Morgunblaðið - 08.09.1982, Side 17

Morgunblaðið - 08.09.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 49 við stjórnun bæjarins 5% af heild- artekjum, en fjórum árum síðar hafði þessi kostnaður tvöfaldazt og var árið 1980 10,6%. Og ekki kemur þetta verðbólgu við, því hér er hlutfall af heildartekjum. Staf- ar þessi kostnaðarauki af suður- göngum áróðursmanna og vina- bæjaferðum austur um haf? Spyr sá sem ekki veit. Mér er það minnisstætt, að fyrir svo sem 15 árum, var ég í Reykja- vík í áróðursferð fyrir málefni sveitar minnar. Eg var einn og gekk vel. Á sama tíma voru fjórir eða fimm menn frá Sauðárkróki í svipuðum erindagerðum. Ég spurði Ólaf Jóhannesson hvers vegna þeir voru svo margir af Króknum. Það er auðskilið, svar- aði Ólafur. Tortryggnin er svo mikil, að það verður að vera sendi- maður fyrir hvern flokk. Yrði af mikil hreinsun Það er líklega meira en áratug- ur síðan farið var að ræða um það að byggja nýtt félagsheimili og oft hef ég heyrt sagt, að það væri yfir- þyrmandi aumingjaskapur, að þetta skuli ekki vera búið og gert. Mér finnst enginn skaði hafa skeð, þó gamla Bifröst sé látin duga enn í dag. Það er svona tvisvar eða þrisvar á ári, sem húsið er of lítið. Áður var Bifröst samkomuhús fyrir allt innhéraðið, en það varð til bóta þegar Miðgarður í Varma- hlíð kom til sögu og þá var hægt að halda samkomur á báðum stöð- um á sama tíma þegar mest reyndi á. Svo er Bifröst ekki eina félagsheimilið í bænum. Stjórn- málaflokkarnir eiga sér afdrep. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn eiga hvor sitt félagsheimili, litla samkomusali, Alþýðubandalagið á Rauða húsið og svo á Kaupfélagið allstóran samkomusal úti á Eyri og enn er svo Safnaðarheimili í gamla spít- ala. Á framboðsfundinum komu nýj- ar fréttir af byggingu félagsheim- ilis. Anna Kristín reifaði það mál. Á liðnu kjörtímabili var gerð teikning af nýju félagsheimili, sem standa átti suður á Áshild- arholtshæð. En það var eftir að skipuleggja það svæði þegar teikn- ing var gerð. Og svo þegar skipu- lagsuppdráttur kom, mátti húsið ekki standa þar sem ætlað var, heldur einhvers staðar í hallanum þar norður af. Þegar ég heyrði þetta kom mér í hug, því ekki að byggja í mýrinni hjá Kaupfélag- inu? Teikningin sýndi að þetta hús átti ekki að vera dans- eða leikhús, heldur hótel. Eldhúsið var líklega það stærsta á landinu, mikil geymsla fyrir kartöflur og aðrar matvörur og mörg hólf fyrir alls- konar víntegundir, en dansgólfið ekki stærra en í gömlu Bifröst. Anna Kristín flutti vel ræðu sína og var glögg í frásögn, eins og hún á ætterni til, en undarlegt finnst mér, að alþýðubandalags- blóð skuli spretta fram af Bæjar- ætt. Síðar á fundinum sagði einhver ræðumaður að nefnd teikning væri ekki pappírsins virði og er hún þó búin að kosta á milli fimmtán og tuttugu milljónir gamlar. Þegar stormur braut brúna yfir Hellusund voru smiðirnir hengdir. Ekki mun það vera gert á Krókn- um, heldur mun fólkið í bænum harka af sér og borga hina ónýtu teikningu. Það yrði líka allt of mikil hreinsun í svo fámennu samfélagi, því þó samtaka- mönnum sé mest kennt um nú, munu margir fleiri hafa staðið að baki. Góð þótti mér tillaga Jóns Karlssonar að stækka Bifröst, breikka og hækka húsið og taka Björn Egilsson sneið af lóð Framsóknar, hvort sem hún vill eða ekki. Hafa lesið eitthvað í Gamla testamentinu Um eitt voru allir ræðumenn fundarins sammála. Það voru at- vinnumál, enda liggur það í aug- um uppi, að sæmilegt mannlíf þró- ast ekki, nema atvinna sé næg. Út- gerðarfélagið er á hvínandi hausn- um, og hlutaféð hlýtur að vera tapað. En nú eru menn farnir að tala um að safna hlutafé upp á nýtt. Þeir á Króknum munu hafa lesið eitthvað í Gamla testament- inu en þar stendur: Kasta þú brauði þínu út á vatnið og sjá, það kemur aftur. Stefán Guðmundsson bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins er prúðmenni mikið og hefur alltaf farið vel í taugar mínar. Hann var að tala þegar mér var sagt að þegja á bæjarstjórnarfundi í fyrra. Stefán talaði hægt en fljót- ur að hugsa þegar hann þurfti að svara fyrir sig og kom þá fundar- mönnum í gott skap. Hann er að vestan og þeir sem hafa komið úr þeirri átt, hafa reynzt vel, síðan Saura-Gísli var og hét. Brynjar Pálsson var nógu mælskur, en hann var ókurteis og sagði Guttormi að þegja þar sem hann sat í sal og gerði ekkert af sér. Og fleira sagði hann sem ekki er prenthæft. Éinhver fundarmaður lét að því liggja, að Hörður Ingimarsson, bæjarfulltrúi Samtakanna, væri óvinur Kaupfélagsins. Ég efast um að það sé rétt. Eg held að einhver félagshyggjuþráður sé í þeim manni, þó hann sé kaupmaður. Það er til dæmis ekki óvinátta, þó Hörður sem bæjarfulltrúi vildi láta Kaupfélagið borga vatns- skatt, sem bæjarstjórn hafði gert því að greiða. Ymsir ræðumenn fyrr og síðar hafa reynt að hafa áhrif á þá sem heyrðu og sáu, með því að slá á strengi tilfinninga. Sumum hefur tekizt það, en öðrum miður. Hörð- ur Ingimarsson var síðasti ræðu- maður á fundinum og vildi láta taka eftir sér. Hann hefur góðan málróm og nú hækkaði hann róm- inn til muna og neistaði af honum tilfinningahiti. Hann sagðist hafa húkt undir húsgafli og horft á kýrnar, þegar þær voru reknar á beit inn fyrir bæinn. Þessi saga mun hafa átt að vera vitnisburður um þær breytingar sem orðið hafa, sem allir vita þó um, sem vilja vita. Hörður er fæddur 1. september 1943 og þegar hann fór að muna eftir sér 1947 eða ’48, hafa kýrnar í bænum varla verið fleiri en 6 eða 8. En ég man lengra. Á árunum 1932 og 1933 voru kýrn- ar í kaupstaðnum um 130. Ég man oft eftir því, að þegar ég var að koma á Krókinn á morgnana, mætti ég kúahjörðinni og þótti það tilkomumikil sjón. í hópnum voru margir fallegir gripir og all- ar fetuðu þær hægum skrefum á leið inn á graslendið í mýrunum. Mjólkin úr kúnum er jafn góð, hvort sem þær eru mjólkaðar und- ir Nöfunum eða frammi í sveit. „Ef að sekkur ísafrón“ Ég er sannfærður um, að Sauð- árkróksbæ verður vel stjórnað hér eftir eins og hingað til, enda þótt mannleg mistök verði stöku sinn- um. Bæjarstjórnin og fólkið í bæn- um mun „halda áfram að gera eitthvað" eins og drengirnir hjá Bjarti í Sumarhúsum. Það er göm- ul og góð ábending, að vinna með- an dagur endist. En svo kemur nóttin, þegar pólskiptin verða um næstu aldamót. Þá verða óskap- legar náttúruhamfarir svo megin- lönd sökkva í sæ en önnur rísa, það sama og gerðist fyrir tuttugu og fimm þúsund árum, þegar Atl- antis sökk í sæ. Sagan um Atlant- is er ekki hugarburður, því heilar borgir hafa fundizt á hafsbotni. íbúar Atlantis bjuggu yfir mikilli þekkingu, en þeir voru vondir og brúkuðu svartagaldur og þess vegna varð alheimsstjórnin að kippa þeim burtu af jörðinni. Mik- il mannvonzka er nú víða um heim, en mér finnst íslendingar ekki vera vondir og þeir kunna ekki svartagaldur að neinu gagni og þess vegna er það ekki víst, að æðri máttarvöld þurfi að flytja þá á aðra plánetu. En svæðið undir Nöfunum gæti orðið í hættu og svo gæti farið, að „Golanhæðir" trón- uðu yfir flóðið. en hvort það er rétt, að fara nú þegar að skipu- •egRja „nýjan miðbæ" þar, skal ósagt látið. Snemma á þessari öld var því spáð, að Island mundi sökkva í sæ eitt sér og án fyrirvara. Þá kvað Gísli Ólafsson: l*ó mín sé ekki mikil sjón, meyra rekkar heyra. Ef að Hekkur í safrón, eitthvaó skekki.st fleira. g j^nj Björn Kgilsson. Hu Yaobang að halda ræðu. skömmu áður en þingið átti að hefjast. Þar sem Hu Yaobang hefur komið á mannamót að undan- förnu, hefur hann lagt ríka áherzlu á það í ræðum sínum, að valddreifing innan flokksins sé nauðsynleg, um leið og hann hef- ur mjög hvatt til þess að í hinum ýmsu stofnunum flokksins verði yngri mönnum falin aukin völd. Miðaldra menn og ungir menn eru von og framtíð þjóðarinnar, sagði hann við skólaslitaræðu í stjórnmálaskóla Kommúnista- flokksins í Peking fyrir nokkrum vikum, um leið og hann lýsti því yfir, að nauðsynlegt væri að efnahagsleg og félagsleg þróun í landinu á næstu árum ylti á því að í áhrifastöður veldust menn sem væru yngri og betur að sér en fyrirrennarar þeirra. Um einkahagi Hu Yaobangs er nánast ekkert vitað fremur en þegar aðrir háttsettir menn í Kína eiga í hlut. Hann býr í venjulegu íbúðarhverfi í miðri Peking og sést oft á stjái utan dyra, að sögn nágrannanna. Eitt er það umfram stjórn- málaskoðanir sem gerir Hu og Deng líka. Báðir eru mennirnir óvenju smávaxnir — þeir eru að- eins 160 sentimetrar á hæð. (Haimildir Xinhua og AP) mm Enska fyrir börn I tenTi Beina aöferöin. Börnum er kennd enska á ENSKU. íslenzka er ekki töluö í tímum. LEIKIR — MYNDIR — | B/EKUR. Skemmtilegt nám. i oD* 1 MÍMIR, Brautarholti 4, 1 Sími 10004 og 11109 (kl. 1—5 e.h.) 4glæsileg innskötsborö Borðplatan er úr harðplasti í tveimur litum 'hvítu og svörtu, henni má snúa við með einu handtaki. Glæsileg borð. Sendum gegn póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.