Morgunblaðið - 06.10.1982, Side 24

Morgunblaðið - 06.10.1982, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 24 lín J. Jónsdóttir Richter skrifar frá V-Þýzkalandi| ÞATTASKIL Frjálslyndir segja skilið við jafnaðarmenn Þá er það komið á (ianinn, sem allir vissu — og flestir vonuðu — að koma hlyti: samsteypustjórn jafnaðarmanna og frjálslyndra er fallin. Það duldist engum, að samstarfið myndi ekki endast lengi, þótt endalokin kæmu fyrr en menn ætluðu. Helzt var búizt við, að fylkiskosningarnar í Hessen þann 26. september yrðu sá dropi, sem fyllti mælinn. I júní sl. var þegar ljóst, að frjáls- lyndi flokkurinn myndi fyrr eða síðar segja upp samstarfinu, en þá tilkynntu þeir félagar, að þeir væru reiðubúnir að mynda sam- steypustjórn með kristilegum demókrötum í Hessen eftir fylk- iskosningarnar þar. Að sjálf- sögðu veikti þessi yfirlýsing mjög samstöðu flokkanna í rík- isstjórninni, og síöan hafa frjálslyndir greinilega fjarlægzt jafnaðarmenn skref fyrir skref þar til upp úr slitnaði. Það, sem olli því að svona fór fyrr en ætl- að var, var skjal nokkurt, sem efnahagsmálaráðherrann, Otto greifi Lambsdorf — einn fjög- urra ráðherra úr frjálslynda flokknum — lagði fyrir þing og alþjóð í byrjun september. Skjal þetta hafði tillögur ráðherrans um sparnaðarráðstafanir að geyma. Tillögurnar voru róttæk- ar mjög og samkvæmt því átti allur sparnaðurinn eingöngu að bitna á þeim, sem hafa minnst fyrir. Sem dæmi má nefna, að gert var ráð fyrir að skerða at- vinnuleysisbætur tilfinnanlega og að auka hlut sjúklinga í lækn- inga- og sjúkrahúskostnaði að mun. I þessu sambandi skal tek- ið fram, að tryggingagjöld til sjúkrasamlaganna eru þegar mjög há. — Aftur á móti var ekki gert ráð fyrir neinni þátt- töku hálaunafólks og atvinnu- rekenda. Þá á að hvetja til auk- inna fjárfestinga til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl aft- ur, og því eru þeir meðhöndlaðir eins og heilagar kýr. Skiljanlega olli skjalið miklu fjargviðri og deilum og jókst bilið á milli stjórnarflokkanna dag hvern, þar til yfir lauk. Einhvern veginn var eins og fólki létti við fréttina um slitin. Síöustu 3 mánuðina var stjórnin þess vart megnug að sinna stjórnarstörfum svo vel færi vegna mismunandi viðhorfa til flestra hluta, og ber fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1983 þar hæst. Allir voru sammála um, að þar þyrfti að draga seglin saman og viðkvæðið var síknt og heilagt: spara, spara, spara. En jafnskjótt og tillögur komu fram um hvernig, hvar og hve mikið ætti að draga úr ríkisútgjöldum, blossuðu deilur og misklíð upp. Þetta var eins og martröð; sífellt voru nýjar hugmyndir á borðinu, en aldrei náðist samkomulag um svo mikið sem eitt atriði. Maður vissi orðið hreint ekki, hverju var hægt að trúa og hvað var aðeins orðrómur. Auðvitað reri stjórnarandstaðan af krafti und- ir ósamlyndinu, enda hefur hún náð takmarki sínu — og þó. Föstudaginn 17. september hélt kanslarinn, Helmut Schmidt, síðan ræðu fyrir þing- inu og tilkynnti þingheimi niður- stöðu samræðna sinna við ráð- herra og forystumenn frjáls- lynda flokksins, svo og við Hel- mut Kohl, formann kristilegra demókrata. Hún var sem sé, að ráðherrar frjálslyndra höfðu sagt af sér þá um morguninn. Jafnaðarmenn mynduðu þá þeg- ar minnihlutastjórn án þess þó að skipa nýja ráðherra í stað þeirra, sem sögðu af sér. Fjórir ráðherrar jafnaðarmanna tóku að sér eitt ráðuneyti hver; Hel- mut Schmidt varð t.d. utanríkis^ ráðherra jafnframt því að vera kanslari. Hann hvatti eindregið til þess að efna til nýrra þing- kosninga svo fljótt sem auðið væri, helzt í nóvember, til þess að fá málin á hreint. Minnihlutastjórninni var ætlað að vera við völd til þess tíma. Kristilegum demókrötum og frjálslyndum var nú ekki til set- unnar boðið, mótmæltu þessari áætlun harðlega og hófu þegar samræður sín á milli um mynd- un samsteypustjórnar kristi- legra demókrata og frjálslyndra. Þeir ráðgerðu að lýsa vantrausti á Helmut Schmidt 1. október. Flestir eru sammála um, að þingkosningarnar verði að fara fram bráðlega, þótt rætt og deilt sé um, hvenær þær eigi að verða. Frjálsl.vndir vilja, að þær fari fram fyrri hluta næsta árs; aðrir mæla með kosningum sem fyrst. Ekki er erfitt að gizka á ástæður frjálslyndra, þótt forsendur séu aðrar. Þær eru nefnilega þær, að það sé svo mikilvægt að koma fjárlagafrumvarpinu frá, að það megi engan veginn dragast. Aðalatriðið sé að koma þessum ómögulegu jafnaðarmönnum frá og koma almennilegri ríkis- stjórn til valda. Raunveruleg ástæða er hins vegar sú, að vegna ágreinings innan flokks- ins og hverflyndis hans er ekki að vita nema hann fengi innan við 5% atkvæða, færu kosningar fram mjög fljótlega. Þau úrslit myndu þýða, að flokkurinn hyrfi alveg af þingi næsta kjörtímabil og kæmi þar með ekki til greina sem aðili að ríkisstjórn. Þetta er þeim félögum fyllilega ljóst, og þess vegna vilja þeir draga kosn- ingarnar á langinn til þess að kjósendur verði búnir að venjast breytingunni og að orðstír þeirra sem tækifærissinnar verði fall- inn í gleymsku. Eða eins og kabarett-skemmtikrafti nokkur komst að orði: „Það verður að vera nægur tími til að gera þjóð- inni Ijóst, hvað hún vill.“ — En í þessu sambandi er rétt að taka fram, að innan flokksins eru margir, sem vilja fylgja jafnað- armönnum að í stjórn áfram. Þegar eftir fyrstu samræður frjálslyndra við kristilega demó- krata náðist samkomulag um, að kosningar skyldu fara fram þann 6. marz næstkomandi. Ótti frjálslyndra er ekki ástæðulaus. Flokksmenn eru með eindæmum sundraðir og aldrei hefur komið jafngreini- lega í ljós, hversu óljós stefna hans er, og að í rauninni er segl- um hagað eftir vindi hverju sinni. Kvittunina fengu þeir nú í fylkiskosningunum í Hessen, en úrslit þeirra komu heldur betur á óvart. Það, sem ekki kom á óvart, var, að frjálslyndir töpuðu svo miklu fylgi, að þeir fá ekki sæti á fylkisþinginu þetta kjör- tímabil. En gagnstætt öllum spám varð ávinningur kristi- legra demókrata enginn; þeir stóðu svo til í stað. Sama má segja um jafnaðarmenn; þeir fengu svipað atkvæðamagn og í síðustu fylkisþingkosningum. Þeir, sem græddu mest, voru „græningjarnir" (umhverfis- málamenn), sem hljóta nú sæti á fylkisþinginu í fyrsta sinn. Þessi úrslit kunna að breyta gangi mála í Bonn; það mun koma fram næstu daga. Ef marka máskoðanakannan- ir, sem hafa verið gerðar síðan stjórnarsamstarfinu var slitið í Bonn, myndu frjálslyndir ekki fá sæti á sambandsþinginu, en kristilegir demókratar fá hrein- an meirihluta, ef kosið yrði bráðlega. Skyldi svo fara, þarf ekki að vera með neinar vanga- veltur um samsteypustjórn, og áhrif frjálslyndra á gang máls yrðu engin. I rauninni nær það heldur ekki nokkurri átt, að svona smáflokkur, sem berst í bökkum um hverjar kosningar, skuli ríða baggamuninn í öllum mikilvægum málefnum landsins, og væri óskandi, að endi yrði bundinn á það ófremdarástand. En persónuskipan kristilegra demókrata er ekki með öllu vandræðalaus. Formaður flokks- ins, Helmut Kohl, virðist lítt fallinn til kanslaraembættisins, en annar kemur ekki til greina sem sakir standa. Kristiiegir demókratar samanstanda af tveimur stjórnmálaflokkum; CDU í öllum fylkjum að Bayern undanskildu og CSU í Bayern eingöngu. Formaður CSU, Franz-Josef Strauss, var kansl- araefni flokkanna í þingkosning- unum 1980 og er það höfuðorsök- in fyrir þvi, að þeir náðu ekki meira fylgi en raun bar vitni. Maðurinn er mjög svo umdeild- ur. Reyndar ber öllum saman um, að hann er með öllu óheimskur — það er háttur hans á meðhöndlan mála, sem veldur ágreiningi, og telja flestir það miður gott, ef hann yrði æðsti maður stjórnar sambandslýð- veldisins. Hvað Helmut Kohl varðar, þá hrýs mér hugur við þá tilhugsun, að þessi maður verði nú kanslari landsins. Ekki það, að hann sé ekki góðum gáfum gæddur, en hann vantar alger- lega tvo eiginleika, sem mann í slíkri stöðu þurfa að prýða: per- sónuleika og skörungsskap. Ég veit, að ég tala fyrir munn margra, þegar ég segi, að mann langi mest til að slökkva á sjón- varpinu, þegar hann birtist á skjánum. En því miður er hann sá eini úr flokki kristilegra demókrata, sem kemur til greina að taki þetta embætti að sér í bili a.m.k., eins og nú hefur kom- ið fram við kosningu hans til kanslara. Svo nokkrum orðum sé vikið að jafnaðarmönnum, þá hafa þeir sig lítið í frammi sem stend- ur. Yfirleitt ber mikið á þeirri skoðun, að breyting sé nauðsyn- leg, en jafnframt þykir mönnum fyrir, að sú breyting verði á svo leiðinlegan hátt, kanslarans vegna. Helmut Schmidt er mjög virtur maður og hæfileikar hans sem stjórnmálamanns verða ekki dregnir í efa. Hann hefði átt betri fráför skilið. Lögreglan í Arósum: Skaut mann er hótaði að skera stúlku á háls Árósum, Danmörku, 4. oklóher. Al'. LÖGREGLAN skaut i gær til bana Fórnarlambi dýft í tjöru BHfa-si, 4. október. AP. FIMMTÁN ára gamall drengur var færður úr öllum fótunum og dýft ofaní tjöru í gær, sunnudag, í greini- legri mótmælahrinu skæruliða, er haft eftir lögreglunni. Talsmaður lögreglunnar sagði að unglingurinn sem fannst bund- inn við Ijósastaur t Vestur-Belfast hafi verið fluttur á sjúkrahús og væri þar enn vegna slæms tauga- áfalls. 22 ára gamlan mann eftir að hann hafði haldið ungri konu í gislingu í næstum því tvær klukkustundir og hótað því að skera hana á háls með fiskflökunarhníf. Talsmaður lögreglunnar segir manninn hafa verið undir áhrif- um áfengis og hugsanlega lyfja einnig, en æði mun hafa runnið á hann þar sem hann var stadd- ur í gleðskap. Hann hélt hnífn- um við háls stúlkunnar og kall- aði stöðugt hversu mikinn tíma hún ætti eftir á lífi. Þegar hann kallaði „40 sekúndur" hleypti skytta lögreglunnar af. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur togskipið Beitir frá Neskaupstað verið á þorskveiðum og hefur aflinn verið saltaður um borð. Alls hefur Beitir landað um 80 lestum af saltfiski í Neskaupstað úr tveimur veiðiferðum. Viðamiklar breytingar voru gerðar á skipinu áður en það hélt til þessara veiða, en áður hafði því verið breytt úr síðutogara í nóUveiðiskip. Hér liggur Beitir, eða Breytir eins og gárungarnir kalla skipið, í Norðfjarðarhöfn og verið er að leggja síðustu hönd á hreytingarnar. Utan á Beiti liggur svo nótaskipið Börkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.