Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 35 Június G. Ingvars- son — Minning sumri sigla léttir í lund og með einlægum fögnuði frá Bæjar- bryggjunni á lítilli trillu út til eyj- unnar sinnar fögru, þegar sól skín hvað heitast á hvít og tignarleg Háubæli, iðandi af svartfugli og arri. Pétur Guðjónsson var kynsæll eins og hann átti ætt til og átti orðið fjölda barnabarna, samtals eru afkomendur hans orðnir 58 talsins, allt hið mesta dugnaðar- og myndarfólk og þeir afkomend- ur hans, sem hafa lagt fyrir sig framhaldsnám afburðanáms- menn. Ég votta eftirlifandi ekkju Pét- urs, Lilju, og öllu þeirra fólki, eft- irlifandi systkinum hans og frændfólki hinnar stóru Oddsstaðafjölskyldu hluttekningu við fráfall hans. Péturs á Kirkju- bæ er gott að minnast. Til nær hinstu stundar var hann reifur og lifsglaður maður, sem lagði hverj- um manni gott til. Utför hans fer fram frá Útskálakirkju í dag kl. 14.30. Blessuð sé minning hans. Guðjón Ármann Eyjólfsson Pétur á Kirkjubæ, bjargveiði- maður frá Vestmannaeyjum, verð- ur til moldar borinn í dag með 80 ár að baki. Pétur Guðjónsson var eitt af þeim fjöllum mannlífsins sem eykur lífshamingju samferða- manna, stækkar heim hvers- dagslífsins og býður upp á ævin- týri og gamansemi. Pétur á Kirkjubæ var eins og fjölskrúðugt berg með ótal syllum, því þessi farsæli og dugmikli veiðimaður var stór og fjölbreyttur í eðli sinu, hreinskiptinn drengskaparmaður og skemmtilegur. Á sinn hátt var Pétur eins og ein af úteyjum Vest- mannaeyja, sem rísa úr hafi með reisn. Hann var mjög félagslyndur maður eins og vinur hans lundinn meðal fugla, en hann lét samt ekki svo glatt höggva í skoðanir sínar ef hann hafði tekið afstöðu að vel hugsuðu máli. Pétur á Kirkjubæ er gott dæmi um spakmælið góða: „Maður er manns gaman," því það fylgdi honum svo margt gott og honum var svo tamt að laða fram tilþrif í fari samferðamanna sinna. í 70 sumur stundaði Pétur laundaveiðar og bjargferðir í Ell- irey eins og hann kallaði sjálfur Elliðaey, en hann hefur fært hald- góð rök fyrir Ellireyjarnafninu. Það var ekki löng leiðin frá Kirkjubæ í Ellirey, nokkrir kíló- metrar yfir álinn og ekkert skyggði á útsýnið milli þessara tveggja staða sem má segja að hafi verið endastöðvarnar í lífs- hlaupi Péturs þar til eldgosið í Heimaey ruddist fram á sjónar- sviðið í ársbyrjun 1973.. Þá flutti þessi mæti þegn sig um set eins og svo margir aðrir Eyjamenn. Lund- inn austur á Urðum fann ekki hol- urnar sínar það ár, nýtt land hafði lagst yfir. Sama skeði með hús Péturs á Kirkjubæ. Hann fann sér stað í Garðinum og hann tók Eyjamanninum vel. En þrátt fyrir þessi tímamót var Pétur á Kirkju- bæ í takt við rætur sínar og árlega fór hann til lundaveiða í Ellirey, lífsglaður, öruggur og stórbrotinn í stíl sínum. Hann var sérstaklega hnyttinn í tilsvörum og æðrulaus og fleyg eru ummæli hans þegar bæjarstjórnarmenn í Eyjum þeystu í hlað hjá honum gosnótt- ina forðum þegar eldfjall hafði fæðst við bæjardyrnar á Kirkju- bæ. „Nú fáið þið nóg af byggingar- efninu," sagði þessi knáa kempa og nokkrum dögum síðar þegar Guðjón sonur hans tilkynnti hon- um símleiðis til fastalandsins að Kirkjubær væri gjörsamlega horfinn undir hraunbreiðuna, hafði bjargveiðimaðurinn orð á því að það væru nú meiri vand- ræðin, hann hefði verið nýbúinn að mála öskutunnurnar. Pétur var oft meinhæðinn, en aldrei svo beittur að blæddi, hans háð bætti heldur og slíkt er vandmeðfarið. Pétur Guðjónsson skilur eftir sig spor og fas sem menn lærðu af og þannig skóp hann á sinn hátt það mannlíf sem með honum rann. Hans tónn heldur því áfram, en þeir sem enn standa hérna megin móðunnar miklu sakna vinar og sterks persónuleika. Skoran í Ell- irey var veiðistaður Péturs, en það er víst að hann mun finna sér veiðistað i „Skorum" eilífðarinnar og munda þar sinn háf með kommanderinn við vör. Bjarg- veiðimenn í Vestmannaeyjum eru þakklátir Pétri á Kirkjubæ fyrir hans mikla þátt í samfélagi þeirra og lífshlaupinu ævina alla. Við vottum Lilju eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum dýpstu samúðarkveðj- ur um leið og við biðjum góðan Guð að leiða góðan dreng á leiðum eilífðarinnar. Ellirey hefur misst einn af sínum mætustu sonum, Vestmannaeyjar mann sem bar stemmningu þeirra í brjósti sér og kvikaði aldrei fyrir sannfæringu sinni sem sjálfstæður maður. Fyrir hönd Félags bjargveiði- manna í Vestmannaeyjum, Árni Johnsen Fæddur 10. júní 1891 Dáinn 28. ágúst 1982 Hann Júnni er dáinn, gamall maður hefur kvatt, sáttur við guð og menn. Löngu og faráælu lífi er lokið og við sem þekktum hann þökkum samfylgdina. Segja má að samfylgd hans og fjölskyldu minnar hafi verið síðan árið 1933 er foreldrar mínir fluttu að Kálf- holti í Ásahreppi. Þar bjó þá Júní- us fyrir ásamt Sigríði Hannes- dóttur. Þetta tvíbýli á jörðinni og í sama húsinu varði í 21 ár eða þar til Júnni og Sigga fluttu að Sel- fossi árið 1954. En samgangur á milli heimilanna hefur aldrei rofnað og eftir að foreldrar mínir fluttu einnig til Selfoss treystust enn vinaböndin. Bernskuminningar okkar systk- inanna eru mjög tengdar sambýl- isfólkinu og án þess hefði tilveran verið fátæklegri. Á heimili þeirra voru jafnan sumardvalarbörn sem fluttu með sér hugblæ borgarlífs í sveitina. Þá var alltaf mjög gestkvæmt hjá þeim, skildmenni beggja dvöldu oft einhverja daga og jafnvel vikur á hverju sumri og fólk sem upphaflega kom til sumarvinnu hélt tryggð við þau og kom í heimsóknir ár eftir ár. Þannig var gestrisni og hjarta- hlýja helsta einkenni þeirra auk fádæma greiðasemi. Júnni hlaut lundarfar ljúflings í vöKRUgjöf og hélt sinni hreinu sál um langa ævi. Hann kunni að njóta þess sem lífið hafði að bjóða hófsamur og þakklátur. Hann var tónlistarunnandi og hafði góða tónlistargáfu sjálfur. Hann lék á tvöfalda harmoniku á böllunum í æsku sinni og hringdi klukkum Kálfholtskirkju af næmi á stund- um gleði og sorgar. Tónlistargáfa er rík meðal ættmenna hans og þekktur var bróðir hans Kristinn Ingvarsson organisti við Fríkirkj- una í Reykjavík. Júnni var hæ- verskur maður og hafði fágaða framkomu, mannblendinn og glað- ur. Áður er minnst á gestrisni hans, segja má að á kirkjustaðn- um í Kálfholti hafi hún komið að góðum notum og nutu sveitungar og aðrir þeir er kirkjuna sóttu. Á þessum tíma kom fólk á hestum eða gangandi oft um langan veg og var þá vel þeginn kaffisopi og húsaskjól. Heimili Júníusar stóð ætíð öllum opið. Júníus var fæddur í Björnskoti á Skeiðum, en mátti eins og mörg börn þess tíma, ungur þola þá raun að skiljast við foreldra og systkini. Hann var þó mjög lán- samur og komst til góðra manna. Hann ólst upp hjá Helga Skúla- syni og konu hans á Herríðarhóli í Holtum. Reyndust þau og börn þeirra honum sem eigin fjölskylda og hefur systkinasamband haldist alia tíð milli hans og fóstursystk- inanna. Um 1930 hóf hann búskap í Kálfholti eins og fyrr er getið. Lífsförunautur hans var Sigríður Hannesdóttir ættuð úr Flóa. Þau áttu ekki börn saman, en sonur Sigríðar, Sigurður Óskar, ólst upp með þeim. Það var mikill gæfu- dagur í lífi Júnna er þau komu í Kálfholt, gagnkvæmur kærleikur tókst milli þeirra fóstranna og á heimili Sigurðar og Guðrúnar konu hans hefur hann átt athvarf í elli og sjúkleika. Til þeirra fluttu þau Sigríður er þau hættu sveita- búskapnum. Sigríður lést fyrir nokkrum árum. Hér tengdust æskan og ellin, börnin voru ung er amma og afi komu á heimilið og fjórða kynslóð- in löngu komin í bæinn þegar hann lést. Júnni var alla tíð mjög barngóður og naut samvistanna við börnin sem öll hændust að honum. Síðustu árin var hann sjúkur, ellin sótti fast að, en andinn var furðu ern. Hann fylgdist alla tíð með sínu fólki og gladdist ef gest bar að garði. Það var aðeins nú síðustu vikurnar að hann dvaldi á Sjúkrahúsi Suðurlands og þar lést hann. Þetta átti ekki að verða nein ævisaga og er það ekki, aðeins nokkur orð í minningu góðs manns. Ég vil að lokum fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka honum tryggð og vináttu alla. Sigrún Ásgeirsdóttir. Móir mín, t ÞÓRA GÍSALDÓTTIR, fyrrv. Ijósmóöir, Eyjaseli 6, Stokkseyri, er látin. Fyrir mína hönd og systkina hennar, Kristinn G. Wium. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát móöur okkar, ÞORKELÍNU SIGRÚNAR ÞORKELSDÓTTUR, Safamýri 46. Jóhanna Eiríksdóttir, Magnúa Eiríksson, Sigrún Eirfksdóttir, Gíslína Guórún Eirfksdóttir, Kristján Eirfksson, Þóra Eirfksdóttir, og aórir vandamenn. Laugardals völlur -ÍBV / dag kl. 14.00 Þýðingarmikill og spennandi leikur. Framarar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.