Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 Lífríki og lífshættir LXXXI. Jón I>. Árnason: Spurningin er: Hvern hafa örlögin dæmt til ömurlegri tortímingar en þann, sem orðið hefir fórnarlamb hóglífisfriðar? TIL DÝRÐAR FRIÐI Bretar framselja Kósakka á vald Sovét- manna í Lienz hinn 1. júní 1945, þrátt fyrir gefin griðaheit Karþagó kaus friðinn Tilslökunarstefnan SEATO, CENTO þýðir undirgefni og — NATO Flestir, ef ekki allir aðrir en þeir, sem lítið hugsa og skilja, hafa fyrir allnokkru gert sér ljóst, að burðarstoðir svonefndra velferðarþjóðfélaga, er ýmsir allsendis óheimskir bjartsýn- ismenn töldu í upphafi óbilandi, hafa reynzt haldlausar hálm- trefjar. Framfærsluríkið er því að falli komið, og ekkert bendir til annars en að rústir þess muni verða til mikilla muna ofboðs- legri ódámur en nokkurn gat órað fyrir. Þegar er bersýnilegt, að í og undir rústum vinstraríkisins muni ekki aðeins liggja limlest eða hálfdautt athafnafrelsi, einkaframtak og séreignarrétt- ur, sem frjálslyndingar héldu, og halda jafnvel enn, að fengi þrif- izt við langvarandi lýðræði, heldur og, eðli málsins sam- kvæmt, réttarskipan og land- varnir. Að þannig komnu þarf að sjálfsögðu enga furðu að vekja, þó að öll önnur vestræn menn- ingarverðmæti hljóti sömu endalok, sökkvi í svað óbotnandi vinstrimennsku. NATO — skjálfandi sáttanefnd Óstjórn og siðleysi, sem ætíð leiða af peningahyggju og tóm- læti yfirvalda, hafa fyrir löngu hrakið Vesturlandaþjóðir út á skræfugötur sáttahyggju og vægðarvona af náð kommúnista, er aldrei hafa dregið dul á, að óraskanleg ætlun þeirra væri að búa þeim gröf kvalræðis og smánar. Alls bendir til að Sovét- menni muni ekki þurfa að leggja ýkjamikið á sig við þá grafar- töku. Á Vesturlöndum úir og grúir af vinnufúsum þrælaefn- um. Alt þangað til u.þ.b. 10 árum eftir að NATO var flaustrað á pappíra lék ekki minnsti efi á, að Vesturlandaríki hefðu getað ver- Hreysi á feni ið allsráðandi um allan heim um ófyrirsjáanlega langa framtíð. Hernaðar-, stjórnmála- og efna- hagslegir yfirburðir þeirra voru slíkir, að með hótunum og ógnunum einum saman hefði þeim verið í lófa lagið að hræða Sovétríkin til menningarleitar. Með þvingunum og vopnavaldi hefðu þau átt álíka auðvelt með að afmá böðlastjórnkerfið til fulls. En NATO var hvorki innblásið hatri á kommúnisma né prýtt heilbrigðum drottnunaranda. NATO var frá upphafi haldið þrálátri makindahyggju og barnalegum bræðralagsórum í bandarískri útgáfu, og hafði þess vegna engin skilyrði til að gera sér grein fyrir þeim reginmun, sem ætíð er og hlýtur að verða á stjórnmálum og efnahagsmál- um. Sá munur er sá sami og á virðulegri húsmóður og dynt- óttri vinnukonu. Fyrir NATO-fólki vakti ein- ungis næði til að höndla og frið- ur til að fita sig. Þetta skildu Sovétmenn á svipstundu, ef þeir hafa þá ekki vitað fyrir. Það var því ekki bara réttur, heldur öllu fremur skylda valdvísra leiðtoga, sem voru bærilega að sér í mannkynssögu og kunnu þar af leiðandi sitt af hverju fyrir sér í vinnubrögðum stórvelda og heimsvelda, að hlúa að frjálslyndi, rotnun og upp- lausn í herbúðum á fyrirhuguð- um hernámssvæðum. Það hafa og stjórnvöld Sovét- ríkjanna gert umræðulaust, og með árangri, sem þau hafa ekki ástæðu til að minnkast sín fyrir. Áreiðanlegustu fréttastofnanir og leyniþjónustulið Vesturlanda eru dágóð vitni í þeim efnum. Þaðan berast okkur dags dag- lega upplýsingar, sem m.a. fræða okkur um svofelldar staðreyndir: -t- Sovétríkin efla í sífellu árás- armátt allra greina stríðskrafta sinna. + Riki Varsjárbandalagsins eru reiðubúin til árása án undan- genginnar herkvaðningar. + llldeilur Grikkja Tyrkja hafa gert suðurvarnir NATO óvirkar. + Ágengni, þrýstingur og síaukin umsvif sovézka norðurhafaher- flotans, svo og vel hálfnað her- nám Svalbarða, þar sem Norð- menn hafa reyndar loftskeyta- stöð í góðu lagi, þrengir án af- láts viðnámssvigrúm NATO. + Sambandslýðveldið Þýzkaland, kjarnveldi NATO í Evrópu, er óverjanlegt með hefðbundnum vopnabúnaði lengur en 2 vikur. + í Evrópu hefir NATO ekki yfir neinu að ráða eða beita, sem jafnast á við sovézkar eldflaug- ar meðaldrægar. Auk þessa eiga þrælstjórnar- ríkin sæg „stjórnmálamanna" við sérhvert NATO-stýri, sem finnst ákaflega ókurteislegt að skjóta í stríðum. Hentugt verkfæri Fremst í fylkingu Sovétvina standa lýðræðisgersemar eins og t.d. Olof Palme, ólafur R. Grímsson (sýnilegar tekjur af þingstörfum í ágúst 1982: minnst þreföld verkamannslaun), Þór- arinn Þórarinsson, ritstjóri rík- issjóðsblaðsins „Tíminn", og Willy Brandt. Þeir félagar, og annað af svipuðu tagi, eru sam- mála um, að allt sé í stakasta lagi. Þeir benda „kalda-stríðs- mönnum" á að kynna sér álits- gerð sjálfs Nóbelsverðlaunaþeg- ans í friðarfræðum, Willy Brandts, þar sem öllum efa sé eytt með vísun til þess, að víg- búnaður Sovétríkjanna sé alveg ótvíræður vitnisburður um annmarka og vanhæfni áætlun- arbúskapar kommúnista. Til áherzlu ekki lítillar vekja þeir athygli á, að vígvélasmíðar ríkja Varsjárbandalagsins komi sér ákaflega vel fyrir hagvaxtarlíf Vesturlanda; þeim gefist þar með kostur á að selja ógrynni dýrmætra iðnaðartækja og alls konar varnings, sem ekki gefist tóm til að framleiða undir sósí- alisma vegna vanhæfni og ofur- kapps við vopnaframleiðslu. Orðum slíkra manna er veitt gífurleg athygli á alþjóðavett- vangi — og eftir þeim virðist að mestu farið á Vesturlöndum. Þegar forsprökkum „friðarhug- sjónarinnar" er andæft með því að láta í ljós efasemdir um ágæti varnarleysis og einhliða afvopn- unar, þá hafa þeir sóknarleik á takteinum og svara með hinni skorinorðu spurningu, sem er ámóta fyrirlitleg og hún er heimskuleg. „Af hverju ættum við ekki að reyna eitthvað, sem ekki hefir verið reynt áður?" 300 heldrimannabörn Nú er það vissulega rétt, eins og prófessor Walter F. Hahn, að- alritstjóri bandaríska tímarits- ins „Strategic Review" og vara- forseti „The Strategic Institute" í Washington, bendir á, að mannkynssagan er ekki sérlega örlát á sindrandi dæmi um ein- hliða afvopnun. Af því má læra, að jafnvel þjóðir, sem ekki hafa beinlínis getið sér frægðarorð fyrir stjórnvizku leiðtoga sinna, hafa þrátt fyrir allt ógjarnan villzt inn fyrir girðingu tröllheimskunnar. En samt sem áður þekkjast dæmi þess. M.a.s. úr menning- arheimi Vesturlanda. Fyrst kemur mér í hug Brandt-maðurinn, sem í eld- heitri ræðu árið 415 f.Kr. hvatti íbúa Sýrakúsu til þess að láta ekki blekkjast af orðrómi um yfirvofandi árás Aþeninga og ginna sig til að sóa hagsbótafé í varnarviðbúnað. Hann kvað alla þá, sem legðu landvörnum lið, aðeins hafa eflingu eigin valda- stöðu í huga. Einmitt á stundu hinna töluðu orða var aþenski herflotinn undir stjórn Nikiasar og Alkibiadesar að leggja úr höfn til árásar á ósjálfbjarga Sýrakúsu. Reyndar biðu Áþen- ingar ósigur og Sýrakúsa bjarg- aðist — með hjálp hamingjunn- ar og Spartverja. Ennþá örlagaþrungnari — og um leið lærdómsríkari — hlýtur þó saga Karþagó á árunum 149—146 f.Kr., fyrir, í og eftir 3. og síðasta Púnverjastríðið, eins og Rómverjar nefndu það, að teljast. Þeim hrakfallabálki hef- ir bandaríski stórfylkisforinginn og sagnfræðingurinn Donald Armstrong gert rækileg skil í bók sinni „The Reluctant Warr- iors“. Eftir að hafa átt í köldum og heitum stríðum í rösk 100 ár, höfðu Karþagómenn auðgazt vel og því gerzt baráttulatir. Nánast af sjálfu.sér vaknaði þess vegna hagsbótaspurningin: Hvers vegna eiginlega að vera að standa í þessu? Og báðu um friðsamlega sam- búð, aðhylltust tilslökunar- stefnu. Rómverjar, stjórnkænir og herskáir, töldu viturlegra að sigra með friði en stríði, lýstu sig fúsa til samninga — með vissum skilyrðum. 1. skilyrðið var, að Karþagómenn afhentu þeim í gíslingu 300 börn af tign- ustu ættum. Ef Karþagómenn samþykktu og gengjust undir að hlýða fáeinum öðrum fyrirmæl- um Rómverja, kváðust þeir reiðubúnir að varðveita frelsi þeirra og sjálfstjórn. Karþagó- menn voru hinir samvinnuþýð- ustu og gengu að tilboðinu þrátt fyrir harmakvein örvilnlaðra mæðra, sem spáðu að það „myndi ekki verða borginni til neins góðs, að hafa framselt börn sín“, að því er gömul fræði herma. Innan tíðar bárust næstu skilaboð frá Róm: Fyrst þið vilj- ið endilega frið, hvern fjárann hafið þið þá að gera við vopn? Afhendið okkur allan vopnabún- að ykkar hið snarasta, jafnt í ríkis- sem einkaeign. Rómverjar lugu engu, Karþagómenn elsk- uðu friðinn og létu af höndum 200.000 hringabrynjur í kaup- bæti, óteljandi kastspjót og um 2.000 valslöngur. Og allan her- flotann í kaupbæti. Friðarpálm- ar í Karþagó minntu á, að Róm- verjar hefðu heitið þeim frelsi og sjálfstjórn. Svo brauzt loka- friðurinn út Þá kom að því að Rómverjum fannst tímabært að birta úrslitakosti sína: Berið síðasta boðskap Senatsins með karl- mennsku; rýmið Karþagó fyrir okkur og hypjið ykkur hvert á land ykkar, sem ykkur þóknast, þó ekki skemmra en 15 km frá ströndinni, því að við höfum ákveðið að jafna borgina ykkar við jörðu. Þrátt fyrir vægðar- beiðnir sendiherra Karþagó í Róm, neituðu Rómverjar að milda dauðadóminn. Fregnirnar ollu „blindu, sjóð- bullandi brjálæði" í Karþagó, og þó að Karþagómenn væru ber- skjaldaðir sögðu þeir Róm- verjum stríð á hendur. í 3 ár, vopnaðir því, sem hendi var næst, stóð borgin umsát Róm- verja af sér. En yfirburðir Róm- verja voru alltof miklir. Þeir hertóku borgina og — eyddu og seldu eftirlifandi íbúa í þræl- dóm. Harmsögunni mega gjarnan fylgja örfá neðanmálsorð: Þegar „einhliða afvopnun" kom fyrst til umræðu í Karþagó, rökstuddu friðarsinnar mál sitt með því að vekja athygli á, að Róm væri sprengsödd og óskaði þess vegna meltingarfriðar, og að ennfrem- ur væru uppi harðskeyttar deil- ur í Senatinu út af kröfum Catos um að Karþagó skyldi eytt. Raunin varð vissulega sú, að Rómarríki leið undir lok — mörgum öldum síðar — af völd- um vinstripesta svipuðum þeim, sem nú tæra Vesturlönd, en það stoðaði Karþagó ekki hót. Ekki fremur en þátttaka Suður-Asíu- þjóða í SEATO og CENTO, er Bandaríkjamenn stofnuðu til að vernda frelsi þeirra og sjálf- stæði, en leystu síðan samstund- is upp við fyrsta andblæ, eða Taiwan-Kínverja, sem Bandaríkjamenn hafa einnig heitið vernd gegn kommúnisma, en bíða nú rauðrar friðarsóknar. Hins vegar er mér tjáð að NATO-menn séu hinir bröttustu. Sæmilega ábyggilegar heimildir munu fyrir því, að þeir undirbúi í nefndum marga hringborðs- fundi til baráttu fyrir réttlátum kosningarétti til handa öllum hinum 14 eða 16 þelfögru minni- hlutum í Suður-Áfríku — næst- um hálft stafrófið frá Avamba til Xhosa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.