Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 29 James H. Buchanan að til Sigurðar Nordals, „úrvals- menn, sem stjórni á eigin ábyrgð". En svo sé ekki, og svo geti ekki verið. Spurningi sé því ekki, hvort valdsmenn fylgi réttri stefnu eða ekki, heldur hvort þeir búi við rétt skipulag eða ekki. Keynes hafi gert mikið ógagn í þessu efni, því að hann hafi lagt fræðilega bless- un sína yfir halla á fjárlögum, en hagfræðingar fyrir daga hans hafa verið á einu máli um, að fjár- lög ættu að vera hallalaus. Þess má geta, að Jónas Haralz kemur orðum að svipuðum hugmyndum og Buchanan í bók sinni, Velferð- arríki í villigötum, en til er hand- hægur bæklingur eftir Buchanan um þetta, sem Institute of Econ- omic Affairs í Lundúnum gaf út 1978, The Consequences of Mr. Keynes. Þriðja dæmið er um það, sem enskumælandi hagfærðingar nota um orðið „market failure", en ís- lenskt orð um það gæti verið „markaðsbrestur". Það er, þegar leiða má rök að því, að þörf manna fyrir einhverja vöru verði af ein- hverjum ástæðum ekki fullnægt á markaðnum. Breski hagfræðing- urinn Arthur Pigou og ýmsir aðrir hagfræðingar höfðu fengist við að finna slíka markaðsbresti, og þetta var síðan notað til að færa rök fyrir auknum ríkisafskiptum: Ríkið skyldi berja í bresti markað- arins. En Buchanan mótmælir þessari rökfærslu allri. Hann bendir á, að markaðsviðskipti kunni að leiða til ófullkominnar niðurstöðu, án þess að með því sé sagt, að ríkisafskipti leiði til betri eða fullkomnari niðurstöðu. Af þeirri staðreynd, að markaðurinn sé ófullkominn sé rangt að draga þá ályktun, að ríkið hljóti að vera fullkomnara. Þeir, sem það geri, séu að gripa til goðsagnarinnar um hinn „góðgjarna einvald". Það, sem menn verði að gera, sé að bera saman markaðsbrestina og „ríkis- brestina” (sem Buchanan og aðrir almannavalsfræðingar nefna „government failure"). Ríkið eigi að gera það, sem það geti gert bet- ur en markaðurinn, og markaður- inn eigi að gera það, sem hann getur gert betur en rikið. Hitt er annað mál, að Buchanan telur rík- ið gera fátt betur en markaðurinn, og þess vegna er hann frjáls- hygKÍumaður, telur samdrátt ríkisins nauðsynlegan. Friðrik Friðriksson, hagfræð- ingur, sem var nemandi Buchan- ans í Virginia Polytechinic Insti- tute, ritar um athyglisverðan bækling eftir Buchanan í 1. hefti tímaritsins Frelsisins á þessu ári, Monopoly in Money and Inflation, en Institute of Economic Affairs gaf hann út 1981. Buchanan ræðir í honum um eina þá þjónustu, sem heppilegra hefur verið talið, að ríkið veitti, fremur en markaður- inn, en það er að framleiða pen- inga. Buchanan sýnir, að líta megi á ríkið í þessu viðfangi sömu aug- um og á einokunarfyrirtæki: Það einokar framleiðslu peninga. En þetta felur það í sér, að nota má hagfræðilegar kenningar um ein- okunarfyrirtæki á ríkið. Ríkið, þ.e. stjórnmálamennirnir, beiti seðla- prentunarvaldi sínu til að há- marka ágóða sinn, en afleiðingin verður að sjálfsögðu verðbólga, sem allir aðrir tapa á. Þannig skýrir Buchanan verðbólgu, hún verður til við þær leikreglur, sem stjórnmálmenn lúta, þeim er feng- ið vald, sem þeir fara þannig með. Buchanan er þó ekki sammála Fræðsluþættir frá Geðhjálp: Nauðsyn neyðarþjónustu Hayek, sem lagði það til í fyrir- lestri í viðskiptadeild Háskóla ís- lands 2. apríl 1980, að einkaréttur- inn til að framleiða peninga væri tekinn af ríkinu, heldur telur, að takmarka verði seðlaprentunar- valdið með einhverjum öðrum ráð- um, til dæmis föstum reglum í stjórnarskrá. Hér er komið að miklu áhuga- máli Buchanans, sem ætti ekki síst að vera forvitnilegt fyrir Is- lendinga þessa dagana, þegar rætt er um fátt annað en stjórnar- skrárbreytingar. Hvernig geta vestrænar lýðræðisþjóðir stöðvað með stjórnarskrárbreytingum og öðrum ráðum útþenslu ríkisins, sem ógnar frelsi okkar og velmeg- un? Buchanan telur, að þetta varði öllu. Hann er þeirrar skoðunar, að við verðum að breyta lýðræðis- skipulaginu, ef við ætlum ekki að horfa á það hrynja. Nefna má nokkrar hugmyndir sem hann og ýmsir aðrir frjálslyndir fræði- menn hafa komið orðum að. Ein er að gera það að stjórnarskrár- ákvæði, að fjárlög skuli vera hallalaus, önnur að setja í stjórn- arskránni „þak“ á fjárlög, svo að skattar fari ekki fram úr tilteknu hámarki, enn önnur, að settar séu þar fastar reglur um aukningu peningamagns. Þeir, sem mót- mæla þessum hugmyndum með þeim rökum, að þannig séu „hend- ur valdsmanna bundnar óhæfi- lega“, vita líklega ekki til hvers stjórnarskrár eru. Þær voru og eru settar til þess að binda hendur valdsmanna, til þess að reisa skorður við valdinu. Um þessar hugmyndir og reyndar einnig ýmsar kenningar almannavals- fræðinga má deila, en enginn vafi er á því, að Buchanan er einn frumlegasti hugsuður hagfræð- innar á okkar dögum og að við- skiptadeild Háskóla íslands er mikill sómi sýndur með heimsókn hans. H.H.G. Ég, sem þessar línur rita, vil gjarnan leggja nokkur orð í belg um nauðsyn þess, að þeir, sem veikjast á geði og hafa sálræn vandamál við að stríða, eigi þess kost að fá hjálp án tafar. Þegar svokölluð veiklun á geðheilsu (eða taugaveiklun) kemur fram hjá fólki í fyrsta sinn, verður sá sem fyrir því verður undrandi og felmtri sleg- inn yfir því sem er að ske. Seinna kemur svo hræðsla og kvíði, þegar bati lætur standa á sér. Á þessu stigi finnst mér að mjög brýnt sé að geta komist í samband við einhvern sem skiln- ing hefir á þessum veikindum. Því miður eru þessi veikindi oft svo hörmulega misskilin. Ég hefi sjálf gengið í gegnum þessa reynslu, þá aðeins 18 ára gömul. Éins og gengur undir- gekkst ég margskonar rannsókn- ir á líkama og sál, sem lítið fékkst út úr. En meðul fékk ég, sem mér fannst ég ekki alltaf hafa gott af. Ég vissi ekki hvað þetta var, sem þjáði mig svo mjög. Það var of lítið talað við mig. Læknarnir voru of fjarlægir, þannig að ég fékk minnimáttarkennd og mér fannst eins og veikindi mín væru eitthvað sem ekki mátti ræða við mig. Þó er ég þess fullviss að þeir læknar sem ég leitaði til, voru ágætir menn og vildu vel. Mín reynsla er sú, að meðul eigi ekki alltaf við ef um veiklun af þessu tagi er að ræða, heldur viðtöl og aðstæður séu athugað- ar. Eftir 14 ára baráttu var ég mjög illa farin, ég treysti mér ekki til að lýsa þeirri vanlíðan, um það eru engin orð til, en þeg- ar ég hugsa til þessa tímabils, þá finnst mér að ekkert hafi verið eftir nema að hætta að draga andann. En þá er sóttur til mín læknir, sem tekur veikindi mín öðrum tökum. Hann gefur sér nógan tíma, ræðir við mig um ástandið og hjálpar mér á ýmsan hátt með ráðleggingum, viðtölum, fór með mig í ökutúra og kom heim til mín ef með þurfti. Hann áleit að gott yrði fyrir mig að breyta um umhverfi, þótt ég ætti gott heimili og góða að, og komst ég þá á sérstakt ágæt- isheimili, þar sem mér var tekið mjög vel og tel ég að það hafi hjálpað mér mjög mikið. Það tók þó nokkuð langan tíma að ná góðri heilsu aftur, enda hafði ég verið svo mikið veik lengi, að það hefir trúlega haft sín áhrif. Og alveg fullan bata hefi ég ekki fengið, en hefi þó ennþá von um það, eftir 44 ár. Ég held að neyðarþjónusta hefði getað hjálpað mér mikið á sínum tíma, þegar þetta örygg- isleysi og mikla vanlíðan, sem ekki er hægt að lýsa, kom yfir mig. Ég á við að hægt væri að hringja á einhvern stað, þar sem hægt er að tala við fólk sem hef- ir þekkingu og skilning á þessum sjúkdómi og að það væri hægt að hringja á hvaða tíma sólar- hrings sem er. Einnig væri gott að geta fengið heimsókn í þess- um tilfellum. Slík þjónusta gæti vissulega bjargað mörgu mannslífinu. Þessi þjónusta myndi áreiðan- lega hjálpa til að leysa mikinn vanda. Hún myndi hjálpa mörg- um til að geta verið heima, sem annars lenda inni á stofnunum. Mín persónulega skoðun er sú, að þar ætti fólk ekki að þurfa að dvelja nema brýna nauðsyn beri til og að innlögn í ótíma geti jafnvel haft neikvæð áhrif á ein- staka tilfelli, þótt ég viti að sjúkrahúsin eru nauðsynleg og hjálpa svo mörgum. Ég lít á neyðarþjónustu sem eitthvert albrýnasta verkefni innan geðheilbrigðismála eins og stendur. Bæði fyrir aðstandend- ur og sjúklinga. ÁR ALDRAÐRA 1982 — Þórir S. Guðbergsson XIII Vernd - Virkni - Vellíðan Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík í fullum blóma Oft er vitnað til þess að „maðurinn sé félagsvera" og þurfi því á félagsskap að halda hvort sem hann er ungur eða aldinn. Og víst er um það að flestir munu sammála um að nauðsynlegt sé að halda lík- amlegri og andlegri virkni svo lengi fram eftir aldri sem unnt er auk félagslegra tengsla og vináttubanda sem bindast í skipulögðu félagsstarfi. Flest- um mun ljóst af eigin raun að sé líkaminn eða hlutar hans ekki nýttir að staðaldri er mik- il hætta á striðnun og hvers konar stirðleika. Félagsmálastofnun Reykja- víkur hóf félagsstarf meðal aldinna fyrir um það bil 13 ár- um og hefur það starf vaxið jafnt og þétt síðan. Á sl. vetri var félagsstarf á vegum Fé- lagsmálastofnunar rekið á 4 stöðum í bænum og nú í sumar eins og endranær hefur einnig verið í gangi fjölþætt starf sem bæði hefur byggt á al- mennu félagsstarfi og ferða- lögum. Upphaflega var félags- starfið að mestu byggt á starfi sjálfboðaliða sem um tíma voru á annað hundrað og enn vinna sjálfboðaliðar mikilvægt starf í þágu aldinna sem seint verður fullu metið og þakkað sem skyldi. í sumar hafa verið farnar um 12 ferðir um nágrenni Reykjavíkur, en einnig hafa verið farnar tveggja daga ferð- ir til Akureyrar og Mývatns og tvær tveggja daga ferðir um Snæfellsnes. Með flestum ferð- unum hefur farið sérstakur leiðsögumaður með sérþekk- ingu á þeim stöðum sem heim- sóttir hafa verið. Fyrir nokkrum árum tókst samvinna milli Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur og þjóðkirkjunnar um sérstakar orlofsbúðir að Löngumýri í Skagafirði þar sem kirkjan rak áður húsmæðraskóla. Hef- ur þessi orlofsdvöl gefið afar góða raun og miklu færri kom- ist að en vildu. í sumar var tekin í notkun ný húseining að Löngumýri svo að dvalargestum hefur fjölgað í hverjum hópi upp í 36. Á þessu sumri hafa verið farnar 5 ferðir að Löngumýri og sú síðasta nú fyrir skemmstu eða 6. september og dvelst hver hópur 12 daga í orlofsbúðunum. Greinilegt er að mikil að- sókn hefur verið að orlofsbúð- um aldinna undanfarin ár svo að rík þörf virðist á því að gefa máli þessu meiri gaum en hingað til hefur verið gert. Þá hefur Félagsmálastofnun Reykjavíkur einnig haft utan- landsferðir á sínum snærum og þá einkum til sólarlanda. Hafa þær ferðir einnig verið mjög vinsælar og fjölsóttar allt frá upphafi þó að verð- bólgan í sólarlöndum hafi sett strik í reikninginn eins og víð- ar. Reynt hefur verið að fara til þeirra staða þar sem ferða- kostnaður er lægstur og fyrstu tvö til þrjú árin varð Mallorca einkum fyrir valinu. Síðan hafa verið farnar ferðir til Suður-Spánar, Júgóslavíu og nú í vor var fyrsta ferðin farin til Noregs við góðan róm ferðalanga. Talsvert hefur ver- ið spurt um Norðurlandaferðir en fram til þessa hafa Norður- löndin verið svo „dýr ferða- lönd“ að ekki hefur verið ráðist í slík ferðalög. Enn hefur Félagsmálastofn- unin skipulagt tvær haustferð- ir til sólarlanda í samvinnu við ferðaskrifstofur. Verður næsta ferð farin 21. september til Malorca. Það er 22ja daga ferð og er skipulögð í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Úrval sem gefur allar nánari upplýsingar. Hin ferðin verður svo farin 30. september til Costa del Sol, en það er 3ja vikna ferð sem skipulögð er í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Útsýn, sem einnig gefur allar upplýsingar varðandi þá ferð. Þeir sem hafa tekið þátt í ferðum aldinna geta einir dæmt um það hvað slík ferða- lög hafa góð og endurnýjandi áhrif á ferðafólk. Margir aldn- ir halda kyrru fyrir mestan hluta ársins, hreyfa sig lítið og eru lítið úti við í fersku lofti. Með slíkum ferðum er beinlín- is stuðlað að því að aldnir fái góða endurhæfingu bæði til líkama og sálar. Reynt er að undirbúa ferðirnar eins vel og unnt er. Haldnir eru kynn- ingarfundir með væntanlegum þátttakendum, þeim er kynnt- ur staður og staðhættir, þeim gefinn kostur á að kynnast, en allur undirbúningur kostar mikið erfiði og krefst langs tíma. En því betur sem ferð- irnar eru undirbúnar þeim mun betri grundvöllur er lagð- ur að vel heppnaðri ferð. Aldn- ir þurfa tilbreytingu eins og aðrir þjóðfélagsþegnar og það er mikið og verðugt verkefni að gefa þessu máli meiri gaum en hingað til hefur verið gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.