Morgunblaðið - 02.10.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982
23
Minning:
Asta Sigurlaug
Tryggvadóttir
Fædd 7. júlí 1939
Dáin 25. seplember 1982
Kveðja frá vinkonum
Ásta Sigurlaug lést á heimili
sínu, Skólabraut 2, Garði, laugar-
dagsmorguninn 25. september síð-
astliðinn, aðeins 43 ára að aldri.
Hafði hún átt við alvarlegan
sjúkdóm að stríða í rúmt ár og
dvalið á sjúkrahúsi af og til, og nú
síðustu fjórar vikurnar alfarið í
lungnadeild Landspítalans, utan
þess að hún fékk að vera heima
um helgar og kvöldið áður en hún
lést dreif hún sig heim með sínum
alkunna dugnaði, þvi heima hjá
fjölskyldunni, sem var henni allt,
dvaldi hugurinn sem var henni
allt og í faðmi fjölskyldunnar fékk
hún að kveðja þennan heim með
þeirri reisn sem henni var ásköp-
uð.
Ásta var fædd 7. júlí 1939 að
Bjarnastöðum í Garði. Foreldrar
hennar voru hjónin Björg Guð-
laugsdóttir og Tryggvi Einarsson.
Var hún fjórða í röðinni af sjö
systkinum, en þau eru: Einar,
Tobías látinn, 1974, Helga, Ásta,
Kristín, Ólafur og Tryggvi Björn.
Ásta var snemma bráðþroska og
fór fljótt að hjálpa til á stóru
heimili. Innan við fermingu fór
hún að vinna fyrir sér við fisk,
síldarstörf og kaupavinnu, eða þa.
til hún stofnaði sitt eigið heimili
ung að árum með eftirlifandi
manni sínum, Kristni Þorsteins-
syni frá Siglufirði.
Bjuggu þau í mörg ár í litlu
húsi, Steinboga, niður við sjóinn,
en byggðu síðar fallegt heimili að
Skólabraut 2, og bjuggu þar síðan.
Þau eignuðust fimm börn: Guð-
björgu, Sigurð Aðalbjörn, Aðal-
björn Heiðar, Björgu og Guðrúnu.
Barnabörnin eru tveir litlir dreng-
ir.
Margt var það í fari Ástu sem
verður ógleymanlegt. Má þar telja
áræði, kjark og þor. Ekki var í
hennar eðli að gefast upp og það
ætlaði hún sér ekki gagnvart þeim
sjúkdómi sem lagði hana að velli.
Hún efaðist aldrei um að hún
mundi sigra fram til hinstu stund-
ar, enda kjarkur hennar óbugandi.
Ásta var blátt áfram og hisp-
urslaus, léttlynd og kát, átti auð-
velt með að blanda geði við fólk,
ómissandi í vinahópi. Orðheppin
og á stundum kannski eilitið
frökk, engum þó til skaða, heldur
þvert á móti höfðu flestir gaman
af.
Hún var ástrík eiginkona og
móðir, hreinleg og iðin, natin við
saumaskap og handavinnu hvers-
konar sem prýddi hennar heimili.
Hörkudugleg og ánægðust virtist
hún vera þegar hún sá ekki út úr
því sem hún hafði að gera.
Hún hafði um margra ára skeið
verið húsvörður við samkomuhús-
ið í Gerðum, ásamt manni sínum,
og eignaðist þar marga góða vini
meðal gesta hússins. Umboðsmað-
ur Morgunblaðsins og fleiri dag-
blaða var hún einnig. Og í nokkur
ár sá hún um dagleg þrif barna-
skólans.
Á þessu má sjá að hún sat sjald-
an auðum höndum, enda féll henni
sjaldan verk úr hendi.
Ásta var falleg kona, há og
beinvaxin, dökk á brún og brá,
tíguleg og kvenleg í fasi og vakti
athygli hvar sem hún fór, vinsæl
og vinamörg og þótti öllum vænt
um hana.
Ásta átti sérstaklega sam-
heldna fjölskyldu og mikið ástríki
var milli föður hennar og systk-
ina, en fyrir fjórum árum urðu
þau fyrir þeirri þungu sorg að
bróðir þeirra og móðir létust með
viku miilibili og ári seinna lítill
bróðursonur. Og í janúar
síðastliðnum lést svo tengdafaðir
Ástu, sem hún virti mjög og dáði,
langt um aldur fram. Þessu tók
Ásta með stakri ró og jafnaðar-
geði.
Þann 4. júlí síðastliðinn var
mikill hátíðardagur í lífi Ástu og
Kristins, en þann dag voru litlu
drengirnir skírðir og má segja að
það hafi verið einn síðasti ham-
Minning:
Jónína Kr. Eyjólfs-
dóttir í Dal
Fædd 26. janúar 1901.
Dáin 13. september 1982
Hún amma er dáin. Mörg okkar
sem vorum saman komin til þess
að kveðja hana í Borgarneskirkju
18. september sl., gátu tekið sér
þessi orð í munn enda sagði amma
mér þegar ég sýndi henni nýfædda
dóttur mína í sumar, að sú litla
væri 97. afkomandi sinn.
Þrátt fyrir að við værum svona
mörg trúi ég að hvert einstakt
okkar eigi sér ljúfar og persónu-
legar minningar um samskiptin
við þessa hjartastóru konu.
Græna hliðið fyrir stiganum
niður í kjallarann, myndirnar í
stofunni, sem slúttu svo ótrulega
þar sem þær héngu á veggjunum
upp undir lofti og harður trébekk-
urinn á eldhúsgólfinu voru mér í
æsku endalaus rannsóknarefni í
heimsóknunum til ömmu í Dal.
Þegar maður svo óx upp úr út-
prjónuðu vettlingunum og ullar-
hosunum hennar, sem hún bjó til
á allan skarann, og komst eins og
sagt er til vits og ára, lærði maður
enn betur að meta mannkosti
hennar. Hún var með afbrigðum
minnug og viðræðugóð og ætt-
fræði var nokkurs konar sérgrein
hennar. Þá var varla rætt svo um
atburði og dægurmál að hún kynni
ekki vísu, sem varpaði ljósi á um-
ræðuefnið eða tengdist því á ann-
an máta.
Þessi fáu orð mín eru harla
ófullkomin og mega sín lítils við
að lýsa minningunni um ömmu í
Dal. Hún hafði þá kosti, sem
okkur skortir svo mjög nú á tím-
um; þrautseigju, nægjusemi,
náungakærleik og vilja til þess að
láta gott af sér leiða. Reynum að
feta í fótspor hennar, þannig varð-
veitum við minninguna um hana
best.
Við kveðjum öll góða konu.
Olafur Ingi Ólafsson
ingjudagur í lífi hennar því eftir
það fór að halla undan fæti.
I byrjun ágúst dreif hún sig
samt fársjúk til Akureyrar og átti
hún og maður hennar þar dásam-
lega daga hjá skyldfólki hans.
Ásta var hamingjusöm og lífs-
glöð og finnst okkúr sárt að sjá á
eftir henni í blóma lífsins, eins
dugleg og hún var til síðustu
stundar.
Að lokum þökkum við henni
samveruna allt frá æskudögum.
Hér með er fyrir hönd fjöl-
skyldu hinnar látnu sendar alúð-
arþakkir til lækna og hjúkrunar-
fólks lungnadeildar Landspítalans
fyrir frábæra umönnun og ástúð í
hennar garð.
Við vottum eiginmanni, börnum
og ástvinum öllum dýpstu samúð,
biðjum þeim og henni Guðs bless-
unar.
Ingibjörg og Kristín
Hún var aðeins ellefu ára, er við
hjónin fluttum hingað í Garðinn
og foreldrar hennar áttu húsið
hinu megin við götuna. Fljótlega
varð mikill samgangur á milli
heimilanna og í 32 ár hefur aldrei
borið skugga á þá vináttu.
Eftir að Ásta giftist, byggðu
þau hjónin húsið sitt hér steinsnar
frá, svo segja má að við höfum
búið hér hlið við hlið blómann af
ævi okkar.
Þótt Ásta tæki ekki þátt í nein-
um opinberum störfum, var hún
ein af þessum þörfu konum lands-
ins, sem elskaði og sá vel um
heimili sitt, börn og mann. Hún
var ætíð kát og glöð og hress í
framkomu, líka þegar hún barðist
við sín veikindi. Það hefur stórt
skarð verið höggvið í þessa fjöl-
skyldu þar sem móðir hennar og
bróðir dóu í sömu vikunni fyrir
fáum árum.
Hún giftist ung Kristni Þor-
steinssyni frá Siglufirði og eiga
þau fimm börn, yngsta 8 ára, og
eru þau öll mannvænleg og dugleg.
Ég fyllist harmi er ég hugsa til
þess að vina mín, aðeins 43 ára, er
farin frá ástvinum sínum 0g öllu
sem henni var kært og er sárt
saknað af öllum sem til hennar
þekktu.
Foreldrar Ástu voru Björg Guð-
laugsdóttir og Tryggvi K. Einars-
son og er óhætt að segja að hún
fékk tryggð og skapfestu í arf frá
þeim.
Börn Ástu og Kristins eru Guð-
björg, Sigurður, Aðalbjörn, Björg
og Guðrún.
Ég bið Guð að styrkja ástvini
hennar í þessari erfiðu raun og
innilegustu kveðjur okkar hjón-
anna fylgja henni til landsins
ókunna.
Ósk
Aldrei kemur það betur fram en
þegar dauðinn ber að garði hversu
mikilvægar minningar eru í lífi
okkar.
Við viljum geyma minningu um
góða mágkonu, og þökkum fyrir
allar ógleymanlegar stundir sem
við áttum saman í gegnum árin.
Því alltaf var Ásta kát og glöð
hvar sem hún var og hrifust allir
með af lífsgleði hennar og dugn-
aði. Hún hefur um langt skeið átt
við veikindi að stríða sem síðan
drógu hana til dauða en alltaf var
hún hress og glöð þegar maður
heimsótti hana og sagði alltaf að
þetta færi nú að batna. Við ætluð-
um ekki að fara að rekja ættir
Ástu, en hún var fædd og uppalin
í Garðinum og hefur alltaf átt
heima þar. Hún var gift Kristni
Erlendi Þorsteinssyni og áttu þau
5 efnileg börn og 2 barnabörn.
Kiddi minn, börn og aðrir ástvinir,
megi Guð blessa ykkur og styrkja
á kveðjustund og um ókomin ár.
Sibba og Jóhann
SPURÐU NÁNAR ÚT 1 -
18354 gata tromluna
50% vatnsspamaðinn
40% sápuspamaðinn
25% tímaspamaðinn
efnisgæðin
byggingarlagið
lósíuleysið
lúgustaðsetninguna
iúguþéttinguna
ytra lokið
denparana
þýða ganginn
stöðugleikann
öryggisbúnaðinn
hitastillinguna
spamaðarstillingar
taumeðferðina
hægu vatnskælinguna
lotuvindinguna
þvottagæðin ......
/rQnix
HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420
KOMDU OG REYNSLUGAKKTU NÝJU
K-BUXURNAR FRÁ KÓRONA, ÞÆR ERU FÁAN-
LEGAR í FLANNEL-FLAUELS-OG TWILL VEFNAÐI.
BANKASTRÆTi 7 • AÐALSTRÆTI4
Ný efnisblanda
ull+terylene+lycra
AUGLÝSINGASTOFA KRISTlNAR HF 7.190