Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 að halda fjórða í þjóðhátíð, eins og einhver orðaði það. í Karlslundi á Sólroðaströnd í orlofsbyggð Dansk Folke-Ferie — Fyrri hluti Orlofsbyggð Dansk Folke-Ferie í Karlslundi stendur við miðjan Kege- flóa, um 26 km fyrir sunnan Kaup- mannahöfn. Þar og í orlofshúsunum í Karrebæksminde á Suður-Sjálandi, hafa stórir hópar íslendinga, fullorð- inna og barna, dvalist undanfarin þrjú sumur á vegum ferðaskrifstof- unnar Samvinnuferða/Landsýnar, aldrei þó fleiri en í sumar, er ís- lensku dvalargestirnir urðu um 2300. Undirrituðum gafst tækifæri til að dveljast í vikutíma, frá 14.—20. ágúst sl., í einni af íbúðunum í Karlslundi, ásamt eiginkonu sinni, og kynna sér starfsemina, auk þess að skjótast í stuttar skoðunarferðir, m.a. til Karrebæksminde. Fjórði í þjóðhátíð Farið var í loftið síðla dags föstudaginn 13. ágúst, í þétt- fullri leiguvél frá Flugleiðum, og lent á Kastrupflugvelli um kl. 22 að staðartíma. Með vélinni voru farþegar Samvinnuferða/ Landsýnar á leið í margar áttir, sumir þeirra væntanlegir dval- argestir í orlofshúsabyggðunum, aðrir áttu fyrir höndum Dan- merkur- eða Evrópureisu, og svo voru þeir sem ætluðu „bara“ að kíkja á Kaupmannahöfn og hoppuðu beint út í bílaleigubíla, sem biðu þeirra við flugstöðv- arbygginguna. Það hafði verið óvenju glað- vært í flugvélinni, var mér tjáð. Skýringin: Meðal farþeganna um borð voru yfir 30 konur úr verkakvennafélaginu Snót í Vestmannaeyjum, margar þeirra með karla sína, samtals um 60 manns, á leið til hálfs mánaðar eða þriggja vikna dval- ar í Karlslundi. Og nú var verið Beint í háttinn eða á diskótek Fjórir af fimm fararstjórum Samvinnuferða/Landsýnar í orlofsbyggðunum tveimur taka á móti fólkinu í flugstöðvar- byggingunni: Geirþrúður Páls- dóttir yfirfararstjóri, Sigurjón Fjeldsted og Guðmundur Gunn- arsson í Karlslundi og loks Baldur Ólafsson, sem ásamt eig- inkonu sinni, Þóru Kristínu Jónsdóttur, hefur haft með höndum umsjón og fararstjórn í Karrebæksminde. Og nú er rað- að niður í rúturnar eftir áfanga- stað, talið og borið saman við nafnalista. Loksins gengur dæmið upp og lagt er af stað. Á leiðinni eru veittar nauðsynleg- ustu upplýsingar um það sem í vændum er og undirstrikað, að áríðandi sé að allir komi á kynn- ingarfund sem halda á morgun- inn eftir. Eftir u.þ.b. 40 mínútna akstur komum við í áfangastað. í vin- gjarnlegu íbúðarhverfi við Karlslunde Strandvej er sveigt til vinstri, í áttina til sjávar, ek- ið inn á heimreiðina og stansað við aðalbygginguna. Þar er þjónustumiðstöðin, er mér tjáð. Það er skýjaður himinn en milt veður; þangfnykur úr fjörunni og það þýtur í laufi. Hafðar eru hraðar hendur við að útdeila farangri. íbúðarlyklar og sængurfatabögglar eru afhentir og fólki er leiðbeint um, hvar íbúðir þess sé að finna. Flestir fara beint í háttinn, en sumir eru svo fjallhressir að þeir storma í diskótekið handan göt- unnar. Frágangurinn hinn vandaðasti Orlofshúsin í Karlslundi eru tiltölulega nýleg, eða frá 1978, og voru reist á grunni eldri orlofshúsa Dansk Folke-Ferie. Þetta eru tveggja hæða raðhús, aðallega úr rauðum tígulsteini og steinsteypu; tvær lengjur sem liggja skáhallt út frá þjón- ustumiðstöðinni. Umhverfis húsin skiptast á opin svæði, trjágróður og snyrtileg manna- verk, og ströndin er við túnfót- inn, Sólroðaströnd. Alls eru þarna 62 íbúðir, 65 fm hver: Eldhús með tækjum og búnaði, borðstofa, stofa, svefn- herbergi með þremur rúmstæð- um, baðherbergi með sturtu og lítil skonsa fyrir hreinlætisdót. Auk þess má loka af eitt hornið í stofunni með færanlegum vegg, en þar eru tvö rúmstæði. Gólf eru flísalögð, innréttingar Skoðimarferðirnar eru krydd á dvölina Til að fræðast nánar um tii- högun skoðunarferðanna völd- um við okkur þrjár þeirra og leituðum til sérfræðinganna á staðnum. Eftirfarandi kom þá m.a. fram og er fátt eitt talið: Kaupmannahafnarferð „Við höfum aðallega þrennt í huga með Kaupmannahafn- arferðunum," segir Sigurjón Fjeldsted, „m.a. vegna þeirra sem aldrei hafa komið til Dan- merkur, en þeir eru margir meðal dvalargestanna. I fyrsta lagi förum við á þekktustu ferðamannastaðina, sem flesta langar nú til að kíkja á. í öðru lagi er farið um íslend- ingaslóðir og á staði, sem tengjast Islandi meir en aðrir staðir. Og í þriðja lagi er leit- ast við að benda fólki á áber- andi kennileiti í borginni til að auðvelda því að rata á eigin spýtur. Við förum þetta bæði akandi, siglandi og gangandi, byrjum við Carlsberg-verk- smiðjurnar og fikrum okkur eftir ýmsum krókaleiðum út á Löngulínu, en skiljumst svo við hópana á Strikinu. Það er ákaflega misjafnt, hvað fólkið er áhugasamt um sögulegan fróðleik. Sumir hafa alls eng- an áhuga á slíku, en aðrir eru ótrúlega vel lesnir og spyrja mann í þaula." Svíþjóðarferð „Svíþjóðarferðin er svona krydd á dvölina hérna,“ segir Guðmundur Gunnarsson," og til að gefa fólki kost á að kom- ast yfir sundið. Margt fróðlegt ber þó fyrir augu á leiðinni, ekki vantar það. Við byrjum á því að skoða Krónborgarkast- ala á Helsingjaeyri og tökum síðan ferjuna yfir til Helsingjaborgar. Þar er snæddur hádegisverður í „Leikhúskjallaranum". Þá er haldið eins og leið liggur suður til Lundar, þar sem við skoð- um m.a. dómkirkjuna. Svo er brunað áfram til Málmeyjar og loks er tekin ferja í Limhamn og siglt yfir til Dragör á Amager." Þýskalandsferð „Þýskalandsferðin er eina skoðunarferðin þar sem svig- rúm gefst til að versla," segir Geirþrúður Pálsdóttir. „Við förum héðan frá Karlslunde og ökum niður til Karre- bæksminde, þar sem hóparnir sameinast. Þaðan er ekið suð- ur syðsta hluta Sjálands og suður á Falstur, alla leið til Gedser, syðst á Falstri. Síðan er tekin ferja yfir til Trave- munde í Þýskalandi, en þaðan er aðeins 15 mínútna akstur til Lúbeck, sem er endastöð okkar í þessari ferð. Þó að lítill tími gefist til skoðunar í Lúbeck, látum við þó ekki undir höfuð leggjast að koma í Maríukirkj- una. Fólk verður svo að ljúka erindum sínum af á einum og hálfum til tveimur tímum, en um kl. 17 er lagt af stað heim á leið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.