og 31 úti á landi, eða alls 39. Þá má geta þess, að á liðnu vori opnaði bankinn útibú á horni Miklubrautar og Grens- ásvegar, Miklubrautarútibú. Fram að því hafði bankinn ekki Hið nýja glæsilega hús Landsbankans í Mjóddinni. Kunnur Vestur-ís- lendingur látinn KIJNNUR Vestur-íslendingur, Jóhann Helgi Straumfjörrt, er nýlátinn í Seattle í Bandaríkjunum. Hann var fæddur á lítilli eyju í Winnipegvatni 1896, en faðir hans hafði flust frá íslandi með foreldr- um sínum ungur að árum. 18 ára gamall settist Jóhann Helgi að í Winnipeg og lærði þar úra- og skartgripasmíði og stofnaði þar síðan eigin verslun og viðgerðarverkstæði. Árið 1925 fluttist Jóhann Helgi til Seattle og stofnsetti úra- og skartgripaverslun þar, Ballard Time Shop. Þá verslun starfrækti hann allt til ársins 1980, er dóttursonur hans, Brian Boyett, tók við rekstrin- um. Jóhann Helgi var tvíkvæntur. Fyrri kona hans, Anna María, lést árið 1949, en síðari kona hans, Inga Johnson, lifir mann sinn. Þá eru og á lífi tvær dætur hans af fyrra hjónabandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.