Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 23 Ljóem: KmjlU Bj. Bjoriwdóttir. Á blaðamannafundinum á Hótel Borg í gær, þar sem hið mikla fyrirhugaða verk um íslenska þjóðmenningu var kynnt: Hafsteinn Guðmundsson bókaútgefandi í Þjóðsögu er lengst til vinstri, en honum ó vinstri hönd þeir Jón Hnefill Aðalsteinsson, Þór Magnússon og Haraldur Ólafsson. Bókaútgáfan Þjóðsaga: Lætur vinna mikið ritverk í fimm til sex bindum um íslenska þjóðmenningu Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur ákveðið að gangast fyrir ritun og útgáfu á verki um íslenska þjóð- menningu. Verður um yfirlitsrit að rsða, sem vsntanlega verður all mikið að vöxtum, eða fimm til sex bindi, að því er fram kom á blaða- mannafundi í gær, þar sem verkið var kynnt. Hafsteinn Guðmunds- son forstjóri Þjóðsögu hefur kvatt þrjá menn til ritstjórnar verksins, þá llarald Ólafsson dósent, dr. Jón Hnefil Aðalsteinsson og Þór Magnússon þjóðminjavörð. A blaðamannafundinum kom fram að verkinu er ætlað að taka til allra sviða þjóðmenningar- innar, og taka mið af nýjustu rannsóknum á hverju sviði. Áhersla er lögð á að það standist vísindalegar kröfur, sem alhliða heimildarit, en jafnframt verður lögð áhersla á að það verði læsi- legt og aðgengilegt almenningi. Um einstaka þætti þjóðmenn- ingarinnar verður fjallað frá upphafi byggðar í landinu, eftir því sem heimildir og vitneskja nær til, fram á þessa öld, mis- langt eftir efni. í frumdrögum efnisyfirlits eru þegar komin eftirtalin kaflaheiti: Landið og lífsskilyrðin. Mannfræði og upp- haf menningar. Dagleg störf til sjávar og sveita. Skepnurnar. Fatnaður. Útsaumur. Hagleiks- verk. Miðaldalist. Handrita- skreytingar. Alþýðulist. Húsa- gerð. Samfélagsgerð. Bænda- fjölskyldan. Æviskeiðin. Sam- göngur og verslun. Mataræði. Heilsufar. Fornsögur. Sagna- dansar. Skemmtanir. Tónmennt- ir. Alþýðuskáld. Leikir og íþrótt- ir. Þjóðsögur og sagnir. Hátíðir. Trú og kirkja. Þjóðtrú. Alþýðleg vísindi. Alþýðulækningar. Al- þýðleg veðurvísindi. Alþýðlegir tímatalsútreikningar. Þéttbýl- ismyndun. Kvennamenning. — Fleiri kaflar kunna einnig að koma til eða að sumum þessara verður steypt saman er ritun verður lengra á veg komin. Ritstjórar verksins sögðu á blaðamannafundinum að þegar hafi verið leitað til milli tuttugu og þrjátíu manna til að rita í verkið, eða að óskað hefur verið eftir að þeir verði til ráðuneytis um gerð einstakra kafla. Eftir- taldir menn eru í hópi þeirra, sem þegar hefur náðst til í þessu skyni: Ágúst Georgsson fil. kand. Dr. Alda Möller. Árni Björnsson safnvörður. Elsa E. Guðónsson safnvörður. Frosti F. Jóhannsson fil. kand. Dr. Gísli Pálsson. Gunnlaugur Haralds- son þjóðháttafræðingur. Hall- freður örn Eiríksson cand. mag. Hallgerður Gísladóttir safnvörð- ur. Jón Samsonarson handrita- fræðingur. Jón Steffensen pró- fessor. Jón Þórarinsson tón- skáld. Dr. Kristján Eldjárn. Dr. Lúðvík Kristjánsson rithöfund- ur. Óskar Halldórsson dósent. Páll Jónsson bókavörður. Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Ragnheiður Helga Þórarinsdótt- ir forstöðumaður. Dr. Selma Jónsdóttir forstjóri. Dr. Sigurð- ur Þórarinsson. Dr. Stefán Aðal- steinsson. Dr. Sveinbjörn Rafnsson prófessor. Vésteinn Ólason dósent. Þórður Tómasson safnvörður. Dr. Þorsteinn Sæm- undsson stjarnfræðingur. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær fyrsta bindi verksins kemur út, en áætlað er að útgáfu þess alls verði lokið á fimm ár- um. Sumir höfunda eru þegar teknir til við undirbúningsvinnu, en aðrir eru í þann mund að hefja athugun á viðfangsefni sínu. Höfundar hvers kafla munu vinna hann útaf fyrir sig, en ætlunin er að þeir sem fjalla um skyld mál, sem og hópurinn allur, hittist og beri saman bæk- ur sínar, auk þess sem ritstjórar munu yfirfara allt verkið til samræmingar og til að koma í veg fyrir óþarfar endurtekn- ingar. Á blaðamannafundinum kom fram, að sú hugmynd hefði verið rædd að ástæða væri til að þýða verkið eða hluta þess á erlend tungumál, enda væri skortur á efni um þennan þátt íslenskrar þjóðmenningar á erlendum mál- um. — Hið sama mætti raunar einnig segja um verk á íslensku, en þó er hið mikla verk Jónasar frá Hrafnagili, íslenskir þjóð- hættir, sem Einar Ólafur Sveinsson bjó til útgáfu eftir andlát höfundar. Hafsteinn Guðmundsson forstjóri Þjóðsögu vann við að handsetja þá bók er hún var prentuð í fyrsta skipti, og mun það hafa verið ein síð- asta bókin hér á landi sem sett var á þann hátt. Hafsteinn sagði að rétt væri að undirstrika, að verk Jónasar væri afar merkt, og bók hans væri grundvallarrit á þessu sviði. Þetta nýja verk væri því ekki á nokkurn hátt gert til að gera lítið úr bók Jónasar, miklu fremur bæri að líta á það sem virðingarvott við frum- herjastarf hans á þessu sviði. Fyrirmyndir að verkinu sögðu ritstjórar ekki vera til erlendis, en þó hefði nokkuð verið leitað að slíku. Fundist hefði bók í Noregi er færi nálægt því sem hér um ræðir, og eins mætti minna á Kulturhistorisk Leksi- kon, en beinar fyrirmyndir væru ekki til. Lengd hinna ýmsu rit- gerða verður misjöfn, 40, 50, og uppí um það bil 100 blaðsíður. Kapp verður lagt á að mynd- skreyta verkið eftir föngum, með ljósmyndum og ýmsum myndum sem til eru, en ekki síður með því að láta gera myndir af ýmsum hlutum, athöfnum og vinnu- brögðum, húsakynnum og öðrum mannvirkjum. Þór Magnússon sagði, að ritstjórar og útgefandi litu svo á, að það væri ekki síst undir því komið, hve vel tækist til með myndir, hvernig heildar- verkið yrði. Ritgerðir þær, sem í verkinu verða, eru ýmist unnar upp úr þegar tiltækum heimild- um, eða um er að ræða frum- vinnu, misjafnt eftir efni. Svo sem að framan greinir, er hér um að ræða mesta verk sem unnið hefur verið að á íslensku til þessa, og ef litið er yfir hinn fríða flokk er verkið mun vinna, er ekki að efa að árangurinn verður eins og til er stofnað. Hafsteinn í Þjóðsögu er enda kunnur að því að vinna stórvirki í útgáfu þjóðlegs efnis hvers konar. — AH Opinberir starfs- menn eiga ekki að hafa forystu um launahækkanir — segir Haraldur Hannesson „ÞAÐ ER eiginlega ekki tímabært fyrir okkur að tala út um þessa samninga fyrr en við vitum hvað í okkar hlut kemur, en okkur hefur verið lofað því sama í sérkjarasamn- ingum og ríkið samdi um, og við væntum þess að aðalkjarasamning- urinn verði að minnsta kosti ekki lakari," sagði Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavikurborgar, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær- kveldi. Haraldur var spurður álits á nýgerðum kjarasamningi fjármála- ráðuneytisins og BSRB. Haraldur sagði að Reykjavík- urborg hefði aldrei samið um lægra í sérkjarasamningum en fjármálaráðuneytið, og því treystu menn á að BSRB hefði þar náð all nokkrum árangri. Þeir samningar væru hins vegar ekki opinberir enn, og því erfitt að ræða um þá að svo komnu. í aðalkjarasamningi sagðist Haraldur einnig vona og búast við að samningar við borg- ina yrðu a.m.k. ekki lakari en þeir sem fjármálaráðuneytið samdi um, og vonandi færu samningar i gang í næstu viku við borgina. Haraldur var spurður hvort það væri ekki erfið aðstaða að semja um launabætur, á sama tíma og búið væri að taka þessar hækkanir og meira til, af með lögum. Hann sagði það vissulega vera svo, en menn yrðu að vera raunsæir og taka mið af ástandinu í landinu og í nágrannalöndunum. Sín skoðun hefði og jafnan verið sú, að vafa- samt væri að ríkisstarfsmenn ættu að hafa forgöngu um kjara- bætur. Þeir ættu að vera jafn hátt launaðir og aðrir, en heldur ekki að hafa forystu um launahækkan- ir ASI-samningarnir settu okkur mjög þröngar skorður segir Ágúst Geirsson „Ég tel þessa samninga viðun- andi, einkanlega sérkjarasamn- ingana,“ sagði Ágúst Geirsson for- maður Félags íslenskra símamanna í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gærkveldi, er hann var spurður álits á nýgerðum samning- um fjármálaráðherra og BSRB. „Eg tel að ekki hefði verið unnt að kom- ast lengra nema með verkfalli," sagði Ágúst ennfremur, „og það var ekki hljómgrunnur fyrir því nú. Enda var það alveg Ijóst að okkur voru settar mjög þröngar skorður af ASÍ-samningunum, og fjármálaráð- herra var mjög harður á því að ekki yrði farið fram úr því sem þar var samið um.“ Ágúst sagði það vissulega hafa verið erfiða og óvenjulega stöðu að semja í, að þegar væri búið að taka meira af launþegum í kjara- skerðingu en næðist fram í samn- ingum. Hugsanlega væri hér kom- ið hættulegt fordæmi, þar sem verkalýðshreyfingin væri komin í mikla varnarstöðu, og ynni aðeins varnarsigra eða tapaði baráttu sinni. „En mér virðist sem menn vilji nú vera raunsæir, og láta raunsæið gilda fremur en draum- órana, og það verður sjálfsagt að teljast framför," sagði Ágúst. Ágúst Geirsson sagði einnig að- spurður, að óneitanlega væri á þessum samningum nokkur póli- tiskur litur, og vafalítið hefðu ýmsir viljað ganga lengra í bar- áttu og kröfugerð hefði núverandi ríkisstjórn verið á annan hátt saman sett. Ekki þyrfti að fara lengra en til ársins 1978 til að sjá fordæmi þess. Eitt sagði Ágúst þó hafa verið mjög til bóta að þessu sinni, en það væri að gengið hefði verið frá sérkjarasamningum á undan aðalsamningunum, eins og Félag símamanna hefði lengi lagt Ágúst Geirsson. áherslu á. Með því væri fólki mun ljósara hvað náðst hefði fram í rauninni, ekki væri um það að ræða að fólk samþykkti aðalkjara- samninginn í von um að eitthvað það næðist fram í sérkjarasamn- ingum, sem ekki fékkst í aðal- samningi. 13 létust fyrstu sjö mánuðina SAMKVÆMT bráðabirgðatalningu umferðarslysa, sem llmferðarráð hefur framkvæmt, urðu alls 606 umferðar- slys í umferðinni í júlímánuði. í sama mánuði í fyrra var tala umferðarslysa 629. Nú varð eitt dauðaslys eins og í fyrra. Meiðsl urðu í 56 tilfella nú en í 70 tilfella t fyrra. Fyrstu sjö mánuði ársins hafa samkvæmt þessari talningu alls orð- ið 12 banaslys á móti 7, sömu mánuði í fyrra. Látnir eru hins vegar 13 í ár og 8 í fyrra. Slasaðir eru alls, þessa 7 mánuði, 430 á móti 384 í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.