Morgunblaðið - 04.09.1982, Síða 30

Morgunblaðið - 04.09.1982, Síða 30
30 NÝTTÁ HVÍTA TJALDINU MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 Kris KristofTersM i hhttrerki Hug Smith. Jane Fonda i hlutverki stjórnarformannsins, Lee Winters. Jane Fonda og Kris Krístofferson leiða saman hesta sína í Kvörninni Jane Fonda er tvímælalaust ein hænieikamesta kvik- myndaleikkona heimsins um þessar mundir, sem hún hefur raunar verið um alllangt skeið, og um leiA er hún einn afkasta- mesti leikarinn í þessari list- grein. Hver stórmyndin á fæt- ur annarri meA Fonda í aAal- hlutverki hefur veriA gerA á síAustu misserum, og flestar hafa þær fengiA afbragAs dóma. I þeim öllum hefur Jane Fonda leikiA lykilhlutverk, þannig aA myndirnar hafa aA verulegu leyti staAiA eAa falliA meA frammistöAu hennar, þótt margt kunnra leikara komi aA sjálfsögAu einnig viA sögu. Á sitt eigið kvikmyndafyrirtæki Það þarf þó ef til vill engan að undra, að Jane Fonda leiki mik- ilsverð og skemmtileg hlutverk, því síðustu árin hefur hún ein- beitt sér að leik í kvikmyndum sem hennar eigið fyrirtæki framleiðir. Hún á því auðvelt með að láta gera kvikmyndir með heppilegum hlutverkum fyrir sig sjálfa, en þarf ekki að bíða eftir að einhverjum þóknist að bjóða henni hlutverk, eða eiga á hættu að fá ekki heppileg hlut- verk. Fyrirtækinu stjórnar hún sjálf í samvinnu við meðeiganda sinn, Bruce Gilbert, og þau hafa undanfarin ár gert fjölmargar myndir sem allar hafa slegið í gegn, og alls staðar er Fonda í einu af stærstu hlutverkunum. Af þessum myndum má nefna Coming Home, þar sem fjallað var um eftirköst Víetnamstríðs- ins, Nine to Five, þar sem countrysöngkonan Dolly Parton var meðal mótleikara Fonda, The China Syndrome, þar sem fjallað er um hættuna af beislun kjarnorkunnar og síðast en ekki síst On Golden Pond, sem nú er verið að sýna hér á landi. Í hinni síðast nefndu leikur hún sem kunnugt er á móti föður sínum, Henry Fonda, sem nú er látinn. Kvikmyndin fjallar um prófess- or á eftirlaunum og fjölskyldu hans, en er í rauninni ekki síður um Fonda-fjölskylduna sjálfa, og þau átök sem átt höfðu sér stað milli Jane og föður hennar. Kvörnin Og nú er komin ný kvikmynd frá Fonda og félögum hennar, og að sjálfsögðu fer hún þar enn með lykilhlutverk. Rollover nefnist þessi nýja mynd, sem nefna mætti á isíensku „Kvörn- in“. Jane Fonda leikur hér fyrr- verandi kvikmyndaleikkonu er rekið hafði eigið fyrirtæki, svo þar er hún sjálf öllum hnútum kunnug. En persónan í kvik- myndinni, Lee Winters, er gift auðugum og áhrifamiklum kaup- sýslumanni, sem skyndilega fell- ur fyrir morðingjahendi. Það kemur þá í hlut eiginkonu hans að taka við stjórnarformennsku í fyrirtækinu, sem teygir anga sína víða um heim, og á meðal annars hagsmuna að að gæta við olíuvinnslu í Austurlöndum nær. Mótleikari Jane Fonda í Kvörninni er hinn kunni leikari, söngvari og lagasmiður Kris Kristofferson. Maður sá er Kristofferson Ieikur, Hub Smith, er ekki síður framgjarn, ákveð- inn og aðlaðandi en Lee Winters, og myndin fjallar um samskipti þeirra, persónur í alþjóðlegu fjármálalífi og skyggnst er um að tjaldahaki risafyrirtækjanna sem aðsetur hafa á Manhattan í New York, en teygja þó anga sína um allan heim. Kris Kristofferson Kris Kristofferson, sem er lið- lega fertugur að aldri, hefur um alllangt skeið verið í hópi þekkt- ustu leikara i Bandaríkjunum. Hingað til hefur hann þó ekki leikið menn á borð við Hub Smith, heldur frekar menn sem eru upp á kant við kerfið, svo sem útlagann Billy the Kid, vörubílstjóra, eða hippa á fimmtugsaldri. Kunnastur er hann þó ef til vill fyrir mörg dægurlög er hann hefur samið og ýmist flutt sjálfur eða selt öðrum listamönnum. Lengi kom hann einkum fram á tónleikum og hljómleikum með eiginkonu sinni, Ritu Coolidge, en þau skildu fyrir nokkrum ár- um. Um Kristofferson hefur ver- ið sagt að hann sé betri laga- smiður en söngvari, en þó sé hann í hópi betri söngvara. Einnig hefur verið sagt að hann sé betri söngvari en leikari, en þó sé hann með bestu núlifandi kvikmyndaleikurum! — Hér er því ótvíræður hæfileikamður á ferð, enda hefði Jane Fonda ekki valið hann í myndina að öðrum kosti. Og í Kvörninni sýnir hann að hann er fjölhæfur leikari, sem ekki síður getur sett sig inn í hlutverk nútíma kaupsýslu- manns, en útlaga úr Villta vestr- inu. Stöðvar hjart- slátt heimsins Hub Smith, sem Kristofferson leikur, er gífurlega áhrifamikill maður í hinum alþjóðlega heimi fjármagnsins, og með einu sím- tali getur hann sett heiminn í biðstöðu eða stöðvað hjartslátt Önnur hlið í ekkju hina auð- uga stjórnarformanns stórfyr- irtækisinjs: Jane Fonda sem Lee Winters. alls athafnalífs veraldar. Þessi manngerð, og það umhverfi er hann hrærist í, var Kristoffer- son framdi áður en kvikmynda- takan hófst. Hann fékk því að sitja stjórnarfundi ýmissa stór- fyrirtækja í New York til að setja sig inn í hlutverkið, átta sig á mönnunum í þessum nýja heimi, málfari þeirra og fram- komu. Kristofferson hefur sagt að hann dáist um margt að þess- um mönnum, sem hafi greinilega mikla hæfileika á sínu sviði og geysilega vakandi athyglisgáfu, sem gerir þeim kleift að hugsa um og framkvæma marga hluti í einu. Hann segist hafa reynt að gera Hub Smith að manni í „Kennedy-stílnum", mann sem er ötull og áhugasamur, góður í því sem hann er að gera, og sem umfram allt hefur gaman af því sem hann er að fást við. Hyggst snúa sér að handritsgerð Áður er minnst á, að Kris Kristofferson er afar fjölhæfur listamaður, en hann ætlar ekki að láta þar við sitja. Næst segist hann vilja snúa sér að því að skrifa kvikmyndahandrit, enda séu þau einn mikilvægasti þátt- ur allrar kvikmyndagerðar, og þar sé mikil þörf fyrir nýja menn. Nóg sé til af góðum leikurum og leikstjórum, en það sama verði ekki sagt um handritshöf- unda. Skortur sé á góðum höf- undum sem skrifi trúverðug handrit með óvæntum efnis- þræði, og hann langi til að spreyta sig í þessari grein. Með tilliti til hæfileika hans á sviði tónsmíða, söngs og kvik- myndaleiks er full ástæða til að bíða með eftirvæntingu eftir kvikmyndahandriti frá Kristoff- erson. Of tilfinninganæin til að stjórna En hvað ætlar Jane Fonda að taka sér fyrir hendur á næst- unni. Kvikmyndaleikstjórn ef til vill? — Nei, hún kveðst ekki myndu verða góð í slíku starfi. Góður leikstjóri þurfi að vera leiðandi maður, traustur maður sem fær fólk til að gera eins og hann vill og maður sem hefur stjórn á hlutunum. Sjálf sé hún of tilfinningarík til að passa í slíkt starf, en það sé einmitt það sem nýtist henni best í leik. Það sést vel í myndum Fonda, að þar fer mjög hæfileikamikill leikari, sem á auðvelt með að leika hin ólíkustu hlutverk. Áður er getið fjölmargra mynda henn- ar, og fleiri eru minnisstæðar, svo sem Klute, þar sem hún leik- ur símavændiskonu á Manhatt- an, eða þar sem hún lék mara- þondansara í They Shoot Hors- es, Don’t They?, en sú mynd var sýnd í sjónvarpinu hér í fyrra- vetur. I upphafi var það Jane Fonda styrkur á leiklistarferlin- um að vera dóttir Henrys, og síð- ar var henni hjálp að því að gift- ast Roger Vadim, leikstjóranum sem einnig var um skeið kvænt- ur Birgittu Bardot. — En nú er Fonda styrk vegna eigin hæfi- leika. Hún er óumdeild fyrir leiklistarhæfileika sína, og henni hefur tekist að fá þá metna að verðleikum, þrátt fyrir ! að annað í fari hennar falli ekki öllum Bandaríkjamönnum í geð. Henni hefur til dæmis tekist að halda velli á hæstu stöðum í kvikmyndaheiminum í Kali- ‘ forníu, þrátt fyrir opinbera gagnrýni á utanríkisstefnu Bandaríkjanna, svo sem í Víetnam, en það hefur ekki öll- um veist jafn auðvelt þar vestan hafs. En hvað um það, aðdáendur Fonda og Kristoffersonar hljóta að bíða með óþreyju eftir hinni nýju mynd, Kvörninni, Rollover. A.H. Lee Winters og Hub Smith eru ekki aðeins samvistum í stjórnarher bergjum stórfyrirtækjanna, svefnherbergið kemur einnig vió sögu. 1x5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.