Morgunblaðið - 06.10.1982, Síða 15

Morgunblaðið - 06.10.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 Fundur um efnahagsmál WjLshington, oklóber. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti hefur boðið ieiðtogum helztu iðn- ríkja heims til fundar um efna- hagsmál í Williamsburg í Virginíu næsta vor. Skýrði Pete Russel, aðstoðar- blaðafulltrúi forsetans frá þessu i dag. Enginn ákveðinn tími hefur verið tiltekinn til þessa fundar, sem standa mun í tvo daga en slík- ir fundir eru haldnir árlega með þátttöku Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands, Vestur-Þýzka- lands, Ítalíu, Kanada og Japans. í Bandaríkjunum var slikur fundur haldinn síðast 1976 og þá í Puerto Rico. Hengdir fyrir morð liarare, Zimbabwe, 6. október. AP. TVEIR liðhlaupar úr her Zimbabw- es, sem fundnir höfðu verið sekir um morð, nauðgun og rán voru hengdir í dag. Þetta voru fyrstu aftökur, sem fram hafa farið þar í landi með samþykki Roberts Mugabes for- sætisráðherra, frá því að landið hlaut sjálfstæði 18. apríl 1980. Mennirnir tveir voru á meðal 200 liðhlaupa, sem sakaðir eru um að hafa staðið að þeirri afbrotaöldu, sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. Afganistan: Hershöföingi finnst látinn af skotsárum Hér sést hvar lík Francesco Dellacha, eins yfirmanns Ambrosio- bankans á ítaliu sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna gífur- legs fjármálahneykslis, er borið á brott eftir að hann hafði kastað sér fram af svölum á fjórðu hæð bankans. Lögreglan hefur tilkynnt að hér hafi augljóslega verið um sjálfsmorð að ræða. Islamabad, 5. október, AP. ABDIIL Wodud, háttsettur hershöfð- ingi í afganska stjórnarhernum, fannst látinn af skotsárum á skrif- stofu sinni fyrir nokkrum dögum að því haft er eftir vestrænum sendi- mönnum í Pakistan. Wodud var gerður að hershöfð- ingja fyrr á þessu ári og eru menn ekki á eitt sáttir um hvernig dauða hans bar að höndum. Sumir hallast að sjálfsmorði en aðrir rekja hann til átakanna innan afganska kommúnistaflokksins. Wodud var einn af leiðtogum Khalq-armsins og lítill vinur Babrak Karmals, forseta og leið- toga Parcham-armsins, sem á allt sitt undir Sovétmönnum. Eftir heimildum er haft, að afg- anskir frelsissveitamenn hafi í síðustu viku fellt 72 afganska ör- yggislögreglumenn skammt fyrir vestan Jalalabad, nálægt pakist- önsku landamærunum. Sagt er, að einn leiðtogi frelsissveitamann- anna hafi „flúið" á náðir stjórn- arhersins og flutt þau tíðindi, að margir manna hans vildu gefast upp gegn því, að þeir fengju að ganga í stjórnarherinn og fá í hendur Kalashnikov-riffla og pen- inga. Á þetta agn var bitið og 72 öryggislögreglumenn sendir með vopn og peninga til Khogiani en þegar þangað kom tóku frelsis- sveitamenn á móti þeim og drápu alla. Fimmtán afganskir lögreglu- menn voru felldir skammt frá sov- éska sendiráðinu í Kabúl í síðustu viku en að undanförnu hefur sendiráðið margoft orðið fyrir árásum skæruliða. Til að koma í veg fyrir þessar árásir var sett upp varðstöð skammt frá sendi- ráðinu en þegar skæruliðar réðust enn einu sinni á sendiráðið í lið- inni viku létu Rússarnir skothríð- ina dynja á varðstöðinni, sem þeir héldu, að væri í höndum skæru- liða. Þegar dagaði lágu lögreglu- mennirnir í valnum og höfðu augljóslega fallið fyrir skothríð Rússanna. Everest klifinn af Kanadamanni Katmandu, Nepal, 5. október. AP. KANADÍSKT fjallgöngulið komst á tind Everest í dag, mánuði eftir að fjórir fjallgöngugarpar létust í snjóskriðu í fyrri tilraun liðsins til að ná þessum langþráða árangri. Laurie Skreslet, 34 ára gamall, frá Calgary komst fyrstur leið- angursmanna á toppinn og einn- ig fyrstur Kandamanna. I fylgd með honum voru tveir leiðsögu- menn, sherparnir Sundare og Lhakpa Dorje. Eftir að hafa staldrað við á toppnum í hálfa klukkustund héldu þeir af stað niður og kom- ust örugglega til fyrstu búða sem eru í 7.987 metra hæð, en tindurinn sjálfur er í 8.848 metra hæð. Leiðangursmennirnir fylgdu hefðbundinni leið upp tindinn, þá slóð fór Sir Edward Hillary frá Nýja Sjálandi, sem varð fyrstur allra til að klífa tindinn árið 1953 ásamt leiðsögumanni sínum. Everest-tindurinn hefur áður verið klifinn af 118 karlmönnum og 4 konum, en sex karlmann- anna, þ.á m. leiðsögumaðurinn Sundare, er kleif tindinn í morg- un, hafa klifið hann tvisvar. Sundare varð því í dag fyrsti maðurinn til að klífa tindinn þrisvar, en hann kleif hann fyrst árið 1979 með vestur-þýskum leiðangri og á síðastliðnu ári með Bandaríkjamönnum. Kirkjuhópur á Filippseyjum: Kvartar und- an yfirgangi stjórnvalda Manila, KllippM'vjum, 4. október. AP. HOPUR kaþólskra mótmælti í dag tilraunum stjórnvalda til að tengja kirkjuna við hrcyfingu skæruliða og hvöttu ríkisstjórnina til þess að hætta að angra kirkjunnar menn og láta þá er i haldi eru lausa. Mótmæli þessi í dag komu í kjölfar þess að stjórnvöld gerðu í siðastliðnum mánuði aðsúg að tveimur kirkjum og handtóku nokkra starfsmenn þeirra. Einnig hafa trúboðar fengið að sitja fyrir svörum hjá þeim svo klukkustund- um skiptir. Kristjanía: Fimm ára stúlka fannst látin í ísskáp SÁ óhuggulegi atburður átti sér stað í síðustu viku að fimm ára gamalt stúlkubarn fannst látið inni í ísskáp sem var fyrir utan hús foreldra þess í Kristjaníu. Banameinið var köfnun, en eng- inn mun hafa orðið barnsins var þar sem það var í isskápnum, þrátt fyrir að hann stóð við fjöl- farna umferðargötu. Lögreglan segir að ekki sé álitið að um sakamál sé að ræða, heldur liggi ljóst fyrir að stúlkan litla hafi stungið sér inn í ísskápinn í leik sínum, en síðan ekki getað opnað hann að innan og látist vegna súr- efnisskorts. Hún fannst síðan er hundur nokkur, er var á gangi ásamt eiganda sínum, sýndi ísskápn- um óvenjulega mikla athygli og eigandinn opnaði hann fyrir sakir forvitni. Swaziland: Ellefu ára drengur eftirmaður Sobhuza? IMbabane, Swaziland, 4. oklóber. AP. ÁREIÐANLEGAR heimildir hermdu í dag að ellefu ára gamall drengur, Makhosimevelo prins, hefði að því er virðist, verið valinn eftirmaður Sobhuza II, sem ríkti í konungdæmi sínu í 61 ár þangað til hann lést þann 21. ágúst síðastliðinn. Ekki hefur verið gefin út nein opinber tilkynning um val eftir- mannsins og ekki er talið að það verði gert í nánustu framtíð, en Sobhuza lét eftir sig 400 syni og er því hugsanlegt að valið hafi verið vandasamt. 15 Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Amarfell ......... 7/10 Arnarfell ....... 25/10 Arnarfell ........ 8/11 Arnarfell ....... 22/11 ROTTERDAM: Arnarfell ....... 11/10 Arnarfell ....... 27/10 Arnarfell........ 10/11 Arnarfell ....... 24/11 ANTWERPEN: Arnarfell ........ 9/10 Arnarfell ....... 28/10 Arnarfell ....... 11/11 Arnarfell ....... 25/11 HAMBORG: Helgafell ....... 22/10 Helgafell ....... 12/11 Helgafell ........ 3/12 HELSINKI: Mælifell ........ 11/10 Dísarfell ....... 15/11 Dísarfell ....... 14/12 LARVIK: Hvassafell ....... 6/10 Hvassafell ...... 18/10 Hvassafell ....... 1/11 Hvassafell ...... 15/11 Hvassafell ...... 29/11 GAUTABORG: Hvassafell ..... 7/10 Hvassafell ...... 19/10 Hvassafell ....... 2/11 Hvassafell ...... 16/11 Hvassafell ...... 30/11 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ...... 20/10 Hvassafell ....... 3/11 Hvassafell ...... 17/11 Hvassafell ..... 1/12 SVENDBORG: Helgafell ........ 6/10 Dísarfell ....... 21/10 Helgafell ....... 26/10 Hvassafell ....... 4/11 Helgafell ....... 16/10 Dísarfell ....... 19/11 AARHUS: Helgafell ....... 7/10 Helgafell ....... 27/10 Helgafell ....... 17/11 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ....... 1/11 Skaftafell ....... 2/12 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ....... 3/11 Skaftafell ....... 4/12 m. SKIPADEILJD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Líkamsræktin, Kjörgarði sími 16400 Gerum líkamsrækt að lífsvenju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.