Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 32
^^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 ^^^skriftar- síminn er83033 MIÐVIKITDAGUR 6. OKTÓBER 1982 Yfirborgar- stjóri Kaup- mannahafnar í heimsókn Yfirimrgarstjóri Kaupmannahafn- ar mun koma í heimsókn til íslands nk. laugardag, < n hér er ekki um opinhera heimsókn að ræða, sam- kvæml upplýsingum sem Mbl. fékk hjá l)avíð Oddssyni borgarstjóra í Itcykjavík í gær. Yfirborgarstjóri Kaupmanna- hafnar mun koma hingað í fylgd 15 danskra blaðamanna, en hann ferðast með danska blaðamenn árlega, en borgaryfirvöld í Reykjavík skipuleggja ferð hans hingað. Alþingi kem- ur saman á mánudaginn ALHNGI, 105. löggjafarþing verður sett með hefðbundnum hætti nk. mánudag, 11. október, og hefur for- seti íslands sent út forsetabréf þess efnis að fenginni tillögu forsætis- ráðherra. Að venju hefst athöfnin með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13.30, séra Ólafur Skúlason dómprófastur prédikar að þessu sinni. Að lokinni guðsþjónustunni verður gengið fylktu liði til Al- þingishússins þar sem foseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, flyt- ur ræðu í sameinuðu þingi og segir síðan 105. löggjafarþingið sett. Þá tekur aldursforseti þingsins, sem er Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra, við fundarstjórn þar til forseti sameinaðs þings hefur ver- ið kjörinn. Rýrnun kaupmáttar er 15,5% hjá opinberum starfsmönnum Rýrnunin hjá launþegum almennt er um 12,1% KAUPMATTUR kauptaxta, miðað við vísitölu framfærslukostnaðar hinna ýmsu stétta, hefur rýrnað verulega á undanförnum árum, eða frá í lok árs 1978, þegar hann var mestur, þar til í aprilmánuði sl., sam- kvæmt upplýsingum, sem fram koma í ágústhefti Kjararannsóknar- nefndar. Mest er rýrnunin hjá opinberum starfsmönnum, en minnst hjá verzlunar- og skrifstofu- fólki af þeim úrtakshópum, sem til- greindir eru. Kaupmáttur kauptaxta opin- berra starfsmanna rýrnaði á framangreindu tímabili um 15,5%, eða úr 125,9 stigum í 106,4 íslenzk matvæli: Ferskur hörpudiskur til Banda- ríkjanna ÍSLENZK matvæli hafa nú hafið útflutning á ferskum hörpudiski til Kandaríkjanna. Hörpudiskurinn er fluttur flugleiðis út tvívegis í viku og fara nálægt 5 lestum utan í viku hverri. Hörpudiskurinn er seldur í gegnum sölukerfi SH. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Sigurðar Björns- sonar, stunda tveir bátar veið- arnar á hörpudisksmiðum í Hvalfirði. Landa þeir daglega um 10 til 12 lestum af skel, en það samsvarar um einni lest af unnum fiski. Aflinn er unninn þegar næsta dag og honum pakkað í 25 punda kassa. Þá sagði Sigurður, að vinnslan gengi vel og verðið fyrir hörpu- diskinn væri þokkalegt. Sagði hann, að þetta væri í fyrsta skipti, sem jafn skipulega væri unnið að útflutningi fersks hörpudisks. Auk hörpudisks- vinnslunnar væru lax og síld Hörpudiski landað í Reykjavík. unnin hjá fyrirtækinu, en hvort tveggja gengi fremur erfiðlega. Síldarvinnslan ætti erfitt upp- dráttar vegna samkeppni við innflutta danska síld og laxinn fengist aðeins á sumrin. Það Ljósmynd Mbl. Emilía. væri einkennileg ráðstöfun yfir- valda að neita fyrirtækinu um innflutning á ferskum laxi. Sótt hefði verið um innflutningsleyfi á laxi frá Færeyjum, en það ekki fengizt. stig. Síðan hefur kaupmátturinn haldið áfram að rýrna, m.a. vegna gengisfellinga og vísitöluskerð- inga. Kaupmáttur kauptaxta verka- manna rýrnaði um 10,7% á um- ræddu tímabili, en vísitalan hefur farið úr 118,8 stigum í 106,1 stig. Kaupmáttur verkakvenna rýrn- aði á umræddu tímabili um 11,7%, en vísitalan fór úr 124,7 stigum í 110,1 stig. Hjá iðnaðarmönnum er rýrnun- in á umræddu tímabili um 10,4%, en vísitalan hefur farið úr 107,1 stigi í 95,9 stig. Kaupmáttur kauptaxta verzlun- ar- og skrifstofufólks hefur rýrnað á umræddu tímabili um 10,2%, en þar hefur vísitalan farið úr 115,5 stigum í 103,7 stig. Kaupmáttur kauptaxta land- verkafólks hjá ASÍ hefur rýrnað um 10,7% á framangreindu tíma- bili, en þar hefur vísitalan farið úr 115,8 stigum í 103,4 stig. Kaupmáttur kauptaxta „allra launþega", þ.e. framangreindir hópar vegnir saman, hefur rýrnað um 12,1% á umræddu tímabili. Vísitalan hefur farið úr 118,7 stig- um í 104,3 stig. Fiskiðjusamlag Húsavlkur: Fiskborgarar til útflutnings FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hf. er nú að hefja framleiðslu á fiskborgur- um til útflutnings. Tilraunum vegna framlciðslunnar er nú að Ijúka og á næstunni verða nokkur þúsund pund send til Bandaríkjanna, en áður hafa nokkrar prufusendingar farið vestur um haf. Fiskborgararnir fara í gegnum sölukerfi Iceland Seafood. Að sögn Tryggva Finnssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðjusam- lagsins, hafa tilraunir vegna framleiðslunnar staðið yfir und- anfarna mánuði og eru nú á loka- stigi. Sagði hann, að ýmislegt hefði orðið að taka með í reikning- inn og breyta meðan á tilraunum stóð, meðal annars vél þeirri, sem notuð er til framleiðslunnar, en hún var gerð fyrir aðra vinnslu í upphafi. Þá sagði hann, að hráefn- ið væri aðallega fengið úr þorsk- flökum og afkastageta afmarkað- ist eins og er aðallega af frysti- getu, en fiskborgararnir eru laus- frystir og afkastagetan í laus- frystingu er nú um 500 kíló á klukkustund. Tryggvi sagði einnig, að ætlunin með þessu væri að ná fram frekari virðisaukningu framleiðslunnar. Byggjust menn við því, að viðun- andi verð fengist fyrir þessa fram- leiðslu og því væri mikið unnið með því, að auka vinnslu hráefnis- ins hér heima og fá þannig auknar tekjur fyrir það í gjaldeyri. „Það er alltaf gaman að giima við nýjar hugmyndir. Þær takast að vísu ekki alltaf, en þegar svo er, eins og virðist með fiskborgarana, veitir það manni mikla uppörvun," sagði Tryggvi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.