Morgunblaðið - 04.09.1982, Page 32

Morgunblaðið - 04.09.1982, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 Fjórðungsþing Norðlendinga Gunnar Ragnars, bæjarfulltrúi: „Breyta þarf vatns- og hita- orku í útflutn- ingsverðmætiu „Tuttugasta öldin hefur fært okkur miklar breytingar í atvinnu- málum,“ sagöi Gunnar Kagnars bæj- arfulltrúi á Fjórðungsþingi Norð- lendinga, „jafnvel svo miklar, að tala má um byltingu. íslenzkt þjóð- félag hefur breytzt úr samfélagi fá- tækra bænda og fiskimanna í nú- tima tæknivætt ríki." Gunnar sagði þessa breytingu hafa grundvallazt á nýtingu auðlindar, fiskistofnanna, scm hafi verið undirstaða atvinnu- byltingarinnar. I»essi þjóðlífsbylting frá fátækt til bjargálna truflaöi ekki íslenzka menningu né hefti fram- gang hennar. Nú er hins vegar Ijóst, að veiðiþol fiskistofna og sölumögu- leikar búvöru, geta ekki fullmætt þvi vinnuframboði, sem á vinnumarkað kemur á næstu árum. Við stöndum því á krossgötum. Og það er eðlilegt að staldrað sé við orkuna, enda er hún á tímum orkukreppu mikil auð- lind og að margra dómi verðmæti, sem jafnast á við fiskimið okkar. Niðurstöður Gunnars Kagnars voru þessar: • 1. „Islendingar hafa áður þolað miklar breytingar í þjóðfélag- inu í atvinnulegum og félags- legum efnum og reynslan sýnir, að þjóðin hefur komið ágætlega út úr þeim breytingum. • 2. Breytingar á framleiðslu- háttum þjóðarinnar hafa verið geysimikiar og aukning fram- leiðslunnar gífurleg. I hinum hefðbundnu atvinnuvegum, þ.e. sjávarútvegi og landbúnaði, hefur einnig orðið mikil fram- leiðniaukning, eða með öðrum orðum mun meira framleiðslu- magn hefur verið framleitt af mun minni mannafla. • 3. Þessar hefðbundnu atvinnu- greinar, svo og ýmiss konar þjónustustarfsemi eru komnar að sínum ystu takmörkunum. Og með hliðsjón af því, að um enn frekari framleiðniaukningu verður a ræða í þessum at- vinnugreinum í framtíðinni, er þess ekki að vænta, að þær taki við miklu af því vinnuafli, sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. • 4. Þjóðin þarf að stórauka iðn- aðarframleiðslu sína til þess að sjá fyrir atvinnu þessa fólks og er það alger forsenda fyrir áframhaldandi vexti og við- gangi þeirra lífskjara, sem við verðum að hafa ef þjóðfélagið á að standast næstu áratugi. • 5. í aðeins mjög fáum tilfellum á hinn hefðbundni iðnaður framtíð fyrir sér. Með hefð- bundnum iðnaði er átt við framleiðslu á vörum, sem þekktar eru og eru víða fram- leiddar og er auðvelt að fram- leiða, og þar sem framboðið er nú þegar jafnmikið eftirspurn- inni og í sumum tilvikum jafn- vel meira. Undir þetta flokkast m.a. það sem ýmsir hér á landi kalla úrvinnsluiðnað. Við eigum ekki að leggja áherslu á að nýta hendur okkar til slíkrar fram- leiðslu, ef kostur er á öðru. • 6. Við eigum hiklaust að snúa okkur að því að nýta vatns- og hitaorkuna og breyta henni í iðnaðarvöru og flytja hana á þann hátt út úr landinu. Við skulum nota tíma okkar til þess, ef við ætlum að halda Gunnar Ragnars áfram á leið til bættra lífs- kjara. • 7. Við skuium ekki ætla að við getum gert allt sjálfir. Við skul- um þess vegna ekki hika við það að leita eftir samvinnu við er- lenda aðila, enda er slíkt for- senda þess, að hægt sé að byKKja upp orkuiðnað. • 8. Þótt vjð gerðum svo, ættum við ekki að óttast um menningu okkar og sjálfstæði og sé rétt að málum staðið, ættum við ekki heldur að þurfa að spilla um- hverfinu á neinn hátt þótt hér rísi upp orkuiðnaður. • 9. Það er álitlegast fyrir okkur að flytja orkuna úr landi í formi áls. • 10. Ef hugur fylgir máli okkar, að hér þurfi að efla iðnað og þróa upp iðnað, er kominn tími til þess að við förum að líta í eigin barm og skoða hvort við höfum skapað þær forsendur sem þarf til þess að iðnaðar- uppbygging geti þróast á já- kvæðan hátt.“ Þorsteinn Þorsteinsson: Steinull frá Sauöárkróki Markaður er fyrir 3—4 þús. tonn af steinull á ári, sagði Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Steinullarfélagsins hf., í kynningar- ræðu á Fjórðungsþingi Norðlend- inga. Skilyrði er þó, að innlend fram- leiðsla komi að mestu í staðinn fyrir innflutta glerull og steinull. Við höf- um i huga að framleiða annars vegar léttull, sem seld verður samanpress- uð í rúllum með vindþéttum pappír eða álpappir sem rakavarnarlag, en hins vegar steinull í plötum. Léttull- in er hentug fyrir loft og þök, en steinullin til einangrunar í veggjum, gólfum og ennfremur til hljóðein- angrunar, pípueinangrunar og brunavarna. Stofnkostnaður verksmiðjunnar er um 100 m.kr. Framlag ríkisins er 40%, Sauðárkrókskaupstaðar 20%, og SÍS hefur verið boðið 30%. Eftirstöðvar fást með al- mennu hlutafjárframboði. Rekstraráætlanir, miðað við eðlilega markaðsaðstöðu innan- lands, sýna, að auk fulirar verð- tryggingar hlutafjárframlaga, verði um 10—12% vextir af hluta- fé. Einangrun hér á landi, sem flutt er inn, er um 200% dýrari hér en á hinum Norðurlöndunum, sagði Þorsteinn, enda er flutningskostn- aður um 56% í verði steinuilar en 40% í verði glerullar. Hár flutn- ingskostnaður útilokar því erlenda samkeppni. Loks sagði Þorsteinn: „Rannsóknir síðustu ára hafa sýnt, að Borgarsandur í nágrenni Sauðárkróks, blandaður með skeljasandi, er mjög gott hráefni til steinullarframleiðslu. Hráefn- iskostnaður hér á landi er 10—15% af hráefniskostnaði í Evrópulöndum. Til að framleiða steinull úr sandi er hann bræddur og bráðinni þeytt í örfína þræði. í ullina er síðan sett lím og fram- leiðslan mótuð eftir þörfum. Sannað er að hentugt er að nota rafmagn til að bræða sandinn. Þetta er hagkvæmt fyrir verk- smiðjuna, sem tekur ekki áhættu tengda hugsanlegum verðhækkun- um á erlendum orkugjöfum, t.d. olíu. Raforkunotkunin er um 2000 kWst á hvert tonn. * Alyktun FSN um atvinnu- og orkumál: Fjögur þúsund ný störf á þessum áratug Fjórðungsþing Norðlendinga hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir um atvinnuþróun á Norðurlandi, orkunýtingu og staðarval orkuiðnaðar: Um atvinnuþróun á Noröurlandi Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28 ág- úst 1982 telúr að nauðsyn sé á eflingu atvinnulífs í fjórðungn- um. Til að mæta eðlilegri íbúa- aukningu og til að sjá þeim fyrir störfum innan fjórðungsins, sem að öllum líkindum munu hverfa þar frá frumframleiðslu- greinum, þarf að skapa ný at- vinnutækifæri fyrir allt að 4000 manns á Norðurlandi á þessum áratug. A síðasta ári var hlut- fallsleg íbúaaukning á Norður- landi 50% lægri en landsmeðal- tal. í ljósi þess að röskun hefur orðið í búsetu- og atvinnuþróun, án þess að komið hafi til veru- legra áfalla í atvinnulífi fjórð- ungsins, leggur þingið áherslu á eftirfarandi atriði: • 1. Atvinnurekstrinum verði tryggður starfsgrundvöllur til arðbærs rekstrar og til að tryggja viðunandi launakjör. • 2. Þingið leggur áherslu á að orkuiðnaður og annar stærri iðnaður verði einn af undir- stöðuatvinnuvegunum og þeir möguleikar sem fyrir hendi eru verði nýttir eftir því sem kostur er. • 3. í ljósi þess að framleiðslu- og þjónustuiðnaður verður að taka við meira vinnuafli nú á næstu árum en gerst hefur undanfarin ár, bendir þingið á nauðsyn þess að iðnaði verði sköpuð sambærileg starfsskil- yrði við aðra atvinnuvegi, svo sem landbúnað og sjávarút- veg. • 4. Þjónustustarfsemi á Norð- urlandi verði efld sérstaklega þannig að þau margfeldis- áhrif, sem undirstöðuatvinnu- vegirnir hafa, komi fram í fjórðungnum. • 5. Sérstök áhersla verði lögð á að efla byggingarstarfsemi og verktakastarfsemi með það fyrir augum að norðlenskir verktakar verði færir um að sinna stórum verkefnum og fyrir hendi verði nægilegt framboð húsnæðis. • 6. Staðið sé á verði um upp- byggingu og eflingu fram- leiðslugreina í sjávarútvegi og landbúnaði og gerðar ráðstaf- anir til að bregðast við sam- drætti vegna aflaröskunar og takmarkana í búvörufram- leiðslu. Fjórðungsþingið felur fjórð- ungsstjórn ásamt fjórðungsráði og milliþinganefndum að hefja umræður um einstaka þætti at- vinnumálanna og viðræður við aðila vinnumarkaðarins, sveitar- stjórnir og alþingismenn úr Norðurlandi. Telur þingið að til athugunar geti komið að stofna tl samráðshópa manna úr viss- um atvinnugreinum. Jafnframt verði haldnir at- vinnumálafundir á einstökum þéttbýlisstöðum og á byggða- svæðum, þar sem stuðlað verði að átaki í atvinnumálum og sam- stöðu byggðarlaga um atvinnu- mál og uppbyggingu atvinnu- rekstrar. Um orkumál Fjórðungsþing Norðlendinga, haldið á Sauðárkróki 26.-28. ág- úst 1982, vekur athygli á, að ör- yggi í orkumálum þjóðarinnar stóreykst með tilkomu Blöndu- virkjunar og skapar um leið aukna möguleika fyrir iðnþróun á Norðurlandi. Þingið styður ákvörðun Al- þingis um að Fljótsdalsvirkjun verði næsta stórvirkjun, sem ráðist verður í eftír Blönduvirkj- un. Þingið leggur áherslu á að hafist verði handa við rannsókn- ir og athuganir á virkjun Jökuls- ánna í Skagafirði, Skjálfanda- fljóts og Jökulsár á Fjöllum við Hólsfjöli. Þingið hvetur til þess, að þess- ir virkjunarkostir komi á eftir þeim tveimur virkjunum, sem nú þegar eru ákveðnar. Þá varar þingið við áformum um breyt- ingar á vatnaskilum og þannig röskun á vatnsbúskap einstakra landshluta. Með tilliti til þess, að líklegt er að Landsvirkjun verði falin framkvæmd og rekstur stærri virkjana, er nauðsynlegt að landshlutasamtökin, fyrir hönd sveitarfélaganna, fái áhrif á stjórnun málefna sem varða þeirra landshluta. Um staðarval orkuiðnaðar Fjórðungsþing Norðlendinga, haldið á Sauðárkróki 26.-28. ág- úst 1982, bendir á að orkuiðnað- ur mun í vaxandi mæli verða 'undirstöðuatvinnuvegur við hlið hefðbundinna atvinnuvega í landinu. Þingið vekur athygli á að á sviði orkunýtingar eru ónýttir möguleikar sem skipt geta sköpum fyrir þjóðarbúið allt. Staðarval orkufreks iðnaðar mun því hafa afgerandi áhrif á byggðaþróun í landinu. Fjórð- ungsþingið telur eðlilegt að at- hugunum og rannsóknum til undirbúnings næsta stóriðjuvers verði haldið áfram og hraðað. Sérstaklega verði rannsóknum þessum beint að Eyjafjarðar- svæðinu, enda ljóst, að það svæði er á ýmsan hátt náttúrufars- og umhverfislega viðkvæmara en önnur þau svæði sem Staðar- valsnefnd hefur nú bent á. Jafnframt telur Fjórðungs- þing eitt meginverkefni í byggðamótun Norðurlands að stuðla að því að í framhaldi Blönduvirkjunar verði haldið áfram athugunum á uppbygg- ingu stærri iðnaðar sem víðast á Norðurlandi, svo sem trjákvoðu- verksmiðju á Húsavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.