Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.09.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 21 Sovésk stjórnvöld: Klippa á beint símasam- band við V-Þýskaland Antonio Tejero er ekki með öllu ókunnugur innandyra í spánska þinghúsinu. Hann kom þar síðast 23. febrúar 1981, þegar þessi mynd var tekin, en þá tók hann þátt í misheppnaðri valdaránstilraun. Nú vill hann komast þangað eftir öðrum leiðum. Spánn: TEJERO LANGAR AFTUR Á ÞING Madrid, 3. sept. AP. Bonn, Vesur-Þýskalandi, 3. september. AP. VESTUR-þýsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau „harmi“ þá ákvörðun sovéskra stjórnvalda að stöðva öll bein símtöl frá V-Þýskalandi til Sov- étríkjanna, samkvæmt heimildum frá talsmanni stjórnarinnar í dag. Ef stjórnvöld halda stíft við þessa ákvörðun sína, mun verða iitið á það sem brot á Helsinki- sáttmálanum, þar sem fram kem- ur sú alþjóðasamþykkt að ekki verði reynt að hindra alþjóðleg samskipti milli blaðamanna og viðskiptamanna landa í millum, segir talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar, Klaus Boelling. Hann sagði einnig, að stjórn- völd í Vestur-Þýskalandi væru vongóð um að sovésk stjórnvöld endurskoði afstöðu sína til þessa máls, en á síðastliðnu ári fóru að meðaltali 1600 símtöl landanna í millum daglega. Sættir í þorskastríði? Bonn, V Pýskalandi, 3. september. AP. HANS-Jiirgen Wischewski, innanríkisráðherra og aðal- sáttasemjari Helmut Schmidts, er bjartsýnn á að samningar takist í þorska- stríðinu sem nú stendur yfir milli Dana og Vestur-Þjóð- verja, að því er talsmaður stjórnarinnar í Bonn sagði í dag. I yfirlýsingu stjórnarinnar, sem gefin var út rétt eftir að Wischnewski sneri heim frá Kaupmannahöfn, segir, að hann hafi rætt við dönsk stjórnvöld um þá staðreynd, að Grænlendingar hafa þver- tekið fyrir að þeir stundi þorskveiðar á miðunum við Grænland. Þar kemur einnig fram, að dönsk sendinefnd er væntan- leg til Bonn í næstu viku til að reyna að ná samkomulagi um þann kvóta er V-Þjóðverjum yrði heimilt að veiða undan ströndum V-Grænlands. Landstjórinn á Grænlandi, J. Motzfeldt, mun eiga sæti í þessari sendinefnd. ANTONIO Tejero, undirforingi í spænska þjóðvarðliðinu, sem var í fararbroddi fyrir þeim, sem ruddust skjótandi inn í þinghúsið í valda- ránstilrauninni 23. febrúar 1981, kvaðst í dag ætla að bjóða sig fram í þingkosningunum, sem ákveðnar hafa verið 28. október nk. Tejero situr nú í fangelsi en hann fékk 30 ár fyrir þátt sinn í valdaránstilrauninni. Dómnum hefur hins vegar verið áfrýjað og á meðan heldur hann sínum borg- aralegu réttindum. í viðtali, sem hann átti við útvarpsstöð nokkra í dag, segist hann ætla að fá lausn úr þjóðvarðliðinu til að geta boðið sig fram fyrir nýstofnaðan flokk hægrimanna, Einingarflokkinn. Ef Tejero verður leyft að bjóða sig fram mun hann verða að heyja kosningabaráttuna frá fangelsinu, en það, sem flokkur hans leggur mesta áherslu á, er „eining, friður, lög og regla og atvinna fyrir alla“. John Nott (t.h.) ásamt Linley Middleton, skipherra á flugvélamóðurskipinu Hermes. John Nott vill hætta í pólitík London, 3. sepl. JOHN Nott, varnarmálaráðherra í bresku stjórninni, tilkynnti sl. mið- vikudagskvöld, að hann yrði ekki í kjöri i næstu kosningum og myndi þá leggja stjórnmálin á hilluna. Astæðuna kvað hann vera, að hann vildi snúa sér á ný að viðskiptalífinu. Nott greindi frá þessari ákvörð- un á fundi með helstu frammá- mönnum íhaldsflokksins í kjör- dæmi sínu, St. Ives í Cornwall, en hann hefur setið á þingi fyrir það síðan 1966. Skömmu síðar Iét Margaret Thatcher frá sér fara yfirlýsingu þar sem hún segist harma ákvörðun Notts, sem hún hafi raunar vitað um síðan í des- ember sl. Einnig sagði hún, að Nott myndi áfram gegna embætt- inu. Ekki þykir alveg ljóst af yfirlýs- ingu Thatchers hvort Nott verði varnarmálaráðherra allt fram til kosninga en sumir telja, að hann muni láta af embætti þegar Franks lávarður hefur lokið rann- sókn sinni á ástæðum og aðdrag- anda innrásar Argentínumanna í Falklandseyjar. Nott var nokkuð umdeildur meðan á stríðinu við Argentínumenn stóð en þykir þó hafa komist sæmilega frá því. Nott stendur nú á fimmtugu. vantar þig góóan bíl? notaóur - en í algjörum sérfbkki —- árg 10. Sérstakur aöeins verið bíll Skoda LS Ttl sölu þessi 120 ekið honum hefur Litur uS sem nyr og af eiganda JÖFUR He Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 Auglýsing um aöalskoöun bifreiöa í lögsagnarumdæmi Reykja- víkur í septembermánuöi 1982. Miövikudagur 1. sept. R-51001 til R-51500 Fimmtudagur 2. sept. R-51501 til R-52000 Föstudagur 3. sept. R-52001 til R-52500 Mánudagur 6. sept. R-52501 til R-53000 Þriöjudagur 7. sept. R-53001 til R-53500 Miövikudagur 8. sept. R-53501 til R-54000 Fimmtudagur 9. sept. R-54001 til R-54500 Föstudagur 10. sept. R-54501 til R-55000 Mánudagur 13. sept. R-55001 til R-56000 Þriöjudagur 14. sept. R-56001 til R-56500 Miövikudagur 15. sept. R-56501 til R-57000 Fimmtudagur 16. sept. R-57001 til R-57500 Föstudagur 17. sept. R-57501 til R-58000 Mánudagur 20. sept. R-58001 til R-58500 Þriöjudagur 21. sept. R-58501 til R-59000 Miövikudagur 22. sept. R-59001 til R-59500 Fimmtudagur 23. sept. R-59501 til R-60000 Föstudagur 24. sept. R-60001 til R-60500 Mánudagur 27. sept. R-60501 til R-61000 Þriöjudagur 28. sept. R-61001 til R-61500 Miövikudagur 29. sept. R-61501 til R-62000 Fimmtudagur 30. sept. R-62001 til R-62500 Bifreiöaeigendum ber aö koma meö bifreiðir sínar til Bifreiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8 og verður skoö- un framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiöum til skoðunar. Viö skoöun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því aö bif- reiöaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreiö sé í gildi. Athygli skal vakin á því aö skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í leigubifreiöum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiðum til mannflutninga, allt aö 8 farþegum, skal vera sérstakt merki meö bókstafnum L. Vanræki einhver aö koma bifreiö sinni til skoö- unar á auglýstum tíma veröur hann látinn sæta sektum samkvæmt umferöarlögum og bifreiöin tekun úr umferö hvar sem til hennar næst. Bifreiöaeftirlitiö er lokaö á laugardögum. í skráningarskírteini skal vera áritun um þaö aö aöalljós bifreiöarinnar hafi veriö stillt eftir 31. júlí 1982. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 31. ágúet 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.