Morgunblaðið - 02.10.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982
Eflum(eínö>flokk til ábyrgðar
Hausthappdrætti S j álfstæðisflokksins 1982
Bifreiðavinningar að verðmæti kr. 115.000,-
Verð kr. 60,- Dregið 16. október 1982
Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins:
Happdrættið drýgsta
fjáröflunarleiðin
HAWffTHAPPDRÆTTI SjáirsUeðisilokksins stendur nú yfir. Að venju hafa
fiokksmenn um land allt fengið senda happdrættismiða ásamt bréfi frá
formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra fiokksins. í þessu bréfi segir
m.a.:
„Eins og flestum er eflaust í
fersku minni fóru í maí sl. fram
sveitarstjórnakosningar. í þeim
kosningum vann Sjálfstæðis-
flokkurinn stórsigur og endur-
heimti m.a. meirihluta sinn í höf-
uðborginni, Reykjavík. Þessi sigur
vannst vegna góðrar málefna-
stöðu og öflugs sameiginlegs
átaks þúsunda karla og kvenna
sem styðja stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn
færir öllu þessu fólki bestu þakkir
fyrir ómetanlegan stuðning.“
Þá segir og í bréfinu: „Sjálf-
stæðisflokkurinn leitast við að
halda uppi öflugu stórnmnála- og
félagsstarfi árið um kring. Fjár
til þess starfs aflar flokkurinn hjá
stuðningsmönnum sínum. Happ-
drætti flokksins eru ein drýgsta
fjáröflunarleiðin og nú er enn á
ný leitað eftir stuðningi þínum við
flokkinn og þess farið á leit við
þig að þú styrkir flokkinn með
kaupum á happdrættismiðum."
Að sögn framkvæmdastjóra
flokksins, Kjartans Gunnarsson-
ar, er fjárhagsstaða flokksins nú
mjög erfið vegna mikils kostnaðar
við sveitarstjórnakosningarnar sl.
vor og því afar brýnt að flokks-
menn bregðist vel við og geri góð
skil í happdrættinu. Vinningarnir
í happdrættinu eru 3 Colt-fólks-
bifreiðir að verðmæti um 48.000,-
kr. hver. Afgreiðsla happdrættis-
ins í Reykjavík er í Valhöll, Háa-
leitisbraut 1, s. 82900, en dregið
verður 16. október nk.
Norræna húsiö:
Sýning á verkum
álensks málara
Yfirlitssýning á verkum álenska
málarans Guy Frisks verður opnuð í
sýningarsölum Norræna hússins í
dag.
Guy Frisk kom hingað til lands
fyrir ári og setti upp sýningu á
samtímalist frá Álandseyjum í
Norræna húsinu. Hann kemur því
ekki við að vera viðstaddur opnun
sýningar sinnar nú, en Helgi
Gíslason myndhöggvari hefur sett
upp sýninguna.
Á sýningunni í Norræna húsinu
eru 95 verk, olíumálverk, vatns-
litamyndir, teikningar og verk
unnin með blandaðri tækni. Ný-
skipaður sendiherra Finnlands á
Islandi, Martin Isaksson, sem er
frá Álandseyjum flytur ávarp við
opnunina.
5
Strengjasveit Tónlistarskólans:
Hafnaði i fjórða sæti
á mótinu í
STKENGJASVEIT TónlisUrskólans í
Reykjavík hafnaði í fjórða sæti alþjóð-
legrar keppni strengjasveiU, sem lauk
á fimmtudagskvöld í Belgrad í Júgó-
slavíu. Hlaut sveitin átU þúsund
krónur í verðlaun.
Fjöldamargar sveitir kepptu í
Júgóslavíu, og varð sveit Tónlist-
arskólans ein þeirra sjö er komust í
úrslit. Sveitin var eina sveit nem-
enda á mótinu, allar hinar sveitirn-
ar voru skipaðar atvinnufólki. Sveit
Tónlistarskólans skipa 11 hljóð-
færaleikarar, tveir piltar og níu
Belgrad
stúlkur, öll á aldrinum 15 ára til
22ja. Stjórnandi er Mark Reedman.
Strengjasveitinni gekk sem fyrr
segir mjög vel í allri keppninni og
árangur hennar telst mjög góður,
en reynsluleysi háði íslendingunum
á lokasprettinum, þegar margir
tónleikar voru haldnir með stuttu
millibili.
Félagar í strengjasveitinni kost-
uðu sig að mestu leyti sjálfir til far-
arinnar, en frá menntamálaráðu-
neyti kom þó 5 þúsund króna styrk-
ur og auk þess 20 þúsund króna
styrkur frá Reykjavíkurborg.
Akranes:
Jónas Guðmundsson
með málverkasýningu
Jónas Guðmundsson opnar á
laugardaginn málverkasýningu í
Bókasafninu á Akranesi.
Á sýningunni verða rúmlega
30 verk og eru það myndir mál-
aðar á þessu og síðasta ári. Sýn-
ing Jónasar verður opin frá
14—22 á laugardögum og
sunnudögum, en á öðrum dög-
um á venjulegum opnunartíma
bókasafnsins.
Sýningunni lýkur sunnudag-
inn 10. október næstkomandi.
Jónas Guðmundsson
Haukur Ingibergsson
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Framsókn-
arflokksins
Á fundi framkvæmdastjórnar
Framsóknarfiokksins sl. fimmtudag
var Haukur Ingibergsson ráðinn
framkvæmdastjóri Framsóknar-
flokksins og tekur hann við starfinu
hinn 1. janúar nk. af Þráni Valdi-
marssyni sem gegnt hefur þessu
starfi í 35 ár.
Á þessum sama fundi ákvað
flokksstjórn Framsóknarflokksins
að boða til flokksþings dagana
13.—15. nóvember, en siðasta
flokksþing Framsóknarflokksins
var haldið í mars 1978.
Eldur í fjár-
húshlöðu
Klds varð vart i fjárhúshlöðu á bæn-
um Hæringsstöðum í Stokkseyrar-
hreppi um klukkan 19.30 á miðviku-
dagskvöldið. Er talið að um sjálfs-
íkveikju hafi verið að ræða út frá hita
í heyinu, og skemmdist talsvert magn
af heyi. Hlaðan skemmdist á hinn
bóginn ekki.
Slökkviliðið á Stokkseyri kom á
vettvang og gekk tiltölulega greið-
lega að slökkva eldinn, en ekki ligg-
ur enn fyrir hversu mikið tjón
bóndans á Hæringsstöðum er.
a ■ i /-\ a r-» r-. „ r. rt r. AMkikiiiniiA rnt ■ / ■ jn aa jn nn A
LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 10.00 -18.00
MITSUBISHI 983 MITSUBISHI
MITSUBISHI
CORDIR
FRAMHJÓLADRIF - SPARNAÐARGÍR A\ \}j
FRAMHJÓLADRIF - SPARNAÐARGÍR
|h]heklahf
Laugavegi 170-172 Sími 21240