Morgunblaðið - 06.10.1982, Page 27

Morgunblaðið - 06.10.1982, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 Saga tvítug Bókmenntir Erlendur Jónsson Saga. Timarit Sögufélags. XX. 343+35 bls. Rvík, 1982. Saga er komin út, tuttugasti árgangur, fróðleg, fjölbreytt og lífleg að vanda. Hefst hún að þessu sinni á ýtarlegri ritgerð eft- ir Sigfús Hauk Andrésson: Þjóð- skjalasafn fslands. Aldarafmæli. Ekki líkist þessi afmælisgrein öðr- um slíkum að því leyti að hún sé hólið einbert um afmælisbarnið. Miklu fremur minnir hún á Um- kvörtun Bólu-Hjálmars: höfundi rennur til rifja umkomuleysi stofnunarinnar, lýsir því skil- merkilega hve safnið býr við þröngan kost og segir meiningu sína tæpitungulaust. Þykir honum sem ráðamenn hafi ekki aðeins verið naumir á fé til safnsins held- ur einnig skilningssljóir varðandi hag þess allan og rekstur. Sigfús Haukur getur þess að Þjóðskjala- safnið hafi fengið vilyrði fyrir Safnahúsinu öllu þegar Þjóðar- bókhlaða svokölluð verður tekin í notkun. Ekki munu safnverðir þó líta á það sem frambúðarlausn: »Þess vegna,« segir Sigfús Hauk- ur, »verður áður en langt um líður að huga í alvöru að úrræðum, sem orðið geti til talsverðrar frambúð- ar. í því sambandi þarf t.d. að at- huga nákvæmlega, hvort heppi- legra sé á heildina litið, að Þjóð- skjalasafn hafi í framtíðinni aðal- aðsetur í Safnahúsinu og gerðar verði hentugar skjalageymslur til viðbótar, eða þá að Stjórnarráðið fái Safnahúsið til afnota og byggt verði í staðinn yfir safnið í nánd við Þjóðarbókhlöðuna og Háskól- ann.« Um mfskipti erkibiskupm mf ís- lenzkum mmlefnum á 12. og 13. öld nefnist ritgerð eftir Guðrúnu Ásu Grímsdóttur. Afskipti biskupa ollu hér úlfúð og deilum og var naumast að furða. Segir Guðrún Ása að í þeim deilum hafi komið »skýrt fram árekstrar milli germ- anskra réttarhugmynda annars vegar og hins vegar rómversk- kanónískra réttarhugmynda.* Helgi Þorláksson bregður sama tímabili íslandssögunnar undir brennigler. Ritgerð hans heitir Stéttir, auður og völd á 12. og 13. öld og felur að nokkru leyti í sér svar við ritgerð Gunnars Karlssonar frá í hittífyrra: Völd og auður á 13. öld. Helgi telur að höfðingjar 13. aldar hafi haft um sig harðsnúnar en fremur fámennar sveitir vopn- færra manna en leiguliðar, sem fylgdu þeim til bardaga, hafi verið vopnlausir »og vörpuðu helst grjóti eða gættu hesta.« Helgi tel- ur að »stórgoði sem hefði getað haft nokkra tugi hermanna á framfæri sínu hefði orðið öllum goðum yfirsterkari í hildarleik sturlungaaldar. Slíkt var víst ekki á færi neins sökum dreifbýlis og fátæktar landsmanna og sýnir að íslenskir stórgoðar hafa verið fá- tækir á alþjóðlegan mælikvarða.« Og enn er sturlungaöld í sjón- máli í ritgerð Sveinbjörns Rafns- sonar: Þorláksskriftir og hjúskapur á 12. og 13. öld. Raunar er þetta þýðing á fyrirlestri sem höfundur flutti á sænsku á norrænni kvennaráðstefnu. Sveinbjörn Rafnsson upplýsir að aðalatriðið í skriftaboðunum hafi verið »kyn- ferðisleg afbrot, hórdómar.* Höf- undur skírskotar til þess sem sagt er um hjúskaparmál í íslendinga- sögum þar sem þær eru taldar rit- aðar á umræddum öldum og túlka Sigfús Haukur Andrésson þau sjónarmið sem þá voru ríkj- andi varðandi samlíf karla og kvenna. Bergsteinn Jónsson ritar þátt sem nefnist Síra Páll Þorláksson og prestsþjónustubók hans, en síra Páll var með hinum fyrstu til að flytjast til Vesturheims, þá korn- ungur maður, og var að sögn höf- undar »fyrsti íslendingurinn sem bauð löndum sínum íslenzka prestsþjónustu í nýja landinu.* Kynntist hann þar trúarskoðun- um sem voru nýjar fyrir íslend- ingum og áttu trúmálin eftir að valda langvarandi deilum meðal landanna vestanhafs eins og kunnugt er. Gjörningaveörið 1884 heitir þátt- ur eftir Sigurjón Sigtryggsson. Þar greinir frá fárviðri miklu sem geisaði á Norðurlandi, en mest þó í Hrísey, hinn 11. september 1884 og þjóðsögu sem gengið hefur af veðri þessu og orsökum þess. Olli veðrið miklu skipatjóni hjá norsk- um síldarsjómönnum sem þá höfðu hafið miklar síldveiðar fyrir Norðurlandi. Kenndu þeir manni nokkrum um skaðann sem haft hafði í heitingum við þá. Sigurjón ber tiltækar heimildir saman við þjóðsöguna og kemur í ljós að hún stenst í aðaldráttum — nema hvað við trúum ekki almennt á galdra nú á tímum eins og raunin var varðandi að minnsta kosti talsvert margt fólk á nítjándu öld. Þá ber að geta tveggja ritgerða um sagnfræði. Gunnar Karlsson ritar hugleiðingu sem hann nefnir: Markmið sögukennslu. Söguleg at- hugun og hugleiðingar um framtið- arstefnu. Gunnar minnir á að sögukennsla hófst ekki að marki fyrr en á 19. öld. Rekur hann það til pólitískra hræringa. Vafalaust er mikið til í því, margt má rekja til stjórnmálanna ef víðtækur og í raun og veru ótakmarkaður skiln- ingur er lagður í orðið. En nú telst sagnfræðin til menningarmála fremur en stjórnmála og hygg ég sönnu nær að það tvennt fari ekki alltaf saman ef venjulegur skiln- ingur er lagður í orðið stjórnmál. Þá ritar Einar Már Jónsson um Nýjar stefnur í franskri sagnfræði. Rekur hann upphaf hinnar »nýju frönsku sagnfræði* rösklega fimmtíu ár aftur í timann og þá einkum til tveggja sagnfræðinga sem »voru mjög andvígir þeirri at- burðasögu sem þá tíðkaðist og fjallaði mest um bardaga og aðra stjórnmálaviðburði af ýmsu tagi, og vildu þeir beita aðferðum landafræði, þjóðfélagsfræði, hag- fræði og annarra slíkra fræði- greina til að rannsaka þjóðfélags- hætti á fyrri tíð.«. Auk ofangreinds efnis eru í þessari Sögu minningargreinar um látna sagnfræðinga og heil- margar umsagnir um bækur. Einnig fylgir þessu hefti Efnisskrá 1.—20. bindis 1949—1982. Sögufélagið hefur haldið vel á spöðunum. Þegar maður virðir fyrir sér svona lagað rit finnur maður hvorki til smæðar né fámennis. Með hliðsjón af sagn- fræðirannsóknum og útgáfu sagn- fræðirita geta íslendingar næst- um talið sig til stórþjóða. Hrói höttur í konulíkama Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Hrói höttur í konulíkama Nafn á frummáli: Madame Emma Sýningarstaður: Regnboginn Handrit: Georges Conchon Kvikmyndun: Bernard Zitzerman Tónlist: Ennio Morricone Leikstjóri: Ariel Zeitoun. Það er ekki hægt að neita því að franskri hámenningu fylgir ljómi sem varpar dálitlum skugga á menningarlíf annarra þjóða. Þessi ljómi starfar vafa- laust frá höfðuborg Frakklands, París, þar sem hafa mæst um áratugi styrkustu dráttarhestar menningarinnar. Þessir drátt- arhestar hafa dregið menning- una upp á hærra svið, opnað sporgöngumönnum slóðir að feta upp á hina ósýnilegu tinda. En þrátt fyrir að frönsk hámenning hafi þannig á sér alþjóðlegt yfir- bragð og þiggi áhrif frá menn- ingu annarra þjóða er hun fyrst og fremst frakknesk. í það minnsta finnast mér franskar kvikmyndir af þeirri gráðu sem mark er tekið á á alþjóðlegum vettvangi — svo markaðar af frönskum sérkennum að þjóð- ernið fer ekki á milli mála. Um daginn sá ég kanadíska kvik- mynd sem ég hélt að væri fram- leidd í Bandaríkjunum. Slíkt á sér ekki stað með franska kvikmynd. Þú staðsetur hana hvergi nema í Frakklandi. Nýjustu kvikmynd Regnbog- ans, „Madame Emma“, er auð- velt að merkja á landakortið. Hennar staður er í hjarta Frakklands, París, gæti raunar hvergi annars staðar verið, slík- ur ljomi siðfágunar sem leikur um hverja senu. En það er ein- mitt þessi fágaði menningarblær sem dregur úr lífsþrótti myndar- innar. Hún verður að mínu mati nokkuð langdregin og stirðleg. Þannig virðist mér leikstjórinn, Ariel Zeitoun, leggja full mikla áherslu á endursköpun þess tímabils sem myndin gerist á. Hver einstök sviðsmynd er unn- in af slíkri nákvæmni og fag- mennsku að glæsileiki tímabils- ins varpar skugga á þá ófögru mannlífsmynd sem dregin er upp í „Madame Emme“. Má segja að hámenningin sé hér far- in að skyggja á sjálfa sig. Ljómi þess hámenningarlega umhverf- is sem umvafði hástéttir Frakk- lands á millistríðsárunum virð- ist í það minnsta hafa blindað Zeitoun leikstjóra og Bernard Zizerman kvikmyndastjóra. „Fröken Emrna" verður eins konar myndabók er lýsir öðru fremur glæsileika fransks arki- tektúrs. Þessi lýsing mín fær að vísu ekki staðist þau augnablik er aðalleikkona myndarinnar, Romy Schneider, brýst út úr hinni glæsilegu umgerð og dá- leiðir áhorfandann með „Mona Lísa-brosi“ og augum sem líkjast fáguðum demöntum. Nú eru þær sjónir brostnar. Hvílíkur skaði fyrir andlitslausan heim. Ég hef sagt hér að framan að þessi fágaða kvikmynd væri nokkuð langdregin og stirðleg af þeirri ástæðu að hin áleitna sviðsmynd þvældist fyrir sögu- efninu. Þetta er synd, því sögu- efnið er næsta merkilegt. Mynd- in segir frá fjármálakonu, Marthe Nanan að nafni, sem komst til mikilla áhrifa í París á þriðja tug aldarinnar. Kona þessi rak banka sem hafði það að markmiði að ávaxta innistæður hinna efnaminni. Þannig bauð banki Marthe Hanan 8% vexti meðan aðrir bankar buðu 1%. Að sjálfsögðu þoldu hinar rót- grónu bankasamsteypur Frakk- lands ekki framhleypni hinnar ungu konu. Er í myndinni dregin upp glögg mynd af samblæstri ríkis- og fjármálavalds sem end- ar með því að tilraun Marthe Hanan til að rétta hag hinna efnaminni er brotin á bak aftur. Ég gat ekki að því gert, að mér varð hugsað til myndarinnar af seðlabankastjóra er hér birtist í blaðinu fyrir skömmu á því augnabliki „Madame Emma“ er oddvitar fjármála- og stjórn- mála hittust til að greiða Marthe Nanan banahöggið. Ég fann vissulega engin persónuleg tengsl milli þessara valdsmanna og hins íslenska seðlabanka- stjóra, það var bara sviðsmyndin sem var svo óhugnanlega lík. Veggir fundarstaðarins þaktir dýrum viði og myndum af virðu- legum valdsmönnum í gullnum römmum. Ég huggaði mig við að hinn íslenski seðlabankastjóri færi nú senn að flytja sig úr höllinni í íburðarminni byggingu inn við Skúlagötu. Maður skyldi ætla að þessi sparnaðarráðstöf- un íslenska bankakerfisins yrði til þess að hækkaðir yrðu vextir af sparireikningum hins al- menna manns hér á landi. Ann- ars þarf máski að kveðja til frú Emmu. Hver veit hvað gerist í Skírisskógi þegar fógetinn gerist of atkvæðamikill? 27 1000.- krónurút! Philipseldavélar Við erum sveigjanlegir i samningum heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655 HITAMÆLAR Vesturgötu 16, sími 13280. VÉLA-TENGI Allar gerðir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafift eitthvaft mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tsskja. Allar stærftir fastar og frá- tengjanlegar di§)(nj©©©(rt) Jt Vesturgötu ib, slmi 13280.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.