Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 25 Bladburðarfólk óskast! Ef þú ert í giftingarhugleiðingum eða langar að sjá fallega unnar skreytingar, þá líttu við. OpiÖ til kl. 21.00 öll kvöld. Iblléfflwd SIGTÚNI 40, SÍMI 86340. Austurbær Laugavegur neðri Fellsmúli 2—26 jöfn tala Fellsmúli 5—19 oddatala Lindargata Eskihlíð 14—35 Hverfisgata 63—120 Þingholtsstræti Vesturbær Tjarnargata 3—40 Tjarnarstígur Garðastræti Úthverfi Lindarsel Hólmgaröur 35408 budfcb Upplýsingar í síma Brúðarvendir Brúðarskreytingar Talin vangefin fyrir þremur árum, reyndist skarpgreind og skáldmælt BræAurnir niAuraokknir við að skýra út nýstárlegt verk sitt; einhvera konar blöndu af grafik og skúiptúr. Á bak við myndverkiA liggur „leikvöllurinn“ sem getið er i greininni, en hann leikur stórt hhitverk i sýningu þeirra nú. MorgunblaAtt/EmilU. ,;Á leiö til annarra manna“, ný bók um Sigríði Osk eftir Trausta Olafsson kennara f HELGARPÓSTINUM sl. fóstudag segir í viðtali við Trausta Ólafsson kennara frá ungri stúlku, Sigriði Ósk, sem er mikið likamlega fötluð vegna heilaskaða við fæðingu. Sig- ríður Ósk hefur verið vistmaður á Kópavogshæli frá 7—8 ára aldri og fyrir aðeins þremur árum var hún úrskuröuð vangefin, jafnel á örvita- stigi. Með aðstoð Trausta og sam- kennara hans, Auðar Hannesdóttur, auk nýs hjálpartækis hefur smám saman síðustu tvö til þrjú árin komið í Ijós að Sigríður Ósk er ekki aðeins skarpgreind heldur og skáldmælt. I’að kom fljótlega ■ Ijós að hún er læs, og ekki bara læs heldur einnig skrifandi og hafði næstum fullt vald á stafsetningu. í viðtalinu segir að Trausti Ólafsson hafi skrifað áhrifamikla bók um samskipti sín og Sigríðar Óskar, en Trausti hóf störf hjá þjálfunarskóla ríkisins í Kópavogi haustið 1979 og kynntist þá Sigríði Ósk. Kemur bókin út hjá Iðunni nú í haust. Sigríður Ósk gaf henni heitið „Á leið til annarra manna". Sigríður Ósk hefur litla sem enga stjórn á líkama sínum. Hún getur ekki talað og augun eru nán- ast það eina sem hún hefur sæmi- lega stjórn á. Þar af leiðandi var ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir andlegu þroskastigi hennar. Það var ekki fyrr en 1980 sem henni tókst að tjá sig með hljóðum sem hún tengdi bókstöfum. Þá kom í Ijós að hún var fluglæs og að eigin sögn lærði hún að lesa fimm ára gömul, en móðir hennar las mikið fyrir hana og hefur líklega fylgt orðunum um leið með fingr- unum. Sigríður Ósk tók miklum fram- förum veturinn 1980 til 1981 og sumarið 1981 fékk hún aðgang að nýju tæki, sem er ritvél tengd hljóðnema. Er hún náði tökum á tækinu kom í ljós að hún var ekki aðeins læs heldur einnig skáld- mælt. 11. nóvember 1981 skrifar hún á ritvélina: „Gakk þú ekki í gataspjörum", og tveimur dögum síðar: „Gamli Trausti minn". Þarna var kominn fyrri hluti vísu og síðan hefur hún ort margar rétt kveðnar vísur. Eftir að í ljós kom yfir hvaða hæfileikum Sigríður Ósk býr hef- ur verið aukið við námsefni henn- ar og hún m.a. fengið að hlusta á bækur af segulböndum. Það hefur komið betur og betur í ljós að sögn Trausta, að hún er skarpgreind og býr yfir hæfileikum sem engan óraði fyrir. Trausti segir í viðtal- inu að líklega hafi hún þekkingu sína að mestu úr útvarpi og sjón- varpi. Hann segir hana hafa til- einkað sér margt úr þeim miðlum, enda hafi hún fylgst vel með þeim. Sigríður Ósk, sem er nú 18 ára, er enn heimilismaður á Kópa- vogshæli. Það hefur verið ákveðið að hún setjist í 7. bekk Þing- hólsskóla á komandi vetri, en þar á að gera tilraun með hversu slíkt nám nýtist henni. Sökum fötlunar sinnar þarf hún á stöðugri að- hlynningu að halda og fær hún stúlku með sér í skólann. Trausti segir á einum stað í viðtalinu í Helgarpóstinum: „En það þyrfti að koma á fót stofnun fyrir ein- staklinga af hennar tagi, því það eru fleiri sem þurfa mjög mikla hjálp en eiga ekki heima á stofn- unum fyrir vangefna. Ég trúi ekki öðru en að það verði gert.“ Galleri Lækjartorg: Tvíburabræðurnir Haukur og Hörður Harðarsynir sýna TVÍBURABRÆÐURNIR Haukur og Hörður Harðarsynir halda sérstæða sýningu í Gallerí Lækjartorgi dagana 4.—19. sept. Eins og við er að búast af þeim bræðrum fara þeir ekki troðnar slóðir í listsköpun sinni, leitast sem fyrr við að finna sér nýjan farveg, bæði hvað efnivið og form snertir. Þeir vilja þó ekki kalla sig nýlistarmenn, telja orðið hafa fengið á sig heldur neikvæða merkingu í hugum almenn- ings, og kjósa frekar að nefna sig rannsóknarmyndlistarmenn. í kynningunni segir að sýnd verði „microrelief þrykk (eigin útfærsla á grafískri tækni), skúlptúr unninn í HH 23 og við (sérþróuð spónlagn- ing), ennfremur míkrorelief þrykk í skúlptúr (grafík í skúlptúr)". Hvað þetta þýðir nákvæmlega geta sýningargestir lesið í ítarlegri sýningarskrá þar sem reynt er að opna mönnum leið inn í undraveröld þeirra bræðra, bæði tæknilega og humyndafræðilega. Þess má þó geta að tæknialdarheitið HH 23 er þann- ig til fundið að HH eru upphafsstaf- ir bræðranna, en fjöldi stafa í nðfn- um þeirra með föðurnafni eru 23! Verkin á sýningunni verða sem sagt af ýmsu tagi, en uppistaðan er þó verk í sjö hlutum, þar sem undir- staðan er „leikvöllur" sem er sam- ansettur úr viðarbútum, sem eru spónlagðir svo fínlega og smátt að undrun sætir. Meira að segja litlir stálnaglar sem fyrir koma í verkinu eru spónlagðir og líta út sem ryð- brunnir væru! Aðrir hlutir verksins eru ýmsiir gripir sem eiga sér hver sinn stað á „leikvellinum". Sérhver hluti verks- ins verður sýndur sérstaklega fyrstu vikuna sem sýningin stendur yfir, en síðan verður „önnur opnun", þ.e.a.s. þá verða gripirnir settir á sinn stað á „leikvellinum" og þannig verður verkið sýnt í heild sinni til loka sýningarinnar. Það fer ekki fram hjá neinum sem skoðar þessi verk að þau eru „hlaðin merkingu", svo það blasir við að spyrja bræðurna um „boðskapinn", hvað þeir séu að segja. Ekki vilja þeir kannast við að þeir séu að pré- dika, verkin sem slík standa fyrir sínu, en hins vegar er tilurð þeirra með þeim hætti að fleira ræður ferðinni en listræn sjónarmið ein. Verkin eru „endurspeglun" tilfinn- inga þeirra og oft æskuminninga, og það er fyrst og fremst þaðan sem merking þeirra er runnin, segja þeir: „Við verðum fyrir miklum áhrif- um í hinu daglega lífi; smáatriði sem fólk gefur yfirleitt engan gaum, heilla okkur oft mjög mikilð. Ryðg- aður nagli í spýtu, pappírssnepill sem feykist fyrir vindi; allt svona lagað markar spor í huga okkar og endurspeglast í verkunum. Ekki svo að skilja að við reynum meðvitað að festa okkur þessi smáatriði í minni til að „nota síðar“. Alls ekki, þetta bara gerist." Tilboð vikunnar Stofuling ERÍKA á aöeins 95 kr. HELGARSÝNING Nú um helgina munu skreyt- ingarmeistarar okkar setja upp litla spennandi „helgarsýn- ingu“ á brúðarvöndum og brúðarskreytingum og halda sýnikennsku í dag kl. 2—6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.