Morgunblaðið - 02.10.1982, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.10.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 7 Innilegar þakkir til allra, sem á margan hátt glöddu mig á 80 ára afmcelinu 6. sept. si Guö blessi ykkur. Magöalena Guðlaugsdóttir Þambárvöllum. Lítil saumastofa til sölu. Hagstætt fyrir 2 konur sem vilja vinna sjálf- stætt. Tilheyrandi húsnæöi og lítið verzlunarpláss til leigu. Tilboö merkt: „Miöbær — 2002“, sendist Mbl. BMW 728 árg. 78 NORSKAR SÆNGUR Mjúkar, hlýjar, þvottekta, léttar Ungbarnasæng stærö 80 x 100 cm kr. 267.00 Barnasæng stærö 100 x 140 cm kr. 402.00 Fulloröinssæng stærö 140 x 200 cm kr. 702.00 Thermo sæng stærö 140 x 200 cm kr. 821.00 Thermo sæng stærö 140 x 220 cm kr. 1.018.00 Ungbarnakoddi stærö 35 x 40 cm kr. 76.00 Koddi stærö 40x60cm kr. 111.00 Koddi stærö 50 x 70 cm frá kr. 235.00 Sendum um land allt Opiö til kl. 4 í dag laugardag. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A. Sími 86112. í tilefni af því aö Þjóðviljinn hefur lýst þessa mynd af verð- bólguþróuninni falska er hún birt að nýju. í Staksteinum er órökstuddum fullyröingum Þjóöviljans um myndina svaraö. Myndritin og Þjóðviljinn Korystugrein Þjóðviljans á fimmtudaginn hét Myndrít Morgunblaðsins og var tilefni hans myndin af verðbólguþróuninni síð- an 1960 sem hér er endur- birt. í upphafl forystugrein- arinnar segir hlaðið, að myndrit þau sem Morgun- blaðið birti um þróun efna- hagsmála í landinu og byggð eni á tölulegum upp- lýsingum úr gögnum Þjóð- hagsstofnunar eða gögnum frá Alþingi séu „yflrleitt til þess atluð að gefa falska og mjög villandi mynd af pólitískum staðreyndum." Ekki rökstyður Þjóðviljinn þessa fráleitu. almennu fullyrðingu sína frekar enda er hér um róg af verstu gerð að ræða sem á rætur að rekja til þess, að Þjóðviljinn hefur með öllu gefist upp við að verja með málefnalegum hætti störf og stefnu þeirra ríkis- stjórna sem hann hefur stutt á öngþveitistímanum frá 1978. Eftir þennan almenna formála ræðst Þjóðviljinn síðan harkalega á myndina af verðbólguþróuninni frá 1960 og segir að með henni sé verið að koma „allri sök á hérlendri verðbólgu yflr á herðar þeirra ríkisstjórna, sem Morgunhlaðið kallar vinstri stjórnir.“ Siðan seg- ir Þjóðviljinn: „Samkva'mt myndriti Morgunblaðsins þá var verðbólgan rétt um 40%, þegar ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hrökklað- ist frá völdum í ágúst 1978. ]>etta er Ld. vísvitandi föls- un hjá Morgunhlaðinu, því hvarvetna liggja á lausu þær upplýsingar Þjóð- hagsstofnunar, að síðustu 12 mánuðina, sem ríkis- stjórn Geirs llallgrímsson- ar sat að völdum ha'kkaði framfærslukostnaður um 51,7% ... Þess vegna er Geir okkar verðbólgukóng- ur, þótt Morgunblaðið birti fölsuð línurit til að fela þá eínfiildu staðreynd." Það þarf svo sannarlega mikla bíræfni að slá þeim fullyrðingum fram, sem Þjóðviljinn gerir — mynd- ritið sýnir betur en nokkuð annað hve fráleitar þær eru. Þau ár sem Alþýðu- bandalagið á menn í ríkis- stjórn er ástandið versL Talnaleikur Þjóðviljans í forystugreinum Þjóð- viljans fara menn með töl- ur að hætti kommúnista um víða veröld. I*eir sem lesa yfirlýsingar ráða- manna í kommúnistaríkj- unum komast fljótlega að raun um það, að þeim mun verra sem ástandið verður þeim mun glæsilegri verða talnaraðirnar. l*ótt þjóðirn- ar svelti sitja flokksbrodd- arnir og þjónar þeirra og þylja tölur um að allt gangi eins vel og best verði á kosið, að vísu sé við dálítið „matvælavandamál" að stríða en þjóðinni sé séð fyrir nægilega næringar- ríkri fæðu (frá Póllandi berast þær fréttir að þar sé aðeins til nóg af sígarettum og vodka). Lítum nú á tölur um verðbólguna frá stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar á ár- inu 1978 en þá fóru fram alþingiskosningar síðustu helgina í júni. í þeim misstu stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Kramsóknarflokkur, svo mikið fylgi að Ijóst var að breyting yrði á stjórninni. Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag tóku forystu um myndun nýrrar ríkisstjórn- ar og settust í vinstri stjórn undir forsæti Ólafs Jó- hannessonar 1. september 1978. Hm tveggja mánaða skeið þá um sumarið sat bráðabirgðastjórn undir forsæti Geirs Hallgríms- sonar sem gat ekki annað en haldið í horflnu en um haustið fóru verðbólguhjól- in að snúast hjá vinstri stjórninni sem lofaði öllum gulli og grænum skógum. iH'ssa framvindu mála er auðvelt að staðfesta með tölum: Haustið 1977 byggð- ust spár og áætlanir á því, að hækkun verðlags á ár- inu 1978 yrði að meðaltali 30% frá upphafl til loka þess árs. f ársbyrjun 1978 var Ijóst, að hækkunin frá upphafl til loka ársins yrði hærri en 30% og meðal annars á þeim forsendum var gripið til þeirra úrræða sem allar stjórnir Alþýðu- bandalagsins síðan hafa einnig notað, að skerða verðbætur á laun. Spár gengu þó ekki fram sem skyldi. f yfirliti um fram- vindu efnahagsmála sem Þjóðhagsstofnun gaf út eft- ir alþingiskosningarnar og dagsett er 30. júní 1978 segir meðal annars: „Sé ekki gert ráð fyrir áhrifum af nýjum kjarasamningum fyrir áramót (1978/79, innsk. Mbl.) virðast horfur nú á, að framfærsluvísital- an hækki um 38% frá upp- hafi til loka ársins. iH'tta er talsvert meiri hækkun en ætlað var eftir efnahags- ráðstafanirnar í febrúar, og valda því að talsverðu leyti áhrif launahækkana sam- kvæmt bráðabirgðalögun- um í maí." Samkvæmt yflr- ■iti Þjóðhagsstofnunar var verðbólgan frá upphafl til loka árs 1978 39,2%. Þarna kemur einmitt fram sú tala sem myndrit Morgunblaðs- ins byggir á og Þjóðviljinn segir að sé uppspuni og fals. Krá upphafl til loka árs 1979 var verðbólgan hins vegar 60,6%. Kyrir þá sem búnir eni að gleyma því má geta þess að bráðabirgðalögin i maí 1978 sem juku hraða verð- bólgunnar að mati Þjóð- hagsstofnunar voru sett vegna þrýstings frá verka- lýðshreyflngunni, sem þá barðist undir flokkspóli- tiskrí forsjá Alþýðuflokks- ins og Alþýðubandalagsins. HLJÓMPLÖTUR - KASSETTUR Stórkostleg rýmingarsala Höfum innkallaö allar okkar eldri stórar plötur og kassettur og nú á allt aö seljast, því þessir titlar veróa ekki framar til sölu í verslunum. Gífurlega fjölbreytt úrval af vönduóu íslensku efni á plötum og kassettum. Kaupendur úti á landi: hringíö eða skrifið eftir lista. EITT VERÐ Á ÖLLU: PLATA EÐA KASSETTA Á AÐEINS KR. 40.- D(tG0RT óhl'sT UjÖOáLESTOR kórsöngur harmo NIKOMÓSIK POPMÓSIK einsöngur °SK. Apun «>: Sn % OPID ALLA DAGA 9—18 SG-HLJÓMPLÖTUR ÁRMÚLA 38. SÍMI 84549

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.