Morgunblaðið - 02.10.1982, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982
22
Tónlistarskóli Reykjavlkur:
Ráðstefna mynd-
listarkennara
Félag íslenskra myndlistarkenn-
ara gengst fyrir ráðstefnu dagana
1. og 2. október nk. í Myndlist-
arskólanum í Reykjavík. Ráðstefn-
an er einungis ætluð myndlistar-
kennurum og er fyrirhugað að
ræða ýmis mál sem þá varða. Þar
verður tekið til umfjöllunar eitt af
þeim mörgu atriðum sem Kenn-
arasamband íslands vakti athygli
á sl. vetur en þá gekkst KÍ fyrir
mikilli herferð um skólamál. Þar
var fjallað m.a. um aðstöðu og að-
búnað til list- og verkgreina-
kennslu og nemendafjölda i bekkj-
ardeildum. Er það eitt af stærstu
vandamálum sem myndlistarkenn-
arar eiga við að etja til að geta
unnið samkvæmt námsskrá.
A einu fjölmennasta þingi
norrænna myndlistarkennara
sem haldið var hér á landi í
sumar var rætt um stöðu mynd-
listarkennslu á Norðurlöndunum
og reynt að leita leiða til bættrar
og aukinnar myndlistarkennslu í
skólum. Þá var og fjallað um
mismun á menntun myndlist-
arkennara á Norðurlöndunum en
íslenskir myndlistarkennarar
þykja standa þar best að vígi
hvað faglega menntun snertir
enda fer menntun þeirra fram í
listaskóla (sem er 4ra ára nám)
en svo er ekki á hinum Norður-
löndunum.
Ut frá stöðu og hlutdeild
myndmenntar í íslenskum
grunnskólum er ætlunin að
fjalla um nýútkomna skýrslu
Forsvarsmenn ráðstefnu myndlisUrkennara.
forskólanefndar en hún fjallar
um breytt skipulag á kennslu 6, 7
og 8 ára barna og þykir ástæða
til að ræða um skýrsluna og þá
einkum þá liði er varða mynd-
listarkennslu þessara aldurs-
hópa og framkvæmd hennar.
I tengslum við þessa ráðstefnu
FÍMK sem sótt verður af mynd-
listarkennurum víðs vegar að af
landinu verður opnuð sýning á
námsgögnum sérstaklega ætluð-
um til myndlistarkennslu. Sýn-
ingin er á vegum Námsgagna-
stofnunar í samvinnu við FÍMK.
Sýningin verður opnuð í húsa-
kynnum stofnunarinnar á
Laugavegi 166 föstudaginn 1.
október kl. 17 og stendur til 8.
október.
Frá æfingu hjálparsveitanna, — ungur skáti æfir sig í munn-við-munn-
aðferðinni.
„Þegar sekúnd-
ur skipta máliu
Handhæg bók um
fyrstu hjálp seld um
allt land í dag
Liðlega eitt þúsund félagar í
hjálparsveitum skáta ásamt sölu-
fólki úr skátafélögunum munu á
laugardaginn ganga í hús og selja
nytsama bók, sem áreiðanlega
mun vel tekið. Þetta er bókin
Fyrsta hjálp í umferðinni, — und-
irtitillinn er „þegar sekúndur
skipta máli“.
Að sögn þeirra félaganna í
Landssambandi hjálparsveita
skáta kemur bókin að góðu
gagni víðar en í umferðinni.
Enginn veit hvar slysin eiga eft-
ir að verða, og þá er ekki lakara
að hafa bók sem þessa við hend-
ina, því mjög handhægt og
fljótlegt er að fletta upp í henni
og átta sig á hvað gera skal.
„Fyrstu mínúturnar eftir
bílslys geta skipt sköpum fyrir
slasaða," segir í bókinni. Það
skiptir því oft á tíðum mestu
máli hver viðbrögð þeirra verða,
sem fyrstir koma á slysstað.
Bókina eru menn fljótir að lesa,
og komi til þess að þeir þurfi að
nálgast hana í hanskahólf bíls
síns vegna slyss, þá er fljótlegt
að átta sig á hvað gera skal.
„Það er takmark okkar að
bókin verði í hverjum bíl, í
sjúkrakössum, í skipum og bát-
um, á heimilum og vinnustöðum.
Sem sagt alls staðar þar sem
slys geta orðið", sagði Nína
Hjaltadóttir á skrifstofu Lands-
sambands hjálparsveita skáta.
Sagði Nína að auk þess sem bók-
in væri svar skátanna við hinni
uggvænlegu slysabylgju, þá
væri vonast til að hagnaður yrði
af útgáfunni en honum yrði var-
ið til kaupa á fjarskiptatækjum
fyrir deildirnar, sem er orðið
ærið aðkallandi mál.
Stjömubíó:
Morð vegna
björgunar
Stjörnubíó hefur tekið til sýninga
bandaríska kvikmynd, sem nefnist
„Hinn ódauðlegi'*.
Fjallar myndin um geðsjúkling,
sem myrðir tvær manneskjur og
er særður lífshættulega á flótta.
Með nýjum læknavísindum er Hfi
hans bjargað og um það hefst svo
togstreita og fleiri morð fylgja í
kjölfarið.
í helsta hlutverkinu er Chuck
Norris.
Úr kvikmyndinni „Hinn ódauðlegi**.
Bíóhöllin:
Félagarnir
frá Max-bar
Bíóhöllin hefur hafið sýningar á
bandarísku kvikmyndinni Félagarnir
frá Max-Bar.
Myndin hefst á sjálfsmorðstil-
raun manns nokkurs, sem síðan
eftir langa sjúkrahússlegu verður
gengið inn á bar, sem Max rekur. A
barnum eignast hann nýja vini og
kunningja, sem hjálpa honum yfir
erfiðleikana og út í lífið á nýjan
leik.
I aðalhlutverki er John Savage.
Úr kvikmyndinni „Madame
Emma.
Fáskrúðsfjörður:
Fyrsta síld-
in söltuð
FáskrúAsfirði, 30. aeptember.
FYRSTA síldin var söltuð hér á Fá-
skrúðsfirði í dag, en vélskipið Guð-
mundur Kristinn kom hér í gær-
kvöldi með milli 4 og 5 hundruð
tunnur af sild er veiðst hafði norður
undir Bakkafirði. Síldin er söltuð í
Pólarsíld hf.
Hér hefur seinnipartinn í dag
verið versta veður, rok og rigning,
en nú í kvöld er tekið að draga úr
því aftur.
— Albert.
Úr kvikmyndinni „Félagarnir frá
Max-Bar“.
Samkomu-
lag um verð
á hörpudiski
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins ákvað á fundi sínum í
gær eftirfarandi lágmarksverð á
hörpudiski frá 1. september til 30.
nóvember 1982:
Hörpudiskur í vinnsluhæfu
ástandi:
a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg
kr. 3,60. b) 6 cm að 7 cm á hæð,
hvert kg kr. 2,95.
Afhendingarskilmálar eru
óbreyttir.
Samkomulag varð í yfirnefnd-
inni um verð þetta. í yfirnefnd
áttu sæti Bolli Þór Bollason sem
var oddamaður nefndarinnar,
fulltrúar kaupenda voru Eyjólf-
ur Isfeld Eyjólfsson og Marías
Þ. Guðmundsson, fulltrúar selj-
enda voru Ágúst Einarsson og
Ingólfur Ingólfsson.
Regnbog-
inn sýnir
Madame
Emma
Regnboginn hefur hafið sýn-
ingar á kvikmyndinni „Madame
Emma“ með Romy Schneider,
hinni nýlátnu leikkonu, í aðalhlut-
verki. Kvikmyndin er frönsk, gerð
undir stjórn Ariel Zeitoun.
í upplýsingum kvikmynda-
hússins segir að myndin byggi á
sönnum viðburðum um hug-
rakka fjármálakonu, sem varð
hálfgerð þjóðsaga í París á
þriðja tug aldarinnar. Hún hét
Marthe Hanan, en í myndinni er
hún nefnd Emma Ecjhert. Hún
uð, en hafði frábærar gáfur, sér-
staklega er varðaði kaupsýslu.
Hún einsetti sér að hjálpa hin-
um efnaminni gegn hinu ríka og
volduga bankaveldi og tókst það
að nokkru. En það varð henni
dýrkeypt.
Handrit gerði Georges Con-
chon, kvikmyndun sá Bernard
Zitzerman um, tónlist er eftir
Ennio Morricone. Litir eru frá
Eastman. Leikstjóri er Francis
Girod.
Leiðrétting
í samtali við Þorvarð örnólfs-
son, framkvæmdastjóra Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur í Morg-
unblaðinu í gær, var ranglega haft
eftir honum, að Krabbameinsfé-
lagið hefði sent lækna til Vest-
fjarða, að halda þar erindi hjá
kvenfélögunum á svæðinu um
mikilvægi krabbameinsleitar. Hið
rétta er, að það er í undirbúningi
og er þess vænst að af því geti
orðið um miðjan október. Eru
hlutaðeigandi beðnir velvirðingar
á mistökunum.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík-
HLUTAVELTA ÁRSINS
verður í húsi SVFÍ á Grandagarði á morgun, sunnudag 3. okt. kl. 2 e.h.
Fjöldi góðra muna, engin núll. -,nðar’
PeyK,wKr“,ð S^iör9un0r
Kvennadeildin