Morgunblaðið - 29.09.1982, Side 3

Morgunblaðið - 29.09.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 3 „Ríkisstjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu ...“ LÍNURITINU er skipt niður í fjögur tímabil. Frá 1960 til júlí 1971 sat viðreisnarstjórnin við völd, samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Eins og sjá má tók verðbólgan þá stutt stökk en fljótlega náðist aftur stjórn á henni. I júlí 1971 myndaði Ólafur Jóhannesson, fyrra ráðuneyti sitt, en þar sátu, auk framsóknarmanna, ráðherrar úr Alþýðubandalagi og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Á þessum árum stefndi verðbólgan beint upp. í ágúst 1978 myndaði Geir Hall- grímsson ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. í tíð þeirrar stjórnar var gert átak til að hemja verðbólguna og bar það nokkurn árangur en á árinu 1977 hallaðist aftur á ógæfu- hliðina eftir óraunhæfa kjara- samninga (sólstöðusamn- ingarnir). Ólafur Jóhannesson myndaði annað ráðuneyti sitt í lok ágúst 1978, að þessu sinni með ráðherrum úr Alþýðu- bandalagi og Alþýðuflokki, auk framsóknarmanna. Verðbólgan VERÐBOLGA1960-1983 65 '67 69 '71 '73 '75 77 '79 '81 '83 rauk upp, ríkisstjórnin sprakk haustið 1979 og eftir fjögurra mánaða minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins myndaði Gunn- ar Thoroddsen núverandi ríkis- stjórn í febrúar 1980. Ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsens setti sér skýrt mark- mið í baráttunni við verðbólg- una: „Ríkisstjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu, þannig að á árinu 1982 verði verðbólg- an orðin svipuð og í helstu við- skiptalöndum íslendinga," seg- ir í stjórnarsáttmálanum. Samkvæmt honum hefði verð- bólgulínan átt að vera þannig á teikningunni fyrir árið í ár, 1982, að hæsti tindurinn væri eins og 1960. En því miður vantar mikið á að svo sé og spáð er um 60% verðbólgu 1983 eins og fram kemur á teikning- unni. Hér er miðað við vísitölu framfærslukostnaðar. Nýjustu tölur um vísitölu byggingar- kostnaðar sýna um 86% hækk- un verðbólgu á einu ári og láns- kjaravísitalan mælir 84% verðbólguhraða. Viðræður um Keldna- land hefjast innan tíðar: Menn eiga að geta náð saman með góðum vilja — segir Vilhjálmur Lúðvíksson „VIÐ VERÐUM fljótlega til með niðurstöðu og það eina sem ég get sagt, er að ég sé ekki annað en að menn eigi að geta náð saman með góðum vilja," sagði Vilhjálmur Lúð- viksson efnaverkfræðingur í samtali við Mbl. í gær, en hann á sæti í starfshópi sem menntamálaráðherra hefur skipað til að gera úttekt á landþörf Keldna. Ástæða þess er sú að Reykjavík- urborg hefur gert skipulag að svæðinu við Grafarvog, en sam- kvæmt því mun borgin yfirtaka hluta af Keldnalandi. Vilhjálmur Lúðvíksson vildi ekki tjá sig um skýrslu þá sem starfshópurinn er að vinna um þetta efni, en sagðist búast við að hún yrði tilbúin í næstu viku, en þá verður hún af- hent menntamálaráðherra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, sagði að form- legar viðræður við Keldnamenn um yfirtöku borgarinnar á hluta Keldnalands myndu væntanlega hefjast í byrjun næsta mánaðar. Kvað hann skipulagsvinnu af svæðinu vel á veg komna og ekki væri eftir neinu að bíða. Sagði hann að skipulagsnefnd, umhverf- ismálaráð, nokkrir starfsmenn Borgarskipulags og skipulags- hönnuðir hefðu skoðað Grafar- vogssvæðið á mánudag, og hefði þá verið gerð grein fyrir staðhátt- um á svæðinu, miðað við skipulag- ið. Að því loknu hefðu menn heim- sótt Keldur og hitt að máli Guð- mund Pétursson forstöðumann, en hann á sæti í fyrrgreindum starfshópi. Með Ajax þvottaefiii verður misliti þvotturiim alveg jafii hreinn og suðuþvotturinn. Skjanna-hvítur suðuþvottur Ajax þvottaefni inniheldur virk efni sem ganga alveg inn í þvottinn og leysa upp bletti og óhreinindi strax í forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök for- þvottaefni. Tandurhreinn mislitur þvottur Ajax þvottaefni sannar einnig ótvíræða kosti sína á mislitum þvotti, því að hin virku efni vinna jafn vel þó að þvottatíminn sé stuttur og hitastigið lágt. Þvotturinn verður tandurhreinn og litirnir skýrast. Gegnumhreinn viðkvæmur þvottur Viðkvæmi þvotturinn verður alveg gegnumhreinn því að hin virku efni vinnna jafnvel, þó að hitastig vatnsins sé lágt. Blettir og óhreinindi leysast því vandlega upp. Ajax þvottaefni hentar því öllum þvotti jafnvel ... Effektivt vaskepulver til aHe vaskeprogrammer Lágfreyðandi Ajax þýðir: gegnumhreinn þvottur með öllum þvottakerfum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.