Morgunblaðið - 02.10.1982, Side 36

Morgunblaðið - 02.10.1982, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 nefc/'iAnn r) Ég hef bara. t\JÖ sett cvf hörtcluim, þu skilur.'" Nýi galdralæknirinn er kunnur Hann heldur því fram að þetta barnalæknir! hvetji fiskana ef þeir skyldu koma upp á yfirborðið! HÖGNI HREKKVÍSI „SVAFSTU S\JOUA TA^T... f" Hverjir skyldu hafa valið Jóni Birgi viðmælendur — sem lofa og prísa kínverska einræðið? SJ. skrifar 2. september: „Velvakandi góður. I Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir Jón Birgi Pétursson um lífið í Kínaveldi. Hann er sagður hafa ferðast þangað austur með kór Öldutúnsskóla. Af grein þess- ari verður ekki betur séð en Kín- verjar hafi höndlað mikla ham- ingju í einræði Kommúnista- flokksins, sem á heimsmet í manndrápum samkvæmt Heims- metabók Guinness, en hún byggir á áreiðanlegum tölum bæði frá Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um. Jón segir að Kínverjar lifi að vísu við heldur þröngan kost mið- að við okkar lífskjör, en þeir séu ákaflega hamingjusamir, lífsglað- ir og ánægðir með stjórnarfarið. Mörg undanfarin ár hef ég reynt að fylgjast með því helsta sem skrifað hefur verið um Kína á Vesturlöndum. Tel ég því óhætt að fuliyrða, að lýsing Jóns Birgis stangast fullkomlega á við frá- sagnir þeirra manna, sem best þekkja til mála austur þar. Þessir sérfróðu menn, sem m.a. byggja rit sín á frásögnum fjölda kín- verskra flóttamanna víða að úr Kína, lýsa landinu sem hálfgerð- um þrælkunarbúðum. Þjóðin lifi við hið ömurlegasta hlutskipti, haldin ótta við algjört lögregluríki Kommúnistaflokksins. „Ein úr Nýja-Miðbænum“ skrif- ar 23. september: „Hr. Velvakandi! Ég les þig daglega og er áskrif- andi og oft orðið vör við að þú birtir gömul kvæði og vísubrot fyrir fólk. Nú langar mig að biðja þig að gera svo vel að birta fyrir mig gamalt kvæði sem ég heyrði í útvarpinu og þá reyndust þetta vera miklu fleiri erindi en ég þekki. Ég kann tvö fyrstu erind- in, þau eru svona: Segðu mér söguna aftur söguna þá í gær um litlu stúlkuna ljúfu með ljósu flétturnar tvær. Velvakandi hvetur les- endur til aö skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðiaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Sá íslendingur, sem hvað lengst hefur dvalist í Kína, Skúli Magn- ússon, sendi félögum sínum á ís- landi einmitt slíkar lýsingar frá hinni austrænu paradís fyrir all- mörgum árum sbr. „SÍA-skýrsl- urnar“, sem margir þekkja. Væri sannarlega forvitnilegt að heyra álit Skúla á ferðasögu Jóns Birgis, því að hann þekkir það Kína, sem blaðamaðurinn fékk ekki að sjá. Ég man eftir þessum 2 vísum sem oft voru sungnar í mínu ungdæmi. Gott þætti mér ef þú vildir gjöra svo vel að grennslast um hvort þú eða einhver annar kann afganginn af þessu ljóði. Ég kann eitt erindi enn sem ég held að sé svona: Var hún ekki fædd uppi á íslandi og alin þar uppá sveit. Send var hún suður á sveitina með saknaðartárin heit. „Kæri Velvakandi! Mig langaði til að þakka for- ráðamönnum Landakotsskóla fyrir ágæta ferð, sem farin var sl. laugardag (25. sept.) upp á Kjal- arnes, með nemendur og gesti þeirra. Ekið var í fjórum rútum að fé- lagsheimili Flugleiða. í fjörunni þar fyrir neðan var kveikt bál, Eftir alla þá reynslu sem Vest- urlandabúar hafa haft af sýnis- ferðum í hina austrænu sælureiti, er það furðulegt, að enn skuli menn láta blekkjast af gatslitnum Potemkin-tjöldum valdhafanna, sem breski blaðamaðurinn Paul Johnson lýsti svo vel í grein sinni í Morgunblaðinu fyrir nokkru. „Þið vilduð láta blekkjast," minnir mig að Johnson hafi haft eftir Kín- verja einum sem fór með vestræna ferðalanga í sýnisferðir. Hverjir skyldu hafa valið Jóni Birgi þá viðmælendur, sem lofa og prísa einræðið kínverska? Skyldi blaðamaðurinn íslenski hafa ferngið tækifæri til að ferðast um á eigin spýtur, ræða við fólk og kynnast lífskjörum þess að sinni vild? Ef svo er ekki, ætti það að vera lágmarksskylda blaðamanns að taka fram að hann hafi aðeins rætt við þar til kjörnar málpípur valdamanna, og alhæfi um stjórn- arfarið í fjölmennasta ríki verald- ar út frá ummælum þeirra. Það jaðrar við móðgun við blaðalesendur að ætla að bjóða þeim eina ferðina enn upp á ómerkilegar sjónhverfingar sem fyrir löngu hafa verið afhjúpaðar. Nema skilja eigi grein Jóns eftir fornum íslenskum hætti sem oflof og þar með háð?“ dansað, farið í leiki og sungið við dynjandi harmoniku- og gítarleik. Veitt var af mikilli rausn af pyls- um og gosdrykkjum. Ég dáðist að hvað þeir sem fyrir þessari ferð stóðu voru fúsir að leggja mikið á sig til að gera dag- inn ógleymanlegan. Bestu þakkir. Kona sem var með.“ Erindin reyndust fleiri en ég þekkti Um höfuðbúnað bíla Tjaldur skrifar: „Velvakandi. Ekki er það nein nýlunda að málfar fjölmiðla veki hjá manni hinar margvíslegustu hugsanir. Svo fór þegar ég heyrði þul sjón- varpsins skýra frá því í fréttum 25. september sl. að bílar „skaut- uðu“ oft í hálku. Nú þýðir sögnin að skauta ekkert annað en búast skautbúningi og því vöknuðu hjá mér hugleiðingar um hversu margvíslegur höfuðbúnaður bíla gæti verið. Fara þær hér á eftir, með kærri kveðju til fréttastofu sjónvarpsins. Fordinn skautar faldi háum, falli regn á malbikið. Saabinn hampar hatti gráum, hafí 'ann eitthvað mikið við. Pípuhattinn Peugeot setur prúðmannlega á höfuð sér. Með kuldahúfu um kélguvetur krapið öslar Wagoneer. Volvo oft i vætu og rosa vænan sjóhatt á sig lét. Kn er sól og sumar brosa sólhlíf notar Chevrolet. Ixrðhúfuna l.ada bindur löngum fast með gerskum hnút, meðan holdug Volgan vindur vel um hárið skýluklút. Ógleymanlegur dagur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.