Morgunblaðið - 02.10.1982, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982
Póstur og sími
Jarðstöð til móttöku
sjónvarpsefnis
fyrir varnarliðið
PÓSTIJK og sími hcfur tekift aA sér
art rcisa jarðstöA til móttöku á sjón-
varpscfni fyrir sjónvarpsstöð varn-
arliðsíns á Keflavikurflugvelli, að
sögn Gústafs Arnar, yfirverkfræð-
ings Pósts og síma. Stöðin verður
staðsctt á rifarsfclli, við hlið jarð-
stöðvarinnar Skyggnis. Nýtt loftnet
vcrður reist, sem er 13 metrar í
þvermál, en það er talsvcrt minna en
loftnet Skyggnis. Tækjabúnaði verð-
ur að mestu komið fyrir í þeim bygg-
ingum sem fyrir eru á ÍJIfarsfelli.
Kinnig verður sett upp örbylgjuleið
frá IJIfarsfelli að sjónvarpsupptöku-
salnum á Keflavikurflugvelli.
Utvarps- og sjónvarpsþjónusta
Bandaríkjahers hefur tekið á leigu
þluta af gervitungli frá Intersat
til sjónvarpssendinga allan sól-
arhringinn til herstöðva Banda-
ríkjahers víðsvegar um heiminn.
Áður en þeir gerðu samninginn
við Póst og síma höfðu þeir gert
samning við Breta um sendingar
til herstöðvar á eyju í Kyrrahafi.
Að sögn Gústafs Arnar er
samningurinn við útvarps- og
sjónvarpsþjónustu Bandaríkja-
hers til 5 ára frá þeim tíma talið,
sem stöðin kemst í notkun, en það
er áætlað að verði í febrúar, ef
engar óvæntar tafir verða á fram-
kvæmdum. Póstur og sími verður
eigandi stöðvarinnar, en Banda-
ríkjamenn greiða stofnkostnaðinn
sem er tæplega 1 milljón dollara,
og einnig upphæð árlega á samn-
ingstímanum, sem nemur rekstr-
arkostnaði.
Egilsstaðir:
650 nemendur í
þremur skólum
K^ilsslöAum, 27. spplcmbor.
Á Kgil.sstöðum eru þrír skólar með
hartnær 650 nemendur. I>eir hófu
störf nú fyrri hluta mánaðarins. Kg-
ilsstaðir bera þvi í vaxandi mæli
svipmót skólabæjar þegar haustar
að.
I Egilsstaðaskóla, sem er
grunnskóli með forskóia, eru 320
nemendur í 14 bekkardeildum.
Kennaralið hefur verið mjög stöð-
ugt við skólann undanfarinn ára-
tug — en þar starfa 26 kennarar
og munu þeir allir hafa fullgild
starfsréttindi.
Menntaskólinn á Egilsstöðum
tók til starfa 6. þ.m. Nemendur
eru 220 talsins — þar af 15 í öld-
ungadeild. Skólinn tók til starfa
haustið 1979 og hefur þegar út-
skrifað 52 stúdenta. Ef að líkum
lætur mun skólinn útskrifa hundr-
aðasta stúdentinn að vori.
Að sögn rektors, Vilhjálms Ein-
arssonar, verður að synja fjölda
nemenda um skólavist á hverju
hausti vegna skorts á heimavist-
arrými.
Tónskóli Fljótsdalshéraðs er nú
að hefja sitt 12. starfsár. Nem-
endafjölgun hefur verið mjög ör í
Tónskólanum. Nú hefja þar nám
um 110 nemendur — en kennarar
eru þrír.
— Ólafur
frímínútum.
Ljósm. Mbl.: Ólafur.
Adam og Eva
Krlingur Gislason og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum.
Leiklist
Olafur M. Jóhannesson
ADAM <K; KVA
Möfundur: Guðmundur Steinsson.
Tónlist: Gunnar Keynir Sveinsson.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Leikmynd og búningar: l’órunn S.
Porgrimsdóttir.
Leikstjóri: María Kristjánsdóttir.
Eftir leikveturinn 1865—66 kom
Sigurður Guðmundsson málari því
til leiðar að stofnaður var sjóður
til eflingar leikmennt í Reykjavík.
I gjafabréfi lýsa styrktarmenn
sjóðsins svo viðhorfi sínu til leik-
listarinnar: „Vér ... erum gagn-
teknir af hinni sömu hugsun að
leikir, bæði gleði- og sorgarleikir,
hafi menntandi áhrif á þjóðirnar
um leið og þeir gefa mönnum sak-
lausa skemmtun." Ekki get ég sagt
að andrúmsloftið við frumsýningu
Garðveislu Guðmundar Steinsson-
ar hafi verið jafn tært og sú hug-
sýn er menn sáu 1866 — miklu
fremur gætti frammi í sal viðlíka
taugatitrings og verður stundum
vart á ellefubíói. Það hafði nefni-
lega spurst út að Garðveisla væri
dálítið djörf, jafnvel dónaleg. Og
þegar leikstjórinn er spurður
hvers vegna tveir leikendur gengu
úr skaftinu svarar hann íbygginn
„... hér er um innanhússmál að
ræða sem ekki verður rætt í fjöl-
miðlum."
Er nema von að menn hafi verið
spenntir á frumsýningunni og
jafnvel búist við uppþoti. Slíkt
væri nú ekki dónalegt í skamm-
deginu. Nú, en hvað gerðist á
frumsýningunni? Ekkert dónalegt
bar fyrir augu enda fáránlegt að
búast við slíku frá jafn einlægum
og vandvirkum höfundi og Guð-
mundi Steinssyni. En var þá ekki
eitthvað sem hrærði upp í leik-
húsgestum og vakti þá af dróma
hversdagsins? Jú. Eitt atriði vakti
í það minnsta sterka hrifningar-
öldur með þeim er hér talar.
Leikmynd og búningar Þórunnar
S. Þorgrímsdóttur ásamt lýsingu
Ásmundar Karlssonar náðu slík-
um tökum á undirrituðum að hann
fann sig í öðrum heimi meðan á
sýningu stóð. Líkt og hann gengi í
björg og nyti þar sérkennilegrar
myndasýningar. En er það kostur
að hafa jafn áhrifamikla sviðs-
mynd og hér um ræðir? Ég dreg í
efa að svo sé. Sviðsmynd má ekki
skyggja á þá lífsmynd sem er
dregin upp á sviðinu. Ef við tökum
hliðstætt dæmi úr tónlist þá er
ekki æskilegt að undirleikarinn
skyggi á einsöngvarann. Hitt er
svo aftur augljóst mál að verulega
magnaður söngvari á létt með að
skyggja á undirleikarann.
Því miður vex texti Garðveislu
Guðmundar Steinssonar ekki yfir
hina hátimbruðu leikmynd Þór-
unnar og Ásmundar. Að mínu
mati eru tvær ástæður fyrir því að
verkið kveikti ekki í áhorfendum
frumsýningarkvöldið. í fyrsta lagi
er þar fátt nýstárlegt að finna.
Hversu oft höfum við ekki barið
augum verk sem fja.Ha um
breyskleika mannsins? Sam-
kvæmt Biblíunni leiðir sá breysk-
leiki til dómsdags, sú er og niður-
staða Guðmundar Steinssonar í
Garðveislunni. Á miðöldum var al-
gengt að menn færðu upp leikrit
og leikþætt.i þar sem komist var að
nákvæmlega sömu niðurstöðu og í
þessu nýjasta verki Guðmundar
Steinssonar. Að vísu skeytir Guð-
mundur inn nýstárlegum atriðum
sem tengjast kvenréttindabaráttu,
firringu og öðru slíku sem skotið
hefur upp kollinum í seinni tíð.
Þar með verður skýring hans á
dómsdegi öllu flóknari en hjá höf-
undum fyrrgreindra miðalda-
verka. En ekki held ég nú að mál-
efni eins og kvenréttindabarátta
og firringin alræmda megni að
vekja sterkar tilfinningar í brjósti
áhorfandans. í það minnsta ekki í
því samhengi sem þau eru sett í
Garðveislu Guðmundar Steinsson-
ar. Þessi mál verður að lýsa í
snarpara ljósi en þar er gert. Ég
vil taka fram að auðvitað er sá
Myndbrot frá bernskudögum sem
hafa gerjazt og orðið að skáldsögu
— segir séra Bolli Gústafsson um bók sína „Vorganga í vindhæringi“
„ÉG VAR langt kominn með þetta
verk, þegar ritverkasamkeppni Al-
menna bókafélagsins var auglýst.
Þvi er samkeppnin ekki kveikjan
að þessu verki, en hún hefur ef til
vill flýtt eitthvað fyrir því, að það
yrði fullgert. Bókin er þannig upp-
byggð, að hún er ýmist í Ijóðum
eða óbundnu máli, en Ijóðin eru
þó óhefðbundin. Með þessu formi
reyni ég að segja sem mest í sem
fæstum orðum og nota því mikið
lýsandi orð,“ sagði séra Bolli
Gústafsson í Laufási, er Morgun-
blaðið ræddi við hann í tilefni
þess, að nú er að koma út á vegum
Almenna bókafélagsins bók eftir
hann, Vorganga í vindhæringi, í
framhaldi ritverkasamkeppni
bókafélagsins.
Hvers vegna velur þú þetta
form?
„Ég hef lengi verið að leita að
formi, sem hentar tjáningarþörf
minni. Og komizt helzt að raun
um, að smásmíðin, sem ekki er
bundin af hefð íslenzkrar Ijóða-
-gerðar,- en er -þó t -ná-nd við ljóð
eða á mörkum ljóðs og sögu, sé
ákjósanlegur farvegur.
„Ég rakst á þetta heiti, smá-
smíði, í grein, sem þjóðkunnur
maður ritaði fyrir allmörgum ár-
um og fjallaði meðal annars um
tékkneskar bókmenntir. Þar
minnist hann auðvitað á höfuð-
snillinginn Jaroslav Hasek og
beinskeytta stríðsádeilu hans,
söguna um góða dátann Svejk, en
jafnframt fer höfundur mörgum
sterkum orðum um annan höf-
und, Tsj apek, sem ekki mun
kunnur hér á landi. Um hann seg-
ir höfundur, að hann sé mikill
listamaður í smásmíði, eða því,
sem Þjóðverjar nefna Klein-
kunstler. Ég þekki ekki verk
Tsjapeks, en lausleg skilgreining
á viðfangsefnum hans varð mér
uppörvun og hvatning, án þess að
ég reikni með að verða höfuð-
skáld. Það er glíman við smáfelld
viðfangsefni, sem ég hef áhuga
fyrir, löngunin til að bregða
þannig upp skýrum myndum af
innra og ytra lífi fólks í fáum
orðum."
Hvert er sögusvið bókarinnar og
hver er kveikja verksins?
Séra Bolli Gústafsson.
Ljósmynd Mbl. Emilía.
„Þetta litla skáldverk er ekki
heimsádeila, heldur fjallar um
fólk á krossgötum. Sveitafólk,
sem hefur setzt að á mölinni á