Morgunblaðið - 06.10.1982, Page 28

Morgunblaðið - 06.10.1982, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 + Moðir mín, fósturmóðir, tengdamóöir, amma og langamma, GUDRÍÐUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR, lést á Elliheimilinu Grund, fimmtudaginn 23. september. Utförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Ottósson, Guðríður Guömundsdóttir, Ólöf Helga Gunnarsdóttir, Ólafur ísberg Hannesson, barnabörn og barnabamabörn. t Maöurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÞORSTEINN KRISTBJÖRN ÞORSTEINSSON frá Hellissandi, Langholtsvegi 56, Rvík, andaöist að Reykjalundi 4. október. Huldís Annelsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Móöir okkar og tengdamóöir. HAFLÍNA BJORNSDÓTTIR, andaöist laugardaginn 2. október. Regína Ingólfsdóttir, Egill Jónsson, Níels Ingólfsson, Svanhvít Hafsteinsdóttir, Björn Ingólfsson, x Rósa Jónasdóttir, Ásgrimur Ingólfsson, Unnur Sigtryggsdóttir. + Móöir okkar, SOFFÍA RUNÓLFSDÓTTIR, Austurgötu 23, Keflavík, andaöist í Landakotsspitala, mánudaginn 4. október. Ingibjörg Hjörleifsdóttir, Gróa Hjörleifsdóttir, Ingi Hjörleifsson. + Móöir okkar. lést 5. október. JÚNÍANA STEFÁNSDÓTTIR, Hringbraut 45, Dagfinnur Stefánsson, Þóra Stefánsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir Hafstein, Aslaug Stefánsdóttir. + Faðir mi/in, tengdafaöir og afi, ZÓPHONÍAS SIGURÐSSON, veröur jarösunginn, fimmtudaginn 7. október frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Ómar Zóphoníasson, Kristín Theódórsdóttir, Theódór Ómarsson, Marta Gýgja Ómarsdóttir. + Maöurinn mínn, INGÓLFUR JÓNSSON, hæstaréttarlögmaöur, sem lést 27. september veröur jarösettur frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 7. október kl. 10.30. Fyrir hönd barna hans og annarra ættingja. Sóley S. Njarövík. Eiríkur Þ. Valberg — Minning Fæddur 20. júlí 1950 Dáinn 26. september 1982 Mínir vinir fara fjöld, f(*i(;Ain þt‘N*a hcimtar köld. Þessi orð Bólu-Hjálmars koma mér oft í huga, þegar hver vá- frennin af annarri hefur borist að eyrum. En þær minna á þá stað- reynd, að „Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt.“ Þetta er sú eina örugga vissa, sem bíður okkar allra. Þess vegna ættum við lík- lega ætíð að vera viðbúin, en svo reynist þó sjaldnast, jafnvel þegar dauðinn kemur sem þráður lausn- ari. Svo var þegar andlát Eiríks Valberg bar að sunnudaginn 26. fyrra mánaðar. Linnulaus barátta í meira en þrettán ár við illvígan sjúkdóm er öllum erfið lífsraun, en eigi síst er það biturt hlutskipti þeim, sem mætir slíkum dómi þeg- ar á æskuárum. Við sem höfum átt þess kost um langa starfsævi að virða fyrir okkur hvern barna- og unglingahópinn af öðrum í skólasal við starf og leik, spyrjum okkur oft sjálf hver framtíð bíði þeirra. Þar blasir við blómi þjóð- arinnar, sem vekur fögnuð og fyrirheit eins og fyrstu vorblómin. í draumsýn eygjum við þar á með- al komandi forystumenn og leið- toga þjóðarinnar, jafnvel einhvern þann sem auðnist að vísa þjóðum heims fram á friðarveg. Sjaídnast þekkjum við kennarar þó nema lítið eitt til heimilishaga barn- anna, og því verður spáin enn óvissari. Öðru máli gegndi þegar Eiríkur Valberg var eitt þeirra efnis ungmenna, sem átti leið um skóla minn. Allt frá fæðingu hafði ég þekkt hann og vissi því hverjum mannkostum hann var gæddur og hvert uppeldi hann hafði hlotið. Spáin um farsæla framtíð hans var því eigi aðeins óskadraumur. Og þótt æviárin yrðu aðeins rösk 32 og almenn afrekaskrá hans marki ekki tímamót í þjóðasögu, þá reyndist hann venslafólki, vin- um og samferðamönnum sú Guðs- gjöf, sem þeir allir þakka og sakna. Eiríkur Þórarinn Valberg var fæddur hér í Reykjavík 20. júlí 1950. Foreldrar hans eru hjónin Samúel Valberg húsgagnabólstr- ari, nú skrifstofumaður hjá Gjald- heimtunni, og Guðný Kristmunds- dóttir húsfreyja og starfsmaður á Hrafnistu. Eiríkur var næstelstur af fimm börnum þeirra hjóna, og átti sín bernsku- og unglingsár með þeim í foreldragarði. Að loknu landsprófi miðskóla vorið 1966 og gagnfræðaprófi 1967 hóf hann nám í Kennaraskóla Islands. Eftir eins vetrar nám þar bauöst honum ársdvöl sem skiptinemi í Bandaríkjunum og dvaldi þar í Ohio í Cleveland til vorsins 1969, en varð þá að hverfa skyndilega heim sakir alvarlegs sjúkdóms. Hófst þar óslitin og erfið barátta. Að loknum rannsóknum hér og sakir tækjaskorts lá leiðin þegar til læknisaðgerðar og meðferðar í Noregi. Síðan hefur linnulaus bar- átta staðið, dvalir hér og erlendis á sjúkrahúsum, stöðug meðferð færustu og bestu sérfræðinga og einstök aðhlynning foreldra og systkina. Horfur voru þegar mjög alvarlegar og raunar tæpast von nema örfárra lífára, en aukin þekking, ný meðöl og tæki og ein- stakt lífsþrek og lífstrú hins unga manns hafa gefið honum rösk 13 + Innilegt þakklæti fyrir auösýnda vináttu og samúö viö andlát og útför, HELGA KRISTJÁNSSONAR, bónda t Leirhöfn. Andrea Jónadóttir, Jóhann Helgason, Dýrleif Andrésdóttir, Jón Helgason, Valgeröur Þorsteinsdóttir, Helga Helgadóttir, Sigurður Þórarinsson, Birna Helgadóttír, Pétur Einarsson, Anna Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Öllum hinum fjölmörgu, er minntust, BRYNJÓLFS SVEINSSONAR, fyrrverandi yfirkennara, sem andaöist 14. september síöastliöinn, þökkum viö af alhug. Þórdís Haraldsdóttir, Bryndís Brynjólfsdóttir, Helga Brynjólfsdóttir, Ragnheiöur Brynjólfsdóttir, Jón Níelsson, Brynjólfur Þór Jónsson, Þorbjörn Jónsson, Helga Bryndís Jónsdóttir. + Maöurinn minn, faðir, tengdafaöir og afi, STEFÁN ILLUGASON HJALTALÍN, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 11. október kl. 13.30 Marsibil Bernharösdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, SIGURDUR MAGNÚSSON, skipstjóri og útgeröarmaöur fré Eskifiröi, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 8. október kl. 13.30 Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Halldóra R. Guömundsdóttír, Vilmundur Víöir Sigurösson, Jóhanna Þorvaldsdóttir, Björg S. Blöndal, Theodór Blöndal, og barnabörn. + Hjartans þakkir færum viö öllum þeim fjölmörgu sem vottuöu okkur samúö og vinarhug meö blómum, samúöarskeytum og nærveru sinni viö andlát og útför eiginmanns míns, fósturfööur og tengdafööur, JÚNÍUSAR SIGURÐSSONAR, Seljavegi 7, Selfossi. Sigríöur Jasonardóttir, Siguröur Eiríksson, Sigurhanna V. Sigurjónsdóttir. Þökkum, auösýnda samúö viö andlát og jaröarför föður okkar, tengdafööur og afa, GEIRS SIGURDSSONAR, irafeHi. Skúli Geirsson, Óttar Geirsson, Sigríöur Geirsdóttir, Geir Sævar Geirsson, Siguröur J. Geirsson, Hólmfríöur Vilhjálmsdóttir, Jón Eldon Logason, Halldóra Jónasdóttir, Guöríöur Þorvaldsdóttir, og barnabörn. ár frá því að hann kenndi sjúk- dómsins. Þrátt fyrir þrotlausa erfiðleika hélt Eiríkur áfram námi sínu í Kennaraskólanum og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1972. Næstu tvo vetur starfaði hann sem fastur kennari við Gagn- fræðaskólann á Sauðárkróki, en varð að hverfa frá starfi síðara vorið og ganga undir alvarlega læknisaðgerð. Þar á eftir var sýnt, að hann yrði að dvelja hér í Reykjavík, þar sem sérfræðikunn- átta og búnaður sjúkrahúsa væri best til staðar hvenær sem þyrfti. Þar eð kennsla hafði látið Eiríki vel, svo sem vænta mátti, þá vildi hann ótrauður sinna þeim störfum áfram, og hóf því kennslu svo fljótt sem hann gat hér við Fella- skóla í Reykjavík. En veikindin ágerðust sífellt, og svo fór að hann varð að hætta þeim störfum, enda sjúkrahúsdvalir tíðar og stundum langar. En lífsviljinn og starfslöngunin brást ekki. Fyrir aðstoð góðra manna og eigi síst Guðrúnar Helgadóttur, þá deildarstjóra við Tryggingastofnunina, bauðst hon- um starf þar eftir því sem kraftar hans leyfðu. Gegndi hann því um árabil eftir mætti og reyndist enn sem fyrr farsæll í starfi, trúr, glöggur og viljugur til að leiðbeina fólki og greiða úr vandamálum. Á unglingsárum hafði hann með lip- urð og natni unnið við afgreiðslu- störf í versluninni Málaranum a.m.k. tvö sumur. Þessir eru helstu þættir í starf- semi Eiríks, þrotlaus barátta, undanhald í óvinnandi stríði, en aldrei uppgjöf. Þar kom þó fyrir réttu ári, að læknar hans úrskurðuðu, að nú hefði hann ekki líkamsþrek til frekari starfa. Sá dómur varð þessum unga og viljuga manni mikil og sár þrekraun. En örlögum sínum kemst enginn undan, og Eiríkur vissi fyrir löngu hvert stefndi og ræddi það æðrulaus við vini og vandamenn. Vakti og at- hygli alþjóðar er hann gaf þess kost ásamt sjúkrasystur sinni að ræða við fréttamann sjónvarps um viðhorf og vanda sjúklinga, sem hefðu orðið herfang illvígra rneina. Æðruleysi þessarar þján- ingarfélaga vakti undrun og að- dáun og reyndist gott framlag til skilningsauka og bættra viðhorfa og viðbragða almennings. Erfið lífsreynsla Eiríks bugaði hann aldrei. Hann var fróðleiks- fús, fylgdist vel með mönnum og málefnum, gerði furðu víðreist um lönd og álfur allt frá því að hann fór kornungur með frænda sínum og félaga í hjólreiðar um Dan- mörku, síðar til lengri eða skemmri kynnisferða og dvala allt frá norðurslóðum Skandinavíu til sólareyja nær miðbaug, austur til Rhodos og aftur til Vesturálfu. Þannig leitaði hann sér lífsþreks og þekkingar og naut þess þrátt fyrir allt að vera til. Fornsögur okkar geyma margar snjallar mannlýsingar, en engin frásögn, engin höggmynd eða mál- verk gefur öðrum rétta mynd af þeirri persónu, sem við höfum kynnst, jafnvel átt ævisamleið með. Hver tilraun til mannlýsinga nær því skammt. Ég veit þó, að allir kunnugir verða mér sammála er ég segi, að Eiríkur Valberg hafi verið góður drengur. Hann var hæglátur og hæverskur, þó gam- ansamur og glaðlyndur svo sem spilafélagar hans ungir sem aldnir kynntust vel. Barngóður var hann, og eigi var hann gamall er hann gætti trúlega systkina sinna eða frændbarna svo að hinir eldri ættu heimangengt að kvöldi. Undi smáfólkið vel gæslu hans og unni Eiríki æ síðan. Honum þótti vænt um börn, þess vegna var hann líka góður kennari, sem hefði markað mörgum farsæl ævispor, ef heilsu- brestur hefði ekki hindrað svo skjótt göngu hans á þeirri starfsbraut. En þótt dvöl hans yrði hvergi löng, hvorki í starfi né á stað, þá kynntust honum margir, og vináttu hlaut hann hvarvetna. Vinum sínum var hann tryggur og þakklátur sem og hverjum þeim, er veitti honum stuðning og rétti fram hjálparhönd. Mestur var þar skerfur foreldra hans og systkina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.