Morgunblaðið - 04.09.1982, Síða 34

Morgunblaðið - 04.09.1982, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 Minning: Pétur Guðjónsson frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum Fæddur 12. júlí 1902 Dáinn 21. ágúst 1982 er látinn. Með honum er genginn einn þeirra manna sem um árabil hafa kryddað tilveruna í huga margra Vestmanneyinga. Við sem höfum verið svo lán- samir að hafa dvalið með honum í Ellirey, eigum honum skuld að gjalda, skuld sem aldrei verður greidd til fulls. En þessi fáu kveðjuorð eru við- leitni til að tjá heiðursmanninum Pétri Guðjónssyni frá Kirkjubæ þakklæti og virðingu. Nær samfellt i 70 ár fór Pétur hvert sumar til lundaveiða út í eyjuna sina kæru, Ellirey. Hann var veiðimaður góður. Þar fór saman snerpa og áræðni og því oftast góður fengur að kveldi dags þegar haldið var heim til bóls. En þótt lundaveiðin sjálf væri mikil- væg var ekki síður gildur þáttur í unaði úteyjalífsins að njóta friðar fjarri skarkala heimsins og vin- áttu góðra félaga. Og Pétur var ágætastur félaga og um árabil kjölfestan í samfé- lagi Ellireyinga. Nú er skarð fyrir skildi sem verður vandfyllt. Pétur átti mörg sporin um Ellir- ey og enginn þekkti þar betur sögu og staðhætti. Fyrir nokkrum árum ritaði Pétur lítið kver um Ellirey. Er það og verður ómetanlegt fyrir alla þá sem vilja varðveita sögur og sagnir liðins tíma. Viljum við af alhug þakka það gagnlega tíma- bæra verk. Pétur fluttist frá Vestmanna- eyjum árið 1973 þegar hraun lagð- ist þar yfir sem áður var heimili hans. En hugurinn var jafnan bundinn heimaslóð, Vestmanna- eyjum, sem hann unni svo mjög. Hann gat tekið undir lofgjörð- aróð Hafsteins Stefánssonar um Heimaey þar sem segir: „l*ú ert fójfur í f1o.skirtli f'rrnum fóstra hins hjarusa-kna manns. Krt demantur Drottins í sænum og djásnió í möttlinum hans. I sumar komst Pétur ekki út í sína ástkæru Ellirey. Fjör og þróttur tekinn að dvína. En hug- urinn leitaði þangað þar sem lund- inn er Ijúfastur fugla, þar sem himinninn ómar af bjargfuglaklið og fegurð og friður endurnærir líf og sál. Að leiðarlokum þökkum við Pétri Guðjónssyni hans fyrirmynd í fjalla- og veiðimennsku. Við kveðjum góðan dreng og félaga og minnumst ógleymanlegra samverustunda. Blessuð veri minning Péturs Guðjónssonar. Ástvinum hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Ellireyingar. Laugardaginn 21. ágúst sl. and- aðist í Sjúkrahúsinu í Keflavík Pétur Guðjónsson frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, hin síðari ár búsettur í Garði suður. Pétur á Kirkjubæ var einn þeirra manna, sem setti svip á samtíð sína í Vest- mannaeyjum og verður samferð- armönnum minnisstæður. Hann var alla ævi síkvikur af krafti og fjöri, vel gefinn, hnyttinn í svör- um, hinn besti granni og félagi ágætur hvort sem var á sjó eða í fjöllum, en sérstakan svip setti hann á úteyjaiífið í Eyjum. Pétur var nær samfellt í 70 sumur við lundaveiðar í Ellirey og mun slíkt fátítt og áreiðanlega einsdæmi á þessari öld a.m.k. Fyrst fór hann í Ellirey með föður sínum sumarið 1909, en síð- asta sumardvöl hans þar var sumarið 1981 og höfðu þá aðeins fallið 3 sumur úr veru hans í Ellir- ey síðan 1909. Pétur Guðjónsson var fæddur á Oddsstöðum í Vestmannaeyjum 12. júlí 1902, sonur hjónanna Guð- jóns Jónssonar Vigfússonar lík- kistusmiðs og bónda frá Túni í Eyjum og fyrri konu hans Guð- laugar Pétursdóttur frá Þorlaug- argerði. Hann var næstelstur systkina sinna, en systkinahópur- inn stækkaði ört, átti Guðjón 12 börn með fyrri konu sinni, en 4 með seinni konu sinni Guðrúnu Grímsdóttur. Móöir okkar, tengdamóöir og amma, INGILEIF AUÐUNSDÓTTIR, Gílsárstekk 1, Reykjavík, fyrrum húsmóöir aö Grímsstööum i Vestur-Landeyjum, andaöist í Borgarspítalanum aö kvöldi 31. ágúst sl. Katrín Sigurjónsdóttir, Einar I. Sigurösson, Guöjón Sigurjónsson, Þuríöur Antonsdóttir, Sverrir Sígurjónsson, Álfhildur Steinbjörnsdóttir, Ingólfur Sigurjónsson, Guöríöur Gísladóttir og barnabörn. Bróöir minn, BALDUR HALLDÓRSSON, lést 3. september i Borgarspítalanum. Fyrir hönd vandamanna, Ásg eir Halldórsson, Unnur Bjarnadóttir. t Eiginmaöur minn og taöir okkar, EINAR GUDJÓNSSON, mjólkurbílstjóri, Víöivöllum 16, Selfossi, veröur jarösunginn frá Selfosskirkju í dag, laugardag, 4. septem ber kl. 16. Brynhild Stefánsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Maríanna Einarsdóttir, Stefanía Einarsdóttir, Guöjón Einarsson. Það varð því fljótt að taka til hendi og systkinin tóku virkan þátt í lífsbaráttunni. Eins og á öðrum jarðaheimilum í Vest- mannaeyjum stunduðu menn jöfn- um höndum sjómennsku og fjalla- ferðir með búskapnum, en mikil- vægasta búsílagið á hverri jörð var vetrarforði af söltuðum fugli, fýl, lunda og súlu. Guðjón á Oddsstöðum stundaði á yngri ár- um nokkuð sjóinn jafnframt bú- skap og smíðum, einkum á vor- vertíðum og var t.d. formaður með fyrsta áraskipið með færeysku lagi sem gert var út frá Eyjum vorið 1898, vorbátinn Höfrung og aflaði vel. Með útgerð þessara léttu og hraðskreiðu báta, ásamt upphafi línuveiða vorið 1897 urðu þáttaskil í útgerð Vestmanney- inga og þetta var mikilvægur und- irbúningur þeirrar miklu atvinnu- byltingar, sem átti sér stað, þegar vélbátaöldin gekk í garð í Eyjum árið 1906. Pétur á Oddsstöðum eins og hann var einnig oft kallaður og kenndur við æskuheimili sitt, ólst því frá blautu barnsbeini upp við þá öru þróun og má segja bylt- ingu, sem varð í Vestmannaeyjum á fyrstu tugum aldarinnar, breyt- ingar sem voru ævintýri líkastar. Á rúmlega einum áratug meira en tvöfaldaðist íbúatalan, frá 600 skömmu eftir aldamót og í rúm 1300 árið 1913. Pétur Guðjónsson tók frá unga aldri þátt í þessu ævintýri, sér og sínum til framfæris, og um ferm- ingaraldur, 12—13 ára gamall byrjaði hann jafnframt námi í barnaskólanum að beita hjá föð- urbróður sínum Vigfúsi í Holti. Hann fór síðan á sjóinn strax og hann hafði aldur til og byrjaði sjó- mennsku á Nansen VE 102, sem Jóhann Jónsson á Brekku, föð- urbróðir hans var með. Þeir voru þar skipsfélagar Pétur og Binni í Gröf, sá frægi sjómaður. Heimili föður síns vann Pétur fram á full- orðinsár. Hann var prýðilegur sjó- maður og orðlagður lagningsmað- ur, en það var eitt mikilvægasta sjómannsstarfið á línubátum áður en lagningsrennan kom til Vest- mannaeyja árið 1929 og höfðu lagningsmenn aukahlut fyrir starf sitt. Haustið 1924 sótti Pétur skip- stjóra- og stýrimannanámskeið, sem Sigfús Scheving í Heiðar- hvammi veitti forstöðu og lauk prófi með ágætum árangri. Hann var síðan eina vertíð formaður með vélbátinn Faxa og þá Hjálp- arann í 2 vertíðir, en hætti for- mennsku og fór í úrvalsskiprúm á Eyjaflotanum. Lengi var hann með Valdimar Bjarnasyni á Lag- arfossi VE 234, og mat hann ávallt mikils. Pétur stundaði sjóinn á hverri vetrarvertíð allt fram til 1958 og var síðustu 15 árin með Þorgeiri Jóelssyni á Lunda VE 141, en þar voru þeir saman um árabil Oddsstaðabræðurnir Pétur, Kristófer og Jón. Var þar mikill samhugur um borð. Báðir þessir formenn, Valdimar og Þorgeir voru aflakóngar Eyjamanna á sinni tíð og skiprúm hjá þeim eft- irsótt. Á þessum miklu athafnaárum, tímum uppbyggingar og nýrrar tækni í vaxandi kaupstað, voru oft talsverðar sviptingar í félagsmál- um; verkalýðs- og sjómannafélög Vestmannaeyja voru að taka sín fyrstu skref. Pétur Guðjónsson var aila ævi félagslyndur maður og tók virkan þátt í þjóðfélagsbaráttunni. Hann fylgdi alla tíð Sjálfstæðisflokkn- um að málum og lét sig verka- lýðsmál miklu varða. Pétur var einn af stofnendum Verkalýðsfélags Vestmannaeyja 9. desember 1939 og varð fyrsti ritari félagsins í stjórn Páls Þorbjörns- sonar, en árin 1946—1947 og aftur árin 1951—1953 var Pétur formað- ur Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja og sat á Alþýðusambands- þingum. Pétur Guðjónsson hóf búskap á Kirkjubæ árið 1932 og tók við Eystri-Staðarbænum þá um vorið af Magnúsi Eyjólfssyni, sem þar hafði búið hálfa öld. Pétur kvænt- ist árið 1926 Guðrúnu Rannveigu Guðjónsdóttur ættaðri úr Breiðdal á Austurlandi og átti með henni 5 börn. Guðrún andaðist úr skæðri lungnabólgu, sem herjaði Eyjarn- ar árið 1938 og voru þá öll börn þeirra í æsku, hið yngsta þriggja ára og hið elsta 12 ára. Sjálfur veiktist Pétur hastarlega. Þetta var Pétri erfiður tími, en hann átti góða ættingja og vini á næstu grösum og Guðrún á Oddsstöðum og Guðjón faðir hans tóku yngstu dótturina í fóstur. Pétri og fjölskyldunni til ómældr- ar gæfu réðist til hans ung bú- stýra af Eyrarbakka, Lilja Sigfús- dóttir, hin mesta myndarkona, sem reyndist strax heimilinu og Pétri hin besta stoð og stytta. Hinn 2. janúar árið 1943 gengu þau Lilja og Pétur í hjónaband. Þeim búnaðist vel og bjuggu orðið góðu búi á Kirkjubæ með 6 kýr og búfé fram til 1954—’55 að þau hættu búskap og Magnús, Brynjólfur Helga- son — Minning ! Laugardaginn 4. september verður til moldar borinn Brynjólf- ur Helgason, Engjavegi 18, Sel- fossi. Hann var fæddur 12. ágúst 1914 og lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 31. ágúst 1982. Brynjólfur var elsta barn hjón- anna Helga Jónssonar og Kristín- ar Brynjólfsdóttur sem bjuggu á Miðhúsum í Gnúpverjahreppi. Brynjólfur eða Binni eins og hann var oftast kallaður ólst upp í for- eldrahúsum ásamt fjórum systk- inum sínum, þeim "Jóni, Þórarni, Guðjóni og Ingibjörgu. Framan af aldri stundaði Binni almenn bústörf á heimili foreldra sinna og var þá sem elsta barnið stoð og stytta foreldra sinna. Einnig fékkst hann við vörubíla- akstur samhliða sveitastörfunum. Um 1960 fluttist Binni að Sel- fossi og bjó þar síðan. Lengst af var hann hjá Kaupfélagi Arnes- inga eða um 15 ára skeið, en síð- ustu árin vann hann hjá Sigfúsi Kristinssyni byggingameistara á Selfossi. Ætíð voru mjög náin samskipti milli Binna og systkina hans og þegar hann fluttist að Selfossi varð hann strax nátengdur heimili Ingu systur sinnar og manns hennar Marvins Frímannssonar. Bast hann þeim hjónum mjög tryggum böndum og einnig börn- um þeirra, og má í raun segja að Binni hafi verið einn af heimilis- fólkinu. Sá sem þessi fátæklegu kveðju- orð ritar, kynntist Brynjólfi um 1970. Vakti það strax athygli mína hversu barnelskur hann var. Aðrir áberandi eiginleikar í fari Binna voru trygglyndi og hjálpsemi. Alltaf var hann tilbúinn að rétta þeim hjálparhönd sem á þurftu að halda. éldri sonur Péturs af fyrra hjóna- bandi, tók við búinu. Eftir að Pétur hætti sjó- mennsku og búskap, hóf hann störf sem skrifstofumaður hjá Vestmannaeyjabæ og var í fyrstu hafnargjaldkeri, en tók brátt að sér umfangsmeiri störf og sá brátt um alla reikninga Sjúkrahússins, því að hann var reikningsglöggur og prýðilega skýr á öllum sviðum. Arið 1949 hafði Pétur reist myndarlegt tveggja hæða hús austan við bæjarþyrpinguna á Kirkjubæ. Það stóð austast húsa á Heimaey og bjuggu þau Lilja þar með sína fjölskyldu eftir að þau hættu búskap. Þau undu þarna vel hag sínum, þó að stundum blési all hressilega — með sjávardrifi á veturna, en húsið var aðeins 2 steinköst frá sjávarbakkanum — Urðum. Óvíða var svo sumarfal- legt í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæ, vor- og sumarmorgnar einstæðir að fegurð og útsýni. Þar ætluðu þau að una ævi sinnar daga. Margt fer þó öðruvísi en ætlað er og aðfaranótt 23. janúar 1973 varð sem kunnugt er mikil örlaga- nótt Vestmannaeyingum, er jarð- eldur kom upp örskammt suður og austur af Kirkjubæ. Hús Péturs og Lilju var fyrsta húsið, sem varð jarðeldinum að bráð og brann hús- ið snemma morguns á öðrum degi hamfaranna. Þau hjón misstu þar nær allt sitt innbú og fluttu þenn- an gosvetur suður í Garð. Þar tókst þeim að koma aftur upp miklu myndarheimili, snyrtilegu og hlýlegu. Þangað var ávallt gott að koma, gestrisni og alúð í fyrir- rúmi hjá húsráðendum, en grönnum sínum voru þau hjón mjög hjálpleg. Sem fyrr segir var Pétur alla tíð mikill bjargveiðimaður og fór á yngri árum og fram eftir í allar fjallaferðir í leigumála Oddsstaða í Ellirey og síðar Kirkjubæjar- jarða, sem áttu m.a. nytjar í Suð- urey og Brandi. Hann var góður fjallamaður og annálaður lunda- veiðimaður. Eitt sinn veiddi hann á einum degi 9 kippur eða 900 lunda í Skoru í Ellirey. í Elliðaey eða Ellirey eins og hann, sem þekkja þessa eyju best allra manna, vildi kalla hana og rökstuddi prýðilega og vakti mig og fleiri til umhugsunar um nafn- ið, átti Pétur á Kirkjubæ ógleymanlegar ánægjustundir. Þar var hann hrókur alls fagnaðar og sumardvölin í Ellirey var hans líf og yndi, sem hann hlakkaði til strax og hann kvaddi eyjuna á síð- sumri. Pétur skrifaði skemmtilegt lítið kver um eyjuna, lundaveiði- staði og örnefni og bjargaði með því mörgu frá gleymsku. Ég held, að í hugum flestra Vestmannaey- inga, sem voru samtíða Pétri á Kirkjubæ séu Ellirey og hann tengd svo sterkum og órjúfanleg- um böndum, að þegar hugsað er til hans kemur eyjan í hugann. Þegar ég kveð Pétur á Kirkjubæ verður mér hugstæð mynd af þeim Oddsstaðabræðrum, sem á mið- Æskuheimili sínu unni hann mjög og dvaldi þar oft í fríum sín- um. En nú er komið að leiðarlokum. Ég vil þakka Binna ógleymanlega viðkynningu. Ættingjum hans og vinum bið ég guðs blessunar. Valdimar Bragason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.