Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 15 „En furðulegt - sum- ir draumar rætast“ — sagði Kristinn Kristjánsson, síðasti farkennarinn á Snæfellsnesi Kristinn Kristjánsson hefur síðan árið 1975 kennt við grunnskólann á Hellissandi, en hafði fyrir allmörgum árum verið kennari í sveit og er hann síðasti farkennarinn á Snæfellsnesi. Kristinn var spurður hvernig það væri að hefja nám eftir að vera kominn af léttasta skeiðinu og eftir langt hlé frá skólagöngu. „Marteinn Lúther King hafði gjarnan að inntaki í ræðum sínum — „Ég á mér draum." Ég get vel gert hans orð að mínum. Ég er barn kreppuáranna og áttu ungl- ingar ekki auðvelt með að fara í skóla, en það var alltaf minn draumur að verða kennari. Svo liðu árin og draumarnir hurfu fyrir veruleikanum. En furðulegt — sumir draumar rætast og þannig var það þegar lögin um nám rétt- indalausra kennara voru sett. Ég tók strax þá ákvörðun að notfæra mér þennan rétt sem ég hafði áunnið mér til að mega taka skól- ann. Mér fannst erfitt að byrja námið og var að því kominn að gef- ast upp á fyrsta ári enda tekur það sinn tíma að læra að læra þegar maður er kominn á þennan aldur. Okkur þessa eldri vantar — að ég held — skerpuna sem þeir yngri hafa, en á móti kemur að geymdin er ekki lakari hjá okkur, loksins þegar eitthvað hefur komist inn úr höfuðskelinni." Hvaða álit hefur þú á þessari lagasetningu um réttindanámið? „Kennaraháskóli Islands útskrif- ar nú árlega mikinn fjölda kenn- ara. Ég hef heyrt að þrýstingurinn hafi komið frá kennaranemunum við skólann um að víkja þessu rétt- indalausa fólki úr starfi. Sem sagt, það uggði um hag sinn í stéttinni. Þetta er í raun skiljanleg afstaða. Á hitt bar að líta, að vítt og breitt um iandið var skólum haldið starf- andi þar sem yfirgnæfandi hluti kennaranna var réttindalaus, þó að margir hefðu mikla og góða mennt- un og þar að auki dýrmæta reynslu — sem ég fyrir mitt leyti met mik- ils í starfi kennara. Vegna þessa ástands sem virtist vera að skapast voru sett lög um þetta réttinda- nám. Ég tel þetta þarfa lagasetn- ingu og eiga þeir aðilar sem að henni stóðu mikinn heiður skilinn." Hvert er gildi námsins? „Gildi námsins er tvenns konar. Annars vegar sá réttur sem þetta fólk fær — það þarf ekki lengur að vera í vafa um rétt sinn innan stéttarinnar. Það öðlast ákveðinn status. Hins vegar er öll þekk- í því sambandi. Með öðrum orðum, þegar bréfið er komið í póst gefst enginn tími til að leiða hugann að því efni í bili og það er ekki fyrr en bréfin eru komin aftur í hendurnar á mér með einkunn eða umsögn sem námið raunverulega hefst. Þá á ég við bréfaskólann. Best hefur mér reynst að líta sem minnst á náms- efnið daginn fyrir próf heldur mæta róleg til leiks og þreyta mig ekki um of. Reyndar gafst ég margoft upp fyrsta veturinn á heimanáminu en ég fékk ekki að leggja námið á hilluna fyrir tilstuðlan Þuríðar J. Kristjánsdóttur, skólastjórans okkar. Hún var óspör á heillaráð og hvatningu þó svo hún vissi eða ein- mitt vegna þess að hún vissi best um þann aðstöðumun sem nemend- ur hennar bjuggu við. Það mætti með sanni segja að hún hafi verið með á annað hundrað nemendur með sérþarfir. Hann er ómældur sá þáttur sem hún átti í því að halda mér að námi og leiða mig þrep af þrepi þangað sem ég er nú komin. Um Þuríði og hennar framlag til réttindanámsins held ég að við gæt- um öll tekið okkur í munn fleyg orð Winstons Churcills um flugherinn í seinni heimsstyrjöldinni „Aldrei hafa jafn margir átt jafn fáum jafn mikið að þakka“.“ „Ég tók strax þá ákvörðun að not- færa mér þennan rétt sem ég hafði áunnið mér til að mega taka skól- ann“, sagði Kristinn Kristjánsson, kennari við grunnskólann á Hellis- sandi. Ljósmynd. KOE. ingarleit nauðsynleg — ekki aðeins fyrir okkur sem voru í þessu námi heldur er simenntun nauðsynleg fyrir alla á þessum tímum tækni og tölvuvædds umhverfis sem við lif- um í. Annars er gildismat fólks ákafiega misjafnt hvort sem nú er átt við nám eða eitthvað annað. Al- mennt finnst mér fólk í dag meta gildi tilveru sinnar út frá efna- hagslegu sjónarmiði. En svo ég svari spurningunni eins og spurt var; Ég hef haft gott af þessu námi og fyrst og fremst lært að þekkja sjálfan mig betur. Ég held að ég geti betur sett mig í spor þeirra barna og ungiinga sem eiga eftir að hafa mig sem kennara — þar hafa ýmsar greinar sálarfræðinnar gef- ið mér dýpri innsýn inn í sáiarlíf barna og unglinga. Fullorðnum hættir við að líta á barnið sem vasaútgáfu af fullorðnum manni og líta á það út frá eigin þroskastigi. Félagssálarfræði væri þörf lexía mörgum og þá kannske ekki síst ýmsum þeim sem staðsettir eru í valdapýramída menntakerfisins. Kenningar sálarfræðinnar eru margar og ólíkar og erfitt að til- einka sér einhverja sérstaka sem trúaratriði. Ég fyrir mitt leyti að- hyllist mjög kenningar svissneska sálfræðingsins Piagets — þó svo að vandi kennarans hafi aldrei verið hans aðaláhugamál." Hefur þetta verið strangt nám? „Við höfum ekkert fengið á silf- urfati. Námið var strangt þegar tekið er tillit til þess að við höfum orðið að vera í skóla allt árið. Nám að vetrinum með fullri kennslu var að mínum dómi erfiðast. Sumar- námið var þreytandi að því leyti, að þurfa að sitja inni í sól og sumaryl og hafa ekkert sumarfrí fengið í þrjú ár. Skipulag námsins hefur að mestu hvílt á prófessor Þuríði J. Kristjánsdóttur og er starf hennar ómetanlegt. Kennaralið Kennara- háskólans hefur að mestu séð um alla kennslu og ber að þakka öllu þessu ágæta fólki fyrir vel unnin störf, sem unnin hafa verið á þeim tíma þegar flestir eru í sínum sumarfríum. Félögum mínum í þessu námi við ég þakka sérstak- lega fyrir þá samstöðu sem skapað- ist i hópnum, en það var kannski minn mesti styrkur að finna að ég var ætíð viðurkenndur af hinum yngri. Aldur myndaði þar aldrei landamæri. Það sýndi sig líka svo sannarlega að ísiensk þrautseigja er ekki útdauð. Ég er sannfærður um að íslenskri kennarastétt verð- ur mikill styrkur að því að þetta fólk fékk aðstöðu til að ljúka þessu réttindanámi," sagði Kristinn. Síríus ámillivína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.