Morgunblaðið - 02.10.1982, Side 10

Morgunblaðið - 02.10.1982, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 10 Höggmyndasýning Ólafar Páls- dóttur vekur athygli í London Ólöf Pálsdóttir, mynd- höggvari hélt fyrir skömmu sýningu á verkum sínum í London. Sýndi hún þar 36 höggmyndir af ýmsum stærðum, eldri og yngri listaverk. Sýningunni var afar vel tekið og sóttu hana um 400 manns, sem þótti mjög góð aðsókn á svo óheppilegum árstíma. The Times sagði myndarlega frá sýningunni og birti stóra mynd af einni höggmyndanna og af lista- konunni og hennar var einn- ig getið í öðrum blöðum. Sýningin stóð frá 14. til 21. september og sóttu hana ýmsir þekktir forstöðumenn listasafna, m.a. forstöðu- menn Tate Gallery og óskuðu þeir eftir að fá í hendur myndir af verkunum og upplýsingar um þau. Ólöf Pálsdóttir hefur áð- ur, meðan hún var í Kaup- mannahöfn haft högg- myndasýningu í Englandi — í boði Cambridge-háskóla í Kettle Yard, sem þykir mik- ,11 heiður í Englandi. Meðal þeirra, sem boðið hefur ver- ið að sýna í Kettle Yard, má nefna hina heimsfrægu ensku myndhöggvara Henry Moore og Barböru Hep- worth en Ólöf var, ásamt dönskum listmálara, fyrsti listamaðurinn frá Norður- löndum sem boðið hefur ver- ið að sýna þar. Einnig var henni boðið ásamt fleirum að sýna höggmyndir sínar í Isling- ton Town Hall, 1978. En sýning Ólafar nú var fyrsta einkasýning hennar í London. Kom þangað fólk úr öllum stéttum og margt víðsvegar að. Þótti merki- legt hve vel hún var sótt, þar sem júlí til október þykja mjög daufir sýningarmán- uðir. Frá sýningu Olafar Pálsdóttur myndhöggvara í London í september sl. T.v. á myndinni má sjá gifsafsteypu af „Tónlistarmanninum", styttu Ólafar af cellóleikaranum Erling Blöndal Bengtson. 1 Listamaðurinn á tali við sýningargesti, myndhöggvarann Minu Syma (t.v.) og Robert Thomas, varaforseta Konunglega breska myndhöggvarafélagsins. Forstöðumaður Tate Gall- ery, dr. David Brown, skrif- ar um verk Ólafar að það hafi veitt sér mikla ánægju að skoða þau og kallar þau stórfengleg. Ward Green, einn aðal- listgagnrýnandi „Art Re- view“ segir það vera sér „Negrastúlka“ mikið ánægjuefni að skrifa um listaverk sem fylli hann jafn mikilli aðdáun og verk Ólafar Pálsdóttur og nefnir hinn hreina styrkleika þeirra. Hinn þekkti listmál- ari Joseph Hermann segir um Ólöfu að hinir miklu hæfileikar hennar sjáist hvað best í því hve verk hennar eru öflug og form þeirra fullkomið. Magnús Magnússon sagði í tilefni af opnun súningar- innar að það væri glæsilegur viðskilnaður við London að halda meiriháttar listsýn- ingu og halda þannig við minningunni um störf þeirra hjóna í London. Þá hefur Konunglega breska myndhöggvarafélag- ið, The Royal Society of British Sculptors", boðið Ólöfu að sýna á þeirra veg- um við fyrstu hentugleika. Borgarlista- maðurinn Bragi Myndlist Valtýr Pétursson Bragi Asgeirsson er annar listamaðurinn sem notið hefur þeirra launa, sem Reykjavíkur- borg úthlutar árlega. Á seinasta ári var það Magnús Tómasson, sem naut sömu launa. Það mun vera ætlast til, að viðkomandi styrkþegi sýni árangur af vinnu sinni, hvort heldur um er að ræða myndlistarmenn eða aðra listamenn. Magnús hélt stóra sýningu á listahátíð og kvittaði þannig fyrir sig. Nú hefur Bragi Ásgeirsson opnað viðamikla sýn- ingu á myndverkum sínum að Kjarvalsstöðum. Bragi sýnir þarna hvorki meira né minna en 88 myndverk, sem gerð eru í olíulitum og akryl að mestu. Þetta er dálítið ótrúlegt, þegar þess er gætt, að Bragi sýndi í báðum sölum Kjarvalsstaða fyrir aðeins tveim árum. Það verður því með sanni sagt, að hann hafi notað tíma sinn vel að undanförnu, og verða afköst hans að teljast ótrúleg. Það er langt síðan Bragi Ás- geirsson öðlaðist sinn persónu- lega svip sem málari. Hann hef- ur unnið í áraraðir sem fullmót- aður listamaður, og þessi sýning hans gefur ekki til kynna, að um neinar miklar breytingar sé að ræða hjá Braga. Það er helst í efnisvaíi, sem má finna nýjung- ar. Hann virðist vera að færast meira og meira í fang með fígúr- una í málverki sínu og ég er ekki frá því, að einmitt þær myndir, er byggðar eru á nekt módelsins, eins og til dæmis nr. 7 „Værð“, séu í flokki þess áhugaverðasta á þessari sýningu. Þarna eru einn- ig nokkrar andlitsmyndir, sem mér leist vel á. Það er auðséð á þessari sýningu, hve vel Bragi hefur notað aðstöðu sína, fyrr í sumar, annars allt nýtt. Ég held, að þær ályktanir megi draga af þessari sýningu og einnig af sýn- ingu Magnúsar Tómassonar, að það fyrirkomulag að veita mönn- um starfslaun í heilt ár sé Bragi ÁsgeirsHon hjá nokkrura verka sinna. örvandi og af hinu góða fyrir þá listamenn, er verða fyrir valinu. I þessi tvö skipti hefur vel til tekist, og vonandi verður upp- teknum hætti haldið. Það mætti nefna mörg verk, sem eru þess virði að þeim sé veitt eftirtekt á þessari sýningu Braga, en ég fer hér fljótt yfir sögu og nefni aðeins það sem ríkast er í huga mér eftir að hafa séð sýningu Braga oftar en einu sinni: nr. 6, nr. 7, nr. 42, nr. 43, nr. 45 og nr. 53. Allt eru þetta verk, sem mér féllu vel í geð, og verður þessi upptalning að nægja hér. Minna fannst mér til koma, hvað varðar myndseríuna „Tilbrigði jarðar". Þar verka hlutirnir nokkuð þungt og verða of einhliða. Sumstaðar í þessum verkum Braga má finna vissa póetíska rómantík, sem fellur vel að litameðferð hans. Hann bygg- ir verk sín yfirleitt á beinskeytt- ari hátt og nær því oft furðu ákveðnum tilgangi í verk sín. Þessi sýning Braga er með því besta sem hann hefur látið frá sér fara, og það má vel óska hon- um til hamingju með afrakstur síðustu missera. Það má með nokkrum sanni segja, að þarna sé misjafn sauður í mörgu fé, en samt er betri hliðin sigurvegar- inn í þetta skiptið. Ég hef kallað Braga borgar- listamann hér í þessum línum. Það er mikill titill, og ég vona, að hann fyrtist ekki við að bera svo virðulegt heiti. Nú er hans styrk- þegaskeið brátt á enda, og annar fær sama titil. Að lokum vil ég aðeins minnast á, hve vel hefur valist í þessa stöðu og vonast til að áframhald verði í samræmi við byrjunina. Valtýr Pétursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.