Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 31 Fræðsluþættir (ieðhjálpar Dýrkeypt námsferð Ég vil þakka stjórn Geðhjálp- ar fyrir fræðsluþætti þá, sem fé- lagið er með í Morgunblaðinu. Ég hef lengi beðið eftir þáttum sem þessum. Enginn sjúklinga- hópur þarf að berjast við for- dóma í jafn ríkum mæli og geð- sjúklingar. Það er skoðun mín að fordómar stafi af þekkingar- leysi. Það er von mín að sérfræð- ingar í geðlækningum, aðstand- endur og geðsjúklingar sjálfir leggi til skrif í þessa þætti. Ég skrifa sem aðstandandi. Sonur minn fór til Kaup- mannahafnar 17 ára gamail til að vinna og fara í kvöldskóla, en hann hafði áhuga á myndlist. Af og til fengum við fregnir af hon- um og ekki var annað að heyra en allt væri eðlilegt. Er hann hafði dvalið þar í ein tvö ár, gafst okkur hjónum tækifæri til að fara til Hafnar og hittum við þar son okkar. Þar hófst okkar píslarganga því hann var þar kominn í eiturlyf og var ástand hans heldur bágborið. Við fengum soninn þó til að koma heim með okkur og óskaði hann þá eftir að fara til sálfræð- ings. Eftir nokkur viðtöl komst sálfræðingurinn að þeirri niður- stöðu að þetta væri allt okkur að kenna, en ég vil geta þess hér að við hjónin eigum 3 önnur börn, sem öll hafa komið sér vel fyrir í þjóðfélaginu. Hann hafði ekki fengið annað uppeldi en þau að neinu leyti og fannst okkur þetta heldur einföld niðurstaða. Við vorum um tíma haldin mikilli sektarkennd en ég held einmitt að það sé oft hlutskipti aðstand- enda geðsjúkra að þurfa að burð- ast með slíkt. Ekki fannst syni mínum hann fá mikla hjálp frá sálfræðingn- um og hætti hann að mæta í við- tölin. Hann stundaði illa vinnu, átti erfitt með að einbeita sér, honum gekk illa að vakna á morgnana og fannst allt ómögu- legt og allir ómögulegir. Hann ráfaði mest um göturnar í ann- arlegu ástandi. Honum virtist auðvelt að ná sér í vímuefni, ým- ist voru þetta læknislyf, sem hann misnotaði, eða eiturefni ólöglega komin inn í landið. Svo fór að hann var lagður inn á geðsjúkrahús. Létti allri fjöl- skyldunni og voru allir vongóðir um að nú fengi hann bata. En mikil hafa vonbrigði okkar orðið. Ekki hefur vantað á að sonur okkar hafi fengið aðstoð allskon- ar sérfræðinga, en því miður hefur það ekki hjálpað honum. Við höfum ekki verið sátt við þá meðferð, sem hann hefur fengið. Meðferðin gengur aðallega út á það að fá hann til að gera eitt- hvað sjálfan en þó er vitað að hann veit ekkert hvað hann vill. Hann hefur farið margar ferð- irnar inn á geðsjúkrahús, ýmist verið útskrifaður heim eða í herbergi úti í bæ, en alltaf endurtekur sig sama sagan. Hann hættir að þrífa sig og borðar ekki nema stöku sinnum. Einn af geðlæknunum, sem hafa stundað hann, sagði okkur að hann væri með persónuleika- galla, sem hefðu komið fram við eiturlyfjaneyslu hans, og væri því mjög lítið hægt að gera fyrir hann. Þetta finnst okkur mjög trúlegt og höfum við margoft farið fram á að hann verði vist- aður á stofnun til nokkurra ára. Erum við þá bæði að hugsa um að hann fari sér ekki að voða og sömuleiðis að hann skaði ekki aðra, því stundum veit hann ekki hvað hann gerir. Faðir hans og systkini hafa nú gefist upp, ég hef það reyndar líka, en ég fæddi þennan pilt og ég ann honum eins og systkinum hans. Þó hefur þeirri hugsun oft skotið að mér að gefa honum all- an lyfjaskammtinn sinn þegar hann er verstur. Ég veit vel að þetta er skelfilegt en svona er þetta nú einu sinni. Nú er þessi piltur 22 ára og ég spyr, hver á að bera ábyrgð á svona einstakl- ingum? Ég veit um aðstandend- ur, sem eru í sama vítahringnum og við en við höfum aldrei talað neitt saman, við göngum með hausinn niður í bringu þegar við heimsækjum þá á geðsjúkrahús- in ef við heimsækjum þá yfir- leitt. Við erum yfirþrúguð af sektarkennd og skömm. Kynna nýja gerð prjónavéla Á heimilinu ’82 í Laugardalshöll er til sýnis heimilisprjónavél, sem nýlega er komin á markað og verzlunin Allt, Drafnarfelli, Fellagörðum, hefur umboð fyrir hér á landi. Vélin er ensk, af gerðinni Bond, minni í sniðum en venjulegar vélar, en prjónar engu að síður úr garni af öllum grófleikum, að sögn Vigdísar Stefánsdóttur kaupmanns. Klukkustund tekur að læra á vél- ina. Myndin er af Vigdísi við vélina. Bernt Lindholm, einn úr finnska hópnum, stendur á meðal verka hópsins í sýningarsal í Gallerí Langbrók. Morgunblaðið/Emilía Gallerí Langbrók: Hópur finnskra silfur- og gull- smiða með sölusýningu TÍU FINNSKIR listasmiðir í gulli og silfri halda sýningu á listmunum sínum í Gallerí Langbrók, Amtmannsstíg 1, 4.—20. sept. Sýningin verður opnuð á milli 15—17 í dag, laugardag 3. sept., en annars verður opið daglega frá klukkan 12 til 18 og um helgar frá 14 til 18. Þessi tíu manna hópur, eða AG. AU.-hópurinn, eins og þeir nefna sig, spratt upp sem and- svar við ríkjandi tæknihyggju í skrautmunaiðnaðinum. Einn úr hópnum, Bernt Lindholm, lýsir tilurð og markmiði hópsins þannig; „Á tímabilinu 1960—70 ruddi sú skoðun sér mjög til rúms í listiðnaðarskólum á Norðurlönd- um, að persónuleg listsköpun skrautmuna úr gulli og silfri hefði runnið sitt skeið. Framtíð- in væri tæknivædd fjöldafram- leiðsla. í Finnlandi kom þessi skoðun þannig fram í verki að mjög dró úr kennslu listaskóla á skapandi greinum innan gull- og silfursmíði. Listiðnaðarháskól- inn í Helsingfors lagði t.d. niður silfursmíði sem sjálfstæða grein. Þessari stefnubreytingu vildu margir gull- og silfursmiðir af yngri kynslóðinni ekki una; þeir töldu það óæskilega þróun að hefta sköpunargleði manna og „binda þá við færibandið". Þeir rifu sig því út úr kerfinu, settu á fót eigin verkstæði og sneru sér að skapandi skrautmunagerð. Okkar hópur tilheyrir þessu „afturhvarfi". Okkur finnst mikilvægt að eiga kost á því að gera tilraunir og prófa nýjar leiðir, án þess að láta peningasjónarmið ein ráða ferð- inni. Við höldum sanan í hópnum, en yfirleitt vinnur þó hver fyrir sig að sínu verkefni." Nöfn listamannanna eru þessi: Juha Goman, Hannu Hakunen, Juhani Heikkilá, Pertti Kapi, Helena Lehtinen, Berndt Lind- holm, Matti Mattsson, Raimo Nieminen, Harri Syrjænen og Gunilla Törnroos. Verkin á sýningunni eru u.þ.b. 50 að tölu og flestöll til sölu. Ljósmyndasýning í Listmunahúsinu Ljósmyndasýning svissneska ljósmyndarans Max Schmid verð- ur opnuð í Listmunahúsinu, Lækj- argötu 2, Reykjavík, í dag. Á sýn- ingunni, sem nefnist „Annað sjón- arhorn", eru 74 myndir, flestar frá íslandi. Max Schmid, sem er 37 ára, hef- ur ferðast og tekið myndir víða um heim og síðan 1968 hefur hann komið að minnsta kosti einu sinni á ári hingað til lands. I Iceland Review birtust myndir hans einna fyrst á prenti og oft síðan. Ymis tímarit hafa síðar birt myndir hans og ljósmyndatímarit í Sviss gaf á þessu ári út almanak með myndum eingöngu eftir hann. Schmid hefur haldið nokkrar sýn- ingar síðustu árin í Sviss og Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.