Morgunblaðið - 02.10.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982
19
Sprengingar
á N-Spáni
Bilbao, Spáni, 1. október. AP.
AÐEINS nokkrum klukkustund-
um eftir að hógværari armur að-
skilnaðarhreyfingar Baska
(ETA) tilkynnti að hann hefði
hætt allri vopnaðir baráttu, urðu
gífurlegar sprengingar víða i
N-Spáni, en enginn mun hafa
slasast.
Lögreglan segir að spreng-
ingarnar hafi skemmt mikið
fjóra banka og einnig hafi
nokkrar stjórnarbyggingar
orðið illa úti, en hún álítur að
þetta séu verk öfgafullra úr
ETA, en þeir eru taldir bera
ábyrgð á meira en 300 pólitísk-
um morðum, og er það liður í
baráttu þeirra fyrir aðskilnaði
við Spán.
Hinn svokallaði hernaðar-
armur ETA hefur tilkynnt að
hann muni halda áfram vopn-
aðri baráttu allt þangað til
fullur sigur vinnst og fullt
sjálfstæði Baskalands hefur
náð fram að ganga.
Þrír flokksforingjar, Franz-Josef Strauss, Helmut Kohl og hans-Dietrich Genscher, á fundi með fréttamönnum sl.
þriðjudag þegar þeir höfðu komið sér saman um að fella Helmut Schmidt.
„Þjóðin mun ekki gleyma
þessari framkomu ykkar“
— sagði Helmut Schmidt, fyrsti kanslarinn, sem felldur er með vantrausti
Bonn, I. október. AP.
HELMUT Kohl, formaður Kristilega demókrataflokksins, var í dag kjörinn
sjötti og jafnframt yngsti kanslari Vestur-Þýskalands eftir að samþykkt hafði
verið vantrauststillaga á Helmut Schmidt. Er þetta í fyrsta sinn sem starf-
andi kanslari er felldur með vantrausti en atkvæði féllu þannig á þingi, að
256 greiddu því jáyrði en 235 voru á móti. Þremur stundarfjórðungum síðar
kvaddi Schmidt embætti sitt við hátíðlega athöfn hjá Karli Carstens, forseta
Vestur-Þýskalands.
Áður en til atkvæðagreiðslunn-
ar kom á þingi flutti Helmut
Schmidt ræðu og fór óblíðum orð-
um um andstæðinga sína. „Þjóðin
mun ekki gleyma þessari fram-
komu ykkar um mörg ókomin ár,“
sagði Schmidt. „Að vísu brýtur
hún ekki í bága við lagabókstafinn
en siðferðilega réttlætingu á hún
sér enga.“ Schmidt sagði, að þeir,
sem nú ætluðu að hrekja hann úr
embætti, væru ekki nógu trúverð-
ugir því að þeir vildu nýja ríkis-
stjórn án þess að leita fyrst um-
boðs frá þýsku þjóðinni.
Schmidt var harðorður um fyrr-
um samstarfsmenn sína, frjálsa
demókrata, sagði, að þeir hefðu
notað nafn sitt sjálfum sér til
framdráttar i síðustu kosningum
en nú hefðu þeir svikið hann.
„Formaður frjálsra demókrata
(Hans-Dietrich Genscher) lýsti
því yfir á þingi flokks síns 6. júní
1980, að sá, sem greiddi flokki
hans atkvæði, tryggði um leið að
Helmut Schmidt yrði áfram
kanslari ... og með nafn mitt á
kosningaspjöldum flokksins fékk
hann mjög góða kosningu," sagði
Schmidt. „Síðan hefur hann smám
saman étið allar sínar yfirlýsingar
ofan í sig.“
Schmidt var í miklum ham þeg-
ar hann flutti ræðu sína og minnti
kristilega demókrata á, að þeir
hefðu heitið Þjóðverjum kosning-
um 6. mars nk. ef þeir fengju bara
að taka við kanslaraembættinu
fyrst. „Mér þykir það afar ólíklegt,
að þið munið leysa upp þingið í
janúar nk. svo að unnt verði að
kjósa 6. mars,“ sagði hann, „en
viljið þið ekki vera svo vænir að
lýsa því yfir hér á þingi og frammi
fyrir allri þjóðinni, að þið ætlið að
standa við stóru orðin og efna til
kosninga 6. mars.“ í ræðu sinni
rifjaði Schmidt einnig upp störf
og stefnu stjórnar sinnar og
kvaðst óttast að Kohl myndi spilla
fyrir þeim árangri, sem náðst
hefði í bættum samskiptum aust-
urs og vesturs, aukinni einingu
Evrópu og félagslegum velferð-
armálum.
„Þetta er mikill dagur í sögu
Flýði til V-Þýskalands
Miinchen, 1. október. AP.
NÍTJÁN ára gamall tékkneskur hermaður flýði í gær yfir til Vestur-
Þýskalands og bað um pólitískt hæli í Bæjaralandi, samkvæmt heimild-
um frá lögreglunni þar i dag.
Hermaðurinn var ekki vopn-
aður er hann kom til V-Þýska-
lands og greinilegt er, að hann
komst undan óséður. Engum
skotum mun hafa verið skotið.
Ungi maðurinn segir óánægju
með stjórnmálalegt og efna-
hagslegt ástand í Tékkóslóvakíu
vera orsökina fyrir flóttanum.
vestur-þýska þingsins," sagði
Helmut Kohl eftir að vantraustið
á Schmidt hafði verið samþykkt
með sjö fleiri atkvæðum en til
þurfti. „Þegar raunverulegt lýð-
ræði sýnir sig á þennan hátt er
það sönn lýsing á frelsinu ...
Stjórn mín mun leitast eftir því í
störfum sínum að finna meðalveg-
inn. Við munum ekki ná markmið-
inu með því að berast á banaspjót,
heldur með því að taka höndum
saman." Kohl sagði, að brýnasta
verkefni stjórnarinnar væri að
koma efnahagslífinu á réttan kjöl
og að síðan yrði málunum áfrýjað
til kjósenda á þeim tíma, sem um
hefði verið talað, 6. mars nk.
Rainer Barzel, fyrrum kanslara-
efni kristilegra demókrata, réðst
mjög harkalega á stefnu fyrrver-
andi stjórnar og einkum í utanrík-
is- og efnahagsmálum. „Okkar
staður er ekki á milli austurs og
vesturs,“ sagði hann og átti þá við
tilraunir Schmidts til að halda
Þjóðverjum i hæfilegri fjarlægð
frá stórveldunum samtímis því að
vera í NATO. „Með báða fætur í
Atlantshafsbandalaginu munum
við rétta út sáttahönd til austurs,
en ekki annan fótinn líka.“
Eftir fréttaskeytum að dæma
lögðu frjálsir demókratar fátt til
málanna í þessum umræðum.
Israel:
Kahan verður
forseti rann-
sóknarnefndar
Tel Aw, I. október. AP.
YITZHAK Kahan, forseti hæstarétt-
ar í fsrael, hefur ákveðið að vera
sjálfur formaður nefndarinnar, sem
rannsaka mun fjöldamorðin í Beirút
að því er tilkynnt var í Tel Aviv í
dag. Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, skoraði i gær á fsra-
el og Arabaríkin að setjast að samn-
ingaborði og finna lausn á deilumál-
unum í Miðausturlöndum, sem væru
eins og „opin und á samvisku mann-
anna“.
í nefndinni, sem rannsaka skal
fjöldamorðin, verða auk Kahans
Yona Efrat, fyrrum hershöfðingi,
sem á sínum tíma tók virkan þátt
í sjalfstæðisbaráttu ísraela, og
Aharon Barak, hæstaréttardóm-
ari, sem getið hefur sér mikið orð
sem gáfumaður og lögvitringur.
Nefndinni munu fáar skorður
settar við rannsóknina og getur
krafist vitnisburðar jafnt her-
manna sem borgara og sjálfs for-
sætisráðherrans. Gert er ráð fyrir
að rannsóknin taki tvo til fjóra
mánuði.
George P. Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, flutti í
gær ræðu á þingi Sameinuðu þjóð-
anna þar sem hann skoraði á ís-
raela og Araba að leiða deilurnar í
Miðausturlöndum til lykta og
sagði, að palestínska þjóðin ætti
„óvefengjanlegan" rétt á eigin
landi. Síðar átti hann tveggja
stunda fund með utanrikisráð-
herra Sýrlands, Abd Al-Halim, og
að honum loknum sagði taismaður
Shultz, að staðfestar hefðu verið
fyrri yfirlýsingar sýrlensku
stjórnarinnar um að hún vildi
flytja 30.000 manna herlið sitt frá
Líbanon ef ísraelar gerðu slíkt hið
sama.
Norður-írland:
Lögreglumaður
skotinn til bana
Beirast, N-írUndi, I. október. AP.
LÖGREGLUMAÐUR var skotinn til
bana er hann var á leið til vinnu
sinnar á litlu vélhjóli í skemmtigarði
í gær, samkvæmt heimildum lögregl-
unnar.
Enginn hefur lýst sig ábyrgan
fyrir tilraeðinu, en lögreglan segist
gruna að írski lýðveldisherinn eigi
þarna hlut að máli.
hjá
okkur
kl. 10—5 í dag
KM
-húsgögn,
I.ani'holtsvegi 111, Keykjavík,
símar 37010 — 37144.
KÍKTU VIÐ, ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI