Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 44
STEINAKRÝL - málningin sem andar Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 Stöðvun flotans gekk í gildi á miðnætti: Fyrstu togararnir stöðvast um helgina Einkennilegt að sjávarútvegsráð- herra hlaupi úr landi þegar mest ríður á, segir Guðmundur Karlsson ÁlllíIKA af stöðvun fiskiskipaflotans er nú þegar fariö að gæta og nú um helgina og á mánudag munu tveir togarar stöðvast. Annar þeirra, Drangey SK I, frá Sauðárkróki, kemur úr slipp í dag og í hinum, Bessa IS 410 frá Súðavík, bilaði spildæla á fimmtudag og viðgerð tókst ekki að Ijúka fyrir miðnættið í gær vegna þess að ný dæla var ekki til í landinu. Þessi skip munu því ekki halda til veiða fyrr en lausn á vanda útgerðarinnar hefur fundizt. Þá er það Ijóst að skip stærstu útgerðaraðilanna fara að stöðvast í upphafi næstu viku. „Kr þessi brottför ekki bara eins og venjulegt gönuhlaup og ving- ulsháttur Steingríms? Ég geri þó ráð fyrir því að fjarvera hans gæti breytt einhverju. Auðvitað hlýtur það að hafa meginþýðingu hvort sá maður, sem fer með ákvörð- unarvaldið, sé hér eða ekki. Það eru ákaflega einkennileg vinnu- brögð, að sá maður sem hefur mest völd og aðstæður til að leysa þessa deilu, skuli hlaupa úr landi þegar mest ríður á,“ sagði Guð- mundur Karlsson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar hf. í Vest- mannaeyjum, er Morgunblaðið innti hann álits á vilja stjórnvalda til að leysa vanda útgerðarinnar. „Ef af stöðvun verður, stöðvast auðvitað allur rekstur og það hef- ur gífurleg áhrif á stað eins og Vestmannaeyjar. Það, sem gerir útlitið enn verra, er það, að við höfum haft þá venju síðustu tvö árin að vera með frí í ágústmánuði og hefur fólk lítið við að vera þann tíma og ef nú kemur aftur stöðvun gæti það orðið býsna erfitt hjá mörgum. Stöðvun flotans, ef af henni verður, mun hafa gífurleg áhrif á fjárhagslega afkomu frystihúsanna, þau hafa ekki af neinu af gorta í dag meðan þau eru rekin á hinu margfræga núlli og þess gætt vandlega að þau græði ekki. Gróði er bannorð í þessu landi. Það er greinilegt að bátarnir ætla að reyna að sigla með afla sinn á næstunni, aðstæður reka þá til þess. Einhvern veginn verða þeir að bjarga sínu skinni, en það skýtur óneitanlega dálítið skökku við, að útgerðarmenn ætli að láta sigla með afla meðan verkafólk situr verkefnalaust í landi. Það mun hafa gífurleg áhrif, bæði fyrir landverkafólkið og frystihús- in.“ Hvað með þá umsögn Kristjáns Ragnarssonar, að útgerðarmenn standi ekki í þakkarskuld við fisk- vinnsluna fyrir að loka frystihús- unum í heilan mánuð? „Eins og ég sagði áðan hefur þetta fyrirkomulag staðið yfir í tvö ár. Við lokuðum upphaflega vegna vandkvæða í rekstri 1980, en síðan teljum við að þetta hafi komið sæmilega út fyrir frysti- húsin og lokunin hefur verið í fullu og góðu samráði við verka- lýðsfélögin í Vestmannaeyjum, auglýst með nægum fyrirvara og algjörlega athugasemdalaust af útgerðinni. Þetta fyrirkomulag er alltaf til endurskoðunar, en hvort það verður áfram ætla ég ekki að tjá mig um,“ sagði Guðmundur. „Vonbrigöi okkar útvegsmanna eru mikil vegna þess, að ekki skuli hafa verið unnið betur að því að leysa málið á þeim tímafresti sem við gáfum. Samstaða útgerðar- manna er mikil og stöðvunin er þegar farin að hafa áhrif og valda erfiðleikum og þeir erfiðleikar fara dagvaxandi strax eftir helgi og enda með algjörri stöðvun helg- ina þar á eftir. Því á maður sér þá ósk heitasta, þegar þessi vika er liðin, að sú næsta verði betri og eitthvað verði gert þá,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, er Mbl. innti hann eftir stöðu mála í gær. Bjarki Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Skagfirðinga, sem meðal annars rekur togarann Drangey, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Drangey hefði verið i slipp i Vestmannaeyjum og losnaði ekki þaðan fyrr en í dag. Veiðarfærin væru á Sauðárkróki, þannig að vonlaust væri að koma skipinu á veiðar fyrir stöðvun. Bjarki tók einnig fram, að ekki væri að sak- ast við slippinn í Vestmannaeyj- um, því um það hefði verið samið að viðgerð skipsins lyki á laugar- dag, enda hefði þá ekki verið vitað um stoppið. Þá sagði Bjarki, að hann teldi nauðsynlegt að stöðva flotann, ef ekki væri hægt að fá neina leiðréttingu á annan hátt, en hann hefði kosið að stjórnvöld- um hefði verið gefinn lengri frest- 3gWSmmmZZZZ* Júpíter i strandstað kl. 17 í gærdag, rétt við flugvöllinn. ísafjörður: Morgunbl*ðið/Úlf*i Júpíter strandaði á Skipeyrarrifi ísafirdi, 10. september. TOGARINN Júpíter RE 161 var á leið inn til ísafjarðar um kl. 15.30 í dag. Sigldi hann þá í strand á Skip- eyrarrifinu inn af rennunni sem ligg- ur inn á Pollinn. Þegar skipið strandaði, var flæði og er ekki reikn- að með að það komist á flot aftur fyrr en á flóðinu í nótt. Skipstjórinn á Júpíter tók ekki hafnsögumann um borð, sem þó er skylda í ísafjarðarhöfn og hafði ekkert samband haft við hafnar- yfirvöld á Isafirði um kl. 19, nema til að spyrja um hvenær næsta flæði yrði. Skipið lokar ekki inn- siglingunni og komust Isafjarð- artogararnir því á sjó í dag, þrátt fyrir óhappið, en eins og kunnugt er stöðvast fiskiskipaflotinn á miðnætti. Varðskip liggur hér fram á Prestabuktinni, en ekki er vitað til að togarinn hafi haft samband við varðskipsmenn til að biðja um að- stoð. Þess má geta í lokin, að fjöldi skipa hefur strandað á þessum stað á síðustu árum. úlfar. Evrópumarkaðir yfirfullir af síld NORSKA blaðið „Fiskaren" skýrði frá því í forsíðufregn í síöustu viku. Aukin umferð sovézkra herflugvéla við ísland UMFERÐ sovézkra herflugvéla i nágrenni íslands hefur aukizt um 106,7% á síðustu 5 árum, en heildartölur eru til yfir ferðir þeirra hér við land. Á árinu 1977 voru sovézkar herflugvélar 60 sinnum á ferðinni við landið, en á síðasta ári, 1981, sem tölur ná yfir, komu þær 124 sinnum i nánd við landið. Það er hlutverk varnarliðsins að fylgjast með ferðum þessara flugvéla og til ágústloka þetta ár hafa sovézku herflugvélarnar komið 103 sinnum upp að land- inu. Er það fimm skiptum færra en á fyrstu átta mánuðunum í fyrra, þ.e. árið 1981. í september það ár komu sovézku flugvélarn- ar hins vegar 8 sinnum að land- inu, en tölur fyrir september nú, þótt aðeins sé liðinn þriðjungur mánaðarins, gefa til kynna, að um talsverða fjölgun sé að ræða frá fyrra ári, þar eð mun fleiri flugvélar hafa komið nú en þess- ar 8, sem komu allan september i fyrra. Mest aukning á ferðum sov- ézkra herflugvéla varð milli ár- anna 1977 og 1978, en þá varð aukningin 100%. Síðan hefur umferðin verið svipuð ár frá ári, minnst á árinu 1980, eða 119 flugvélar. að miklir erflðleikar séu á því að sclja síld þá sem ráðgert er að veidd verði á komandi haustvertíð við Norður-Noreg, þ.e.a.s. síld úr norsk- íslenzka stofninum. „Útlitið er ekki glæsilegt," segir Per Myrdal, sölustjóri hjá „Feit- sildfiskerens Slagslag" í viðtali við blaðið. Evrópa er yfirfull af síld og verðið mjög lágt. í Skotlandi fara aðeins 10% afíans til manneldis en 90% verða að fara til bræðslu vegna markaðsskorts og í Dan- mörku hafa veiðar verið stöðvaðar í bili, að sögn Myrdals. En hvernig eru horfur með sölu á þeim 50 þúsund lestum sem ráð- gert er að veiða á síldarvertíðinni hér við land? Morgunblaðið lagði þessa spurningu fyrir Gunnar Flóvenz, framkvæmdastjóra Síldarútvegs- nefndar, og birtist viðtal við hann á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.