Morgunblaðið - 29.09.1982, Side 7

Morgunblaðið - 29.09.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 7 Öllum þeim sem heibrubu mig meb nærveru sinni, gjöf- um, skeytum og símtölum á áttatíu ogfimm ára afmæli mínu, 24. september, þakka ég af alhug. Gub blessi ykk- ur öll. Sveinn Hallgrímsson Lærið vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.00. Ný námskeið hefjast þriðjudaginn 5. október. Vélritunarskóiinn Suöurlandsbraut 20. Til sölu geysifallegur og vel meö farinn DODGE 400, 2ja dyra lúxusfólksbíll. Framhjóladrifinn, meö sjálfskiptingu, vökvastýri, afl- hemlum, lituöum glerjum, plusssætum, rafm.læsing- um, rafm. opnanlegar rúöur og skottlok. Ekinn 11000 km, litur Mahogany-brúnn metalic, Ijósbrúnt vinyl- þak. Teppalagöur í hólf og gólf. Hjólbaröar 14 tommu, vetrarhjólbaröar fylgja. Pioneer-stereoút- varp og segufband, powermagnari og fjórir hátalarar. Verð 355.000 kr. Skipti koma til greina á góöum Range Rover. Bifreiðin er til sýnis aö Ármúla 23, BRIMBORG hf., sími 85870. Dodge 400 —1982 Kennsla hefst í byrjun október Byrjendaflokkar: Tvisvar í viku S Framhaldsflokkar: Tvisvar— i þrisvar í viku. Opnir flokkar: Einu sinni í viku. Aðalkennarar: Sigríöur Ármann og Ásta Björnsdóttir. Innritun í síma: 72154. BRLLETSKÓU 5IGRÍÐRR RRmflm SKÚLACÖTll 32 -34 <>ÓO 1 LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AÐ VANDAORI LITPRENTUN MYNDAMÓTHF. „Matvælavandamálið enn á dagskrá Hin tilvitnuöu orö voru send út af APN, áróðursskrifstofu sovéska sendiráösins í Reykjavík og eru úr grein eftir Mikhail Gorbachyov um sovéskan landbúnaö. Þar kemur fram, aö höfundur telur þaö sérstakt fagnaöarefni aö á árunum 1966—'80 skuli hafa tekist aö „bæta mataræöi" sovésku þjóöarinnar þótt henni fjölgaði um 35 milljónir á þessum árum. Engu aö síður er „matvælavandamálið þó enn á dagskrá hjá okkur", segir greinarhöfundur og vísar til þess aö eftir 65 ára stjórn kommúnista svelta menn enn í Sovét- ríkjunum og myndu veröa hungurmoröa ef þeir fengju ekki matvæli frá Vesturlöndum. Verra og betra atvinnuleysi l>að er engin undantekn- ing frá þeirri reglu, að menn þurfa að setja sig í einkennilegar og sérstakar stellingar, þegar þeir taka sér fvrir hendur að skiptast á skoðunum við I’jóðvilj- ann um atburði á alþjóða- vettvangi. Eins og á var bent í Staksteinum á laug- ardaginn hafa þeir l’jóð- viljamenn nú tekið afstöðu í málefnum NATO — þeir eru ekki lengur á móti bandalaginu en hafa hins vegar ákveðnar skoðanir á því, hvaða varnarstefnu það eigi að fylgja gagnvart vígbúnaði Sovétmanna. I’egar menn töldu innrás frá Sovétríkjunum í Pól- land yfirvofandi, var þeirri skoðun lýst í pjóðviljanum að „lífsháski lýðræðisins" kæmi frá hægri. Með þetta heilræði í huga er vafasamt að treysta mati pjóðvilja- manna þegar þeir taka sér fyrir hendur að setja NATO lífsreglur í hermál- um. En þótt þeir á Þjóðvilj- anum vilji „komast inn í NATO-umræðuna“ halda þeir enn fast við þá skoð- un, að sósíalísk efna- hagskreppa sé betri en kapítalísk, það sé betra að búa við vaxandi atvinnu- leysi undir forsjá jafnað- armannsins Mitterrands í Frakklandi en kapítalist- ans Reagans í Bandarikj- unum. llmmæli þjóðviljans og raunar Tímans líka um þróun efnahagsmála í nágrannalöndum okkar verða ekki skilin á annan veg en þann, að það sé til dæmis betra að vera at- vinnulaus i Danmörku, af því að þar hafa jafnaðar- menn stjórnað, en í Bret- landi þar sem íhaldsmenn hafa farið með völd. Slíkt mat á atvinnuleysi er auð- vitað út í hött, en hitt er þó alvarlegra fyrir hina at- vinnulausu, að í ríkisfor- sjárlöndum, svo sem eins og Frakklandi núna, sjá menn ekki fram á annað en vaxandi ofstjórn og íhlutun rikisins og þar með daprara útlit í atvinnumál- um ef Mitterrand snýr ekki af óheillabraut sósíal- ismans — i Bretlandi og Bandaríkjunum hafa stjórnmálamenn hins veg- ar verið að snúa ofan af ríkisforsjánni og skapa heilbrigð og eðlileg skilyrði til atvinnuuppbyggingar. Árangurinn verður skýrast mældur með því, að gjald- miðlar Bandaríkjanna og Bretlands styrkjast á sama tíma sem verðgildi franska frankans fellur jafnt og þétt. Litlar kröfur l>að er til marks um hin- ar litlu kröfur sem sósíal- istar á Vesturlöndum gera til þjóðfélaganna fyrir aust- an járntjald, að þeir skuli um nokkurra ára skeið hafa hampað llngvtrja- landi sem miklu fyrir- myndarríki og látið í veðri vaka að þar sé jafnvel að finna fordæmi fyrir okkur sem enn búum að nafninu til að minnsta kosti við frjálst hagkerfi. I>essi að- dáun á „efnahagsundrinu“ i llngverjalandi kemur víða fram og af skrifum l>jóð- viljans um málið mætti halda að alþýðubandalags- menn séu að velta þvi fyrir sér að breyta stefnuskrá sinni, falla frá hugmyndum um „pólska kerfið" sem þar er að finna og kjósa frekar „ungversku leið- ina“. f sjónvarpsþætti BBC sem hér var sýndur á mánudagskvöldið var greint frá efnahagsvanda kommúnistaríkjanna í Austur-Evrópu og llng- verjaland tekið sem dæmi vegna þess að þar er ekki allt í kaldakoli. En hver var helsti munurinn á llng- verjalandi og öðrum Austur-Evrópuríkjum? Jú, menn virtust hafa þar nóg að borða. I>að nægir sem sé til að hefja kommúnista- ríki upp á æðsta stall og tala um „efnahagsundur", ef þegnarnir fá nóg að borða og geta valið á milli fleiri en einnar tegundar af kjöti. Samanburðar- fræðin l>egar litið er á hug- myndir l'jóðviljamanna um verra og betra atvinnuleysi í lýðra'ðisríkjunum og lof þeirra um „efnahagsund- ur“ i kommúnistaríkjunum vegna þess að þar svelta þegnarnir ekki, er nauð- synlegt að minna á „sam- anburðarfræðina" sem þeir stunda á Vesturlönd- um er telja sér og skoðun- um sínum fyrir bestu að bera blak af Sovétríkjun- um. l'jóðviljinn hefur lagt sig mjög fram í saman- burðarfræðum, stefið í þeim er þetta: Við berum saman gjörðir Bandarikja- manna og Sovétmanna til dæmis í El Salvador og AfganLstan og komumst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa farið í hringi og ýmsa króka, að þrátt fyrir allt séu Bandaríkin verra risa- veldi en Sovétríkin. I»essa niðurstöðu setjum við síð- an fram með siðferðilegum þjósti og hörðum kröfum um breytta stjórnarhætti á Vesturlöndum, við lýsum „herskáum" ráöamönnum þar og mannvonsku þeirra sem bitnar ekki aðeins á öðrum þjóðum heldur einn- ig þeim sem minna mega sín heima fyrir, þar sem þannig er haldið á málum aö markvisst er stefnt að því að svipta almenning fé- lagslegri þjónustu og gera sem flesta atvinnulausa en fjármunum þess í stað var- ið til að smíða gjöreyð- ingarvopn og semja áætl- anir um takmörkuð kjarn- orkustríð. I>etta er heims- mynd samanburðarfræð- innar og núverandi stefna l’jóðviljans í alþjóðamál- um. Síðasti innritunardagur Jazzballett. Sértimar fyrir eldri borgara. Einkatímar. Sértímar í gömlu dönsunum. Barnaflokkar. Samkvæmisdansar. Freestyle-dansar. Konubeat. Rock n’Roll INNRITUN OG UPPLÝSINGAR KL. 10—12 OG 13—19 Símar r),l:0 20345,24959, 38126, 74444. onnssHfiu KENNSLUSTAÐIR Reykjavík Brautarholti 4, Drafnarfell 4, Tónabær Ársel (Arbæ) Bústaöir Kópavogur Hamraborg 1, Hafnarfjööur Gúttó Seltjarnarnes Félagsheimiliö 2*2$,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.