Morgunblaðið - 06.10.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982
3
Sjálfstæðisflokkurinn:
Væntanleg þing-
mál og staða rík-
isstjórnarinnar
— aðalumræðuefnið á tveggja daga fundi á Hellu
ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdastjórar, varaþingmenn og
fleiri úr forystuliói flokksins sátu tveggja daga óformlegan vinnufund á
Hellu sl. sunnudag og mánudag. Á fundinum var m.a. rætt um störf
flokksins á komandi þingi og væntanleg þingmál, þá var og rætt um
stjórnmálaástandið og stöðu ríkisstjórnarinnar.
Ósennilegt að sýningum á
Tomma og Jenna verði hætt
Fundurinn var mjög vel sóttur
og fór þar fram ítarleg umræða
um stöðu mála og hvað framund-
an er í stjórnmálunum að sögn
Ólafs G. Einarssonar formanns
þingflokksins. Hann sagði að
þetta hefði fyrst og fremst verið
vinnu- og undirbúningsfundur
fyrir komandi Alþingi, einnig
hefði stjórnmálaástandið og staða
ríkisstjórnarinnar fengið umfjöll-
un. Þá hefði verið greint frá starfi
stjórnarskrárnefndar og sagði
Ólafur, að þar hefði komið fram
að störf nefndarinnar væru langt
frá því að vera eins langt komin og
Búist við
góðu veðri
ÍJTLIT er fyrir að svipað veður
haldist og nú er fram á föstudag,
samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá Vcðurstofunni í
gær.
Hæð er yfir landinu og verð-
ur hún þar áfram um hríð og
veldur hún hægviðri. Hins veg-
ar er búist við að í dag muni
þykkna upp, en það mun að lík-
indum ekki valda rigningu,
þannig að búist er við hinu
besta veðri áfram, samkvæmt
upplýsingum Veðurstofunnar.
Ikarus-vagnarnir:
Engu til-
boði tekið
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum í gær að taka ekki neinu
þeirra tilboða sem borist hafa í
strætisvagna þá af Ikarus-gerð, sem
auglýstir voru til sölu nýlega.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá Davíð Oddssyni,
borgarstjóra, var samþykkt að
kanna hvort hægt væri að nota
vagna þessa einhvers staðar í
borgarkerfinu, vegna þess að þeir
nýttust ekki sem strætisvagnar.
Viðræður um
breytingar
á fræðslu-
skrifstofu
BORGARRÁÐ samþykkti í gær að
ganga til viðræðna við menntamála-
ráðuneytið um breytingar á starf-
semi fræðsluskrifstofunnar í
Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá Davíð Oddssyni
borgarstjóra var þessi samþykkt
gerð með ágreiningi við minni-
hlutann. Davíð sagði að hann
myndi strax senda menntamála-
ráðuneytinu bréf vegna þessarar
samþykktar, þar sem óskað væri
viðræðna.
haldið hefði verið fram opinber-
lega af formanni nefndarinnar,
Gunnari Thoroddsen forsætis-
ráðherra. Enn væri eftir að ná
samstöðu innan nefndarinnar um
mörg mikilsverðustu málin, sér-
staklega hvað varðaði kjördæma-
skipunina.
Ólafur sagðist í lokin vera mjög
ánægður með niðurstöðu fundar-
ins. Hann sagði og að auk fram-
angreindra mála hefðu mörg fleiri
verið til umræðu, svo sem fyrir-
huguð kísilmálmverksmiðja á
Reyðarfirði, Alusuisse-málið og
flugstöðvarmálið. Þá hefðu
starfsreglur þingflokksins fengið
ítarlega umræðu, en á síðasta
landsfundi flokksins var sam-
þykkt breyting á skipulagsreglum
hans þess efnis, að þingflokkurinn
setti sér starfsreglur sem flokks-
ráð staðfesti, en næsti flokksráðs-
fundur verður 5. og 6. nóvember
nk.
HELDUR ER ósennilegt að sýn-
ingum teiknimyndanna um
Tomma og Jenna verði hætt vegna
áskorunar þar að lútandi frá
Kattavinafélaginu, samkvæmt
upplýsingum sem Mbl. fékk hjá
Pétri Guðfinnssyni, framkvæmda-
stjóra sjónvarpsins, í gær.
„Þetta hefur lítið verið rætt hér
enn, en við eigum skammt af þátt-
unum sem dugir fram í febrúar,
miðað við að sýndur verði einn
þáttur í viku,“ sagði Pétur.
Pétur sagði ennfremur að svip-
uð mótmæli hefðu komið fyrir
nokkru frá kvenfélagi við Breiða-
fjörð, en þá hefði mönnum ekki
fundist ástæða til aðgerða fremur
en nú. Kvaðst Pétur vona að bæði
börn og fullorðnir sæju að í þátt-
unum væru svo miklar ýkjur, að
engum dytti í hug að kettir þyldu
meðferð af þessu tagi.
Með Ajax þvottaefiii
verður mislití þvotturmn alveg
jafii hreinn og suðuþvotturinn.
Skjanna-hvítur suðuþvottur
Ajax þvottaefni inniheldur virk efni sem ganga alveg
inn í þvottinn og leysa upp bletti og óhreinindi strax
í forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök for-
þvottaefni.
Tandurhreinn mislitur þvottur
Ajax þvottaefni sannar einnig ótvíræða kosti sína á
mislitum þvotti, því að hin virku efni vinna jafn vel
þó að þvottatíminn sé stuttur og hitastigið lágt.
Þvotturinn verður tandurhreinn og litirnir skýrast.
Gegnumhreinn viðkvæmur þvottur
Viðkvæmi þvotturinn verður alveg gegnumhreinn
því að hin virku efni vinnna jafnvel, þó að hitastig
vatnsins sé lágt. Blettir og óhreinindi leysast því
vandlega upp. Ajax þvottaefni hentar því öllum
þvotti jafnvel ...
Effektivt vaskepulver
til aíle vaskeprogrammer
Lágfreydandi Ajax þýðir: gegnumhreinn þvottur með öllum þvottakerfum.