Morgunblaðið - 06.10.1982, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982
Fyrstu efnahagsaðgerðir Kohls:
Ráðherralaun
lækkuð um 5%
Bonn, 5. október AF.
FYRSTU adgerðir hinnar nýju ríkisstjórnar Helmut Kohls í Vestur-
Þýskalandi voru að lækka sín eigin laun en ekki er talið að það eitt
sér muni breyta miklu um efnahagsástandið, sem nú er verra en það
hefur nokkru sinni verið frá stríðslokum. Vestur-Þjóðverjar búa sig
nú undir erfiða tíma og er gert ráð fyrir að niðurskurðartillögur
stjórnarinnar muni brátt verða lagðar fram.
Ef fjárlög stjórnarinnar
fyrir 1983 verða samþykkt
verða eftirlaun, námslán og
mæðralaun skert og almenn-
ingi verður gert að taka meiri
þátt í lækniskostnaði en nú er.
Einnig er gert ráð fyrir, að
söluskattur verði aukinn um
1%, upp í 14%. Undir síðustu
stjórn var það leitt í lög, að
ríkið skyldi kosta mánaðar-
dvöl launþega á heilsurækt-
arstöðvum fyrir utan þeirra
árlega sumarfrí en þessi
hlunnindi verða nú afnumin.
Tilkynnt hefur verið að
pöntunum hjá vestur-þýskum
iðnfyrirtækjum hafi fækkað
mjög á þessu ári og þykja það
mikil ótíðindi hjá þjóð, sem er
jafn háð útflutningi og Vest-
ur-Þjóðverjar. Kohl tók þeim
á þann hátt að hann ákvað 5%
launalækkun fyrir sig og ráð-
herra sína. Hann kvaðst ætla
að krefjast „fórna af þjóðinni"
og því væri eðlilegt að byrja á
stjórnendunum sjálfum. Með
launalækkuninni sparast um
160.000 ísl. kr. Á það hefur
hins vegar verið bent, að í
stjórn Kohl eru ráðherrarnir
fjórum fleiri en hjá Schmidt
og eru laun þeirra samtals um
280.000 ísl. kr.
Franz Josef Strauss, for-
maður Kristilega sósíalsam-
bandsins í Bæjaralandi, sem
er aðili að stjórninni, sagði á
blaðamannafundi í dag, að
leiðtogar Frjálsa demókrata-
flokksins hefðu fallist á að
fella Schmidt gegn því að ekki
yrði reynt að koma í veg fyrir
ofbeldisfull mótmæli í landinu
með lögum. Hann sagði, að
þeim hefði ekki tekist að
*•
Helmut Kohl sver embættíseið sinn sem kanslari Vestur-Þýskalands.
Myndin var tekin sl. fóstudag. Við eiðstafnum tekur Richard Stiicklen,
forseti þingsins. ap.
fryggja stuðning tveggja
þriðju þingmanna flokksins
við Kohl og að þeir, sem „nú
tala um hollustu, ættu ekki að
taka meira upp í sig en þeir
eru menn til“. Þar var hann að
svara Josef Ertl, fyrrverandi
og núverandi landbúnaðar-
ráðherra úr flokki frjálsra
demókrata, sem hefur sakað
Strauss um litla hollustu við
nýju stjórnina.
Landsfundur breska íhaldsflokksins:
Thatcher innilega
tekið á flokksþingi
Brighton, 5. október AP.
LANDSFUNDUR breska íhaldsflokksins hófst í Brighton á Eng-
landi í dag og var Margaret Thatcher forsætisráðherra vel fagnað af
fundarmönnum. Var henni lýst sem „heimsins mesta stjórnskör-
ungi“ og að hún hefði blásið breskum hermönnum baráttuanda í
brjóst í Falklandseyjastnðinu.
Margaret Thatcher tók ekki
til máls á þinginu í dag en sagt
er, að hún hafi átt daginn
engu síður. John Nott varnar-
málaráðherra sagði um Falk-
landseyjastríðið, að tvennt
hefði ráðið mestu um sigur
Breta. Ekki vopnabúnaðurinn,
heldur hermennirnir sjálfir og
konan, sem „situr við hlið
mér“. Risu þá fulltrúarnir
7.500 úr sætum og fögnuðu
Thatcher innilega.
Cecil Parkinson, formaður
flokksins, flutti ræðu í dag þar
sem hann eggjaði flokksmenn
sína lögeggjan og hvatti þá til
að fara að huga að næstu
kosningum, sem almennt er
talið að verði á næsta ári.
Hann fór hörðum orðum um
Verkamannaflokkinn og þær
samþykktir hans að gangast
fyrir úrsögn Breta úr EBE og
einhliða afvopnun, en mestu
hættuna sagði hann stafa af
kosningabandalagi jafnaðar-
manna og frjálslyndra. Kvað
hann atkvæðaskiptingu milli
flokkanna vera með þeim
hætti, að Verkamannaflokkur-
inn gæti hugsanlega komist til
valda með þriðjung kjósenda á
bak við sig.
Parkinson sagði, að menn
yrðu að horfast í augu við at-
vinnuleysið, 14%, 3,3 milljónir
manna, en hann sagði, að það
yrði ekki leyst með einu
pennastriki. íhaldsflokkurinn
þyrfti á tveimur kjörtímabil-
um að halda til að koma á
þeim umbótum í efnahagslíf-
inu, sem að væri stefnt. Þó
hefði margt áunnist, sagði
Parkinson. „Samkeppnishæfni
breskra fyrirtækja hefur auk-
ist meira en í nokkru öðru
landi, verðbólgan hefur hjaðn-
að í 8% og minnkar enn, vextir
hafa lækkað og framleiðni
stóraukist. Næstu 18 mánuðir
munu skipta sköpum fyrir
þessa þjóð,“ sagði Cecil Park-
inson.
en 100 foringjar
samsærismanna
Spann:
Meira
meðal
Madrid, 5. október. AP.
SPÁNSKA dagblaðiö E! Pais hefur það í dag eftir „áreiöanlegum
heimildum“, að skjol með nöfnum meira en 100 foringja í hernum
hafi fundist í fórum foringjanna þriggja, sem i síðustu viku voru
teknir fastir og ákærðir um að hafa ætlað að ræna völdum 27.
október nk., daginn áður en kosningar fara fram á Spáni.
Stjórnvöld hafa verið mjög
fátöluð um rannsóknina á
valdaráninu fyrirhugaða og
engin nöfn hafa verið nefnd
nema þeirra þriggja, sem fyrst
voru teknir. í fréttinni í E1
Pais segir, að samsærismenn-
irnir hafi haft yfir digrum
sjóðum að ráða en útskýrir
það ekki nánar. Valdaránið
átti sem fyrr segir að fara
fram daginn áður en kosn-
ingar verða á Spáni, 28. okt.
nk., en allar spár hníga að því,
að sósíalistar undir forystu
Felipe Gonzalez muni sigra í
þeim. Ef þeir mynda stjórn
verður það fyrsta vinstri-
stjórnin á Spáni frá 1936, þeg-
ar Francisco Franco komst til
valda.
Foringjarnir þrír, sem
handteknir voru í síðustu
viku, eru sagðir hafa staðið í
sambandi við foringja, sem í
febrúar í fyrra gerðu árang-
urslausa tilraun til að ræna
völdunum á Spáni. Fullyrt er
t.d., að Milan del Bosch, hers-
höfðingi, sem nú situr í fang-
elsi fyrir samsærið í fyrra,
hafi átt að verða yfirmaður
herstjórnarsvæðisins í Madrid
ef allt hefði farið eftir áætlun.
Felipe Gonzalez, formaður
Sósíalistaflokksins, sagði á
útifundi í dag með stuðnings-
mönnum sínum, að það væri
enginn jarðvegur fyrir her-
byltingu á Spáni. Að vísu
væru nokkrir menn óðfúsir að
„bjarga" Spáni en það vildu
þeir án tillits til þeirra 38
milljóna Spánverja, sem land-
ið byggðu. „Ég er viss um, að
lýðræðið stendur fastari fót-
um en fyrr eftir þessa raun,"
sagði hann.
Kjarnorkuvopna-
viðræðurnar í Genf:
Reagan
stefnir að
skjótum
samningi
Wa.shington, 5. október. Al*.
EDWARD L. Rowny, samningamaður
Bandaríkjastjórnar í kjarnorkuvopna-
viðræðunum í Genf, sagði í dag, að
hann hefði um það fyrirmæli frá Ron-
ald Reagan að komast sem fyrst að
samkomulagi við Sovétmenn ef mögu-
legt er. Kvaðst hann vera viss um, að
tillögur Reagans gætu dregið úr hætt-
unni á kjarnorkustyrjöld gagnstætt
þvi, sem væri með ýmsar aðrar tillög-
ur, sem beinlínis ykju á hana.
Rowny sagði, að með því að hætta
einungis að fjölga kjarnorkuvopn-
um frá því, sem nú er, eins og
Brezhnev hefur lagt til, eða fækka
þeim lítillega, væri verið að auka
hættuna á kjarnorkustríði. Til
þyrfti að koma meiriháttar niður-
skurður eins og fælist í tillögum
Reagans. Kvað hann styrkleika-
hlutföllin nú vera 5 á móti 2 Sovét-
mönnum í hag og sagði, að þessi
munur einn sér væri e.t.v. alvarleg-
asta ógnunin við heimsfriðinn nú.
Röksemdirnar eru þær, að Sov-
étmenn kynnu að freistast til að
nýta sér yfirburðina og verða fyrri
til að ráðast á Bandaríkjamenn eða
að þeir siðarnefndu byrjuðu af ótta
við hernaðarmátt hinna.
Edward L. Rowny átti í dag fund
með sendiherrum NATO-ríkjanna í
Washington og skýrði þeim frá við-
ræðunum við Sovétmenn, sem hefj-
ast aftur á morgun, miðvikudag, í
Genf.
Fagan sætir
geðrannsókn
London, 5. október. AP.
MICHAEL Fagan, maðurinn
er braust inn í Buckingham-
höll og komst á rúmstokk
drottningar í júlímánuði síð-
astliðnum, hefur nú verið úr-
skurðaður í geðrannsókn, og
kemur þessi úrskurður í kjöl-
far aðvarana frá sálfræðingum
er telja að Fagan eigi að vera á
geðsjúkrahúsi, þar sem hann
setji drottninguna í hættu með
ranghugmyndum sínum.
Fagan hefur sem kunnugt er
tilkynnt að ástæðan fyrir inn-
broti hans í höllina hafi aðal-
lega verið sú að hann elski
drottninguna.
Irakar segjast
hafa grandað
2500 Irönum
Nicosia, Kýpur, 5. október. AP.
ÍRAKAR hafa tilkynnt að þeir hafi
skotið á stöðvar írana á aðalbardaga-
svæðum þjóðanna, en íranir höfðu áð-
ur tilkynnt að þeir hefðu unnið þarna
umtalsverða sigra.
Tilkynning frá írökum segir að
herafli þeirra hafi skotið viðstöðu-
laust á mikilvægar stöðvar írana og
hafi flugvélar þeirra allar snúið heil-
ar til baka og hafi þeir grandað um
2.500 írönskum hermönnum á und-
anförnum fjórum dögum.
íranir hafa ekki staðfest þessa
fregn, en segja að þeir hafi gert
harðar árásir í dögun í morgun og
hafi þeir þá unnið umtalsverða
sigra. Mannfall hafi orðið nokkuð
hjá írökum.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
sem kom saman að kröfu íraka í gær
samþykkti einróma ályktun þess eðl-
is að vopnahléi verði komið á í lönd-
unum og báðir aðilar dragi herlið
sitt til baka frá þeim svæðum er ekki
tilheyra þeim.