Morgunblaðið - 02.10.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982
17
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir STEVEN R. HURST
Sovéskir hermenn við öllu búnir á landamærum Sovétríkjanna og Kina
Eru sættir að takast milli
Kínverja og Sovétmanna?
Viðræður Sovétmanna og Kínverja, sem væntanlegar eru í Peking á
næstunni, eru ekki taldar munu marka timamót í samskiptum þjóðanna.
Samt sem áður er það talið til marks um nokkra sáttfýsi af hálfu
Kínverja, að þeir skuli yfirleitt hafa fallist á að ræða ágreiningsmálin
milli þessara tveggja risavelda heimskommúnismans.
Hvorug þjóðin hefur gefið
út formlega tilkynningu
um viðræðurnar og eftir
sovéskum heimildum er haft, að
í mesta lagi verði rætt um
dagskrá frekari funda í framtíð-
inni. Það vekur þó athygli, að í
sovéskum fjölmiðlum hefur að
undanförnu kveðið við annan tón
þegar fjallað er um kínversk
málefni og lítið borið á skæt-
ingnum og skömmunum í garð
ráðamanna í Kína.
Það hefur heldur ekki farið
framhjá ráðamönnum í Kína, að
þeir eru ekki lengur sakaðir um
útþenslustefnu og t.d. þegar
skýrt var frá breytingunum á
forystuliði kínverska kommún-
istaflokksins á dögunum var það
gert án nokkurra athugasemda.
„Á síðustu mánuðum hafa sov-
éskir fjölmiðlar verið aldrei
þessu vant mjög hlutlausir í
frásögnum sínum," er haft eftir
vestrænum sérfræðingi í sam-
skiptum Sovétmanna og Kín-
verja.
Til þessa hafa Kínverjar ekki
Ijáð máls á neinum pólitískum
tilslökunum við Sovétmenn, en
hins vegar hafa þeir aukið við þá
samskiptin á öðrum sviðum eins
og í efnahags- og menningar-
málum. f ágúst sl. var helsti sér-
fræðingur Kínverja í sovéskum
málum, Yu Hong-liang, sendur
til Moskvu og búist er við, að
aðstoðarutanríkisráðherra Sov-
étríkjanna, Leonid F. Ilyichev,
verði í forsvari fyrir sendinefnd-
inni í Peking í næsta mánuði.
Ilyichev var síðast í Peking
1978 þegar rætt var um landa-
mæradeilur þjóðanna, en þær
hafa staðið með hléum allt frá
1%9 þegar til blóðugra átaka
kom á landamærunum við Uss-
uri-fljót. Þessar viðræður voru
farnar að bera nokkurn árangur
þegar Sovétmenn réðust inn í
Afganistan í desember 1979, en
þá versnaði allur vinskapur með
þjóðunum á nýjan leik. Raunar
voru þær komnar það langt, að
til stóð að undirrita nýjan vin-
áttusamning milli þeirra vorið
1980, á þrjátíu ára afmæli gamla
samningsins, en af því varð sem
sagt ekki af fyrrgreindum
ástæðum.
Sovétmenn biðu átekta í tvö
ár, en seint á síðasta ári fóru
þeir að þreifa aftur fyrir sér í
Peking. Kínverjar veittu þá þau
svör, að ekki væri tímabært að
taka upp viðræður milli þjóð-
anna, en Rússar gáfust ekki upp
við svo búið. í febrúar sl. ítrek-
uðu þeir enn beiðni sína og báðu
Kínverja um að nefna stað og
stund og þótt kínverskir ráða-
menn hafi ekki gefið formleg
svör, er haft eftir talsmanni
utanríkisráðuneytisins í Peking,
að nú sé talið rétt að huga að
nýjum viðræðum, eða þegar
„nægur undirbúningur" hefur
farið fram.
Leonid I. Brezhnev, forseti
Sovétríkjanna, var á ferð í Tash-
kent, höfuðborg sovétlýðveldis-
ins Uzbekistan, fyrr á þessu ári
og var þá mjög sáttfús í garð
Kínverja. „Við höfum aldrei
krafist og krefjumst ekki nú
neins lands af Kínverjum og er-
um reiðubúnir til viðræðna um
ágreiningsmál ríkjanna með
hagsmuni þeirra beggja að leið-
arljósi," sagði Brezhnev. Kín-
verjar svöruðu þessum ummæl-
um heldur kuldalega. Sögðust
þeir ekki þurfa á yfirlýsingum
Rússa að halda, heldur að þeir
uppfylltu í raun þau skilyrði,
sem Kínverjar setja fyrir nýjum
viðræðum.
Kínverjar halda því fram, að
landsvæði á stærð við allt ís-
land, 103.600 ferkílómetrar, eigi
með réttu að tilheyra þeim og
þeir krefjast þess einnig, að 45
sovésk herfylki, sem staðsett eru
meðfram rúmlega 7000 km löng-
um landamærum ríkjanna, verði
dregin til baka. Að auki vilja
Kínverjar, að Sovétmenn hætti
aðstoðinni við Víetnama, sem
gerir þeim síðarnefndu kleift að
halda uppi stjórn Heng Samrins
í Kambódíu, og krefjast brott-
flutnings sovéska herliðsins frá
Afganistan.
Brezhnev lét þessar dræmu
undirtektir Kínverja ekkert á sig
fá og í ræðu, sem hann flutti í
Baku, höfuðborg Azerbaijan, nú
fyrir skemmstu, kvað hann Sov-
étmenn telja það „afar mikil-
vægt að eðlileg samskipti" gætu
orðið aftur með þeim og Kínverj-
um. Sagði hann það mundu
verða báðum þjóðunum í hag
þegar fram í sækti.
Haft er eftir heimildum innan
Sovétríkjanna, að þar í landi séu
menn vissir um að Kínverjar
vilji í raun bæta við þá sam-
skiptin vegna þeirrar efnahags-
legu endurnýjunar, sem nú er
stefnt að í Kína. Sovétmenn sjá
sér líka mikinn hag í því. Ef þeir
geta fækkað í herliði sínu við
kínversku landamærin, geta þeir
aftur fjölgað í innrásarliðinu í
Afganistan og Brezhnev er sagð-
ur vilja gera það að sínu síðasta
stórvirki, og kannski aleina, að
koma þessum kommúnísku ris-
um aftur í eina sæng.
Sérfræðingar á Vesturlöndum
líta svo á, að með því að friðmæl-
ast við Sovétmenn vilji Kínverj-
ar leggja áherslu á, að þeir séu
hvorugum háðir, Bandaríkja-
mönnum eða Sovétmönnum, og
komast þannig aftur til vegs og
virðingar meðal þjóða þriðja
heimsins. Sv.S sneri
Barnanáttföt
Barnanærföt
Hagstætt verö
Franskir gæöaskór fyrir börn frá fæöingu til ca.
2ja ára.
Vetrarsendingin komin
Athugiö í dag iaugardag
er opiö til kl. 4