Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 6
3 8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
Laxinn og 66. grein
hafréttarsáttmálans
Eftir dr. Björn
Jóhannesson
Skýring Gunnars G. Schram
á mikilvægi 66. greinarinnar
Prófessor Gunnar G. Schram
birti mjög athyglisverða ritsmíð,
Laxinn og lögin, í Morgunblaðinu
17. júní 1982, og getur þar m.a. að
lesa eftirfarandi málsgreinar:
„í hinum nýja hafréttarsátt-
mála, sem samþykktur var í apríl
sl., er að finna allítarleg ákvæði
um verndun laxastofna á úthafinu
og innan fiskveiðilögsögu ríkja.
Þar segir í 66. gr. að heimaríki
laxins beri ábyrgð á viðgangi
þeirra laxastofna, sem alast upp í
ám þess. í framhaldi af því er þar
að finna mjög mikilvægt ákvæði í
þessu sambandi. Þar segir að
heimaríkið megi ákveða hámarks-
afla þeirra laxastofna, sem úr ám
þess ganga á haf út, eftir viðræður
við þau ríki, sem þar hafa veitt
þessa stofna.
Samkvæmt þessu ákvæði er Is-
lendingum heimilt að ákvarða það,
hve mikið aðrar þjóðir mega veiða
af íslenska laxinum utan íslensku
200 mílna lögsögunnar. Ef svo
stæði á, að ástæða þætti til þess
að banna veiðar með öllu, sýnist
það jafnframt heimilt, þótt í
ákvæðinu sé aðeins rætt um
ákvörðun hámarksafla. Hér er að
vísu sá fyrirvari gerður, að skylt
er að hafa samráð við aðrar þær
þjóðir, sem íslenska laxinn hafa
veitt um ákvörðun hámarksaflans.
Fallist þær ekki á fyrirætlanir um
takmarkanir á veiðunum, verður
ákvæðið þó vart skilið á annan veg
en að þá geti íslendingar einir
ákveðið aflamagnið, þar sem frá-
leitt er, að aðrar þjóðir hafi neit-
unarvald í því efni og ekki stoð
fyrir því í samningstextanum.
Þetta ákvæði hafréttarsáttmál-
ans hefur augljóslega mikla þýð-
Björn Jóhannesson
„Burtséð frá verndunar-
sjónarmiðum sýnist það
mikil ofrausn, svo ekki sé
fastar að orði kveðið, að
þau þrjú lönd sem fram-
leiða engin sjógönguseiði
— Grænland, Færeyjar og
Danmörk — hirði nálægt
40% af veiðanlegum laxi
sem á uppruna í laxalönd-
um Evrópu.“
ingu, þegar um það er að ræða að
ríki telur laxastofna sína í hættu
vegna úthafsveiða annarra ríkja
eða veiða innan lögsögu sinnar,
þegar laxinn gengur þangað. I
framkvæmd getur málið hins veg-
ar reynst öllu erfiðara viðfangs.
Er þar komið að spurningunni um
það, hvernig eigi að sannreyna hve
íslenski laxinn sé mikill hluti í
afla erlendra veiðiskipa. Það verð-
ur vart öðruvísi gert en með ítar-
legum rannsóknum á göngum lax-
ins út úr íslensku lögsögunni,
nákvæmum aflaskýrslum og
óvilhöllu veiðieftirliti. Þar er kom-
ið að þætti fiskifræðinnar og
stjórnvalda, sem hér verður ekki
nánar ræddur."
Ályktun dr. Gunnars
Þessa mikilvægu ályktun eða
tillögu er að finna í grein Gunn-
ars:
„Hér sýnist hin mesta nauðsyn
á því, að þær þjóðir við Atlantsh-
afið norðaustanvert, sem rækta
lax í ám sínum, komi sér saman
um þann heildarhámarksafla, sem
leyfilegt er að veiða utan efna-
hagslögsögu þeirra. Á þann hátt
væri unnt að takmarka almennt
veiðar þeirra þjóða, sem ekki
leggja neitt af mörkum í þessum
efnum, en hirða hins vegar hluta
arðsins af ám laxeldisríkjanna."
Meginefni þessa greinarstúfs
míns er raunar könnun á því,
hvernig standa mætti að um-
ræddri samvinnu.
Laxamerkingar duga ekki
Við skulum fyrst huga að svari
við spurningu sem varpað er fram
í eftirfarandi setningu í grein
Gunnars: „Er þar komið að spurn-
ingunni um það, hvernig eigi að
sannreyna hve íslenski laxinn sé
mikill hluti í afla erlendra veiðisk-
ipa.“ Fræðilegar íhuganir leiða því
miður í ljós, að ekki muni fyrir-
finnast tiltæk ráð til að svara
þessari spurningu með viðhlítandi
öryggi. Meginástæður þessarar
niðurstöðu eru sem hér segir:
1) Einu hugsanlegu rannsóknat-
ækin í þessu sambandi eru
merkingar, annaðhvort á seið-
um sem ganga í sjó úr ánum,
ellegar á laxi sem merktur er í
hafi og síðan sleppt aftur í sjó-
inn.
2) Síðarnefnda aðferðin, sem
fræðilega séð er líklegri til
árangurs, hefur þegar verið
dæmd úr leik af Alþjóðahaf-
rannsóknaráðinu, vegna mjög
lélegra merkja-endurheimta og
sakir mikils kostnaðar.
3) Fyrirfram sýnist útilokað, að
fyrrnefnda aðferðin gæti gefið
viðunandi svar við umræddri
spurningu Gunnars, og fara
hér á eftir helstu ástæður
slíkrar ályktunar:
a) Til þess að merkingar
sjógönguseiða bæru tilætlaðan
árangur, þyrftu að liggja fyrir
upplýsingar er gæfu til kynna,
hversu eitt merki í veiddum
laxi, t.d. á Færeyjamiðum,
samsvaraði miklum fjölda ís-
lenskra laxa er sæktu á þessi
mið. Ella myndi fundið merki
sýna það eitt, að íslenskur lax
gengur á slóðir fundarstaðar-
ins, en þetta hefur verið sannr-
eynt bæði um Grænlands- og
Færeyjasvæði Atl-
antshafslaxins. Frekari endur-
heimtur laxamerkja frá íslandi
á þessum slóðum myndu því
eingöngu staðfesta það sem
þegar er fullsannað.
b) Fyrir tiltekna laxá þyrfti að
vera vitað, hve merktur sjó-
gönguseiðafjöldi næmi stórum
hluta af heildarfjölda þeirra
seiða er sæktu í sjó á merki-
ngarárinu. Illkleift, ef ekki
ógerlegt, myndi að afla slíkra
upplýsinga.
c) Liggja þyrfti fyrir, hver hundr-
aðshluti merktra sjógönguseiða
sem sleppt yrði á tilteknu sum-
ri, skilaði sér sem veiðanlegur
lax á Færeyjamið. Þetta er að
sjálfsögðu óþekkt stærð og ekki
sýnt að hún yrði með nokkru
móti ákvörðuð.
d) Loks þyrfti að liggja fyrir, hve
miklum hluta merkja úr veidd-
um laxi væri skilað. Er raunar
vitað, að vegna hagsmunasjón-
armiða atvinnulaxveiðimanna
eru þeir tregir að skila merkj-
um. Má í þessu sambandi
minna á, að af 1949 merktum
löxum í sjó á Færeyjamiðum
árin 1969—’76 komu til skila
aðeins 4,7% af merkjunum.
Framangreindir annmarkar eru
miðaðir við eina tiltekna á, en þeir
myndu enn magnast þegar litið er
á landið sem heild, eins og eðlilegt
er að gera. Mætti fara fleiri orðum
um umrædda annmarka og tíunda
fleiri til. En mér virðist framan-
greindar athugasemdir sýna ótví-
rætt, að með merkingum
sjógönguseiða er útilokað að fá
viðhlítandi áreiðanlegt mat um
þann fjölda íslenskra laxa sem
veiðast á Færeyja- eða Græn-
landsslóðum. Líku máli gegnir að
sjálfsögðu um önnur laxalönd við
norðaustanvert Atlantshaf.
Merkingar sjógönguseiða duga
þeim engu betur. Merkingar af
þessu tagi hafa nú þegar gefið þær
upplýsingar sem þær hugsanlega
geta veitt, nefnilega að lax frá öll-
um þessum löndum gengur á Fær-
eyjamið. Af þessu leiðir, að ekkert
eitt land við norðaustanvert At-
lantshaf getur sannreynt hve lax
upprunninn í ám þessa lands sé
mikill hluti í afla veiðiskipa á
Færeyja- eða Grænlandsslóðum,
og því geta einstök lönd á þessu
svæði ekki beitt þeim veiðitakm-
örkunum, sem 66. gr. hafréttars-
áttmálans heimilar, sé vissum
skilyrðum fullnægt. Öðru máli
gegnir, ef um sameiginlegar að-
gerðir laxalandanna er að ræða,
svo sem rakið verður hér að aftan.
Með áreiðanlegum afla-
skýrslum og sameiginlegu
mati laxalandanna mætti,
á grundvelli 66. greinarinnar,
takmarka eða taka fyrir lax-
veiðar Grænlendinga, Færey-
inga og Dana á úthafinu
Hér að aftan eru raktir nokkrir
útreikningar um skiptingu afla af
laxi sem elst upp annars vegar á
Norðvestur-Atlantshafi og hins
vegar á Norðaustur-Atlantshafi,
svo og um hlutdeild Grænlands,
Færeyja og Danmerkur í laxveið-
inni. Sem kunnugt er, framleiða
þessi lönd ekki sjógönguseiði og
stunda laxveiðar eingöngu á út-
hafi. Nauðsynlegar forsendur eða
grundvöllur neðangreindra út-
reikninga eru sem hér segir:
1) Að fyrir liggi sem áreiðanleg-
astar skýrslur um laxveiði allra
ísafjörður:
Velheppnaðri ferðamála-
ráðstefnu lokið
Ný Breiðafjarðarferja
er nauðsynleg
Rætt við framkvæmdastjóra flóa-
bátsins Baldurs í Stykkishólmi
ísaflrði 29. ágúst.
Ferðamálaráðstefna Ferðamála-
ráðs ríkisins, sem haldin var á ísa-
firði um helgina, skorar á ríkisvaldið
að standa við lögbundin fjárframlög
til ferðamálaráðs og jafnframt að
hækka fjárveitingar til ráðsins. Jafn-
framt var skorað á ríkisvaldið að
fella niður flugvallarskatt og álögur
á ferðamannagjaldeyrir og einnig að
hefja byggingu flugstöðvarbyggingar
á Keflavíkurflugvelli nú þegar.
Ráðstefnan var sett að morgni
föstudagsins 27. ágúst af Lúðvíki
Hjálmtýssyni, framkvæmdastjóra
ferðamálaráðs. Heimir Hannesson
formaður ferðamálaráðs, flutti
skýrslu stjórnar. Kom þar meðal
annars fram sú merkilega stað-
reynd, að á fyrra helmingi þessa
árs hefur orðið veruleg fækkun, og
hlutfallslega sú mesta, á komu
ferðamanna frá Norðurlöndunum
og Bretlandi. Magnús Reynir Guð-
mundsson, bæjarritari á Isafirði,
flutti erindi um uppbyggingu
ferðamannaþjónustu á Vestfjörð-
um.
í eftirmiðdag nin var þinghaldi
frestað, vegna veðurs. Bæjarstjórn
Isafjarðar hafði boðið þingfull-
trúum til skemmtiferðar með m.s.
Fagranesi norður í Jökulfirði á
sunnudag. En þar sem stafalogn
var og glaðasólskin á föstudaginn,
en veðurstofan spáði versnandi
veðri, var ákveðið að fara í
skemmtiferðina strax á föstudag.
Að morgni laugardags var svo
þinghaldi framhaldið. Fyrir lá að
ræða um framtíð ferðamála á
Vestfjörðum, ferðaútgerð erlendra
ferðaskrifstofa á íslandi, framtíð-
arskipan ferðamálaráðs, o.fl.
Fóru umræður fram í smáhóp-
um, en síðan settu talsmenn hóp-
anna fram hugmyndir þeirra
hvers fyrir sig.
í lok ráðstefnurnar var sam-
þykkt ályktun um flugstöðvar-
byggingu á Keflavíkurflugvelli,
þar sem skorað er á ríkisstjórnina
að hefja nú þegar byggingu nýrrar
flugstöðvar.
Rætt var um flugvallarskatt,
sem mun vera með allra hæsta
móti á íslandi, og lagði Sveinn
Sæmundsson, blaðafulltrúi Flug-
leiða, fram bréf frá virtri banda-
rískri ferðaskrifstofu, þar sem
kom fram að hún væri hætt að
selja ferðir til Islands vegna þessa
rangláta skatts. Var þess getið til
dæmis, að 5 manna fjölskyldu sem
var að kveðja landið eftir nokkra
dvöl, þar sem fjölskyldumeðlimum
þótti verðlag yfirleitt vera óheyri-
lega hátt, var gert að greiða 100
dollara í flugvallarskatt, þar fór
allt féð sem nota átti til að kaupa
fyrir íslenskar ullarvörur í frí-
höfninni. í lokaorðum Heimis
Hannessonar, formanns ferða-
málaráðs, kom fram að
ferðamálaráð hafði þingað á ísa-
firði fyrr um daginn og tekið end-
anlega ákvörðun um að láta reisa
náðhús á Hornströndum.
Á laugardagskvöld sátu ráð-
stefnugestir kvöldverðarhóf
Steingríms Hermannssonar, sam-
gönguráðherra og þingmanns
Vestfjarða, í húsnæði Menntaskól-
ans á ísafirði þar sem ráðstefnan
fór fram.
Úlfar
Guðmundur Lárusson fram-
kvæmdastjóri Flóabátsins Baldurs
hf. var á sinni annarri ferðamála-
ráðstefnu. Hann var ánægður með
sumarið, sagði að svipuð umferð
hefði verið í ár og í fyrra en það var
með allra bestu árum hjá þeim. En
Baldur er nú orðinn algjörlega úrelt-
ur og mjög óheppilegur i rekstri og
sagðist Guðmundur hafa áhyggjur af