Morgunblaðið - 04.09.1982, Page 24

Morgunblaðið - 04.09.1982, Page 24
24 T MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi: Vilhjálmur Hjáim- arsson endur- kjörinn formaður Forsetaembættinu afhentur Cadillac BIFREIÐASTJÓRI forsetaembættisins og deildarstjóri bíladeildar Sambandsins, Bjarni Ólafsson við hinn nýja Oadillac forsetaembættisins, en bíllinn var afhentur í gær. ('adillarinn er af geröinni Fleetwood Brougham og er mjög fullkominn að öllum búnaöi. í honum er 8 strokka 160 hestafla vél og vegur bíllinn um 2 lestir, er 5,6 metra langur og 2 metra breiður. Verð bílsins er tæpar 700.000 krónur. Hljómsveit Björgvins Halldórssonar mjög vel tekið í Moskvu: Aheyrendur hlógu, klöppuðu, blístruðu og hrópuðu „bravó“ — „Kom mér á óvart hvað þeir tóku mikinn þátt I skemmtuninni,“ sagði Björgvin Halldórsson í lok opnunarhljómleikanna Kgilsstóóum, I. september. AÐALFUNDI Sambands sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi lauk í gærkvöldi. Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku í Mjóafirði, var endurkjör- inn formaður sveitarstjórnarsam- bandsins. Með honum i stjórn voru kjörnir: Tryggvi Árnason, Nesja- hreppi; Björn Björgvinsson, Breið- dalsvík; Sigurður Gunnarsson, Búð- um; Júlíus Ingvarsson, Eskifírði, Kristinn V. Jóhannsson, Neskaup- stað; l'orvaldur Jóhannsson, Seyð- isfirði; Helgi Halldórsson, Kgilsstöð- um, og Kristinn Pétursson, Bakka- firði. I'á lót framkvæmdastjóri sam- bandsins, Bergur Sigurbjörnsson, af störfum — en við framkvæmda- stjórastarfinu tók Sigurður Hjalta- son, fyrrum sveitarstjóri á Höfn. Aðalfundurinn samþykkti að stofna Iðnþróunarfélag Austur- lands til að stuðla að þróun og efl- ingu atvinnulífs á Austurlandi og auka fjölbreytni og arðsemi iðnað- ar. Þá samþykkti fundurinn ennfremur að stofna Iðnþróun- arsjóð Austurlands til styrktar fé- laginu og markmiðum þess. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin ger- ist aðilar að sjóðnum og greiði til hans ákveðið hlutfall af föstum tekjum sínum. Fundurinn ályktaði að brýna nauðsyn bæri til að hraða upp- byRKÍngu hringvegarins í Austur- landskjördæmi og telur því að afla þurfi aukins fjár til vegamála, svo að af því megi verða. Þá var enn- fremur ályktað um gerð vegar milli Vopnafjarðar og Fljótsdals- héraðs; um sumarveg yfir Öxi og Þórudalsheiði og um rannsóknir á aðstöðu til vegagerðar um jarð- FRANSKA menningarfélagið All- iance Francaise hefur um langt ára- bil staðið fyrir frönskukennslu á námskeiðum á vetrum, og fer kennslan fram á kvöldin í Háskóla íslands. Vaxandi áhugi á frönsku- námi varð til þess að bæta varð við auka námskeiði i fyrra, enda hefur fjöldi nemenda farið vaxandi. Haustnámskeiðið, sem stendur í 10 vikur, hefst 4. október og lýkur 10. desember og er byrjað að innrita í það í aösetri Alliance Francaise á Laufásvegi 12. Eru kennslubækur afhentar við innritun, en þær eru innifaldar i námskeiðsgjaldinu. Kennslan fer fram tvö kvöld í viku eftir vinnutíma og er sótt af fólki á öllum aldri. Nemendum er skipt í 3 stig; byrjendur á fyrsta stigi, þeir sem hafa lært frönsku í eitt ár á öðru stigi, en eftir tvö ár þriðja stig. Nemendum á hverju stigi er svo skipt í tvo hópa, A og B. Þó svo að í engum hópi séu fleiri en 15 nemendur. Allir kenn- arar eru franskir og hafa frönsk kennsluréttindi. Myndaðir eru ný- ir hópar, ef fleiri en sex óska eftir og húsrúm leyfir. Og á sama hátt Leiðrétting í GREIN eftir Guðmund Stein- grímsson um leiksýningu nem- enda Eiðaskóla, sem birtist í Mbl. í gær, sagði, að sunnudagssýning- in í félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi hæfist klukkan 21. Það rétta er, að sýningin hefst klukkan 16. göng og með sjó fram milli Norð- fjarðar og Borgarfjarðar. Aðalfundurinn fagnaði sam- þykkt Alþingis um kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði og stofnun Kísilmálmvinnslunnar þar um leið og bent var á nauðsyn þess að stjórnvöld áætluðu nú þegar um eflingu atvinnulífs í þeim byggð- arlögum er liggi fjær hinni fyrir- huguðu verksmiðju — svo að ekki komi til byggðaröskunar og fólks- flótta frá jaðarbyggðunum. Þá harmaði fundurinn „að þjóð- hagsleg sjónarmið skuli ekki hafa verið látin ráða við forgangsröðun virkjana", eins og segir í ályktun- inni, og þess vænst að virkjun í Fljótsdal verði ekki látin víkja fyrir öðrum framkvæmdum enn á ný. — Ólafur Vilhjálmur Hjálmarsson er hægt að mynda kennsluhópa fyrir börn, ef sex eða fleiri óska, 11—15 ára og 7—11 ára. Frá Arnaldi Indriðasyni í Moskvu. HLJÓMSVEIT Björgvins Hall- dórssonar hélt sína fyrstu hljómleika af 27 hér í Sovétríkjunum í hljóm- leikahöll Olympíuþorpsins, sem sér- staklega var byggt fyrir leikana 1980. Var hljómsveitinni mjög vel tekið af rússnesku áhorfendunum, sem voru á öllum aldri, prúðbúnir og stilltir á okkar mælikvarða. Höllin tekur um 1.100 í sæti og var hvert þeirra skipað. Tónleikarnir stóðu yfir í tvo tíma. Fyrir hlé léku strákarnir lög eftir Björgvin Halldórsson aðallega, en kynningarlag hljómsveitarinnar er eftir Björn Thoroddsen. Eftir hlé voru leikin hröð og hressileg rock n’roll-lög og áhorfendur fóru að taka mun meiri þátt í skemmtuninni, hlógu og klöppuðu, blístruðu og hrópuðu „bravó“ hvað eftir annað. Þótti þeim sérstaklega varið í þegar Magnús Kjartansson hljómborðs- leikari hoppaði hvað eftir annað upp á hljóðfæri sitt í einu af hressilegri rock-lögunum. Þá æptu yngri áhorf- endur yfir sig af fögnuði, en hinir eldri klöppuðu ákaft. Var hljóm- sveitin klöppuð tvisvar upp í lok hljómleikanna. Gagnrýnendur og ljósmyndarar frá minnst sex blöðum voru viðstaddir hljómleikana. Veggspjöld með myndum af hljóm- leikamönnunum eru á veggjum á víð og dreif um Moskvu og eru hljóm- leikarnir einnig auglýstir í útvarpi og í biöðum. „Mér finnst þetta allt vera mjög ótrúlegt. Það, sem kom mér kannski alveg sérstaklega á óvart, var hvað áhorfendur tóku mikinn þátt í skemmtuninni, því mér hafði verið sagt að þeir væru mjög „passivir" og létu ekki hrifast. — önnur var raun- in. Það er ljóst að það er rokk n’roll sem ætlar að lifa lengst af í þessari tónlist." Þetta sagði Björgvin Hall- dórsson eftir tónleikana í gær. Þegar hann var spurður um væntanlega för til Síberíu, sagði hann: „Það er vlssulega svolítill geigur í mér. Við erum ekki vanir matnum hér og þetta er krefjandi vinna og við verð- um að borða vel og sofa vel og vona allt það besta. Við erum Islendingar og karlar í krapinu og vanir ýmsu og látum ekki neitt á okkur fá.“ Hljómsveitin kom hingað til Moskvu á miðvikudaginn síðasta í 25 stiga hita, sem verið hefur hér síðan. Hún dvelur á Hótel Peking í mið- borginni og hefur meðlimum hljóm- sveitarinnar tekist vel að aðlaga sig breyttum aðstæðum, loftslagi, hugs- unarhætti og mataræði. Gengur ferðalagið mjög að óskum. Á sunnu- daginn verður haldið til Síberíu. Tveir tónleikar eru þó eftir hér í höf- uðborginni og er uppselt á þá báða. I kvöld er hljómsveitinni og að- stoðarmönnum boðið í samkvæmi hjá íslenzku sendiherrahjónunum, frú Unni og Haraldi Kröyer, að lokn- um tónleikum, en þau hjónin voru viðstödd opnunartónleikana í gær. Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi: Sambandið er þýðingar- mikið fyrir sveitarfélögin KgiÍMstöðum. 30. ágúst. Svala Kggertsdóttir er annar tveggja fulltrúa Fellahrepps í Norður-Múlasýslu á aðalfundi SSA — sem nú stendur yfir á Egilsstöð- um. Svala hefur átt sæti í hrepps- nefnd Fellahrepps frá árinu 1978, kosin óhlutbundinni kosningu. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var Svala jafnframt ráðin sveit- arstjóri Fellahrepps. Áður hafði hún gegnt starfi fulltrúa rektors Menntaskólans á Egilsstöðum. — Ég hef ekki áður setið aðal- fundi SSA, hvorki sem áheyrn- arfulltrúi né kjörin, svo að ég hef enga viðmiðun. Þó held ég að fundurinn sem slíkur spegli ekki þá þýðingu sem samvinna og samstarf sveitarfélaganna á Austurlandi hefur fyrir einstök sveitarfélög. Það kemur miklu frekar í ljós í hinum ýmsu sam- starfsverkefnum milli funda. Þó er því ekki að leyna að kveikju hinna ýmsu mála má oftast finna á aðalfundunum — og þeir hafa mikla þýðingu sem vett- vangur skoðanaskipta sveitar- stjórnarmanna. — Svo fórust Svölu orð er tíðindamaður spurði hvað henni sýndist um aðalfund SSA. — Hverjar eru helstu fram- kvæmdir í Fellahreppi nú? — Þar má til telja þessi venjulegu verkefni flestra sveit- arfélaga s.s. gatnagerð, umhverfismál og atvinnumál. Þá erum við í samstarfi sveitarfé- laga á Héraði um heilbrigðismál og brunavarnir. Hvað skólamál- unum viðkemur er Fellahreppur og Egilsstaðahreppur eitt skóla- hérað — svo að við tökum þátt í byggingu íþróttahússins á Eg- ilsstöðum — og nú er í bígerð bygging skólahúss í Fellabæ, sem vonandi verður komið upp og tilbúið til nota að hluta til a.m.k. innan fjögurra ára. Ætl- unin er að skólinn í Fellabæ verði fyrst í stað rekinn sem skólasel frá Egilsstaðaskóla — en geti orðið sjálfstæð rekstrar- eining um leið og henta þykir. 1 Svala Eggertaaóttir — Er fólksfjölgun ör í Fella- hreppi? — Nú búa um 300 manns í Fellahreppi — þar af um 120 í þéttbýliskjarnanuum við Lagar- fljótsbrúna sem hlotið hefur nafnið Fellabær. Það er margt sem bendir til þess að þar geti orðið nokkuð hröð uppbygging, a.m.k. er skipulagt byggingar- svæði nægilegt. Sveitarfélagið keypti nýlega 20 hektara lands. — Er mikið byggt í Fellabæ? — Það er talsvert um nýbygg- ingar, einkum einbýlishús. Þá er verið að byggja myndarlegt verslunarhús og Trésmiðja Bald- urs Sigfússonar rís brátt af grunni. — Hvernig gengur rekstur sveitarfélagsins? — Um 70% allra útgjalda renna til fyrirfram ákveðinna verkefna, samningsbundinna, svo að svigrúmið er ekki ýkja- mikið — annars gengur rekstur- inn bara vel. — Ólafur Vaxandi aðsókn að frönsku- námi hjá Alliance Francaise

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.