Morgunblaðið - 06.10.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982
25
Ljósmynd Mbl. Kristján Einarsson.
f
Volvo 760 GLE.
„Flaggskip" Volvo-flotans
760 GLE kynntur hérlendis
— Litlar breytingar á 240-línunni
— 360 GLT nýr bíll í 3-línunni
Bílar
Sighvatur Blöndahl
VELTIR HF umboðsmaður
Volvo á íslandi kynnti á dögun-
um 1983-árgerðirnar frá Volvo.
Litlar breytingar verða á
240-línunni, en hins vegar verður
nú boðið upp á nýjan bíl í 3-lín-
unni, Volvo 360 GLT, eins og við
sögðum frá hér í blaðinu í Iiðinni
viku. Til viðbótar þessu var
kynntur hér á landi í fyrsta sinn
„Flaggskip" Volvoflotans Volvo
760 GLE, sem var kynntur í Evr-
ópu s.l. vor.
VOLVO 760 GLE
Volvo 760 GLE er mjög vand-
aður lúxusbíll, sem ekkert hefur
verið til sparað. Hann er knúinn
2.8 lítra vél, sem virkar alveg
Mdaborðid I nýja bilnum.
ágætlega. Hins vegar bíður mað-
ur óneitanlega eftir Turbo-út-
færslunni, sem væntanleg er á
næsta ári. Bíllinn býður upp á
tvo valkosti í gírskiptingu:
l)Beinskipting með hraðagír.
Hraðagírinn minnkar eldsneyt-
isnotkun bifreiðarinnar um allt
að 10% á venjulegum þjóðvega-
akstri, að sögn þeirra Volvo-
manna. 2)Fjögurra gíra sjálf-
skiptingu, þar sem fjórði gírinn
virkar sem hraðagír. Þessi hönn-
un sjálfskiptingarinnar minnkar
snúningshraða vélarinnar um
allt að 30% á venjulegum þjóð-
vegaakstri, og það minnkar svo
aftur eldsneytisnotkun um allt
að 20%, að sögn Volvo-manna.
Ökumaður getur tekið hraða-
gírinn úr sambandi þegar hon-
um hentar, t.d. þegar bifreiðinni
er ekið innanbæjar. Það er gert
með því að styðja á hnapp í
íkiptingunni.
Ég tók aðeins í sjálfskiptan
760 GLE bíl á dögunum og kom
það mjög skemmtilega út. Var
tiltölulega lipur í snúningum og
svaraði ágætlega í akstri. Sæti
bílsins voru leðurklædd og það
fór ágætlega um mann, bæði
frammi í og aftur í. Hins vegar
er þess að geta, að hægt er að
velja um plussáklæði eða leður-
áklæði á sætin. Volvo 760 GLE
kostar á götuna liðlega 467 þús-
und krónur.
VOLVO 240
Ekki hafa verið gerðar miklar
útlitsbreyingar á 1983-ágerðinni
miðað við 1982-árgerðina. Bíl-
arnir heita nú 240, en ekki 242
eða 244 eins og áður. Þeir sem í
boði eru heita því 240 DL, 240
GL, 240 GLE, GLT, Turbo og
Turbo dísel. Það kom fram hjá
þeim Volvo-mönnum, að nú
verður boðið upp á meira úrval í
litavali, en nokkru sinni fyrr.
Síðan verður að sjálfsögðu boðið
upp á stationútfærslu af öllum
framangreindum gerðum og má
í því sambandi geta þess, að
Volvo Turbo Station er fyrsti
fjöldaframleiddi Turbobíllinn á
markaðinum.
VOLVO 340—360
Útliti bílsins hefur lítillega
verið breytt á þann veg, að hann
er lægri að framan en áður og
allar tegundir bílsins eru með
vindskeiðum. Þetta hefur orðið
til þess að minnka loftmótstöðu
bílsins og er hún nú minna en
0,41 cw, sem er um 10% minna
en á eldri árgerðum af Volvo 340.
Þá hafa verið gerðar breytingar
á innréttingu bílsins, sem bæði
gera bílinn rúmbetri og þægi-
legri. I bílinn hefur verið hannað
nýtt mælaborð. Eins og við
skýrðum frá í blaðinu á dögun-
um kynntu Volvoverksmiðjurnar
nýjan bíl í þessum stærðar-
flokki, Volvo 360 GLT, en hann
er knúinn mun kraftmeiri vél, en
áður, eða 2ja lítra vél í stað 1,4
lítra í 340 bílnum.
Nýr mjög sport-
legur Mazda
626 á markaðinn
— Vindstuðullinn aðeins 0,34—0,36
— Sparneytnari en forveri hans
Mazda-verksmiðjurnar jap-
önsku kynntu fyrir skömmu nýjan
Mazda 626-bíl, sem ætlað er að
lcysa þann gamla af hólmi. Ef
marka má af myndum er hér á
ferðinni mjög sportlegur og
skemmtilega hannaður bíll, sem er
mjög ólíkur forvera sínum, sem
hefur verið lítt breyttur í 3—4 ár.
ÞRENNRA, FERNRA
OG FIMM DYRA
Boðið verður upp á þennan
nýja 626-bíl tvennra, fernra og
fimm dyra í svokallaðri „Hatch-
back-útfærslu“. Verkfræðingar
Mazda hafa lagt sig mjög í líma
við, að koma loftmótstöðu bílsins
niður. Má í því sambandi nefna,
að tvennra dyra bíllinn er með
vindstuðulinn 0,34, sem er óneit-
anlega mjög gott. Fernra dyra
bíllinn er með vindstuðulinn 0,36
og fimm dyra bíllinn með stuðul-
inn 0,35. Sem dæmi um hversu
vindstuðullinn er lár, þá er
RX-7-sportbíllinn frá Mazda
með vindstuðulinn 0,36.
VÉLIN
Tvær vélar verða í boði, 1,6
lítra, 4ra strokka 81 DIN hest-
afla vél og síðan 2,0 lítra, 4ra
strokka 102 DIN hestafla vél.
Vélarnar .hafa verið léttar lít-
ilsháttar og samkvæmt upplýs-
ingum Mazda-verksmiðjanna
eyða þær 5—10% minna benzíni.
INNRÉTTING
Innrétting bílsins hefur verið
hönnuð frá grunni. Meira er nú
lagt upp úr gæðum sætanna en
áður, um fleiri stillingar er að
Vönduð sæti.
ræða og að sögn verksmiðjanna
er mun slitsterkara áklæði á
þeim. Mælaborðið hefur verið
hannað mun bogadregnara en
áður, þannig að stjórntæki bíls-
ins séu betur inna seilingar en
áður, sem er mikil framför. í
bílnum er ný 4ra hraða miðstöð,
sem er 30% öflugri en miðstöðin
í eldri gerðum, sem færist bíln-
um óneitanlega til tekna. Þá má
geta þess, að farangursrými bíls-
ins hefur verið stækkað nokkuð
frá því sem áður var, m.a. með
því að færa benzíngeymi bílsins.
AKSTURS-
EIGINLEIKAR
Til að bæta aksturseiginleika
bílsins, er fjöðrun hans gjör-
breytt, en byggt er á sama kerfi
og er undir 323-bílnum, sem kom
á markaðinn fyrir tveimur ár-
um, en það kerfi hefur hlotið lof
flestra sérfræðinga.
Með tilkomu þessa nýja Mazda
626-bíls má segja, að lokið sé
endurnýjun alls flotans hjá
Mazda, sem byrjað var á með til-
komu nýja 323-bílsins, sem er
einn mest seldi bíll í heiminum í
dag. Síðan kom 929-bíllinn sl.
vetur og nú 626.
Mazda 626 tvennra dyra.
URVALS
mníhurðir
Allar hurðir enn á gamla verðinu
ef pantað er strax.
LÆGSTA VERÐ Á LANDINU.
Útsölustaöir í Reykjavík og Kópavogi:
lönverk, Nóatúni 17, sími: 25945
Axel Eyjólfsson, Smiðjuvegi 9, sími: 43577
TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6 Keflavík SÍMI: 92-3320