Morgunblaðið - 04.09.1982, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982
41
VÉl?AKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . . .
Þjóðin ætti að
taka ofan fyrir
Jóhönnu
Tryggvadóttur
María Friðriksdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Ég
var að lesa greinina hennar Jó-
hönnu Tryggvadóttur Bjarnason í
Morgunblaðinu í dag (fimmtud. 2.
sept.), en Jóhanna hefur nú staðið
í ströngu um það bil tvö ár við að
fá útflutningsleyfi til sölu á blaut-
verkuðum saltfiski til Portúgals
og Grikklands. Enda þótt hún hafi
haft undirskrifaða samninga í
höndum, sem kveða á um fimmt-
ungi haerra verð en sölusamtökin
hér hafa fengið, hafa ráðuneyt-
ismenn þverskallast við að veita
leyfið. Mér finnst að þjóðin ætti að
taka ofan fyrir Jóhönnu Tryggva-
dóttur fyrir að hafa ekki gefist
upp í þessari löngu og ströngu
baráttu við kerfið. En eitthvað er
nú skrýtið í pokahorninu, þar sem
svona nokkuð getur átt sér stað.
Ég er bóndakona og veit því um
erfiðleikana sem eru í sölu lamba-
kjöts til útlanda. En í því sam-
hengi langar mig til að segja þér
eina sögu. Svoleiðis er að ég fer oft
til Þýskalands og þá hef ég ævin-
lega með mér hangikjöt í heilu.
Svo læt ég saga það sundur fyrir
mig úti. Oftar en einu sinni hef ég
verið spurð að því, hvar mögulegt
sé að fá slíkt hnossgæti eins og
þetta kjöt sem ég er með. Ég svara
því til, að heima á íslandi sé það
aðeins einn aðili sem hafi með all-
an kjötútflutning að gera. Þá
hrista menn bara höfuðið og skilja
ekki upp né niður í að einn aðili
skuli hafa einokun á heilli útflutn-
ingsgrein. Þeir sjá fyrir sér eitt-
hvert óyfirstíganlegt kerfi og
missa áhugann. Mér dettur í hug í
þessu sambandi, hvort verið geti
að bændur og sjómenn séu e.t.v.
verr settir með þessi sölusamtök
en án þeirra.
Frádráttur —
ekki launa-
tengd gjöld
R.Þ. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mig langaði til
að gera smáleiðréttingu vegna
rangrar notkunar á hugtakinu
„launatengd gjöld" í máli
tveggja einstaklinga, sem ræddu
við þáttinn um lægstu launin í
landinu. Þeir nota þetta hugtak
þegar þeir eiga við frádrátt frá
launum. Launatengd gjöld eru
hins vegar greidd af atvinnurek-
endum í alls konar sjóði og koma
því hvergi fram í launaumslög-
um. Þarna er um að ræða
greiðslur í sjúkrasjóði, lífeyr-
issjóði og atvinnuleysistrygg-
ingasjóð, greiðslur vegna slysa-
bóta, veikindakaups, slysatrygg-
ingar, lífeyristryggingar og fæð-
ingarstyrks kvenna, svo og
launaskattur, iðnaðargjald,
iðnlánasjóðsgjald, iðnaðarmála-
gjald, félagsgjald og aðstöðu-
gjald.
Hvenær opnast
augu ökumanna?
Einar hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Ég var að lesa
smáfrétt í blaðinu í gær
(fimmtud. 2. sept.) og hún kom
illa við mig, ekki síst þar sem nú
er ár aldraðra. í fréttinni segir
frá því að ekið hafi verið á aldr-
aða konu á gangbraut og meiðsli
hennar orðið umtalsverð. Það er
yfirgengilegt að fólk skuli ekki
einu sinni geta verið öruggt um
líf sitt og limi á merktum
gangbrautum borgarinnar. En
þetta er e.t.v. eftir öðru í um-
ferðarmenningu okkar. Ég ætla
að nefna eitt atriði í viðbót, sem
sýnir kæruleysi ökumanna og
skeytingarleysi gagnvart náung-
anum í umferðinni, en það er
notkun stefnuljósanna. Öku-
menn ýmist hirða ekkert um að
nota þau eða setja þau á eftir að
þeir eru komnir í beygjuna. Til
hvers þeir eru að því veit ég ekki,
því að manni kemur að litlu
haldi að vita hvað þeir eru að
gera eða eru búnir að gera. Það
sem maður vill vita er hvað þeir
[Ekið á aldT
laða konu
I EKIÐ VAR á aldraáa konn á
■ ganghraut á Nóatúni vió Skipbolt og
■ meiddist hún Ukvert, en er þó ekki
ætla að gera, áður en þeir gera
það. Það er mergurinn málsins
og þetta virðast alltof margir
ökumenn eiga erfitt með að
skilja, eins og fleira í umferð-
inni.
Mig langar til að skjóta hér
með einni sögu sem tengist
stefnuljósunum. Ég var að koma
akandi frá Hveragerði á leið til
Reykjavíkur. Þegar ég er að
nálgast Litlu kaffistofuna, kem-
ur bíll á móti mér. Veðrið var
bjart og fallegt, enda sumar. Ég
var að velta því fyrir mér, hvað
bílstjórinn á móti skyldi nú hafa
í huga og hafði því vara á mér.
Skyldi hann ætla í Litlu kaffi-
stofuna og fá sér hressingu eða
halda beint strik áfram?
Skömmu áður en við mætumst
þverbeygir kauði í veg fyrir mig
í áttina að kaffistofunni: Engin
stefnuljós, enginn fyrirvari. Var
maðurinn blindur? Sá hann mig
ekki koma á móti sér? Eða var
hann bara svona tillitslaus og
ruddalegur? Ég hef ekki hug-
mynd um það. Ég var bara svo
heppinn að hafa hægt á mér og
haft allan vara á, þegar ég sá
hann nálgast. En mér er spurn:
Hvenær opnast augu ökumanna
hér í borg og annars staðar í
landi okkar fyrir því, að ekki er
allt með felldu í umferðarmenn-
ingu okkar?
Island er fyrirheitna landið
— ef sóðaskapurinn og dýrtíðin eru undanskilin
Þættinum hefur borist bréf frá
Bandaríkjamanni nokkrum, Edgar
Heylmun aö nafni, þar sem hann
segir frá nýlegri íslandsferð sinni:
NÚ FYRIR skemmstu átti ég er-
indi til íslands og sá þá og upplifði
margt, sem mér féll einstaklega
vel í geð. Of margt raunar til að
vera að telja það allt upp hér. Ef
ekki væri fyrir dýrtíðina er ég viss
um að ísland gæti orðið afar vin-
sælt ferðamannaland.
Það gladdi mig að sjá að fallegu,
íslensku stúlkurnar skemma ekki
fegurð sína með óhóflegri notkun
fegurðarsmyrsla eins og svo al-
gengt er með stöllur þeirra í
Bandaríkjunum. Þá var ég ekki
síður hrifinn af unglingavinnunni,
sem íslensku æskufólki er boðið
upp á. Ef við hefðum sams konar
hátt á í Bandaríkjunum er ég viss
um, að minna væri þar um glæpi
og skemmdarverk.
Eitt var þó, sem kom mér á
óvart, en það var allt ruslið á göt-
um og gangstéttum. Ég hafði búist
við, að á íslandi væri allt svo tand-
urhreint, en annað kom nú í ljós.
Að vísu er sóðaskapurinn ekki
jafn mikill og í mínu heimalandi,
en það munar þó ekki miklu. Ég
verð að segja eins og er, að mér
þótti það heldur dapurleg reynsla
að ganga eftir göngugötunni í
Austurstræti og mér flaug svona í
hug, að líklega hefðu allt of marg-
ir Islendingar komið til New
York-borgar. Hvernig væri að þið
notuðuð krakkana í unglingavinn-
unni til að halda í skefjum sóða-
skapnum á götum og gangstétt-
um?
Að öðru leyti verður mér ís-
landsförin ógleymanleg og vil að-
eins itreka það, að ef ykkur tekst
einhvern tíma að binda upp í verð-
bólguna mun ísland verða fyrir-
heitna landið fyrir margan ferða-
langinn.
Bestu kveðjur!
Edgar B. Heylmun
Ætli þaö hafí verið eitthvaö þessu líkt sem bar fyrir augu bandaríska
feröamannsins í Austurstræti?
GÆTUM TUNGUNNAR
Heyrst hefur: Auka þarf skilning Norðurlandaþjóðanna á
tungumálum hver annarrar.
Rétt væri: Auka þarf skilning Norðurlandaþjóða hverrar á
annarrar tungumáli (eða: hverrar á tungumálum ann-
arra).
Betra væri: Auka þarf gagnkvæman skilning Norður-
landaþjóða á tungumálum sínum.
ALLTAF Á SUmUDÖGUM
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
ÖRLAGASAGA
ÍSLENZKS
FÍK NIEFN ANE YTANDA
Kókaín — fíkniefni ríka fólksins.
MIÐSUMARSNÓTT
MEÐ WOODY ALLEN
TAKA HEIMILDAMYND-
AR UM DANIEL BRUUN
PÍLAGRÍMSFÖR
TIL ÍSLANDS
LEITAÐ AÐ NÝJUM
MESSÍASI
— eftir Paul Johnson, ritstjóra og
sagnfræöing.
LIFAÐ í
TÓNLISTARHEIMI
FORTÍÐAR
POTTARÍM
Á FÖRNUM VEGI
VERÐUR SÝND
Á NÆSTUNNI
Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans