Morgunblaðið - 29.09.1982, Side 1
56 SÍÐUR
215. tbl. 69. árg.
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vestur-Þýskaland:
Samþykkt að fella
Schmidt á föstudag
Bonn, 28. seplember. AP.
ÞINGMENN frjálsra demókrata samþykktu í dag á löngum og storma-
sömum fundi að ganga til liðs við stjórnarandstöðuna og styðja van-
trauststillögu, sem borin verður fram á Helmut Schmidt kanslara nk.
röstudag. Við embætti kanslara mun þá taka Helmut Kohl, formaður
Kristilega demókrataflokksins.
Fundur þingmanna Frjálsa
demókrataflokksins stóð í átta
tíma og var deilt mjög hart.
Nokkur hluti þeirra sakaði
Genscher, leiðtoga flokksins, um
að hafa fellt stjórn Schmidts að
þeim fornspurðum og að til þess
mætti rekja hrakfarir flokksins í
fylkiskosningunum í Hessen.
Stuðningur við vantrauststillögu
stjórnarandstöðunnar var þó
samþykktur að lokum með 38 at-
kvæðum gegn 18, tveir sátu hjá,
enda eru frjálsir demókratar
sagðir úr því sem komið er ekki
mega til kosninga hugsa í bráð.
Herbert Wehner, frammámað-
ur meðal jafnaðarmanna, fór í
dag hörðum orðum um ákvörðun
frjálsra demókrata og stjórnar-
andstöðunnar og sagði, að þeir
skeyttu engu um vilja þýskra
kjósenda, sem væru hlynntir taf-
arlausum kosningum. „Við mun-
um komast að því á föstudag
hvort þjóðinni verður hlíft við
stjórnartilraunum þessa manns
(Kohls), sem jafnvel hans eigin
stuðningsmenn telja ekki fram-
bærilegan," sagði Wehner.
Schmidt hélt í dag fund með þing-
mönnum jafnaðarmanna og
hvatti þá til að gera allt, sem í
þeirra valdi stæði, til að hindra
vantrauststillöguna, sagði að
Kohl og Genscher hefðu ekkert
umboð frá þjóðinni til að bera
hana fram.
Helmut Kohl, formaður kristi-
legra demókrata, kom fram í
sjónvarpi í dag og kvaðst viss um
að vantrauststillagan næði fram
að ganga, enda væri stuðningur 34
þingmanna frjálsra demókrata
meira en nóg til þess. Margir eru
hins vegar efins um snurðulaust
samstarf frjálsra demókrata og
núverandi stjórnarandstöðu,
einkum við Strauss, sem farið
hefur háðulegum orðum um
Genscher og dekur hans við
stjórnarandstöðuna í rúmt ár.
Michael Foot, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, sýndi ýmis svipbrigði
þegar hann hlýddi á ræður manna á landsfundi flokksins í Blackpool í gær.
Þá var haldið áfram aðgerðum gegn vinstriöfgamönnum og lýsti Tony Benn
þróuninni sem „mikilli hægrisveiflu'*.
Landsfundur breska Verkamannaflokksins:
Vinstri menn felldir
úr framkvæmdaráði
Blackpool, Knglandi, 28. september. AP.
HÓFSAMIR menn í breska Verkamannaflokknum, sem plagaður hefur
verið af innbyrðisátökum síðan í kosningunum 1979, fógnuðu í dag enn
einum sigrinum á landsfundi flokksins þegar sex öfgafullir vinstrimenn voru
felldir við kjör til framkvæmdaráðsins, æðstu stjórnar flokksins. Michael
Foot, leiðtogi flokksins, og stuðningsmenn hans hafa nú töglin og hagldirnar
í framkvæmdaráðinu.
í gær, mánudag, samþykkti
landsfundurinn að reka úr flokkn-
um róttæk samtök trotskýista og
atburðirnir í dag benda til, að
meirihluti flokksmanna vilji losna
við það öfgafulla vinstriyfirbragð,
sem verið hefur á flokknum að
undanförnu. Tony Benn, helsti
talsmaður vinstrimannanna, var
ekki felldur við kjör í fram-
kvæmdaráðið, en hann sagði að
því loknu, að „mikil hægrisveifla"
hefði orðið í flokknum.
í ræðu, sem Foot flutti á lands-
fundinum í dag, vék hann ekki
orði að átökunum í flokknum en
gerði hins vegar harða hríð að
stefnu Margaret Thatchers, for-
sætisráðherra, og Ronalds Reag-
ans, Bandaríkjaforseta. Hann
kvað stefnu þeirra eiga alla sök á
samdrættinum í efnahagslífinu og
atvinnuleysinu og hét því, að ef
Verkamannaflokkurinn kæmist til
valda myndi tala atvinnulausra
verða komin niður fyrir milljón
innan fimm ára.
Trúarleidtogar hittast
Jóhannes Páll páfi II og Dalai Lama, andlegur leiðtogi búddatrúarmanna í Tibet, áttu með sér fund í Páfagarði
í gær og sjást þieir skiptast á gjöfum við það tækifæri. Að fundinum loknum hélt Dalai Lama til Spánar en þaðan
mun hann fara til annarra Evrópulanda. AP.
Óháð rannsókn á
fjöldamorðunum
Begin lét undan af ótta við stjórnarslit
Jerúsalem, Beirút, 28. september. AP.
ÍSRAELSKA ríkisstjórnin ákvað í dag að láta undan vaxandi þrýstingi meðal
þjóðarinnar og fyrirskipaði fullkomna rannsókn á atburðunum, sem leiddu
til fjöldamorðanna í flóttamannabúðunum í Beirút. ísraelskir hermenn fóru
í dag frá hafnarsvæðinu í Beirút og hafa ítalskir og líbanskir hermenn nú
tekið sér stöðu þar. í dag var skotið á einn af leiðtogum PLO í Austur-Líban-
on og lést hann seinna af sárum sínum.
í tilkynningu frá ísraelsku rík-
isstjórninni í dag sagði, að nefnd
yrði skipuð til að rannsaka fjölda-
morðin í Beirut og að hún myndi
hafa fullkomlega frjálsar hendur í
störfum sínum. Hún á að fá að-
gang að öllum upplýsingum, sem
hún fer fram á, og eru menn
skyldugir til að bera vitni frammi
fyrir henni að viðlagðri refsingu.
Begin hefur til þessa þráast við að
láta fara fram hlutlæga rannsókn
á fjöldamorðunum en hefur nú
neyðst til þess í kjölfar fjölmenn-
asta útifundar í sögu Ísraelsríkis
en sl. laugardag kröfðust 400.000
manns afsagnar Begins og Shar-
ons vegna atburðanna í Beirút. Að
auki höfðu tveir samstarfsflokkar
hans í ríkisstjórn hótað að hætta
stuðningi við stjórnina ef honum
snerist ekki hugur.
Stjórnarandstaðan í ísrael hef-
ur fagnað þessari ákvörðun en
segir að kanna verði einnig innrás
Israelshers inn í Vestur-Beirút,
sem hafi verið gerð undir því yfir-
skyni að koma þar á lögum og reglu.
í líkan streng hafa forystumenn
ísraelsku friðarhreyfingarinnar
tekið en krefjast eftir sem áður
tafarlausrar afsagnar Begins og
Sharons.
ísraelar fóru í dag frá höfninni í
Beirútborg og hafa ítalskir og líb-
anskir hermenn nú tekið við gæslu
þar. Langflestir frönsku og ítölsku
hermannanna í gæsluliði þriggja
þjóða eru komnir til Beirút en 800
bandarískir hermenn neita að
stíga á land fyrr en síðasti ís-
raelski hermaðurinn er farinn frá
borginni. Saad Sayel, háttsettur
maður í hersveitum PLO, var í dag
veginn í fyrirsátri, sem honum var
veitt í Austur-Líbanon. Hann fór
til Sýrlands á dögunum en kom
aftur til Líbanons fyrir viku.
„Innrás“ í Albaníu
brotin á bak aftur
Vín, 28. sept. AP.
YFIRVÖLD í Albaníu sögdu frá því í dag, að hermenn og öryggissveitir hefdu
yfirbugart og „upprætt“ innrásarmenn, sem stigið hefðu á land á Adría-
hafsströnd landsins. í yfirlýsingunni, sem hin opinbera fréttastofa ATA flutti,
sagði, að mennirnir hefðu verið „eftirlýstir, albanskir glæpamenn" en ekki
var sagt hve margir þeir voru.
Mönnum á Vesturlöndum, sem
fróðir eru um albönsk málefni,
finnast þessar fréttir dálítið
skrítnar og sumir hafa látið sér
detta í hug, að þær séu uppspuni
og eigi að leiða athyglina frá öðr-
um atburðum í Albaníu, þessu
lokaðasta landi í heimi. Fréttin
var fyrst flutt í Tirana-útvarpinu í
gærkvöldi og kom nokkru eftir að
framámaður í albanska kommún-
istaflokknum, Ramiz Alia, lét orð
um það falla í útvarpinu, að and-
stöðu væri farið að gæta í landinu.
Talaði hann þar um „innri óvini“,
sem hefðu tekið höndum saman
við rússneska, serbneska og
ítalska óvini þjóðarinnar.
Að sögn Tirana-útvarpsins var
„innrásin“ gerð aðfaranótt sl.
sunnudags og hefði „glæpamaður-
inn Xhevdet Mustafa" stjórnað
henni. Dollarar og ítalskar lírur
fundust á mönnunum, að sögn, og
einnig útvarpssendir, andlitslitur,
alls kyns fatnaður o.fl. Albanskir
sendiráðsmenn á Vesturlöndum,
sem haft hefur verið samband við,
segjast ekkert þekkja til Xhevdet
Mustafa að undanskildum einum,
sem ekki vildi láta nafns síns get-
ið, en hann kvað Mustafa vera
„glæpamann“, sem flúið hefði land
árið 1944.