Morgunblaðið - 06.10.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982
17
Guðfinna Steinsdóttir ÁR:
Flugleiðir:
Lítilsháttar
tafir á innan-
landsflugi
vegna yfir-
vinnubanns
LÍTILSHÁTTAR tafir urðu á inn-
anlandsflugi Flugleiða, vegna yf-
irvinnubanns starfsmanna í vöru-
afgreiðslu. Yfirvinnubann
starfsmanna er tilkomið vegna
þess, að enn hafa ekki náðst samn-
ingar um vinnutilhögun á vöktum
starfsmanna yfir vetrartímann,
en breyting varð þar á 1. október
sl. Gert er ráð fyrir, að gengið
verði frá samningum aðila á næst-
unni.
Á heimleið eftir tveggja
mánaða viðgerð í Grimsby
Samæfíng sveita
SVFÍ á Norðurlandi
Gjör rétt
Þol ei órétt
Eftir Gísla Jónsson
menntaskólakennara
Ef menn skyldu einhvern tíma
hafa gleymt þessu kjörorði
Sjálfstaeðisflokksins, er rétt að
rifja það upp nú, loksins þegar
einhver hreyfing sýnist komin á
kjördæmamálið eftir ótrúlega
langa og mikla deyfð. Alkunna er
að nú viðgengst í þessu máli svo
mikið ranglæti, að hliðstæð dæmi
í islensku þjóðlífi hljóta að vera
vandfundin. Misréttið er svo
stórbrotið, að sumir landsmenn
hafa um það bil fimmfaldan at-
kvæðisrétt á við aðra, fimmföld
áhrif á það, hvernig löggjafar-
samkoma þjóðarinnar er valin.
Atkvæðisrétturinn er hvorki
meira né minna en grundvallar-
rétturinn í lýðræðisríki, að hver
maður hafi eitt atkvæði, hvorki
meira né minna, óháð búsetu,
stöðu, efnahag, menntun, trúar-
brögðum o.s.frv.
Þegar íslenskar konur börðust
fyrir því á sínum tíma, að fá viður-
kenndan rétt sinn að þessu leyti,
báðu þær ekki um brot úr atkvæði,
heldur fullt, og fengu það. Þegar
fyrir því var barist, að þeir, sem
þágu eða höfðu þegið framfærslu-
styrk, ættu eftir sem áður kosn-
ingarétt, þá var ekki beðið um
mismunandi eða skertan rétt,
heldur fullan, og það fékkst. Þegar
samþykkt var að færa aldurs-
markið úr 25 árum í 21 og síðar 20,
þá var ekki um það beðið, að ungir
menn fengju mismunandi brot af
atkvæðisrétti, heldur fullan.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á
stefnuskrá sinni að lækka kosn-
ingaaldurinn niður í 18 ár. Þegar
síðasti landsfundur áréttaði þessa
stefnu, þá var ekki beðið um mis-
munandi kosningarétt handa ungu
fólki, heldur jafnan og fullan. Það
er stefna Sjálfstæðisflokksins að
afnema misréttið í kjördæmamál-
inu.
Sjálfstæðisflokkurinn vann
glæsilega sigra á þéttbýlissvæðum
Suðvesturlands og við Eyjafjörð í
síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Víðast hvar á þessum svæðum
geldur fólk hins mesta misréttis,
að því er varðar atkvæðisrétt til
Alþingis. Það væri köld gusa
framan í þær þúsundir manna,
sem flykktust undir merki Sjálf-
stæðisflokksins á þessum stöðum,
ef flokkurinn tæki nú ekki ótví-
ræða og umsvifalausa forystu í
þessu máli, eins og hann hefur áð-
ur gert.
Við allar leiðréttingar á mis-
rétti í þessum efnum hafa sjálf-
stæðismenn hingað til haft for-
ystu. Þeir voru í fararbroddi um
breytingarnar miklu 1934, þegar
uppbótarsætin komu til og fieiri
réttarbætur, þeir höfðu forgöngu
um breytingarnar 1942, þegar
hlutfallskosningar voru teknar
upp í tvímenningskjördæmunum
og þingmönnum Reykjavíkur var
fjölgað í 8, og þeir höfðu frum-
„ÞETTA eru búnir að vera langir
tveir mánuðir og ég hefði aldrei
haldið þá út nema fyrir það að
konan mín fór með í túrinn sem
kokkur og hefur þvi staðið í þessu
með mér. Þá eru dætur okkar
einnig búnar að vera hjá okkur síð-
ustu sjö vikurnar. Viðgerðinni lauk
fyrir nokkru og búið er að prófa
allt dögum saman. Ég er búinn að
fá áhöfn að heiman og það eina
sem stendur nú á eru greiðslur frá
tryggingunum heima,“ sagði Haf-
steinn Ásgeirsson, skipstjóri á
Guðfinnu Steinsdóttur ÁR frá
Þorlákshöfn, er blaðamaður Mbl.
hitti hann að máli við skipshlið í
Grimsby sl. fimmtudag.
Guðfinna hét áður Sigurbára
VE, en hún strandaði á söndum
við Suðurland. Skipið var eftir
það gert upp í Slippstöðinni á
Akureyri, en að sögn Hafsteins
var sú viðgerð ekki fullnægjandi.
Hann sagði að við skoðun á botni
skipsins fyrir rúmum tveimur
mánuðum hefði komið í ljós að
um þriggja metra bútur af kilin-
um, sem ekki var endurnýjaður
eftir strandið, hefði verið marg-
sprunginn. Þá sagði hann: „Lík-
lega hefur ekki verið vandað nóg
til röntgengreiningar þegar
skipið var gert upp og þar sem
þessi bútur er beint undir vélun-
um gerði það endurviðgerðina
ennþá tafsamari og dýrari, því
rífa varð upp alla vélasamstæð-
una.“
Hafsteinn kvaðst aðspurður
ekki geta sagt til um heildar-
kostnað viðgerðarinnar á þessu
stigi, en kvaðst aðeins vona að
fljótlega rættist úr með greiðsl-
ur úr tryggingum hér heima.
SUNNUDAGINN 26. sept. var
haldin á Dalvík samæfing björg-
unarsveita SVFI á svæði 6, þ.e. frá
Hrútafirði til Eyjafjarðar. Mættir
voru félagar í björgunarsveitum
frá Blönduósi, Sauðárkróki, Hofs-
ósi, Árskógsströnd, Hrísey auk
heimamanna. Þá voru mættir kaf-
arar frá hjálparsveit skáta á Ak-
ureyri.
Stjórnandi samæfingarinnar
var Ásgrímur Björnsson, erind-
reki SVFÍ, ásamt Kristjáni Krist-
jánssyni, kafara, og Sigurði Guð;
jónssyni, stjórnarmanni í SVFI. I
æfingunni tóku þátt 30 manns og
viðfangsefnið var leit í sjó.
Gúmmíbátar björgunarsveitanna
voru notaðir til að draga kafara
um leitarsvæðið og er hugmyndin
með æfingunni sú að björgunar-
sveitir á landsbyggðinni geti sinnt
leit i sjó svo ekki þurfi að bíða
eftir köfurum úr Reykjavík komi
slíkt til. Áhugi á köfun hefur und-
anfarin ár aukist töluvert og til að
mynda munu vera a.m.k. 5 aðilar á
Dalvík sem eiga útbúnað til köfun-
ar. Með því að virkja áhugamenn
um köfun á viðkomandi stöðum
skapast auknir möguleikar hjá
björgunarsveitum við leit að týnd-
um mönnum í sjó.
Kvennadeild SVFÍ á Dalvík sá
um veitingar í Jónínubúð, húsi
deildanna á Dalvík, oggerðu menn
góðan róm að veitingunum. Björg-
unarsveitin á kvennadeildinni
margt gott upp að unna því í hvert
sinn sem eitthvað er um að vera
hjá sveitinni sér kvennadeildin
um að veitingar séu til reiðu. Þá
má einnig geta þess að konurnar
fjármagna að verulegu leyti björg-
unarsveitina með ýmiss konar
fjáröflunarstarfsemi.
Á undanförnum árum hafa
meðlimir sveitarinnar á Dalvik
verið iðnir við að afla tækja til
sveitarinnar og má teljast að hún
sé allvel búin þó alltaf megi bæta í
búnaðinn. Á sveitin m.a. nýjan
slöngubát ásamt jeppabifreið. Á
stöðum sem Dalvík hefur sýnt sig
að mikilvægt er að eiga sveit
manna vel búna tækjum til hjálp-
ar og björgunarstarfa þegar
eitthvað bjátar á.
Nýkjörinn formaður björgun-
arsveitarinnar á Dalvík er Ólafur
B. Thoroddsen, kennari.
Kréttaritarar.
Gísli Jónsson.
kvæði að kjördæmabyltingunni
1959, sem var geysileg réttarbót á
sínum tíma. En löggjöfin frá 1959
er í tímans rás orðin gersamlega
úrelt.
Mig skiptir engu máli hvort
þingmenn eru 60 eða 70. Mig skipt-
ir hins vegar miklu máli að land-
fólkinu sé ekki mismunað um
þann grundvallarrétt sem kosn-
ingarétturinn er. Ég skora á þá,
sem mestu misrétti eru beittir, að
láta duglega til sín heyra. Mig hef-
ur stundum undrað langlundargeð
þeirra og oddvita þeirra. Þetta
misrétti verður að leiðrétta áður
en gengið er til næstu alþingis-
kosninga. Og ég skora á foringja
flokks míns, að þeir gangi nú þeg-
ar fram um skjöldu í þessu máli.
Þeir hafa sér til styrktar ótvíræða
stefnuyfirlýsingu síðasta lands-
fundar. Á þeim hvílir söguleg og
siðferðileg skylda.
Gjör rétt. Þol ei órétt.
1.10 ’82.
GJ.
mmðttp ÍJ ■■ W \ 'T;*
§911
GUDFINNA STEINSWim
É
F
Áhöfnin á Guðfinnu Steinsdóttur ÁR frá Þorlákshöfn við skipshlið i Grimsby-höfn er blaðamaður Mbl. leit þar
við sl. fimmtudag. Pálmi Egilsson, vélstjóri er lengst til vinstri, J>á Kristinn Ásgeirsson, stýrimaöur, Ásgeir
Hafliðason, vélstjóri, Kristín Árnadóttir, kokkur og Hafsteinn Asgeirsson, skipstjóri og útgerðarmaður. Á
brúarvængnum sitja dætur þeirra Hafsteins og Kristínar, Katrín 6 ára og Kristín 9 ára. Á bak við Guðfinnu ÁR
er Siglfiróingur SI 150, en hann hélt heimleiðis síðar þennan sama dag eftir tiu daga stopp í Grimsby meðan
togarinn var hreinsaður og málaður. Ljósm. Mbi. Maithías t;. Péiursson
Það er að mínu mati sannað að
orsök þessa er handvömm við
viðgerðina fyrir norðan og ég er
með gamla bútinn úr kilinum
um borð sem sönnunargagn. Ég
vona að það greiðist úr þessu hið
fyrsta því kostnaðurinn eykst
með hverjum deginum sem við
þurfum að bíða hér,“ sagði hann
að lokum.
Vegna þessa hafði Morgun-
blaðið samband við tryggingar-
félag skipsins, Tryggingu hf. Þar
fengust þau svör, að Trygging hf.
ætti engan þátt í þessu máli. Hér
væri ekki um viðgerð á tjóni að
ræða og því bæri fyrirtækinu
ekki að greiða fyrir þessa við-
gerð. Ekki tókst að ná tali af
forráðamönnum Slippstöðvar-
innar á Akureyri.
Samkvæmt heimildum Mbl.
lagði Guðfinna af stað frá
Grimsby í fyrrinótt.