Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK 200. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Skipað að virða eigi bann Reagans London, 10. september. AP. MARGARET Thatcher forsætisráð- herra skipaði tveimur brezkum fyrir- tækjum til viðbótar, að virða að vett- ugi bann Reagans Bandarikjafor- seta við sölu á tækjum og búnaði vegna gasleiðslunnar miklu frá Síb- eríu til Vestur-Evrópu. Skipunin kom aðeins nokkrum stundum eftir að Bandaríkja- stjórn tilkynnti að John Brown- fyrirtækinu yrði refsað fyrir að selja Rússum hverfla vegna leiðsl- unnar. Hermt er að Thatcher hafi hitnað mjög í hamsi þegar til- kynnt var um aðgerðirnar. Talið er að það tengist beint þessari deilu, að Bandaríkjamenn hafa nýlega ákveðið að allt við- hald við Trident-kjarnorkuflaug- arnar, sem koma á fyrir á Bret- landi, skuli fara fram í Bandaríkj- unum, en ekki Bretlandi. Ný stjórn í Danaveldi Símamynd — AP. Ný ríkisstjórn settist að völdum í Danmörku í gær. Nýi forsætisráðherrann, Poul Schliiter, er fyrsti forsætisráðherra íhaldsflokksins í meira en hálfa öld. Schliiter er hér fyrir miðri mynd, með blómaker í höndum. Myndin var tekin í gær við Amalienborg-höllina þegar hin nýja stjórn gekk fyrir Margréti Danadrottningu. Sjá nánar: „Nú verður skemmtilegra að vera Dani en áður“ á bls. 21. Símamynd AP. Bandarískir gæsluliðar ganga um borð í herflutningaskipið Manitowic í höfninni í Beirút í gærmorgun. Hafa þá allir bandarísku gæsluliðarnir verið fluttir á brott frá Beirút, en alls voru 800 menn í hópnum sem yfirgaf Líbanon í gær. Reagan heldur fast við friðartillögurnar Washington, lOjteptember. AP. RONALD Reagan Bandarikjaforseti hyggst halda fast við tillögur sínar að friði í Miðausturlöndum, þar sem tillögur Arabaleiðtoga, sem samþykktar voru á fundi þeirra í Fez í Marokkó, stangast á við tillögur hans í veigamikl- um atriðum, að því er George P. Shultz utanríkisráðherra sagði í dag. Jafnframt vísuðu yfirvöld í ísrael tillögunum á bug, sögðu að ekki væri hægt að taka þær alvarlega, og að þær myndu að engu gagni koma í tilraunum til að koma á friði í Miðausturlöndum. Shultz sagði, að ef í ljós kæmi að tillögur Arabaleiðtoganna gerðu ráð fyrir skilyrðislausri við- urkenningu á tilverurétti ísraels, væri um meiriháttar áfanga að ræða í átt til friðar í Miðaustur- Orðrómur um gengislækkun í Danmörku: Krónan hrapar gagnvart dollar London, 10.seplember. A P. Bandaríkjadollar hefur verið að styrkjast gegn helztu gjaldmiðlum heims alla vikuna, og í dag hefur hann aldrei verið hærri gagnvart franska frankanum, lírunni og dönsku krónunni. Dollarinn hækkaði mjög gagn- vart frankanum og krónunni þar eð orðrómur var á kreiki um hugsanlega gengislækkun þess- ara gjaldmiðla. Embættismenn í París og Kaupmannahöfn mót- mæltu því kröftuglega að lækk- un gjaldmiðlanna stæði fyrir dyrum. Einnig hjálpaði til að mikil óvissa ríkir nú með afborganir af lánum þróunarlandanna, og þykir ástandið í þeim efnum enn verra en áður. Mörg þróunarlönd eiga við gífurlega efnahags- og greiðsluörðugleika að stríða og voru erfiðleikar þeirra dregnir fram í dagsljósið á fundi Al- þjóðabankans í Torontó. Erik Hoffmeyer, seðlabanka- stjóri, í Danmörku sagðist ekki muna eftir jafn miklum erfið- leikum krónunnar, hún hefði aldrei verið óstyrkari. Seðla- banki Danmerkur losaði í dag rúmar fimm milljónir dollara til þess að draga úr falli krónunnar gagnvart dollar. Danska krónan hefur lækkað í kjölfar afsagnar Ankers Jörg- ensen í síðustu viku. Fengust 8,8950 krónur fyrir dollarann í dag, en hæst hafði hann áður komist í 8,8050 krónur, en það var ö.ágúst sl. Einnig seldi Frakklandsbanki „umtalsverða" upphæð dollara til að sporna við sigi frankans. Verð á gulli stórlækkaði í morgun en hækkaði síðan þegar á daginn leið. Hefur únsan verið að lækka og hækka um allt að 50 dollara milli daga í vikunni, en kostaði í London 458,50 dollara únsan, eða tveimur dollurum meira en sl.föstudag. löndum. Ýmsir þingmenn, sem hliðhollir eru ísraelum, sögðu fátt jákvætt í tillögum Arabaleiðtog- anna. Hins vegar væru þeir að bjóða Rússum aðild að friðartil- raunum, með því að ætla öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna hlut- deild í friðartilraunum. Hins vegar fögnuðu yfirvöld í Bonn tillögunum og sögðu þær „augljóslega jákvæðar". Klaus Bölling, talsmaður Bonn-stjórnar- innar, sagði það áfanga, að Araba- ríkin hefðu tekið höndum saman um að leysa deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs. ísraelar sögðu að það væri alveg tilgangslaust að leggja til að þeir skiluðu aftur Vesturbakkanum og Gaza, og að þar yrði stofnað ríki undir stjórn PLO. í tillögunum feldust engar breytingar á afstöðu Arabaríkja. Þeim væri miklu nær að hefja viðræður við ísraela um frið og velmegun í Miðausturlönd- um og gera friðarsáttmála við ísraela hvert fyrir sig. Tillögum Arabaleiðtoganna hef- ur verið vel tekið í Arabaríkjum, ef undan er skilin afstaða Gaddaf- ís Líbýuleiðtoga, sem hafnaði til- lögunum og sakaði Arabaríkin um sviksemi af verstu tegund með því að samþykkja að dreifa Palestínu- skæruliðum í Líbanon um ailar jarðir. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í Tel Aviv í dag, skiptast ísraelar í tvo jafn stóra hópa í afstöðunni til þess hvort innlima skuli Vesturbakkann, eða gefa eft- ir hluta hans í þágu friðar við Jórdaníu. Könnunin var gerð í sömu viku og Reagan kynnti frið- artillögur sínar. Herskáar fylkingar innan PLO hétu því í dag að hefja að nýju stríð gegn ísrael frá Líbanon, að- eins tveimur vikum eftir að skæruliðar PLO hafa verið fluttir á brott frá Beirút. Gæzlusveitirn- ar, sem komu til Beirút þegar samið var um frið í stríðinu í Líb- anon, verða allar á brott 14.sept- ember nk., að sögn franska utanríkisráðuneytisins. Skothríð á Parísargötu París, 10. september. AP. MAÐIIR á fertugsaldri labbaði sér inn í skotfæraverzlun í miðborg Par- ísar, keypti sér tvíhleypu, gekk svo út og tók að skjóta án afláts í kring- um sig. Maðurinn byssuglaði linnti ekki skothríðinni fyrr en hann hafði sært fjóra vegfarendur, einn þeirra lézt síðar af sárum sínum og annar liggur lífshættulega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan telur enga sérstaka ástæðu hafa verið fyrir verknaðin- um, en sagði hinn skotglaða hafa óstöðuga lund. Atvikið átti sér stað á Rue de Lyon skammt frá Gare de Lyon-járnbrautastöðinni. Látunum linnti ekki fyrr en lögreglan skaut á byssumanninn og hlaut hann tvö skotsár í kvið- inn. Liggur hann milli heims og helju á sjúkrahúsi í París.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.