Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
11
Séé yfir sýninguna i Kjarvalsstöd-
um: Málverk á veggjum og skúlptúr-
ar á gólfi, fiest verkin frá þessu ári.
samband okkar á milli og höfum
alla tíð gert, en einkum berum við
okkur saman á þessum árlegu sýn-
ingum. Því er dálítið spennandi að
sjá hvað hin hafa verið að gera árið
frá næstu sýningu á undan. En sú
barátta og þeir erfiðleikar sem við
áttum í í upphafi hafa öðru fremur
tengt okkur saman."
— En hópurinn er eldri en tíu
ára, þið sýnduð fyrst skömmu eftir
stríð er það ekki?
„Jú, það er rétt. Þessi sýn-
ingarhrina á nú tíu ára afmæli, en
Septem-hópurinn sýndi fyrst 1947,
og þar er að finna upphafið að
þessu. Hópurinn hefur ekki breyst
neitt frá því þá, engir nýir teknir
inn, en sumir eru látnir.
A þessari sýningu hér eru milli
70 og 80 verk, þar af meira en tutt-
ugu skúlptúrar eftir Sigurjón, sem
mér finnst sérstaklega skemmti-
legt. Hann er mjög ern og ungur í
anda, þótt kominn sé yfir sjötugt.
Sýningin stendur aðeins til 20.
september, þú verður endilega að
koma því að, við höfum ekki nema
tvær helgar. Já, já, þetta er sölu-
sýning, þetta á flest að seljast. —
Verði mjög stillt í hóf, enda er það
nú eitt það góða við að vera mynd-
listarmaður á íslandi, að hér kaup-
ir almenningur málverk, enda eng-
in hefð fyrir því að einungis stofn-
anir og sérvitrir auðkýfingar kaupi
málverk eins og því miður er víða
erlendis. — Hræddur við krepp-
una? Nei, ég óttast hana ekki fyrir
okkar hönd, það hefur alltaf sýnt
sig að í efnahagslegum samdrætti
blómstrar listin, og það eru alltaf
einhverjir sem vilja mótmæla
kreppunni með því að styrkja list-
ina, við erum hvergi smeyk. —
Enda sést það líka hvert sem litið
er hér á landi, að mikil gróska er í
allri menningu og listsköpun,"
sagði Valtýr að lokum. — AH.
Landið og
Landnáma
eftir dr. Harald
Matthíasson
„LANDIÐ og Landnáma" nefn-
ist ritverk í tveimur bindum eftir
dr. Harald Matthíasson á Laug-
arvatni, sem væntanlegt er frá
Bókaútgáfu Arnar og Örlygs
innan skamms. Ritverkið er
byggt á margra ára rannsóknum
og rannsóknarferðum dr.
Matthíasar um landið, þar sem
hann ber saman landið og Land-
námabók.
í verkinu er að finna kort yfir
öll landnámin í landinu, fjölmarg-
ar ljósmyndir af hinum ýmsu
landnámsjörðum og einnig eru í
bókunum margar teikningar og
myndir er Ernest Backmann
myndlistarmaður hefur gert sér-
staklega af þessu tilefni.
Ritverkið „Landið og Land-
náma“ átti upphaflega að koma út
í fyrra, en varð þá innlyksa vegna
verkfalls.
Togarar BÚR stöðvast vegna aðgerða LÍÚ:
Afkomu fyrirtækisins og atvinnuör-
yggi hundraða manna stefnt í hættu
verði rekstrarskilyrðin ekki bætt
- segir Ragnar Júlíusson formaður útgerðarráðs
„AÐALATRIÐI þessa máls hlýtur að vera það að við núverandi rekstr-
arskilyrði hlýtur að koma til stöðvunar hjá BUR og þar með atvinnuleys-
is og þess vegna munum við taka þátt í aðgerðum til að þrýsta á um
bættan rekstrargrundvöll,“ sagði Ragnar Júlíusson, borgarfulltrúi og
formaður útgerðarráðs Bæjarútgerðar Reykjavíkur, í samtali við Morg-
unblaðið. — A fundi útgerðarráðs á miðvikudag var samþykkt að taka
undir ályktun trúnaðarráðs LÍÚ frá 2. september, um stöðvun flotans
hinn 10. september nk.
Á fundi útgerðarráðsins var
ályktun trúnaðarráðs LÍÚ á
dagskrá, og urðu nokkrar um-
ræður um hana. Þá lagði Sigur-
jón Pétursson fram tillögu þess
efnis, að útgerðarráð taki undir
þær kröfur LÍÚ, að útgerðinni
verði tryggður viðunandi rekstr-
argrundvöllur, en um leið væri
minnt á að BÚR hafi verið stofn-
uð til að tryggja atvinnuöryggi í
Reykjavík. Hún hafi oft verið
rekin með halla en fengið rekstr-
arstyrki frá borgarsjóði vegna
fyrrgreindra markmiða. Af þeim
sökum vildi Sigurjón að sam-
þykkt yrði að taka ekki þátt í
aðgerðum LÍÚ. — Tillaga Sigur-
jóns fékk aðeins þrjú atkvæði, og
því ekki stuðning.
Þá var samþykkt með fjórum
atkvæðum sjálfstæðismanna
gegn þremur atkvæðum vinstri
flokkanna, að taka þátt í aðgerð-
um LÍÚ. Sigurjón Pétursson lét
þá bóka að hann harmaði að með
þessum hætti „væri ákveðið að
leiða atvinnuleysi yfir hundruð
reykvísks verkafólks" eins og
hann orðaði það. Fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins gerðu þá
einnig bókun, þar sem meðal
annars sagði að stöðvun flotans
væri nauðsynleg aðgerð til að
þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir
til lausnar vanda fiskveiðiflot-
ans.
Áframhaldandi hallarekstur
stefni rekstri BÚR í stórhættu og
þar með atvinnuöryggi starfs-
fólks BÚR.
Ragnar Júlíusson sagði í sam-
tali við Mbl. að Bæjarútgerð
Reykjavíkur væri aðili að LÍÚ og
færi því að sjálfsögðu eftir sam-
þykktum sem þar væru gerðar til
að styrkja rekstrargrundvöll út-
gerðarinnar. Þá mætti einnig
benda á að yfirleitt hefði verið
haft samflot með hliðstæðum
fyrirtækjum í málum sem þess-
um, útgerðarfélagi Akureyringa
og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.
Fulltrúar þeirra fyrirtækja
hefðu setið trúnaðarráðsfund
LÍÚ og báðir greitt atkvæði með
stöðvun flotans. „Ég vil undir-
strika það að núverandi rekstr-
arskilyrði stofna fyrirtækinu í
stórhættu, og þar með atvinnu-
öryggi þúsunda manna“ sagði
Ragnar að lokum.
Dómnefndin sem valdi RENAULT 9 sem bíl ársins 1982,
er skipuð fulltrúum allra helstu bílablaða Evrópu. Gagn-
rýnendum, sem vel má treysta til að velja bíi ársins 1982.
RENAULT 9 hefur einnig hlotið mikið lof þeirra leik-
manna sem hafa reynsluekið honum, og komist i kynni
við kosti hans. Meðal margra kosta má nefna sérhönnuð
sæti, sem hafafengið sérstaka viðurkenningu i vali
Gerð Vél Eyðlsa/90kmVerð
R9TC 48din 5,41 129.000-
R9GTL 60din 5,41 139.000-
R9GTS 72din 5,41 151.000-
R9Automatic 68din 6,31 156.000-
Fáanlegir með mjög fullkomnum aukaútbúnaði.
KRISTINN GUÐNASON Hl.
SUEHJRLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633
LAGLEGUR, LETTUR OG LIPUR
m ri